Morgunblaðið - 13.05.1993, Page 18

Morgunblaðið - 13.05.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 „Kringla heimsins, sú er U mannfólkið byggir . . Hugleiðingar um landfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum eftir Óttar Ólafsson Greinl Landfræði sem sjálfstæð kennslu- grein hefur átt erfitt uppdráttar í skólakerfinu hér á landi og víðar á undanförnum áratugum. Ein af ástæðunum er nýskólastefnan sem fólst í samþættingu landfræði, sögu og félagsfræði í samfélagsfræði í grunnskólum. Afleiðingarnar sjást meðai annars á því að íjöldi nem- énda í framhaldsskólum gerir sér ekki grein fyrir landaskipun á jörð- inni.,Undirritaður hefur jafnvel orðið vitni að því að 16 og 17 ára nemend- ur geta ekki staðsett Bandaríkin, Japan og ýmis lönd V-Evrópu á landakorti. Þetta er bagalegt í ljósi þess að samskipti á milli landa vaxa stöðugt og brýna nauðsyn ber til að leysa ýmis alþjóðleg vandamál, t.d. er snerta mengun, á sameiginlegum vettvangi. Víða um heim fer nú fram átak til að styrkja stöðu greinarinn- ar í skólum. Landafræði eða landfræði? Hugtakið „geographia" er komið úr grísku og þýðir orðrétt jarð- eða landlýsing („gé“=jörð og „grap- hein“=lýsing). Er það skiljanlegt í ljósi þess að lengst af var það hlut- verk landfræðinnar að varpa ljósi á ðkunn lönd í fjarlægum heimsálfum. Hér á landi heitir fræðigreinin landa- fræði. Fleirtölumyndin er í raun rangnefni og samræmist ekki venj- um við nafngiftir flestra annarra fræðigreina, samanber jarðfræði og stærðfræði. Nær væri að kalla grein- ina landfræði því í raun snýst hún ekki bara um þvervísindalegar rann- sóknir á einstökum löndum eða svæðum heldur einnig um rannsókn- ir á afmörkuðum þáttum eins og loftslagi og gróðri. Um hvað fjallar landfræði? Sá hluti landfræðinnar sem íjallar um afmörkuð svæði eins og lönd eða heimsálfur nefnist svæðalandfræði. Eftir að landaskipan á jörðinni varð ljós og myrkviðir Afríku og S-Amer- íku voru kannaðir beindist athygli landfræðinga í vaxandi mæli að því að skoða útbreiðslu og samspil ein- stakra hluta. Gott dæmi um það er flokkun á loftslagi jarðar sem Aust- urríkismaðurinn Köppen setti fram snemma á þessari öld, en fram að þeim tíma var stuðst við loftslags- flokkun frá tímum Forn-Grikkja. Sú grein landfræðinnar sem fjallar um afmörkuð svið nefnist almenn land- fræði. Almenn landfræði skiptist í tvennt. Annars vegar í mannvistar- Kínverskt sumar er gengið í garð í Sjanghæ, þar sem flöldi gimilegra rétta blómstrar á sumarmatseðlinum. Sumartílboð Sjanghæ: Moitai kokteill Forréttur: Chai-Tang grænmetissúpa með þrennskonar kjöti Aöalréttir: Djúpsteiktur humar sumarsins Szechuan súrsætt svínakjöt Ma Lak lambakjöt Swanton kjúklingur Eftirréttir: Pisang Goreng djúpsteiktir bananar og ís Kokteill, forréttur,4 réttir og eftirréttur aðeins 1.390 d mann LAUGAVEGI28 SÍM116513 landfræðj sem fjallar um veru mannsins á jörðinni og hvernig hann hefur nýtt sér auðlindir hennar bæði tii góðs og ills. Undirgreinar mann- vistarlandfræði eru m.a. hagræn landfræði og borgarlandfræði. Hins vegar er náttúrulandfræði sem fjall- ar um loftslag, gróðurfar, jarðveg og hafið. Undirgreinar hennar eru t.d. loftslagsfræði og jarðvegsfræði. Hafa ber í huga að ýmsar greinar sem fiokkast undir landfræði á lægri skólastigum eru í raun meira eða minna sjálfstæðar fræðigreinar þeg- ar komið er á háskólastig. Oft er erfitt að draga skýran mun á milli landfræði og annarra fræði- greina. Hvar á t.d. að gera greinar- mun á veðurfræði og loftslagsfræði? í rauninni er slíkt ekki hægt og ekki ástæða til. Loftslag og veður er sitt hvor hliðin á sama hlutnum. í fyrra tilvikinu er verið að fjalla um langtímaástand lofthjúpsins en í því síðara er verið að fjalla um skammtímaástand hans og þá krafta sem að baki liggja. Hér er komið að kjarna málsins og í þessu felst styrkur landfræðinnar sem kennslu- greinar í grunn- og framhaldsskól- um. Hvers vegna að kenna landfræði? Landfræði er samþætt grein sem á snertiflöt við margar aðrar fræði- greinar (sjá mynd). Munurinn felst í því að landfræði skoðar hluti frá öðru sjónarhorni. Má að þessu leyti líkja landfræði við vísindamanninn sem gengur upp á hæsta fjallið til að skoða það sem fyrir neðan ligg- ur. Þannig getur hann betur áttað sig á staðsetningu einstakra hiuta og samhengi þeirra. Hlutverk snerti- greinanna er hins vegar að rannsaka einstaka hluti nánar. Þetta felur einkum í sér tvennt: í fyrsta lagi er í landfræði hægt er að gera mörgu skil á skipulegan og yfirgripsmikinn hátt. Þannig fæst grunnur sem gott Ottar Ólafsson „Undirritaður hefur jafnvel orðið vitni að því að 16 og 17 ára nemendur geta ekki staðsett Bandaríkin, Japan og ýmis lönd V-Evrópu á landa- korti.“ er að byggja á kennslu og nám í öðrum greinum, bæði raun- og fé- lagsgreinum. í öðru lagi er land- fræði afar jarðbundin grein í orðsins fyllstu merkingu. Hún lýsir jörðinni eins og hún er á hveijum tíma en gefur ekki færi á túlkunar- eða vafa- atriðum nema að litlu leyti saman- borið við ýmsar aðrar greinar eins og sögu og féiagsfræði. Tími og rúm mynda umgjörð um tilveru okkar á jörðinni. Sagan fjall- ar um gang tímans en landfræðin um rýmið. Til að átta sig á skipan heimsmáia hveiju sinni er nauðsyn- legt að þekkja til landaskipunar. Lega Islands með tilliti til haf- og loftstraum gerir landið byggilegt. Nýjasta tæknin í baráttu okkar við gróður- og jarðvegseyðingu felst í því að taka stafrænar gervihnatta- myndir og vinna úr þeim í tölvum. Um þetta er fjallað í landfræði og margt fleira. Hvað á að kenna og hvar - hugleiðingar? Eins og allir þekkja gekk nýskóla- Misríð Jjgjg. 1 sem peir segja u LADDI S V1N1R íeita svlía M® ^Um þegar a&rir fara aö sofc pantanir í síma 91 -29900 -lofar góðu! fitíBcl ->®Ttrn«n i*n Síöasti pöntunardagur Macintosh- tölvubunaöar með verulegum afslætti er Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.