Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
Lagafmmvarp um líf-
eyrisréttindi sjómanna
Vísað
aftur til
nefndar
LOKAAFGREIÐSLy lagafrura-
varps um Lífeyrissjóð sjómanna
var frestað á Alþingi í gær að ósk
Svavars Gestssonar, þingmanns
Alþýðubandalagsins. Fram kom
hjá Svavari að fyrir lægju drög
að reglugerð um sjóðinn sem
kvæðu á um að skerða lífeyris-
greiðslur til sjómanna. Svavar
upplýsti að fulltrúar sjómanna-
samtakanna óskuðu eftir viðræð-
um við efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis um frumvarpið
áður en það yrði að lögum, en
nefndin hafi áður afgreitt frum-
varpið frá sér á athugasemda.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, féllst án að lokaumræðu
um málið yrði frestað svo að
nefndin gæti fjallað um það aftur.
Lagafrumvarpið var upphaflega
flutt af fjármálaráðherra en samið
að tillhlutastjórnar Lífeyrissjóðs sjó-
manna. í greinagerðinni með frum-
varpinu kom fram að stjórn sjóðsins
þætti óeðlilegt að um hann giltu
sérstök lög. Eðlilegra væri að hann
starfaði á grundvelli reglugerðar
eins og flestir lífeyrissjóðir gera.
Hins vegar hefði þótt heppilegast
við nánari athugun að flytja frum-
varp til nýrra rammalaga um sjóðinn
og á grundveili þeirra yrði sett reglu-
gerð um starfsemi sjóðsins þar sem
yrðu gerða breytingar á ýmsum regl-
um, meðal annars til að bæta fjár-
hagsstöðu hans.
Samþykkt af öllum fulltrúum
nefndarinnar
Frumvarpið fór umræðulítið í
gegnum tvær umræður á Alþingi.
Efnahags- og viðskiptanefnd þings-
ins ijallaði einnig um frumvarpið og
mæltu allir fulltrúar í nefndinni með
samþykki þess þar á meðal Stein-
grímur J. Sigfússon, þingmaður Al-
þýðubandalagsins. Hann sagði við
umræðuna í gær að nefndin hefði
ekki fengið upplýsingar um það að
til stæði að skerða lífeyrisrétt sjó-
manna á grundvelli frumvarpsins.
Nú geta sjómenn fengið greiddan
ellilífeyri úr lífeyrissjóði sjómanna
frá 60 ára aldri. Svavar Gestsson
sagði við Morgunblaðið að sam-
kvæmt nýju reglugerðardrögunum
eigi lífeyririnn að skerðast um 0,4%
fyrir hvern mánuð serh vantar upp
á að lífeyrisþeginn nái 65 ára aldri.
MEINATÆKNAR hafa boðað sem fela það í sér að hætt verð-
hertar aðgerðir í verkfalli sínu ur að afgreiða rannsóknir aðrar
Tæki Tívolísins á
leið til Zimbawe
en þær sem falla undir bráðaað-
gerðir. Martha Hjálmarsdóttir,
formaður verkfallsstjórnar
meinatækna, segir þetta gert til
að þrýsta enn frekar á ríkisvald-
ið. Verkfall meinatækna hefur
nú staðið í þrjár vikur. Samn-
ingaviðræður um helgina skil-
uðu engum árangri. Meina-
tæknar ætla að halda félags-
fund í dag og fara yfir stöðuna.
Hveragerði.
FJÖGURRA manna hópur frá Bretlandi vann að því um sl. helgi
að taka niður tæki Tívólísins í Hveragerði. David Taylor, eigandi
U.K. Tívólí, eins stærsta tívólís Bretlandseyja, hefur keypt öll tækin
og kom hann til Islands með fríðu föruneyti til að taka niður tækin
um helgina.
Verkið gekk vel en til að ná
stærstu tækjunum út var samt að
stækka hurðarop á gafli hússins.
Aðspurður sagðist David Taylor
ætla að flytja tækin til Bretlands
þar sem þau yrðu yfirfarin og lag-
færð. Að því loknu, væntanlega í
október, yrðu tækin send til
Zimbawe þar sem hann mun starf-
rækja tívólí næsta vetur.
Sagði David að flest tækin úr
Tívólíinu væru í ágætu ásigkomu-
lagi en þörfnuðust þó útlitslagfær-
inga.
U.K. Tívolí er íslendingum að
góðu kunnugt þar sem það hefur
starfrækt tívólí hér á landi undan-
farin ár í samvinnu við Jörund
Guðmundsson. Jörundur og kona
hans munu starfa við tívólíið í
Zimbawe næsta vetur.
Sem kunnugt er hefur Hvera-
gerðisbær keypt hús Tívólísins í
Hveragerði en enn hefur ekki verið
ákveðið hvaða starfsemi munu fara
þar fram.
- A.H.
„Við höfum verið að vinna miklu
meira í verkfallinu en okkur ber
ströng lagaleg skylda til að gera.
Þetta höfum við gert í trausti þess
að það væri einhver samningsvilji,
en þegar hann er ekki fyrir hendi
getum við ekki annað gert en að
beita verkfallsvopninu til fulls. Við
munum eingöngu sinna sjúkling-
um sem koma bráðveikir inn,“
sagði Martha.
Martha sagði að þessi ákvörðun
þýði að verkfallsstjóm muni gera
strangari kröfur um að sýnt sé
fram á það sé bráðaþjónusta sem
verið er að óska eftir. Hætt verði
að sinna göngudeildarsjúklingum
og algerlega verði tekið fyrir rann-
sóknir á biðlistasjúklingum. Að-
gerðirnar hafa þegar komið til
.framkvæmda að hluta til.
Sumarlokanir endurskoðaðar?
Martha sagðist ekki sjá annað
en að sjúkrahúsin verði að endur-
skoða allar áætlanir um sumarlok-
anir vegna verkfallsins. Sáralitlar
aðgerðir hefðu verið framkvæmdar
í verkfallinu og biðlistar lengist
stöðugt. Dýrt sé fyrir spítalana að
vera með sérfræðinga á launum
sem engum verkum geti sinnt. Þor-
steinn Geirsson, formaður samn-
inganefndar ríkisins, sagði að ríkið
geti fallist á að ástæða sé til að
gera vissar leiðréttingar á kjörum
meinatækna, en útilokað sé að fall-
ast á allar kröfur þeirra. Hann sagði
að samningafundur yrði haldinn kl.
4 í dag.
Félagsfundur meinatækna verð-
ur haldinn í sal Múrarafélags ís-
lands í Síðumúla 25 og hefst kl. 14.
Bernard Granotier
Eftirlýstur
í tengslum
við íkveikju
LJOST er að kveikt var í húsnæði
Bahá’ía við Álfabakka aðfaranótt
laugardags. Rannsóknariögregla
ríkisins, sem rannsakar málið,
lýsir eftir Bernard Granotier, 48
ára, í tengslum við brunann.
Miklar skemmdir urðu á hús-
næðinu og þótti strax ljóst að um
íkveikju væri að ræða, enda loguðu
eldar á fjórum stöðum í samkomusal.
Bernard Granotier er franskur
ríkisborgari en hann hefur búið hér
á landi síðan 1992. Hann er frönsku-
mælandi en getur gert sig skiljanleg-
an á íslensku. Hann er 182 sm á
hæð, dökkhærður og er síðast vitað
um ferðir hans á föstudagskvöld.
Þeir sem hafa orðið varir við Gra-
notier eftir þann tíma eða vita hvar
hann er eru beðnir að hafa þegar í
stað samband við lögreglu.
Spurt og svarað
um borgarmálefni
I TILEFNI borgarstjórnarkosninga, sem fram fara í lok maímán-
aðar, mun Morgunblaðið gefa lesendum sínum kost á að beina
fyrirspurnum til borgarstjórans í Reykjavík, Árna Sigfússonar,
um hvaðeina í málefnum borgarinnar, sem þeir hafa áhuga á að
spyxjast fyrir um. Hefur borgarstjóri fyrir sitt leyti samþykkt
að svara þessum fyrirspurnum.
Lesendur Morgunblaðsins geta
hringt í síma 691100 á milli kl.
11 og 12 árdegis frá mánudegi
til föstudags og lagt spurningar
fyrir borgarstjóra, sem blaðið
kemur á framfæri við hann og
verða svörin birt nokkrum dögum
síðar. Einnig má senda spumingar
í bréfí til Morgunblaðsins. Nauð-
synlegt er að nafn og heimilisfang
fyrirspyrjanda komi fram.
í dag
Heimsókn erkibiskups
Heimsókn erkibiskupsins a f
Kantaraborg lauk um helgina 22
SR-mjöl
Málflutningur í máli Haraldar
Haraldssonar í Andra vegna sölu
SR-mjöIs fór fram í héraðsdómi
í gær 30
Almannavarnaæfing
2.000 manns tóku þátt íþjálfun
í viðbrögðum við jarðskjálfta um
helgina 52
Leiðari____________________
Richard Nixon 30
nmnR
jRiorgunMaíúii
► Eyjólfur Sverrisson hafnar
tilboði frá Stuttgart - Er með
tilboð frá fimm félögum í
Þýskalandi og Frakklandi -
Selfoss og Valur leika oddaleik
Tugir sinuelda á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Júlíus
SINUELDAR hafa logað glatt á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga
og hefur slökkviliðið haft í nógu að snúast, eins og oft vill verða á
þessum árstíma. Á svæði slökkviliðsins í Reykjavík er algengast að
beijast þurfi við elda í Fossvogi og Elliðaárdal og fór liðið til dæmis
12 sinnum á þessa tvo staði á sunnudag. Þá hefur einnig þurft að
kæfa sinuelda í Grafarvogi. í Hafnarfírði hefur slökkviliðið einnig
haft nóg að gera og hafa eldar logað víða um hraunið og á svæði við
Haukavöllinn. Gróður getur skemmst eða eyðilagst vegna sinuelda og
varðstjóri hjá slökkviliðinu í Reykjavík sagði að það stæði upp á for-
eldra að kenna börnum sínum betri siði, því langflesta eldana má rekja
til þess að börn leggja eld að þurri sinunni. Á myndinni sjást slökkvi-
liðsmenn ráða niðurlögum eins fjölmargra elda í Elliðaárdal í gær.
Meinatæknar boða hertar
verkfallsaðgerðir strax