Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 25 Kristján Ragnarsson formaður bankaráðs á aðalfundi íslandsbanka Hertar reglur draga úrlílíiun á útlána- vanda í framtíðinni MARGVÍSLEGAR ráðstafanir hafa verið gerðar til að mæta þeim vanda sem erfiðleik- ar viðskiptavina og afskriftir útlána hafa valdið í rekstri Islandsbanka. I ræðu Krist- jáns Ragnarssonar, formanns bankaráðs Is- landsbanka, á aðalfundi bankans í gær, kom fram að undanfarin misseri hafa útlánaregl- ur verið yfirfarnar og hertar og meira sé vandað nú en nokkru sinni fyrr til ákvarðana um útlán. Kristján sagði að kröfur um trygg- ingar hefðu verið auknar og útlánaheimildir einstakra starfsmanna lækkaðar. Eftirlit með lánastarfseminni hefði verið aukið, sérlána- deild stofnuð til að glíma við erfiðustu vanda- málin og erlendur ráðgjafi hefði verið feng- inn til að fara yfir og leggja mat á alla útlánastarfsemina. „Þessar aðgerðir hafa tvö meginmarkmið,“ sagði Kristján. „Annað er að vinna út útlánavandamálum frá eldri tíma. Hitt markmiðið er að draga úr líkum á því, að með nýjum lánum sé verið að skapa útlána- vanda í framtíðinni." Kristján Ragnarsson Meginverkefni í rekstri íslands- banka verða á næstunni að halda áfram að lækka rekstrarkostnað auk þess að minnka útlánatöp. Kristján sagði að mikill árangur hefði náðst í lækkun rekstrar- kostnaðar en þó væri hægt að gera þar betur. „Eitt meginverk- efni bankans er að tryggja að rekstrarhagnaður verið á starf- seminni. Með því að minnka útlán- atöp og lækka rekstrarkostnað aukast líkur á að það takist. Við teljum einnig mikilvægt að á næstu árum verði þjónustan í bankanum almennt bætt. Ýmislegt er þegar á döfinni í þeim efnum,“ sagði Kristján. Jöfnun starfsskilyrða mikilvæg Kristján vék í ræðu sinni að nýjum lögum um viðskiptabanka og sparisjóði sem gengu í gildi 1. júlí á síðasta ári. „Meðal nýmæla í þessum lögum var svonefndur „virkur eignarhlutur" í hlutafé- lagsbanka. Sá sem á virkan eignarhlut ber að tilkynna banka- eftirlitinu, ef hann hyggst auka við hlutafjáreign sína í bankanum það mikið, að hlutur hans eða sam- svarandi réttur til meðferðar at- kvæða nemi 10%, 20%, 33% eða 50%, eða svo stórum hluta að hlutafélagsbanki verði talinn dótt- urfyrirtæki hans. Ráðherra hefur heimild til að synja hluthafa um að eignast hlut í bankanum, telji hann viðkomandi ekki hæfan til þess.“ „Með sameiginlegri löggjöf um banka og sparisjóði er mynduð lagaleg umgjörð um starfsemina, þar sem gert er ráð fyrir að allir sitji við sama borð. En hins vegar er það svo að ýmis önnur atriði valda því að starfsskilyrði lána- stofnana eru ekki eins. I nokkrum efnum eru starfsskilyrði hlutafé- lagsbanka og ríkisbanka ólík,“ sagði Kristján. Hann nefndi þar ríkisábyrgð sem ríkisbankarnir nytu á starfsemi sinni og leiddi m.a. til þess að þeir gætu aflað sér lánsfjár á hagkvæmari kjörum er hlutafélagsbanki. „Út af fyrir sig getur það verið fullkomlega eðlilegt að ríkisstjórn eða Alþingi ákveði að einstaka stofnanir eða fyrirtæki geti tekið á sig skuld- bindingar með ríkisábyrgð. En það sem er óeðlilegt er að ekki sé greitt gjald fyrir. Fyrir okkur í íslands- banka er það óþolandi staða að eiga í samkeppni við keppinauta sem njóta ókeypis ábyrgðar okkar skattborgaranna.“ Sem annað atriði í starfsskilyrð- um bankanna sem væri íslands- banka í óhag nefndi Kristján arð- greiðslur hlutafélagabanka. Ríkið, sem eigandi ríkisbankanna, hefði til þessa ekki gert kröfur um arð. Þá nefndi Kristján skattamál þar sem skattaleg meðferð ríkisbank- anna væri ekki sú sama og hlut- afélagsbanka á meðan þeir fyrr- nefndu væru ekki hlutafélög. „Mikilvægt er að þessi atriði í starfsskilyrðum banka og spari- sjóða verði jöfnuð. Á það höfum við í Islandsbanka lagt áherslu við stjórnvöld undanfarna mánuði og misseri. Því er það fagnaðarefni að í tengslum við lækkun vaxta sl. haust lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún teldi eðlilegt að endurskoða þessi starfsskilyrði. Var því lýst yfir að við gerð fjárlaga fyrir næsta ár verði gerð krafa um að ríkisbankar greiði arð til eiganda síns og einnig að þeir greiði fyrir ríkisábyrgðir í því skyni að jafna aðstöðuna." 2.200 milljónir í af skriftareikning Á síðasta ári var ákveðið að 3M Á lek þök leggja 2.200 millónir króna í af- skriftareikning hjá íslandsbanka og var framlaginu skipt í tvö þætti. Annars vegar var um að ræða sér- stakt framlag að fjárhæð 1.629 milljónir vegna skuldbindinga ein- stakra lánþega sem sérstaklega hafa verið metnir í taphættu. Þessu til viðbótar var almennt framlag að fjárhæð 575 milljónir sem ætlað er að mæta öðrum töpum sem eru ekki sérstaklega tiltekin en talin eru líkleg miðað við aðstæður á uppgjörsdegi. Undanfarin fjögur ár hefur framlag í afskriftareikning numið alls 5.466 milljónum en á sama tíma hafa endanlegar afskriftir verið 3.795 milljónir. „Inneign á afskriftareikningi, ef svo má að orði komast, hefur því vaxið jafnt og þétt,“ sagði Kristján. í árslok 1990 nam reikningurinn 1.549 milljónum sem svarai- til 3,7% af útlánum, áföllnum vöxtum og ábyrgðum. í árslok 1991 var hlut- fallið 3,6%, 5,1% í árslok 1992 og í árslok 1993 var afskriftareikn- ingurinn kominn í 3.079 milljónir eða 6,2%. Stjórnunarhættir bankans í skoðun Kristján sagði í ræðu sinni að bankaráð og bankastjórn hefðu á undanförnum mánuðum og misserum margoft rætt hvernig stjórnun væri best háttað í bank- anum. „Stefnt hefur verið að því að skipulagið sé valddreift og að boðleiðir séu stuttar og ákvarð- anataka skjót. Þetta leiðir til þess að meginþorri allra ákvarðana um útlán eru tekin í útibúum en ekki höfuðstöðvum bankans." sagði Kristján. „Upphaflega voru ráðnir til ís- landsbanka þrír bankastjórar og fjórir framkvæmdastjórar. Á síð- asta ári var ákveðið að breyta þessu og í kjölfarið ákvað bankar- áð að ráða einn bankastjóra og fimm framkvæmdastjóra. Þá var jafnframt gengið frá samningi við einn framkvæmdastjórann Krist- ján Oddsson um starfslok hans, en að eigin ósk mun hann láta af störfum 1. september nk.“ Ekki er áformað að ráða mann í stað Kristjáns Oddssonar og verða því eftir þá breytingu fimm manns í bankastjórn, einn banka- stjóri og fjórir framkvæmdastjór- ar. Kristján sagði að fyrirkomulag yfirstjórnar bankans yrði áfram til umræðu í bankaráði og banka- stjórn. „Ég vil láta þess getið að ég kysi að bankaráð réði aðeins einn bankastjóra er réði sér að- stoðármenn er bæru ábyrgð gagn- vart honum, í stað þesss að bank- aráðið ráði fjóra framkvæmda- stjóra er bera ábyrgð gagnvart því. Hins vegar verður að hafa í huga það samstarf sem tókst um sameiningu bankanna fjögurra og það bakland sem var í hveijum þeirra fyrir sig. Þetta atriði setur enn nokkurn svip á bankann, en þegar frá líður á það að minnka og síðan að hverfa.“ Höfuðstöðvarnar fluttar á Hótel Holiday Inn Kristján vék að því að undanfar- in misseri hefðu lánastofnanir lent í þeirri aðstöðu að taka yfir rekst- ur fyrirtækja í því skyni að tryggja hagsmuni sína. „Þetta skapar lánastofnunum nýjan vanda. Skyndilega eru þær komnar í sam- keppni við aðra viðskiptavini sína og bera ábyrgð á rekstri sem þær hafa enga reynslu í. Augljóslega er þetta aðstaða sem engin lána- stofnun kýs yfír sig,“ sagði Krist- ján. Hann sagði ennfremur að þó svo að íslandsbanki hefði ekki á undanförnum árum komist hjá þeirri stöðu að öllu leyti hefði þetta þó verið í minna mæli en hjá sum- um öðrum lánastofnunum. íslandsbanki hefur um nokkurt skeið rekið Hótel Holiday Inn en nú hefur verið ákveðið að bankinn hætti starfsemi hótelsins 1. nóvember nk. og undirbúi að taka húsið í notkun fyrir höfuðstöðvar bankans. Að sögn Kristján gæti það orðið fyrri hluta næsta árs. í lok ræðu sinnar sagði Kristján að reynt hefði verið að taka á erfíð- leikunum af raunsæi og ekki fresta honum til síðari tíma. Þess vegna hefði verið ákveðið að leggja til hliðar 600 milljónir króna til við- bótar sérstökum afskriftum sem áður hefði verið ráðgert. „Við telj- um að með þessu séu mörkuð ákveðin kaflaskipti í rekstri bank- ans. Við væntum þess að mestu erfiðleikarnir séu að baki og á þennan hátt hafi verið tryggt eftir föngum að bankinn verði rekinn með hagnaði.“ íslenski lífeyrissjóóurinn Fundur sjóðfélaga Fundur sjóðfélaga íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 16.00 að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, Reykjavík. Eftirfarandi dagskrá liggur fyrir fundi: 1. Skýrsla stjórnar, Björn Líndal formaður stjómar sjóðsins. 2. Ársreikningur 1993, Hilmar Bergmann forstöðumaður sjóðsins. 3. Erlend verðbréf og lífeyrissparnaður, erindi Ömu Harðardóttur deildarstjóra hjá Landsbréfum. 4. Önnurmál. Fundarstjóri verður Hreinn Loftsson hrl. Reykjavík 26. apríl 1994 Stjórn íslenska lífeyrissjóðsins § LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, slmi 91-679200, fax 91-678598 Löggilt veröbrófafyrirtæki. Aöili aö Verðbréfaþingi íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.