Morgunblaðið - 11.03.1994, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
Múuúng
Halla Snæbjörns-
dóttir fv. hjúkrunar-
sijóri Blóðbankans
Fædd 21. mars 1911
Látin 2. mars 1994
Guðrún Halla Margrét Snæ-
bjömsdóttir, hjúkrunarkona, fyrr-
verandi hjúkrunarstjóri Blóðbank-
ans, lést miðvikudaginn 2. mars.
Halía var fædd 21. mars 1911 í
Ólafsvík. Foreldrar hennar voru
Snæbjöm Eyjólfsson sjómaður í Ól-
afsvík og Guðmunda Jónatansdóttir
frá Hellu í Neshreppi á Snæfells-
nesi. Halla ólst upp í foreldrahúsum
ásamt þrem systkinum, sem upp
komust. Hún kom til Reykjavíkur
fimmtán ára gömul og réðst í vist
hjá Marteini Einarssyni kaupmanni
til að gæta barna hans og átti hún
góðar minningar um dvölina á því
heimili. Með bamagæslunni gafst
Höllu einnig tækifæri til að stunda
íþróttir undir leiðsögn Jóns Þor-
steinssonar, íþróttakennara. Hann
hvatti Höllu til frekara íþróttanáms
í Danmörku og kom henni í náms-
vist á Ollerup-lýðháskólanum, þar
sem hún lauk íþróttakennaraprófi.
Þar sem ekki var auðvelt að fá at-
vinnu sem íþróttakennari á þessum
tíma var Höllu ráðlagt að læra hjúkr-
un. Hún lagði ótrauð út á þá braut
og skipti sú ákvörðun hennar sköp-
um fyrir lífsstefnu hennar og ævi-
störf. Hún lauk hjúkrunarnámi við
Fredriksberg Hospital í Kaupmanna-
höfn 1940 og starfaði á árum seinna
heimsstríðs við hjúkrunarstörf í
Kaupmannahöfn, lengst af á vegum
danska Rauða krossins. Einkum
stundaði hún hjúkrun berklasjúk-
linga, en eftir stríðslok vann hún
um hríð við hjúkrun og aðhlynningu
fanga, sem fluttir voru til Hafnar
eftir dvöl í fangabúðum Þjóðverja. í
viðtali í Morgunblaðinu við Guðrúnu
Guðlaugsdóttur blaðakonu 11. júní
1989 sagði Halla frá þessum þætti
í ævistarfi sínu:
,,„Ég gleymi aldrei pólskum dreng
sem Þjóðverjar höfðu t haldi á stríðs-
árunum og ég hjúkraði eftir að hann
náðist úr fangabúðum þeirra. Ivon
hét hann og ég hélt i hönd hans
þegar hann dó. Mér fannst örlög
þessa fallega, átján ára drengs ótrú-
lega átakanleg og miskunnarlaus.
Hann þjáðist af berklaveiki eftir
fangavistina og var ekkert nema
skinnið og beinin. Hann og systir
hans höfðu verið tekin höndum úti
á akri, ung og ráðvillt börn. Hann
í dag berum við til grafar hluta
af sögu okkar. Þetta er sagan af
manni, sem var einn af þeim fáu
persónuleikum, sem voru fæddir
fyrir aldamót, en eru því miður að
hverfa.
Hann var heiðarlegur, tillitssam-
ur, kurteis, skilningsgóður og hollur
srnum atvinnurekendum, sem var
Eimskip hf. en hjá þeim vann Er-
lendur lengst af eftir að hann flutti
til Reykjavíkur.
Ég kynntist Erlendi fyrst 1952,
þegar hann og Sigurjón sáu meðal
annars um skráningu á vörubílnum,
sem fluttu vörur fyrir bandaríska
herinn til Keflavíkur og höfðu þeir
skrifstofu í Blöndahlshúsi. Ég vann,
sem fulltrúi fyrir bandaríska herinn
en Erlendur hafði stranga umsjón
með tíma og vigtun á farmi, sem
fór þaðan og var með afbrigðum
nákvæmur í st'num daglegu skýrsl-
um, sem ég síðan þurfti að sam-
þykkja.
Erlendur vann mjög náið með
Ástráði. Guðmundi Jónssyni, Böðv-
ari Jenssyni og fleirum, sem allir
unnu hjá Eimskip, og var hann sér-
lega vel liðinn af öllum frá verka-
mönnum, skrifstofufólki og upp í
vissi aldrei hvað varð um hana, en
hans örlög urðu hörmungar og
dauði. Hið eina sem við gátum fyrir
hann gert var að hlúa að honum og
fullvissa hann um að hann yrði ekki
sendur burtu. „Ég vil deyja hjá ykk-
ur, Halla,“ sagði hann, „hjá góðu
fólki.“ Og hann fékk að deyja hjá
okkur." Treginn í augum Höllu, þeg-
ar hún segir mér frá Ivon, tjáir mér
betur en nokkur orð, hve þungbært
hlutskipti hjúkrunarfólks er á stund-
um. Það er vafalaust oft erfrtt að
skella hurðum vinnustaðarins á eftir
sér og halda út í lt'frð þegar slíkir
atburðir hafa gerst. „Það voru erftð-
ir tímar eftir stríð, þá dó alltaf ein-
hver á hverri nóttu, þar sem ég vann
hjá Rauða krossinum, stundum fleiri
en einn,“ sagði Halla. „Berklaveikin
varð þá æði mörgum að bana. Fólk
þjáðist líka af næringarskorti og
vantaði allt til alls. Það bjargaði mér
að ég er glaðlynd að eðlisfari og lét
ekki hugfallast. Mér hefur alltaf
reynst vel á erfíðum stundum að
reyna að sjá ljósu hliðar lífsins, það
er nóg af hinu. En ég verð að viður-
kenna að þennan umrædda dapur-
lega tíma var það erfitt.““
Eftir heimkomuna 1945 starfaði
Halla á Vífilsstöðum þar sem hún
kynntist Oddi Ólafssyni lækni, síðar
yfirlækni á Reykjalundi. Oddur
hvatti Höllu til frekara náms og
starfs í Bandaríkjum Norður-Amer-
íku. Hún gerði því stuttan stans í
starfí hér heima eftir komuna frá
Danmörku, en hélt vestur um haf
árið 1946 og vann við hjúkrun
berklasjúkra við Gaylord Sanator-
ium og Wallingford í Connecticut til
ársins 1949. Þetta voru mikilvæg ár
í framhaldsmenntun og starfs-
reynslu Höllu og margt skemmtilegt
upplifði hún á þessu æviskeiði, sem
var okkur samstarfsmönnum hennar
til mikillar ánægju, þegar hún rifjaði
upp atvik frá dvöl sinn vestra.
Á þessum árum skrapp Halla til
eyjarinnar Kúbu. Henni láðist að
verða sér út um vegabréfsáritun og
við komuna var hún sett í fangelsi,
meðan skjöl hennar voru í athugun
hjá yfirvöldum. Á þessum tíma bar
nafn sáttasemjara Sameinuðu þjóð-
anna, Folkes Bemadottes, hátt í
heimsfréttum og var torfundinn sá
maður sem ekki kannaðist við
Bernadotte, hinn sænska greifa.
Þegar hinir kúbversku gestgjafar
forstjóra.
Ég kynntist Erlendi enn betur
og samband okkar varð nánara,
eftir að sonur okkar hjónanna, Sig-
hvatur, kvæntist Önnu sem var
dótturdóttir Erlendar. Eftir þær
tengdir kom í ljós að við og fjöl-
skylda mín þekktum margt sama
fólkið.
Erlendur hverfur-nú úr þessum
heimi sem einn fulltrúi þeirra Is-
lendinga, sem voru tryggir, heiðar-
legir, einlægir og með afbrigðum
kurteisir. Ég vona að saga þessa
góða manns skilji eftir orðstír, sem
verki eins og endurvakning þeirra
eiginleika, sem sannir íslendingar
voru þekktir fyrir.
Ég vil ljúka þessum fátæklegu
orðum mínum með því að þakka
eftirlifandi konu hans, Önnu, fyrir
allt gott í gegnum árin. Síðustu
árin hugsaði Anna um mann sinn
af einstakri ástúð, en það var oft
meira af vilja en mætti, þar sem
hún gekk ekki alltaf heil til skógar.
Við hjónin sendum allri fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að blessa
ykkur öll.
Áslaug og Frank Cassata.
sáu að hún var Snæbjörnsdóttir, rím-
aði endingin svo sterkt við Bernad-
otte, að þeir spurðu hvort hún væri
skyld Bernadotte. „Hann er fjar-
skyldur ættingi," svaraði Halla og
naut eftir það sérstakrar virðingar,
meðan hún dvaldi á Kúbu og vegleg-
ur skartgripur, sem hún bar og var
gjöf frá Ólafsvíkingum fyrir líknar-
störf, þótti Kúbveijum vera frekari
staðfesting þess að hún væri aðals-
ættar.
Hún fékk styrk frá Alþjóða heil-
brigðisstofnuninni (WHO) árið 1951
til að kynna sér blóðbankastarfsemi
og blóðflokkarannsóknir við sjúkra-
húsið í Hartford í Connecticut og
víðar þar vestra. í víðri veröld voru
ekki margir staðir heppilegri til
náms í blóðbankafræðum á þessum
tíma en nokkrir valdir staðir í Banda-
ríkjunum og námsstaður Höllu einn
af þeim. Hún var beðin um að koma
til starfa við Blóðbankann, sem var
formlega opnaður 14. nóvember
1953. Og hún reyndist þeim vanda
vaxin að vinna brautryðjandastörfín
í blóðbankarekstri og tók síðar þátt
í að þróa þann rekstur með 27 ára
starfí sínu við Blóðbankann. Störf
Höllu og fyrsta forstöðumanns Blóð-
bankans, Elíasar Eyvindssonar
svæfíngarlæknis, voru mikilvægt
framfaraspor í blóðlækningum hér-
lendis, sem stórbætti öryggi blóð-
gjafa og sjúklinga. Þegar Elías og
Halla gerðu fyrstu blóðskipti á ný-
burum með gulueitrun vegna ósam-
ræmis í Rhesusblóðflokkum vakti sú
nýjung í blóðlækningum mikla að-
dáun og undrun okkar læknakandí-
data og annarra sem til þekktu.
Halla bjó að sterkum menntunar-
grunni allan sinn starfstíma. Hann
skilaði ríkum afrakstri, bæði í dag-
legum störfum, en ekki síður í sívak-
andi áhuga hennar og mjög jákvæðu
viðhorfí til umbóta og nýjunga í fag-
inu. Hún hafði miklu að miðla af
þekkingu og reynslu til hinna mörgu
samstarfsmanna á starfsferlinum,
bæði lækna og annarra. Halla kunni
þá list að rækta gott samstarf við
blóðgjafana, enda naut hún alla tíð
mikilla vinsælda þeirra og vinsemd-
ar. Hún segir eftirfarandi um reynslu
sína af blóðgjöfunum í áðurnefndu
viðtali:
„Hér er hægt að treysta mönnum
og það er ómetanlegt. Hér koma
menn og gefa blóð og þiggja ekkert
fyrir nema kannski kaffísopa. Ég
kynntist ekki löndum mínum fyrr
en ég fór að taka úr þeim blóð. Þá
fann ég hvað þeir eru stórir í sér
og bóngóðir."
Halla var kjörin heiðursfélagi
Blóðgjafafélags Islands á fyrsta að-
alfundi þess 1982. Hún var einnig
sæmd heiðursmerki fálkaorðunnar
1976 fyrir störf að líknarmálum.
Við samstarfsmenn Höllu í Blóð-
bankanum kveðjum góðan vin og
kæran vinnufélaga og sendum ætt-
ingjum hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Jensson.
Lokið er lífsferli merkrar konu. í
dag fer fram frá Langholtskirkju
útför Höllu Snæbjörnsdóttur fyrr-
verandi forstöðukonu Blóðbankans.
Fullu nafni hét hún Guðrún Halla
Margrét og fæddist í Ólafsvík, dótt-
ir hjónanna Snæbjamar Eyjólfsson-
ar sjómanns í Bakkahúsi í Olafsvík,
en hann var ættaður frá Tröð í Eyr-
arsveit, fæddur 26. apríl 1880, dáinn
20. desember 1958, og Guðmundu
Jónatansdóttur, fædd 24. febrúar
1875 á Hellu í Beruvík, dáin 30.
júní 1942 í Reykjavík.
Alsystkini Höllu voru Eyjólfur,
fæddur 16. október 1906, dáinn 4.
október 1983, verkstjóri í Ólafsvík,
og Elín, fædd 30. nóvember 1913,
dáin 25. apríl 1993, húsmóðir í
Ólafsvík og síðar í Reykjavík. Hálf-
systir Höllu í móðurætt var Hjálm-
fríður Eyjólfsdóttir húsmóðir og hót-
elstjóri í Bjarkarlundi, fædd 1. nóv-
ember 1898, en hún lést 24. maí
1986.
Halla ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Ólafsvík til 15 ára aldurs, en
þá greip útþráin hana og hún hélt
til Reykjavíkur. Hún réði sig í vist
við barnagæslu Hjá Marteini Einars-
syni kaupmanni og konu hans frú
Charlotte. Minntist hún oft veru
sinnar hjá þeim hjónum. Hún var á
fleiri stöðum í Reykjavík og dvaldist
um tíma við fiskvinnu í Viðey.
Snemma mun hafa vaknað hjá henni
áhugi á tónlist og tók hún þá tíma
í orgel- og flautuleik. Þá stundaði
hún jafnframt íþróttir hjá Jóni Þor-
steinssyni leikfímikennara. Hvatti
hann Höllu til áframhaldandi
íþróttanáms og hjálpaði hann henni
við að fá námsvist við lýðháskólann
í Ollerup í Danmörku, en þar hafði
Jón stundað nám. Útskrifaðist hún
þaðan sem íþróttakennari á árinu
1936.
Erfítt var að fá starf sem íþrótta-
kennari í Danmörku á þessum árum,
þannig að Höllu var ráðlagt að fara
í hjúkrunarnám. Stundaði hún nám
við Frederiksberg Hospital frá árinu
1937 og lauk þaðan prófí 1940.
Ætlaði hún sér alltaf að fara heim
til íslands að námi loknu, en heims-
styijöldin síðari var þá skollin á og
engar samgöngur við ísland. Hún
stundaði síðan framhaldsnám í geð-
veikra- og farsóttahjúkrun og við
fæðingardeild Frederiksberg Hospit-
al 1940-1041. Síðan vann hún við
einkahjúkrun hjá danska Rauða
krossinum 1942-1945, aðallega við
hjúkrun berklaveikra. Halla hafði til
að bera mikla jafnréttiskennd. Kunni
hún ekki við þá stéttarskiptingu sem
ríkti á dönskum sjúkrahúsum á þess-
um árum, enda þótt henni líkaði að
öðru leyti vel við bæði land og þjóð.
Eignaðist hún þar marga góða kunn-
ingja og vini sem hún hélt sambandi
við æ síðan. Hún greip fyrsta tæki-
færi sem gafst til að fara heim til
íslands og fór með fyrstu ferð Esju
frá Kaupmannahöfn, en hún lagðist
að bryggju í Reykjavík 9. júlí 1945
með 300 íslendinga frá Norðurlönd-
um innanborðs.
Eftir heimkomuna fór Halla að
vinna sem hjúkrunarkona á Vífils-
stöðum. Þar kynntist hún Oddi Ól-
afssyni lækni, sem seinna varð yfir-
læknir á Reykjalundi. Halla hefir
sagt frá því í blaðaviðtali að Oddur
hafí kvatt hana til að fara til Banda-
ríkjanna og læra meira. Hringdi
hann þangað og útvegaði henni
námsvist og starf á Geylord Farm
Sanatorium í Connecticut, en þar
hafði Oddur verið áður í námsferð
sinni til Bandaríkjanna.
Halla hélt því til Bandaríkjanna
1946 og var á Geylord berklahælinu
til ársins 1949. Starfið í Bandaríkj-
unum átti vel við hana, þar fannst
henni allir vera jafningjar óháð því
hvaða stöðu þeir gegndu. í New
York starfaði hún 1949-1950. Hún
fékk áhuga á að fara í sérnám og
með aðstoð lækna sem hún starfaði
með fór hún á Hartford sjúkrahúsið
í Connecticut og lærði þar blóðflokk-
un í eitt ár. Að loknu námi starfaði
hún áfram á Hartford sjúkrahúsinu
samhliða starfí sem hjúkrunarkona
við blóðsöfnun hjá Rauða krossinum.
Á árinu 1953 var lokið byggingu
blóðbankahúss á lóð Landspítalans
við Barónsstíg. Fyrsti forstöðumað-
ur Blóðbankans, Elías Eyvindsson
svæfingarlæknir, hafði frétt af Höllu
og sérnámi hennar og bað hana að
koma heim og annast blóðbanka-
starfsemina. Fékk hún frí frá störf-
um hjá Hartford í eitt ár og kom
heim til íslands 15. september 1953.
Blóðbankinn var formlega tekinn í
notkun 14. nóvember 1953. Þar með
hófst heillaríkt tímabil í lífí Höllu
og brautryðjendastarf hennar hér á
landi. Fór hún ekki til starfa í Banda-
ríkjunum eftir það. Halla var for-
Minning
_
Erlendur Olafsson
stöðukona Blóðbankans til ársins
1981, er hún lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Á árinu 1968 fékk hún
tækifæri til að fara í námsferð til
Bandaríkjanna og fór þar víða, var
m.a. á gamla vinnustaðnum í Hart-
ford, í Boston, New York og New
Jersey. Á þessu námsferðalagi lærði
hún mikið sem kom starfseminni hér
heima að miklu gagni, enda höfðu
orðið miklar framfarir í starfsemi
blóðbanka frá því hún fór frá Banda-
ríkjunum á árinu 1953.
Hér hefír verið stiklað á stóru í
náms- og starfsferli Höllu Snæ-
björnsdóttur. Hún kostaði allt nám
sitt sjálf, ekki var um að ræða nein
námslán eða námsstyrki á þessum
árum. Hún varð því að vinna fyrir
sér samhliða náminu. Hún kom sér
allsstaðar vel og kyntist góðu fólki,
sem skynjaði hvaða efnivið hún hafði
að geyma. Það var því eins og eitt
leiddi af öðru, hún fékk góð ráð og
aðstoð hjá samstarfsfólki við að taka
ný skref í námi og starfí hvar sem
hún fór. Hún var mjög sérstakur
persónuleiki sem tekið var eftir,
hjálpsöm, ákveðin, glaðvær og átti
mjög auðvelt með að kynnast fólki.
Halla fór þó alltaf sínar eigin leið-
ir og vildi ekki binda sig of fast.
Starfið við Blóðbankann mun hafa
átt sérlega vel við hana og hafði hún
sérstakt lag á að fá blóðgjafana til
að slaka á með gamanyrðum og léttri
lund. Myndaðist ákveðinn kjarni
blóðgjafa sem alltaf var hægt að
leita til þegar vantaði blóð. Þessi
hópur hélt tryggð við Höllu og bar
mikla virðingu fyfir henni. Var hún
gerð að heiðursfélaga í Blóðgjafafé-
laginu á fyrsta aðalfundi þess á ár-
inu 1982. Þá var hún sæmd riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu á
nýárdag 1976 fyrir störf hennar að
líknarmálum.
Ég sem þessar línur rita kynntist
Höllu ekki að neinu ráði fyrr en
skömmu áður en hún lét af störfum,
þegar ég kynntist Guðrúnu systur-
dóttur hennar. Ég minnist þess þó
að Halla kom á vinnustað minn í
Skúlatúni 2 ásamt starfsfólki sínu á
árinu 1969. Ég var dálítið hræddur
við að láta stinga mig og hélt að
blóðmissirinn myndi hafa einhver
áhrif á mig og ætlaði ég að reyna
að komast hjá þessu. Það gekk þó
ekki, Halla gætti þess vel að engin
slyppi og þegar til blóðtökunnar kom
hvarf allur ótti. Ég treysti þessari
konu fullkomlega, þótt ég hefði aldr-
ei séð hana áður, enda fann ég
hvorki fyrir stungunni né neinum
eftirköstum. Þá vissi ég ekki að ég
ætti eftir að kynnast henni betur
síðar og eiga hana að vini.
Halla Snæbjörnsdóttir var afar
fjölhæf kona með margskonar
áhugamál utan starfsins. Hún var
mjög listhneigð og hafði sérstaka
ánægju af að hlusta á góða hljóm-
list. Notaði hún sérhvert tækifæri
sem gafst til að fara á hljómleika
bæði hér heima og á meðan hún
dvaldíst í Bandaríkjunum. Bauð hún
þá gjaman einhveijum með sér.
Áður er sagt frá því að hún lærði
dálítið að spila á orgel og flautu á
fyrstu árum sínum í Reykjavík.
Sama má segja um myndlist og leikl-
ist, á þeim vettvangi fór fátt fram-
hjá henni. Hún átti auðvelt með að
setja saman vísur og gerði það oft
við sérstök tækifæri, þótt flest af
því sé nú gleymt og glatað. í Dan-
mörku er siður að einhver setji sam-
an kvæði í tilefni af merkisdögum
fjölskyldunnar sem síðan eru sungin
undir borðum. Til er eitt vel ort
kvæði á dönsku eftir Höllu í tilefni
af fermingu dóttur vinkonu hennar.
Halla var mikil málamanneskja.
Auk dönsku og ensku lærði hún
dálítið í frönsku og sænsku og gat
jafnvel brugðið fyrir sig rússnesku.
Var hún ófeimin að nota það sem
hún kunni og átti því auðvelt með
að bjarga sér hvar sem var. Hún
hafði mikla ánægju af ferðalögum
til útlanda og fór næstum árlega í
utanlandsferðir á árunum 1970-
1986. Notaði hún þá tækifærin til
að kynna sér menningu þeirra þjóða
sem hún heimsótti.
Halla var vandlát í klæðavali og
keypti sér alltaf eitthvað fallegt og
vandað. Var hún þá ekki alltaf að
hugsa um hvað hlutirnir kostuðu.
Sama má segja um gjafír hennar til
frændfólks og vina. Þær voru valdar
með séstakri alúð og kostgæfni og
litlu frænkurnar á íslandi vissu allt-
af að von væri á einhveiju fallegu,