Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 16

Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Mannslíf er metið til fjár eftir Þorleif Friðriksson í bernsku var mér kennt að mann- líf væri ekki hægt að meta til fjár, slíkt væri ekki aðeins ómöguiegt, heldur væri hugmyndin sjálf sið- laus. Síðan hefur hagfræðinni fleygt fram og með aðstoð hennar hefur verið sýnt fram á að ýmis gömul gildi hafa verið byggð á sandi. Meira að segja hefur sjálft mannslífið fengið nýtt gildi. Það er orðið einn þáttur í formúlu og hvorki merki- legri né þýðingarmeiri en aðrir þætt- ir. Jafnframt hefur orðið ljóst það sem mörgum virðist fjarstæða, en er það ekki, heldur aðeins hluti af þversagnarkenndu eðli hagfræðinn- ar, að hvert og eitt mannslíf hefur misjafnt gildi, enda sumir menn á gullfæti. Þó er líkast sem enginn ábyrgur stjórnmálamaður þori að standa upp og segja hreint út það sem allir sjá; að mannslíf er metið til íjár. Þyrlan Allir þekkja vandamálið með væntanieg kaup á björgunarþyrlu. Sú staðreynd að hún mun kosta hátt í einn milljarð króna hefur taf- ið málið í vikur, mánuði og ár. Bent hefur verið á það með áherslu á hvert orð að slík stórkaup muni setja strik í fjárlagagerð. Á meðan þrætt er á Aiþingi sækja sjómenn sína vinnu og færa að landi sjálfan fjárlagagrunninn. Þegar einn úr þeirra hópi slasast eða deyr við vinnu sína vogar enginn sér að tala um að þar hafi verið sett strik í fjár- lagadæmið, enda „mannslífíð ekki metið til fjár“ við slík tækifæri. Gullfótur var þar enginn heldur aðeins venjulegur fótur í kiofstígvél- um. Þegar vandinn með þyrlumilljarð- inn hefur tekið á sig sína verstu mynd hef ég stundum minnst orða merks embættismanns sem sagði í sjónvarpsviðtali að ein ástæða þess að hátekjuskattur væri ekki lagður eftirÁsdísi Erlingsdóttur íslenska stjómiagakerfið er sam- antengt og samhangandi embættis- vald þ.e.a.s. löggjafinn Alþingi, ráð- herrar eru bæði löggjafi og fram- kvæmdavald Alþingis, topp-embætt- ismenn ríkisins og forsetaembætti íslands, sem hefur að mínu mati þróast i innihaldsrýran og kostnað- arsaman sviðsleik. Þetta saman- tengda valdssvið hefur hingað til getað farið öilu sínu fram og þjóðin verið utangátta gagnvart ákvarð- anatökum stjórnvalda sbr. þegar 34 þús. atkvæðabærra manna, sem voru á móti inngöngu í EES afhentu undirskriftalistana forseta Alþingis. Það er mín skoðun að hvort sem fólk hafði verið með eða á móti inn- göngu í EES þá voru vinnubrögð stjórnvalda ólýðræðisleg frá hendi meirihluta alþingismanna og forseta íslands. Að segja af sér! Þegar ég hefi lesið stjórnárskrána þá er innihald hennar sérstaklega samið fyrir stjórnvöid og embættis- vald ríkisins. En þær lagagreinar sem fjalla um réttindi og skyldur almennings gagnvart stjórnvöldum eru ekki aðgengilegt eða áhugavert lestrarefni svo að fólk skilji rétt sinn og skyldur gagnvart ríkisvaldinu. Þar að auki eru lagagreinarnar ekki „Skynjarinn sem Guð- mundur nefnir „Líf- vaka“ myndi borga sig þó hann gerði ekki ann- að en að bjarga einu lífi. Vandinn er aðeins sá að hann skortir fjór- ar milljónir til þess að fullvinna hugmyndina og koma henni á mark- að. Alls staðar þar sem hann hefur knúð dyra hefur verið hrópað út um skráargatið að ekk- ert sé þar að hafa; eng- ir peningar til.“ á væri sú að hann myndi í mesta lagi gefa af sér einn milljarð í ríkis- sjóð árlega. Leikmanni hlaut að skiljast að slíka nálús tæki varla að vera að eltast við. Lífvakinn Nýiega barst sú frétt á öldum ljósvakans að Guðmundur H. Guð- mundsson hugvitsmaður hafí hann- að skynjara til notkunar í sundlaug- um sem gera á viðvart um leið og manneskja liggur meðvitundariaus á laugarbotni. Hugmyndin er að draga úr eða koma í veg fyrir þau hræðilegu slys sem svo oft hafa hent í sundlaugum, - ekki síst börn. Alltof mörg heilbrigð börn hafa ver- ið hrifin burt í ærslafullum leik í sundlaug, sum dáið og enn fleiri beðið varanlegt tjón. Þegar slíkt slys hendir skipta mínútur öllu og augnablikið verður þúsund ára virði. Skynjarinn sem Guðmundur nefnir „Lífvaka" myndi borga sig þó hann gerði ekki annað en að bjarga einu lífí. Vandinn er aðeins sá að hann skortir fjórar milljónir til þess að fullvinna hugmyndina og koma henni á markað. Alls staðar þar sem gerðar nógu skilmerkilegar og af- dráttarlausar fyrir þá löglærðu og dómsvaldið í landinu. Eina smugan fyrir fólkið í landinu til að hafa áhrif á stjórnvöld er 26. gr. stjórnarskrár- innar sem inniheldur neitunarvald forseta íslands en sú smuga er illa gerð, þar sem að neitunarvald for- seta er algjörlega háð duttlungum hans og þarf forseti ekki að taka neina áhættu og getur setið í emb- ætti í andakt eigin sjálfsöryggi hvað sem á dynur. Það er mín skoðun að það vanti í 26. greinina að tekið sé fram að þátttaka í undirskriftalistum almennings skuli innihalda ákveðið prósentumagn gegn lagafrumvörp- um Alþingis, sem útiiokar að forseti íslands geti skotið sér undan að fara að vilja þjóðarinnar, nema þá að segja af sér. Leiksoppur! Núgildandi stjórnarskrá var sam- þykkt við lýðveldistökuna 17. júní 1944 en þáverandi stjórnvöld tóku fram að stiórnarskrána þyrfti að endurskoða við fyrsta tækifæri. Því má með sanni segja að stjórnarskrá lýðveldisins hafi verið sem leiksopp- ur í höndum alþingismanna í nær 50 ár. Það er mín skoðun að einokun embættisvaldsins í stjórnarathöfnum með þjóðina í eftirdragi og utan- gátta, muni vilja halda dauðahaldi í núverandi stjórnarkerfí og muni aldrei sjálfviljugt láta af leikaraskap sínum með stjórnarskrá lýðveldisins hann hefur knúð dyra hefur verið hrópað út um skráargatið að ekkert sé þar að hafa; engir peningar til. Á sama tíma opinberar hæstvirtur heilbrigðismáiaráðherra að í undir- búningi sé auglýsingaherferð (um muninn á S- og R-lyfjum) sem hafí það m.a. sér til ágætis að hún kosti aðeins fjórar milljónir. Þá berst og sú frétt frá forsetaembættinu að nú sé lag að festa kaup á nýrri viðhafn- arlímósínu, enda sú gamla slitin, og verð nýrrar sérlega hagstætt, aðeins eitthvað á sjöttu miljón króna. Hér verða hvorki bornar brigður á að nauðsynlegt sé að upplýsa fólk um muninn á S- og R-lyfjum né að forsetamebættið kaupi viðhafnar- límósínu, en eins og annars staðar í opinberri stjórnsýslu er það spurn- ing um forgangsröðun. Rétt er þó að vekja athygli á því að þau böm sem örkumlast á sundstað _ná að meðaltali um 40 ára aldri. Áætlað er að sá grunnkostnaður sem ríkið greiðir til daglegs uppihalds hvers og eins þennan tíma (fyrir utan lyf sjúkrahúsvist o.s.frv.), nemi um 40 milljónum, eða tífaldri þeirri upphæð sem Guðmundur þarf til þess að fullgera Lífvakann. Að standa í röð með verðið á tánni Undanfarin ár og áratug hefur þessi þjóð komið sér upp heilbrigðis- kerfi sem við höfum stundum flagg- að á hátíðlegum stundum sem ein- hveiju því besta á þessari jörð og þó víðar væri farið til samanburðar. Þjóðin hefur fjárfest í fullkomnum tækjabúnaði, oft með fijálsum fram- lögum, og komið sér upp her frá- bærra sérfræðinga og fagfólks. Mér er tjáð að ef mannskapurinn í hjarta- og æðageira heilbrigðiskerf- isins fengi tækifæri til þess að nýta tækin, þekkingu sína og getu eins og þörf krefði væri hér engin röð hjartasjúklinga sem biði þess að komast að, það yrðu þá væntanlega fáir eða engir sem deyja áður en röðin kemur að þeim. Kunningi minn sem er sérfróður um vannýtta ef lýðveldi skyldi kalla. Eina vonin er að fólkið í landinu fái sjálft áhuga á að nýta sinn stjórnlagarétt til að hafa áhrif á stjórnvöld landsins en sá draumur verður aðeins að veru- leika, að fólkið fari að lesa stjórnar- skrána til að betur um bæta þessi hálfrar aldar gömlu stjórnskipunar- lög landsins. Það er mín skoðun að stjórnarskráin eigi að vera lestrar- efni í síðasta bekk grunnskóla, fram- haldsskólum og Háskóla íslands. Að auka áhrif almennings! Ég spyr: Hvað er til ráða og hvernig má auka áhrif almennings á stjórn landsins? Mínar tillögur eru þessar: 1. Alþingi verði aftur tvær deildir og þingmannafjöldinn verði 43 tals- ins. í neðri deild sitji 27 þingmenn sem kjörnir verða eftir íbúafjölda sérhvers kjördæmis. (Kjördæmin eru 8 talsins). í efri deild Alþingis sitji 16 þingmenn þ.e.a.s. 2 þingmenn frá sérhveiju kjördæmi. Mér sýnist að með þessu fyrirkomulagi náist ásættanlegt jafnvægi atkvæða á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar, þar sem þingmenn efri deildar Alþingis væru ekki kjörn- ir samkvæmt íbúafjölda sérhvers kjördæmis. Báðar deildir Alþingis, efri og neðri deild verða að sam- þykkja frumvörp Alþingis, fyrst neðri deildin og síðan efri deildin svo þau verði að lögum. 2. Forseti ísiands verði kjörinn Þorleifur Friðriksson möguleika sem liggja í sjúkrarúm- um, hefur bent á að hægt væri að flytja inn hjartasjúklinga sem standa í biðröðum annarra „velferð- arsamfélaga", veita þeim fullkomna þjónustu hér, fyrst á sjúkrahúsum og síðan mætti drífa þá á heilsu- hæli út um allar grundir. Hugsan- lega gæti slík þjónusta gagnast ein- hverjum þjáðum og auk þess sett strik og núll í íjárlagadæmið. Á þessa er hér minnst af gefnu tilefni. Á föstudaginn langa bar svo við að maður sem ég þekki vel fékk kransæðastíflu og í tvígang þennan dag hætti hjarta hans að slá. Þessi maður hafði beðið í röðinni alræmdu síðan í ágústbyijun á síðasta ári. Þá var honum tjáð að biðin yrði sex mánuðir. Hann var því eiginlega feginn að þurfa ekki að vera í for- gangi; taldi það lán. Hann væri þá ekki svo veikur og þyrfti ekki að ýta öðrum úr röðinni, en jafnframt gerði hann sér ekki grein fyrir því að í bijósti hans sjálfs tifaði tíma- sprengja. Þegar hálft ár var liðið var enn Ásdís Erlingsdóttir „Það er mín skoðun að hér fljóti allt, á meðan ekki sekkur og ekki batnar það, en við nán- ari athugun er það ekki einungis stjórnvöldum að kenna hvernig kom- ið er heldur einnig al- menningi." beinni kosningu eins og nú er en prófkjör ef fleiri en tveir verða í framboði. Forseti íslands verði fram- kvæmdavald Alþingis, skipi sína ráð- herra og forseti hafi neitunarvald eða staðfesti lögin. Forseti íslands sitji ekki á Alþingi né ráðherrar hans, en forseti hafi tillögurétt á Alþingi. Kjörtímabil alþingismanna og forseta íslands verði fjögur ár eins og nú er en þeir mega ekki sitja lengur í embætti en 8 ár. En alþing- ismenn ættu að geta boðið sig fram ekki komið að honum einhvern veg- in virtist eins og að ormurinn lengd- ist í báða enda. Hann er ekki kvart- sár, en spurði þó um síðir hvemær hann gæti búist við að verða skor- inn. Þá var honum sagt að hnn kæmist sennilega að í ágúst á þessu ári. Ýmsir höfðu reyndar hvíslað því að honum að hann ætti að „þrýsta á“ og linna ekki látum fyrr en hann væri kominn á borðið. Hins vegar láðist að segja honum á hvern ætti að þrýsta. Á hveija eiga hvunndags- hetjur með venjulega fætur að þrýsta? Þrátt fyrir fullkominn útbúnað og úrvals starfsfólk á öllum stigum, hafa pólitísk og hagfræðileg sparn- aðarsjónarmið átt þátt í að lama heilbrigðiskerfið með því að það hefur verið hólfað niður í litlar efna- hagseiningar eftir torræðum lög- málum hagfræðinnar. I hveiju hólfi á að spara og í því skyni hefur t.d. verið settur kvóti á fjölda þeirra hjartasjúklinga sem talið er efna- hagslega forsvaranlegt að með- höndla í viku hverri. Þetta getum við kallað að spara, hvað sem það kostar. Það virðist hins vegar hafa gleymst að taka með í reikninginn að það sem sparast í einu hólfi get- ur tapast í því næsta og í versta falli getur tapið numið margföldum sparnaði. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum eru um 44 prósent þeirra sem bíða eftir því að komast í hjartaað- gerð óvinnufær. Þó er meðalaldur þeirra aðeins um 60 ára. Ef litið er á málið af kaldri rökfestu hagfræð- innar er dauðinn ekki af hinu illa heldur þvert á móti, hann sparar á meðan lífið sjálft hleypir útgjöldum upp. Það er hins vegar erfitt fyrir leikmann að skilja slík rök, rök fyr- ir því að það skuli geta talist hag- kvæmt að halda fólki, sem gæti átt tugi góðra ára eftir, í biðröð uppá von og óvon um hvort það nái að borðinu áður en allt er um seinan. Það er einnig óskiljanlegt hvernig þeir sem fara með stjórn heilbrigðis- mála geta samþykkt, þótt það sé aðeins með þögninni, að mannslífíð sé ekki hægt að meta til íjár, á sama tíma og verið er í óða önn að setja verðmiða á mig og þig. Höfundur er sagnfræðingur. aftur eftir _8 ára hlé frá þingsetu. Forseti íslands skipi topp-emb- ættismenn ríkisins, sú skipan skal ekki háð samþykki Alþingis, og ráðning þeirra nái aðeins til þess tíma að forseti er við völd (8 ár). Það á að vera forseta íslands í sjálfs- vald sett hvort hann skipti um topp- embættismenn ríkisins eða ekki í stjórnartíð sinni. Forseti íslands skipar hæstaréttardómara (æviráðn- ingar) en sú skipan verði háð sam- þykki Alþingis. 3. Alþingismenn og forseti íslands og æðstu embættismenn ríkisins mega ekki sitja í bankaráðum né í stjórnum fyrirtækja. 4. Nauðsynlegt er að bæta inn í 26. gr. stjórnarskrárinnar að undir- skriftalistar kjósenda gegn laga- frumvörpum Alþingis innihaldi ákveðið prósentumagn atkvæða- bærra manna í landinu (t.d. 16-18%). Þá verður forseti íslands að fara að vilja þjóðarinnar og boða þjóðaratkvæðagreiðslu eða segja af sér. Ef meirihluti segir nei gegn lagafrumvarpi Alþingis þá falla lögin úr gildi annars halda lögin sem fyr- ir voru, gildi sínu. Að sinni Það er mín skoðun að hér fljóti allt, á meðan ekki sekkur og ekki batnar það, en við nánari athugun er það ekki einungis stjórnvöldum að kenna hvernig komið er heldur einnig almenningi. Almenningur í landinu hefur álitið sig geta verið „stikkfrí" og kennt stjórnvöldum um allt sem aflaga fer. Eina vonin hefur verið í gegnum tíðina, nýjar kosning- ar og aftur nýjar kosningar sem hefur þýtt óbreytta stjórnskipan landsins, áframhaldandi áhrifaleysi almennings í ákvarðanatökum stjórnvalda, einokun embættisvalds- ins og ábyrgðarleysi stjórnvalda í stjórnarathöfnum. Höfundur er húsmóðir i Gnrðabæ. Ekki sitja lengnr í embætti en 8 ár i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.