Morgunblaðið - 28.09.1993, Page 45
t
3
I
Í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
-+
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993
45
„Og sýndu miskunn
öllu því sem andar“
Frá Eddu Bjarnadóttur og
Jórunni Sörensen:
SÉRA Ólafur Oddur Jónsson
prestur í Keflavík skrifar grein í
Lesbók Morgunblaðsins hinn 28.
ágúst sl. Þar ræðir hann vítt og
breitt um skyldur og siðareglur
fréttamanna og hvernig góð fjölm-
iðlun eigi að vera. Hann víkur sér-
staklega að þessum málum hér á
landi og segir þá m.a.: „ ... en eitt
er víst að hópar í samfélaginu, sem
leita eftir peningum, völdum og
áhrifum, hafa leynt og ljóst misnot-
að fjölmiðla í eigin þágu.“ Þess
vegna sé nauðsynlegt að vera á
verði og treysta ekki gagnrýnis-
laust upplýsingum fjölmiðla. Orð-
rétt segir hann einnig: „Menn þurfa
því að leggja mikið á sig til að verða
sæmilega upplýstir borgarar. Guð
forði okkur frá fólki sem fær allar
sínar upplýsingar úr fjölmiðlum,
margt að (sic) sem þar er borið
fram er blátt áfram órökrétt, því
er ætlað að kitla eða heilla og beina
hugsun okkar frá því sem raunveru-
lega skiptir máli.
Mest sláandi dæmið nú er það
sem kalla má tilfinningaleg rök, að
þau séu jafn rétthá vísindalegum
rökum, t.d. að tilfinningaleg rök
Bandaríkjamanna í hvalamálinu séu
jafn rétthjá vísindalegum rökum
Norðmanna og íslendinga. Það má
vel vera að þegar allt kemur til alls
verði islendingar og Norðmenn að
meta meiri hagsmuni í stað minni
hagsmuna í hvalamálinu, en ef við
höldum því fram að tilfinningaleg
rök séu jafn rétthá vísindalegum
rökum þá getum við allt eins farið
að blístra á hvert annað“ (sic), eins
og ágætur maður orðaði það eitt
sinn.
Dæmið sem presturinn velur er
dálítið skrítið en kemúr þó sniðug-
lega út því hann fellur sjálfur í þá
gryfju sem hann er að vara við.
Hann gleypir hráan áróður ís-
lenskra fjölmiðla fyrir hvalveiðum.
Okkur stöllum þykir auðvitað
ákaflega mikið fyrir því að Ólafur
Oddur skuli ekki hafa lesið eða þá
að hann tekur ekki mark á því sem
við höfum verið að skrifa í gegnum
tíðina um hvalveiðimálin. Það er að
vísu lítið að vöxtum miðað við það
sem komið hefur frá hagsmunaaðil-
um og stjórnvöldum. En þar kveður
sannarlega við annan tón. Við höf-
um ekki tileinkað okkur hið kalda
viðhorf til hvalsins að líta einungis
á hann sem auðlind - einhvem
óskilgreindan massa sem má moka
úr að vild á meðan stofnstærð leyf-
ir. Rök sækjum við bæði í smiðjur
fræðinga og hugsuða. Úr fyrri
hópnum koma m.a. þær staðreyndir
að íslendingar geta lifað ágætu lífi
án þess að drepa hvali. En í báðum
hópunum eiga heima þær ítarlegu
vísindalegu kannanir sem sýna að
ekki er hægt að drepa hvali á mann-
úðlegan hátt og slík aðferð er ekki
í sjónmáli. Það styður það sem Ólaf-
Saga og fomleifar
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
BJARNI F. Einarsson fornleifa-
fræðingur er óefað fær maður á
sínu sviði, en að sú kunnátta veiti
honum sjálfkrafa rétt til fullyrðinga
eins og þeirrar, að Ingólfur land-
námsmaður í Reykjavík hafi aldrei
til verið (Sjónvarpið 17. september
sl.) virðist mér fráleitt.
Um 1100 var uppi íslenskur
sagnfræðingur að nafni Ari Þorgils-
son og um hann er þess sérstakleg
að geta, að svo margvíslega hafa
frásagnir hans verið staðfestar, að
fáar hafa traustari fundist. Á
grunni þess sem hann ritaði — og
annars frá 12. og 13. öld — tala
menn á sviði sagnfræðinnar um
öryggi um landnámstíð og í fram-
haldi af því á sviði sérfræða, einnig
með öryggi um landnáms-öskulag
(um 898).
En það var þetta landsnámsösku-
lag sem Bjarfti Einarsson sást vera
róta í í sjónvarpsfréttum 17. sept-
ember og var hann þar með óvart
kominn í fang Ara fróða. Þeir mega
bijótast vel um, pottormarnir, ef
þeir ætla að losa sig úr þeirri bónda-
beygju.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14,
Reykjavík.
VELVAKANDI
GEISLAÐ KJÖT
V ARHUGAVERT?
HVORT vilja húsmæður frekar
geislað kalkúnakjöt frá Benel-
úxlöndunum eða ferskt lamba-
eða kalkúnakjöt úr hinni dásam-
legu Mosfellssveit.
I útlöndum er kjöt sérstaklega
merkt ef það er geislað til að
auka geymsluþolið og þar með
getur fólk valið hvort það viíl
geislað kjöt eða ekki. Þetta á
líka við um innflutt grænmeti
og ávexti. Mér finnst að íslensk-
ir kaupmenn og innflytjendur
eigi að merkja hvort matvaran
sé geisluð eða ekki.
Lúlla
GÆLUDÝR
Snúður er týndur
HANN Snúð-
ur hvarf að
heiman frá
sér að Skóla-
gerði 32,
Kópavogi,
þann 6. sept-
ember sl.
Hann er
ómerktur og aðeins stærri og
feitari en á myndinni. Þeir sem
kynnu að hafa orðið hans varir
vinsamlega hringi í síma 44503.
Kettlingar
TVEIR stálpaðir, yndislegir,
kettlingar, eyrnamerktir oggelt-
ir, óska eftir góðu heimili sem
fyrst. Helst saman. Upplýsingar
í síma 19552.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Týnt armband
GULLARMBAND með grænum
steinum tapaðist við Grænuhlíð
4 eða Suðurlandsbraut 22.
Finnandi vinsamlega hringi í Sif
í síma 681596 eða 689050.
Fundarlaun.
Týnt veski
LITIÐ marglitt veski með öku-
skírteini, húslyklum og ýmsu
smávægilegu tapaðist aðfarar-
nótt sunnudagsins 19. septem-
ber, annað hvort í leigubíl á
milli Fossvogs og Bíóbarsins eða
fyrir utan Bíóbarinn. Finnandi
vinsamlega hafi samband í síma
38284.
ur Oddur segir um hvernig hags-
munahópar notfæra sér fjölmiðla í
eigin þágu, að upplýsingum um
dauðastríðs hvalsins er stungið und-
ir stól - jafnvel gögnum frá Al-
þjóða hvalveiðiráðinu.
Þótt það sé vissulega nauðsyn-
legt að styðjast við niðurstöður
fræðilegra kannana þá vefst það
sannarlega ekki fyrir okkur stöllun-
um að gefa einnig gaum að tilfinn-
ingalegum rökum. Það er vert um-
hugsunar hvers vegna svona marg-
ir Islendingar geta ekki sætt sig
við og gera lítið úr rökum sem höfða
til tilfinninga. Orðið virðist vera
búið að tapa réttri merkingu og það
er notað sem einhvers konar
skammaryrði til að beija niður eða
gera lítið úr skoðunum sem passa
ekki í kramið. Vita þeir annars
nokkuð hvað við er átt þegar talað
er um tilfinningar? Þekkjum við
ekki öll réttlætistilfinninguna?
Gleðina? Og hvað um hugrekki, vin-
áttu, hamingju, samúð, miskunn-
semi og kærleika? Allt eru þetta
tilfínningar sem við megum ekki
bæla eða einskorða við eina tegund
í dýraríkinu - manninn, heldur
leyfa þeim að vaxa og njóta sín og
ná til alls sem lífsanda dregur.
EDDA BJARNADÓTTIR
hópstjóri Skuldar - vinnuhóps
Sambands dýravcrndarféiaga
íslands til verndar villtum dýrum.
JÓRUNN SöRENSEN,
formaður SDÍ.
Pennavinir
Japönsk 25 ára kona með áhuga
á ferðalögum, kvikmyndum og Is-
landi:
Nobuko Mizutani,
3-5-10-406 Hoshigaoka,
Hirakata,
Osaka,
573 Japan.
Frá Ghana skrifar 21 árs piltur
með áhuga á íþróttum, bókalestri
og krossgátum:
Alban Baidoe,
P.O. Box 1135,
Cape Coast,
Ghana.
Tvítugur Breti með áhuga á tón-
list (Depeche mode og Madonna):
Paul Burns,
132 Evesham Road,
Headless Cross,
Redditch,
Worcs. B97 5ER,
England.
Grísk 24 ára stúlka, verkfræð-
ingur, með áhuga á bréfaskriftum,
dansi, sundi, borðtennis og segl-
brettasiglingum. Vill skiptast á frí-
merkjum og póstkortum:
Tina Koroli,
M. Alexandrou 41,
17121 Athens,
Greece.
LEIÐRÉTTING
Biðlaun
Vegna bréfs um biðlaun heilbrigðis-
ráðherra, sem birtist hér í blaðinu
í fyrradag, skal tekið fram að bréf-
ið barst blaðinu áður en ráðherrann
tók ákvörðun um að falla frá bið-
launum.
Vinningstölur laugardaginn (T)Ía\ 25. sept. 1993
(i9)Œr
i "l2Í)T37) (22)
j VINNINGAR j viNNIbföSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN 1 VINNINGSHAFA |
1. 5al5 I 0 2.151.644
£.. 4af5^AlA á 187.087
3. 4af5 | 95 6.794
4. 3al5 I 3.243 464
Heildarvinningsupphæö þessa viku: 4.676.000 kr.
M •
upplýsingarsImsvari91 -681511 lukkulIna991002
H RAÐLESTRARN AMSKEIÐ - NAMSTÆKNI
Viltu margfalda afköst í starfi og námi um alla framtíð?
Viltu lesa meira af góðum bókum? Viltu lesa góðar bækur
með meiri ánægju?
Skráðu þig þá strax á næsta hraðlestrarnámskeið sem laust
pláss er á, en það hefst miðvikudaginn 6. október nk.
Næsta námstækninámskeið sem laust pláss er á , hefst
23. október.
Skráning alla daga í sfma 641091.
H RAÐLESTRARSKOLIN N
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
1978- 1993 □
NÝR
SJÁLFVIRKUR
OFNHITASTILLIR
0
VETRARSK0ÐUN
Hefur þú hugleitt að fá
pípulagningamanninn til að stilla
hitakerfið í húsinu fyrir veturinn?
Þannig gœtir þú komist hjd
óþægindum og Lekkað
orkureikninginn.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
Fiat Uno Arctic
- fyrir norðlægar slóðir
Bestu bílakaupin!
Uno Arctic býðst nú á miklu lægra verði en sambærir
legir bílar frá V-Evrópu og Asíulöndum.
.... 748.000
kr. á götuna,
ryðvarinn og skráður.
Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla.
Við tökum gamla bílinn upp í og lánum allt að 75%
kaupverðs til 36 mánaða.
Komið og reynsluakið
I
ÍTALSKIR BÍLAR HF.
Skeifunni 17 -108 Reykjavík - sími (91) 677620
ARGUS/EÍA