Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 5 Landhelgisgæslan semur um greiðslu við svissneska fyrirtækið Navylloyd 10,4 millj. fyrir að draga Europe Feeder SAMIÐ hefur verið við svissneska fyrirtækið Navylloyd um 10,4 millj- óna króna þóknun til Landhelgisgæslunnar vegna leiguskipsins Europe Feeder sem Ægir dró til lands í síðasta mánuði. Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar var upphaflega samið um 8,6 milljóna króna greiðslu til fyrirtækisins en skipið reyndist þeg- ar til kom þyngra en gefið hafði verið upp. Europe Feeder, sem er leiguskip Eimskipafélagsins, varð vélarvana 720 mílur suðvestur af landinu 27. mars síðastliðinn. Var Landhelgis- gæslan kölluð til aðstoðar og kom það í hlut varðskipsins Ægis að koma Europe Feeder að landi. Upphaflega var ákveðið að þóknun fyrir aðstoð- ina yrði 8,6 milljónir og var þá mjð- að við um 6.000 lesta þyngd. Ás- björn Skúlason yfírmaður skipa- rekstrardeildar Eimskipafélagsins segir að þyngdin 5.999 lestir hafi verið gefin upp enda sé venjan að tala um brúttólestir þegar þyngd skipa beri á góma. Særými skipsins er hins vegar 9.000 tonn og var því samið um greiðslu á nýjum forsend- um. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að ekki hafi verið um vísvitandi blekkingar að ræða af hálfu eigandans, sem er svissneska fyrirtækið Navylloyd, og nú hafi tekist samningar um 10,4 milljóna króna greiðslu. Hluti þókn- unarinnar fer til greiðslu útlagðs kostnaðar, hluti rennur tii landhelgis- sjóðs og afgangnum verður skipt Illa gekk að ráða niðurlögum elds sem líklega kviknaði út frá rafmagni Miklar skemmdir um borð í Venusi TOGARINN Venus skemmdist mikið í eldi aðfaranótt sunnudags, en hann lá þá við bryggju í Hafnarfirði. Illa gekk að ráða niðurlögum elds- ins, sem læsti sig í einangrun milli þilja. Rannsóknarlögregla ríkisins kannar upptök eldsins, en líklegt þykir að kviknað hafi í út frá rafmagni. Slökkviliðið í Hafnarfirði fékk til- kynningu um kl. 4 um nóttina að mikinn eld legði frá Venusi. Slökkvil- iðið fór á staðinn og óskaði strax aðstoðar fjögurra reykkafa frá Reykjavík. Þá logaði glatt í veiðar- færum á dekki og var sá eldur tiltölu- lega fljótslökktur. Eldur var þá enn í vistarverum á millidekki. í fyrstu virtist ætla að ganga greiðlega að ráða niðurlögum hans, en þá varð mikil reyksprenging og logaði glatt í setustofu og á göngum. Reykköfur- um tókst að slökkva, en mestum vandræðumn olli glóð í einangrun milli þilja. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins í Hafnarfirði er eldur sem þessi iilur í að komast, enda ekki hlaupið að því að athafna sig- um borð í skipi og rífa þiljur sund- ur. Það létti þó starfið að veður var gott. Slökkvistarfi var að fullu lokið kl. 8.40, en vakt var við skipið til kl. 17 á sunnudag. Miklar skemmdir urðu á skipinu og ljóst að það heldur ekki til veiða á næstunni. milli áþafnar Ægis sem björgunar- laun. Ásbjörn segir að tryggingafé- lag fyrirtækisins svissneska muni greiða þóknunina en Eimskip hafi hins vegar þurft að bera nokkurn kostnað af því að þurfa að breyta áætlun annarra skipa. Sem stendur iiggur skipið við Vogabakka vegna viðgerða og gert er ráð fyrir að þeim verði lokið 13. maí. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Venus brennur MIKINN reykjarmökk lagði frá togaranum Venusi, sem skemmdist mikið í eldi aðfaranótt sunnudags. I i l I \ I • • Orugg fjárfesting! Volkswagen Golf er örugg fjárfesling í tvennum skilningi. I árekstrarprófum hins virta bílablaSs „Auto Motor und Sport" hefur Golfinn aftur og aftur reynst öruggasti bíllinn i sínum flokki. Þessi árangur kemur ekki á óvart þegar til joess er litið aS öryggiskröfur Volkswagen-verksmi&janna eru strangari en þær kröfur sem bundnar eru í lög! En Volkswagen Golf er líka einhver öruggasta fjárfesting sem bílakaupendur eiga völ á. Góð ending og hátt endursöluverð tryggja að fjármunum kaupenda Volkswagen Golf er vel variö! VbIkswagen Golf fer vel meb þig og fjármuni þínal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.