Morgunblaðið - 13.05.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 13.05.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Ráðgerður niðurskurður varnarliðs á Keflavíkurflugvelli Ekkí teikn á lofti um sam- drátt hjá Ratsjárstofnun JÓN E. Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ratsjárstofnunar, seg- ir að starfsemi stofnunarinnar sé ekki ónæm fyrir hugsanleg- um niðurskurði á varnarsvæði varnarliðsins en hins vegar séu engin teikn á lofti um það í dag að draga eigi úr starf- semi Ratsjárstöðvanna og kvaðst hann telja ólíklegt að svo yrði. Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi að fjárhagsáætlun Ratsjárstofnunar vegna næsta fjárhagsárs sem hefst 1. október og sagði Jón að gengið væri út frá því að reksturinn yrði óbreyttur í öllum grundvallaratriðum. Ratsjárstofnun rekur ratsjár- stöðvamar á Miðnesheiði, Bola- fjalli, Gunnólfsvíkuríjalli og Stokksnesi. 62 íslenskir starfs- menn starfa hjá stofnuninni en Bandaríkjamenn greiða allan kostnað við rekstur stöðvanna en gert er ráð fyrir að rekstrargjöld á þessu ári verði 512 millj. kr. Jón sagði áð niðurskurður innan vamarsvæðisins hefði væntanlega ekki mikil áhrif á starfsemi Rat- sjárstofnunar að öðm leyti en því að hann kæmi niður á þeirri þjón- ustu sem Ratsjárstöðvarnar sækja til vamarliðsins, svo sem vara- hlutaþjónustu en ef breytingar yrðu myndi Ratsjárstofnun þá væntanlega sækja þá þjónustu til Bandaríkjanna. Dýr búnaður Aðspurður hvort áform um brottflutning flugsveita frá Kefla- vík hefði áhrif á starfsemi Ratsjár- stofnunar sagði Jón að það væri í senn herfræðileg og stjómmála- leg spuming sem hann væri ekki í stöðu til að meta. Benti hann þó á, að sá búnaður sem settur hefði verið upp í ratsjárstöðvunum væri mjög dýr og stofnkostnaður af byggingu stöðvanna hefði verið hár. „Þetta er hluti af heildarkeðju sem nær frá Miðjarðarhafi, upp til Evrópu, yfír til Kanada og nið- ur Bandaríkin, þannig að ég á ekki von á að það muni þykja fýsi- legt að klippa út hluta af þeirri mynd. Þetta er viðbúnaðarkerfí, sem er mjög dýrt að setja upp en hlut- fallslega ódýrara að reka það. Líf- tími þess er 20-30 ár og því þykir mér ótrúlegt að þetta verði lagt niður," sagði Jón. Morgunblaðið/Þorkell Uppgröftur á Ingólfstorgi BÚIST má við því að margvís- legar mannvistarleifar eigi eft- ir að finnast við uppgröft Ing- ólfstorgs við Aðalstræti en þar eru ráðgerðar miklar fram- kvæmdir á vegum Reykjavíkur- borgar í sumar og næsta sum- ar. Á litlu myndinni sést bein- tala sem hefur að öllum líkind- um legið lengi í jörðu. VEÐUR IDAGkl. 12.00 Heimild: Veðurstofa Istands (Byggt á veðurspá kl. 16.1S í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 13. MAI YFIRLIT: Yfir Grænlandi og Grænlandshafi er víðáttumikil 1044mb hæð. Við suðurströndina er örgrunnt lægðardrag sem eyðist. 8PA: Fremur hæg norðlæg átt í fyrramálið en breytileg átt síðdegis. Bjart veður að mestu. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðaustan átt. Skýjað og smá él á annesjum norðanlands, en bjart veður sunnanlands. Hiti á bilinu 2 til 10 stig aö deginum qg hlýjast syðra, en hætt við næturfrosti. HORFUR A LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austan- og norðaustan átt. Rigning eða slydda með suðaustur- og austurströndinni, él á annesjum norðanlands, en bjart veður suðvestanlands. Áfram kalt á laugardag en heldur hlýnandi á sunnudag. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt / / r F F F F F Rigning & Léttskýjað * f * * F F * F Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað V ^ Skúrír Siydduél Alskýjað * V H Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld v Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (10.17.30 ígær) Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Á vestanverðu landinu hafa orðið skemmdir á vegum vegna vatns og aurskriða en unnið er að viðgerð og er víða lokið. Byrjaður er vormokstur á Klettshálsi, Dynjand- isheiöi, Lágheiði og Mjóafjarðarheiði. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. 3 VEÐUR VIBA UM HEIM kl. 12.00 igær að ísl. tíma fitti veður Akureyri 6 léttskýjað Reykjavík 9 skýjað Bergen 11 léttskýjað Heteinki 20 iéttskýjað Kaupmannahöfn 21 skýjað Narssarssuaq 16 léttskýjað Nuuk 3 skýjað Osló 20 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Þórshöfn 6 rigning á síð.klsl. Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 23 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 26 léttskýjað Chicago 17 hðlfskýjað Feneyjar 20 þokumóða Frankfurt 21 þokumófia Glasgow 13 léttskýjað Hamborg 23 léttskýjað London 15 mistur LosAngeles 14 léttskýjað Lúxemborg 1B skúrir Madrid vantar Malaga 18 rigning Mallorca 22 skýjað Montreal 15 léttskýjað NewYork 21 skýjað Orlando 22 léttskýjað Parfe 19 skýjað Madelra 20 hðlfskýjað Róm 21 þokumóða Vín 24 léttakýjað Washington 22 skýjað Winnipeg 8 heiðskírt Fundu forna bein- tölu og vefnaðar- bút í miðbænum BEINTALA og vefnaðarbútur, sem gætu verið frá því fyr- ir tíma þéttbýlis í Reykjavík, fundust þegar framkvæmdir hófust við nýtt Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. í dag verður jarðlag, þar sem hlutirnir fundust, kannað nánar. Bjami Einarsson, fomleifa- fræðingur hjá Árbæjarsafni, sagði að þegar grafíð hefði verið niður í bílastæði sunnan Steind- órsplans hefði verið komið niður á þykkt, svart jarðlag. „í þessu lagi eru fískibein, kindabein og nautgripabein, tréspænir og þar fundust hlutimir tveir, beintala og vefnaðarbútur,“ sagði hann, „Aldur og tilurð þessa lags er óljóst enn sem komið er, en mig gmnar að það sé gamalt, eða eldra en þéttbýli í Reykjavík. Samsvarandi lag fannst svo þeg- ar grafið var við Vallarstræti." Bjarni sagði að vonandi feng- ist leyfi hjá fomleifanefnd til að kanna jarðlögin betur og yrði það þá gert í dag. „Slík rannsókn á jarðlögunum myndi ekki tefja vinnu við Ingólfstorg, því ég reikna með að hægt yrði að hliðra til verkum á meðan,“ sagði Bjami. Sjö tonn af kaffi hurfu úr geymslu SJÖ tonn af kaffi, eða 600 kassar, hafa horfið úr vöru- geymslu við Súðarvog á undanfömum vikum. Ekki er vitað hvernig þjófamir bám sig að, en ljóst er að allnokkur vinna hefur verið að bera kaffið út úr húsinu. Eigandi kaffísins, heildsali í Reykjavík, leitaði til rannsóknarlög- reglu ríkisins í gær. Hann leigir hluta geymsluhúsnæðis við Súðar- vog, en hafði ekki komið þangað í nokkrar vikur. Þegar hann ætlaði að vitja kaffíbirgða sinna kom hann að tómum kofanum. Að sögn Harðar Jóhannssonar, yfírlögregluþjóns hjá RLR, er ekki ljóst hvemig þjófurinn komst inn í geymsluna. Kaffið er í um 600 kössum, 24 pakkar I hveijum kassa og vegur hver pakki um 500 grömm. Það er amerískt, ber heitið Club Special og er í bláum pökkum með silfruð- um röndum. Heiidsalinn hefur selt kaffið til veitingahúsa og fæst það í aðeins einni matvömverslun, sem er við Laugaveg. Rannsóknarlög- reglan óskar eftir að verslunareig- endur eða aðrir þeir, sém verða varir við að Club Special kaffí sé boðið til sölu, geri lögreglu viðvart. Kaffiþamb Ljóst er, að komi þjófurinn kaff- inu ekki í verð, verður ærinn starfi fyrir hann að drekka það sjálfur, Sjö tonniim stolið SJÖ tonn af Club Special kaffi hurfu úr geymslu við Súðarvog. því það ætti að duga í tugi þúsunda lítra. Hann verður. því að. sitja við kaffidrykkju fram á næstu öld, ætli hann að koma því í lóg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.