Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tttðunMaMfr STOFNAÐ 1913 272.tbl.80.árg. FOSTUDAGUR 27. NOVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Umskipti í írsk- um stjórnmálum Líklegt að Verkamannaflokkur- inn tvofaldi þingmannatölu sína Dyflirini. Reuter. LJOST er, að Verkamannaflokk- urinn, sem hefur verið í sljórnar- andstöðu, vann inikinn sigur í þingkosningunum á írlandi í fyrradag og bentu tölur til, að hann tvöfaldaði þingsætafjölda sinn. Stóru flokkarnir tveir, Fianna Fail og Fine Gael, sem verið hafa allsráðandi i írskum stjórnmálum í hálfa öld, tapa hins vegar miklu fylgi. Þá virðist sem tilllaga stjórnarinnar um að leyfa takmarkaðar fóstureyðing- ar í írlandi hafi verið felld með verulegum mun en endanleg úr- slit i hvorumtveggja kosningun- um verða ekki kunn fyrr en í dag. Kosningarnar eru mikill ósigur fyrir Albert Reynolds, forsætisráð- herra og leiðtoga Fianna Fail, en hann hafði gert sér vonir um hrein- an meirihluta á þingi. í gær leit út fyrir, að flokkurinn fengi 70 þing- menn, tapaði sex, og Fine Gael, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, 48 og tapaði sjö. Sigurvegari kosn- inganna er Dick Spring, 42 ára gamall leiðtogi Verkamannafiokks- ins. Er þvi spáð, að hann muni ráða miklu um myndun næstu sam- steypustjórnar í Irlandi. Líkur voru á, að flokkur hans fengi 32 þing- menn í stað 16 áður. John Bruton, leiðtogi Fine Gael, hefur lagt til, að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn og Fram- farasinnaðir demókratar myndi næstu stjórn en þeir síðastnefndu eru smáflokkur, sem kallaði fram kosningar nú með því að rjúfa stjórnarsamstarfið við Fianna Fail. Spring vill ekkert segja um fram- vinduna á næstu dögum en hver sem stjórnin verður fær hún við nóg að glíma. Fimmti hver vinnufær íri er atvinnulaus, gengi írska puntsins á í vök að verjast og samdrátturinn í efnahagslífinu hefur almennt leikið landsmenn grátt. ------;-----------------y--------- Tillaga stjórnarinnar um að leyfð- ar verði fóstureyðingar á írlandi sé líf móðurinnar í hættu virðist hafa verið felld en aftur á móti sam- þykkt, að írskar konur megi gang- ast undir slíka aðgerð erlendis. Sviss Fylgi við EES eykst Zttrich. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morjrunblaðsins. NÝ skoðanakönnun í Sviss sýnir að stuðningur við aðild Sviss að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) hefur aukist á síðustu dögum. 46% þjóðar- innar styðja nú aðild sam- kvæmt sjónvarpsfréttum í gærkvöldi og 36% eru á móti. 18% hafa ekki ákveðið hvern- ig þau kjósi í þjóðaratkvæða- greiðslunni 6. desember nk. Andstæðingar hafa hingað til virst ðruggir um sigur í kosning- unum en stuðningur við aðild hefur aukist um 8% á undan- förnum dögum. Stuðningsmenn aðildar hafa hert róðurinn í aug- lýsingabaráttunni og sjónvarps- þáttur með tveimur ráðherrum í þýskumælandi Sviss í slðustu viku er talinn hafa haft veruleg áhrif á skoðanir fólks. Ráðherr- arnir útskýrðu þá ágæti EES- samningsins á málefnalegan hátt en andstæðingar í sjón- varpssal urðu sér til skammar með dólgslegri framkomu. Tillöguna um aðild þarf að samþykkja í meira en helmingi kantónanna samkvæmt stjórn- arskránni og andstaða gegn EES er enn sterk í mörgum þýskumælandi kantónanna. Atkvæðin talin Reuter Hvolft úr kjörkassa í tátningarmiðstöð í Dyflinni. Irar hafa ekki enn tekið tölvutæknina í þjónustu sína við atkvæðatalninguna og því var ekki búist við, að endanleg úrslit úr kosningunum á miðvikudag yrðu ljós fyrr en í dag. Ovissa með GATT vegna harðrar andstöðu Frakka Reyna að fá önnur EB-ríki á sitt band París, Brussel. Fra Kristófer M. Kristínssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. FRÖNSK stjórnvöld vonast til að geta fengið önnur ríki Evrópubanda- lagsins, EB, til að snúast gegn landbúnaðarkafla GATT-samkomu- lagsins, þannig að ekki þurfi að koma til þess, að þeir beiti neitunar- valdi sínu. Tillaga Pierre Bérégovoy forsætisráðherra þess efnis, að þegar yrði kallað til neyðarfundar landbúnaðar- og utanrikisráð- herra EB, þar sem landbúnaðarmálin yrðu tekin til endurskoðunar, var samþykkt í franska þinginu á miðvikudagskvðld. Greiddi 301 þingmaður atkvæði með tillögunni en 251 á móti. Bérégovoy sagði í þinginu að ein- ungis yrði beitt neitunarvaldi þegar formlegt samkomulag lægi fyrir. Talið er að það verði ekki fyrr en eftir nokkra mánuði og að franski forsætisráðherrann sé með þessu að reyna að vinna sér tíma. Jacques Chirac, leiðtogi flokks nýgaullista, sagðist lofa því að sýnd yrði „harka" í málinu ef það kæmi upp aftur þegar hægristjórn væri við völd og að ekki yrði hikað við að beita neit- unarvaldi gegn óhagstæðu sam- komulagi. Kosið er til þings í Frakk- Danir saka keppinautana um und- irboð á rækju- og þorskmörkuðum Út í hött hvað íslendinga varðar segir Benedikt Sveins- son framkvæmdastjóri íslenskra sjávarafurða hf. SAMTOK fiskútflytjenda í Færeyjum og Grænlandi hafa sagt upp samstarfi sínu við félag fiskútflyljenda í Danmörku, Danmarks Fiskeindustri- og Eksportforening, vegna ásakana um undirboð á rækju og þorski. Kemur þetta fram í frétt frá fréttaritara Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn, N.J. Bruun. Framkvæmdastjórí danska félagsins sagði, að íslendingar og Norðmenn stunduðu einnig þessi undirboð í skjóli opinberrar aðstoðar og væri hugsanlegt, að málið yrði kært fyrir dómstóli Evrópubandalagsins. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri íslenskra sjávarafurða hf.; sagði í samtali við Morgunblaðið þessar ásakanir út í hött hvað íslendinga varðaði. Leif Skytte, framkvæmdastjóri dönsku samtakanna, sagði í viðtali við dagblaðið Börsen og grænlenska útvarpið, að- Danir furðuðu sig á því, að Royal Greenland, sjávarút- vegsfyrirtæki grænlensku lands- stjórnarinnar, skyldi hvað eftir und- irbjóða dönsk fyrirtæki á erlendum mörkuðum fyrir rækju og þorsk. Það sama væri uppi á teningnum með útflytjendur í Færeyjum, ís- landi og Noregi og gæti ekki verið um aðra skýringu að ræða en þá, að útflytjendur í þessum löndum nytu opinberrar aðstoðar. Þess vegna væri verið að taka saman gögn um þessi undirboð, sem hugs- anlega yrðu grundvöllur kæru fyrir EB-dómstólnum. Hjá Royal Greenland og Faroe Seafood hefur verið brugðist við þessum ásökunum með því að hætta samstarfi við félag fiskútflytjenda í Danmörku og Ole Ingrisch, sölu- stjóri Royal Greenland, sagði að það væri ekki aðeins alrangt að Græn- lendingar stunduðu undirboð, held- ur reyndu þeir að fá hærra verð en aðrir, til dæmis fyrir rækjuna, með tilvísan til mikilla gæða. Sagði hann Dani geta sjálfum sér um kennt væru þeir ekki samkeppnis- færir. Samvinna væri lítil milli danskra fiskiðnaðarfyrirtækja, framleiðslugeta allt of mikil en kvótarnir litlir. Sú væri skýringin á erfiðri stöðu þeirra á erlendum mörkuðum. Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra sjávaraf- urða hf., kvaðst ekki virja svara fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn en hvað Islendinga snerti væru fullyrðingar danska fram- kvæmdastjórans út í bláinn. Það væri síður en svo, að íslensk fyrir- tæki væru með undirboð á erlendum mörkuðum, þvert á móti væri áherslan á harða sölumennsku og á að fá sem hæst verð. landi í marsmánuði og er búist við að hægrimenn muni þá ná völdum. „Ég tel að okkur muni takast að sannfæra samstarfsþjóðir okkar áður en gripa þarf til neitunarvalds- ins. Við munum halda áfram að berjast og ég held að við séum með mörg góð spil á hendi," sagði Elisa- beth Guigou, Evrópuráðherra Frakklands, í útvarpsviðtali. Hún dró í efa þá niðurstöðu fram- kvæmdastjórnar EB að þetta sam- komulag væri það besta sem hægt væri að ná og að það bryti ekki í bága við þær breytingar sem sam- þykktar hefðu verið á sameiginlegri landbúnaðarstefnu bandalagsins í maímánuði. Guigou sagði Frakka hafa orðið vara við skilning á sjónarmiðum sínum úr ýmsum áttum og nefndi hún sérstaklega ítali, Spánverja, Belga, Portúgali og Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Neitunarvaldið, sem Frakkar hóta að beita, er tilkomið vegna deilna innan ÉB árið 1965 en stóð til, að reglur um, að ráðherraráðið yrði að vera einhuga í afgreiðslu sumra mála, féllu úr gildi um næstu áramót, 1. janúar 1966. De Gaulle, forseti Frakklands, taldi, að með afnámi reglnanna myndu Frakkar tapa fullveldinu og yrðu ofurseldir meirihlutanum í mörgum efnum og útkoman varð sú, að Frakkar sóttu ekki fundi framkvæmdastjórnarinn- ar í sex mánuði. Á fundi í Lux- emborg í janúar 1966 var svo látið undan kröfum Frakka' og sam- þykkt, að einstök ríki gætu beitt neitunarvaldi væri um brýna hags- muni þess að ræða. Til þess hefur ekki komið enn og deilt er um laga- lega túlkun á samkomulaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.