Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 23 Afkoma Sparisjóðs Reykjavíkur og* nágrennis í fyrra sú besta frá upphafi Híigimður um 86 millj. króna á síðasta árí AFKOMA Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) varð á sl. ári sú besta frá upphafi, en hagnaður ársins nam alls um 86 milljón- um króna samanborið við 42,6 milljónir árið áður. A árinu voru lagð- ar til hliðar 107,8 milljónir í afskriftarreikning útlána til að mæta hugsanlegum skuldatöpum og er það heldur lægri tala en áður. Á afskriftarreikningi standa nú um 212,5 milljónir. Lausafjárstaða spari- sjóðsins hefur verið mjög góð á síðustu misserum og því óvenju miklu fé verið ráðstafað til kaupa á ríkisverðbréfum. Hins vegar hefur ver- ið skortur á traustum lántakendum, að því er fram kom á aðalfundi sparisjóðsins í gær. AÐALFUNDUR — Á aðalfundi SPRON í gær var gert grein fyrir afkomunni á síðasta ári sem var hin besta frá upphafí, en hagnaður á árinu 1993 var um 86 millljónir króna. Á myndinni eru taldir frá vinstri Markús Örn Antonsson, Jón G. Tómasson og Baldvin Tryggvason. Innlán sparisjóðsins í árslok að meðtalinni verðbréfaútgáfu voru alls 7.086 milljónir og hækkuðu um 12,1% á árinu. Þessi aukning er meiri en meðaltalsaukning innlána og verðbréfaútgáfu hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum þannig að markaðshlutdeild SPRON jókst úr 3,7% í 3,9%. Heildarútlán námu alls 5.655 milljónum án afskriftarreikn- ings útlána og höfðu aukist um 9%. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri SPRON, sagði á aðalfundinum í gær að framlag í afskriftarreikning væri um 48 milljónum hærra en stefnt hefði verið að í áætlunum fyrir árið 1993. „Ástæðan fyrir því er sú að við teljum ráðlegt að búast við því að fleiri skuldir kunni að tapast en við áætluðum í upphafí ársins. Stafar það fyrst og fremst af vaxandi verðrýrnun veðsettra eigna fyrir lánum sem talin voru vel tryggð þegar þau voru veitt fyrir 3-4 árum. Við það bætist að því miður hafa mun fleiri almenn lán einstaklinga og fyrirtækja lent í al- varlegum vanskilum nú vegna rýrn- andi atvinnutekna og vaxandi at- vinnuleýsis." Eigið fé í árslok var 731,1 milljón ogjókst um 116 milljónireða 18,9%. Eiginfjárhlutfall samkvæmt nýju BlS-reglunum sem tóku gildi 1. jan- úar 1993 var 13% í árslok 1993. Árið áður var hlutfallið 12,1%. I árslok voru stöðugildi við spari- sjóðinn 81,7 og fækkaði þeim um 8,5 á árinu. Þessi fækkun varð í kjölfar endurskipulagningar og hag- ræðingar á öllum afgreiðslustöðum sparisjóðsins og fólst fyrst og fremst í því að ráða ekki nýtt fólk í stað þeirra sem hættu á árinu. Á fundinum var samþykkt að greiða stofnfjáreigendum 15% arð af stofnfjáreign sinni. í ráði er að fjölga stofnfjárfestum verulega á næstunni. í stjórn voru endurkjörnir þeir Jón G. Tómasson, Hjalti Geir Kristjáns- son og Gunnlaugur Snædal en borg- arstjórn hafði á fundi sínum þann 7. apríl kjörið í stjórn þau Hildi Pet- ersen og Sigurjón Pétursson. Hugbúnaður IBM íÞýskalandi leitar eftir sam- starfi við Streng hf. IBM í Þýskalandi hefur leitað eftir samstarfi við Streng hf. um að þróa frekar nýjan samskiptahugbúnað sem tengir viðskiptahugbún- aðinn Fjölni við SQL-gagnagrunnana Oracle og Informix. Þessi bún- aður var hannaður af Streng og vakti athygli fulltrúa IBM á CeBit- tölvusýningunni í Hannover í Þýskalandi nýverið. Fjölnis-hugbúnað- urinn er danskur að uppruna og er seldur í mörgum iöndum en hefur verið endurbættur verulega hjá Streng á undanförnum árum. Samkvæmt upplýsingum frá Streng var mest áhersla lögð á að kynna hinn nýja samskiptahugbún- að á CeBit-sýningunni. Hugbúnað- urinn var einnig kynntur af Dan- soft International sem var með tvo kynningarbása á sýningunni. Sýndu forráðamenn IBM í Þýskalandi þessari lausn verulegan áhuga og leituðu eftir samstarfi um að þróa búnaðinn fyrir IBM-stórtölvur og gagnagrunninn DB2. Gert er ráð fyrir talsverðum tekjum af sölu þessa búnaðar í rekstraráætlunum Strengs á þessu ári. Strengur kynnti einnig EDI-kerfi í Fjölni á sýningunni og standa yfir viðræður við Dansoft International um dreif- ingu á kerfinu erlendis. Lyfjagerð Grænt ljós á einka- væðingu Pharmacia Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA lyfjafyrirtækið Pharmacia hefur fengið grænt ljós frá iðnaðarráðuneytinu í Stokkhólmi til þess að undirbúa lokaþátt einka- væðingar í júníbyrjun. Sérfræðingar telja að 14 milljarð- ar sænskra króna muni fást fyrir 46% hlutabréfaeign ríkisstjórnar- innar og að því verði hér um að ræða mestu einkavæðingu, sem sögur fari af í Svíþjóð. Kynning- arbæklingur verður gefinn út 24. maí. Ráðuneytið kveðst stefna að því að selja eign ríkisins í Pharmacia í júní, en segir að enn sé í athugun hvernig sölunni verði hagað. Jan Ekberg, stjórnarformaður Pharm- acia, sagði, að Svíþjóð yrði aðsetur helmings hlutabréfanna og afgang- urinn yrði seldur erlendis. Rikis- stjórnin verður að taka endanlega ákvörður. um hvenær salan skuli hefjast. Ekberg sagði, að ríkið vonaðist til þess að öll hlutabréfin yrðu seld í einu, en að sögn blaðsins Dagens Industri getur verið að 117 milljón- ir hlutabréfa verði seldar í tveimur lotum með sex mánaða millibili. Pjárfestum í fyrri lotu yrði einnig boðinn forkaupsréttur í síðari lotu. Vegna einkavæðingarinnar hefur Pharmacia einnig í hyggju að skrá hiutabréfin í Bandaríkjunum. Ek- berg sagði enn fremur, að Pharmac- ia og ríkisstjórnina greindi ekki á um einkavæðingaráætlunina. AB Volvo er annar mesti hluthaf- inn í Pharmacia og á 70 milljónir hlutabréfa eða 28%. Volvo eignaðist hlutabréfin samkvæmt samningi við ríkisstjórnina í fyrra þegar fyrrver- andi fyrirtæki í eigu ríkisins, Proc- ordia AB, var skipt í Pharmacia og Branded Consumer Products (BCP) AB. Ekberg sagði, að kynningarbæk- lingi Pharmacia yrði dreift í Evrópu og Bandaríkjunum og þar yrði að finna upplýsingar frá Volvo um hlut fyrirtækisins í Pharmacia. Pharmacia kann að bera á góma á árlegum aðalfundi Volvo í næstu viku. Samkvæmt uppliaflegum samningi við ríkisstjórnina hefur Volvo heitið því að selja ekki liluta- bréf sín í Pharmacia fyrr en í fyrsta lagi 18 mánuðum eftir einkavæð- inguna. BESTU BÍLAKAUPIN! '94 FIAT UNOABCTIC —fyrir norðlœgar slóðir Fiat Uno Arctic býðst sem fyrr á miklu lægra verði en sambærilegir bílar frá Y-Evrópu og Asíulöndum. Verð frá kr. 779.000 (UN0 45 3D) á götuna — ryðvarinn og skráður. Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bdinn uppí og lánum allt að 75% kaupverðs til 36 mánaða. Sýnunt 1994 árgerðina af Fiat Uno Arctic um Iwlgina Opið frá 13-16 laugardag og sunnudag. Komiðog reynsluakið BBESn ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17 • 108 Keykjuvík • sími (91)677620

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.