Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI
Framkvæmdir o g at-
vinnumál í Kópavogi
eftir Höllu
Halldórsdóttur
Eins og allir Kópavogsbúar hafa
orðið varir við, þá hefur núverandi
meirihiuti sjálfstæðis- og framsókn-
armanna staðið fyrir miklum fram-
kvæmdum á því kjörtímabili sem
senn fer að ljúka. Þegar meirihlut-
inn tók við stjórnartaumunum 1990
var ljóst að gera þyrfti stórátak í
framkvæmdum á ýmsum sviðum ti!
þess eins að gera bæinn mannsæm-
andi. Eitt augljósasta dæmið og það
sem utanbæjarmenn tóku gjarnan
eftir og höfðu í flimtingum voru
gömlu göturnar. En bærinn hefur
fengið andlitslyftingu á fleiri svið-
um. T.d. hefur mikið átak verið
gert í umhverfismálum, s.s. frá-
gangi á opnum svæðum og gerð
göngustíga. Þar ber hæst tijárækt-
arátakið „grænir dagar“ síðastliðið
vor, en ætlunin er að gera svipað
átak í vor. A sviði fræðslumála er-
um við að verða fyrirmyndarbær,
þökk sé stórátaki í byggingu skóla
og leikskóla. Næsta vetur verða
tveir grunnskóiar einsetnir. Biðlist-
inn á leikskólunum fer brátt að
heyra sögunni til.
Hröð uppbygging
Ekki má gleyma nýju hverfunum,
Kópavogsdal, Nónhæð og Fífu-
hvammslandi. Búið er að úthluta
nánast öllum tiltækum lóðum á
þessum svæðum. Það er stefna nú-
verandi meirihluta að kappkosta að
ávallt séu til nægar lóðir í bænum,
bæði fyrir Kópavogsbúa og aðra.
Þama hafa staðið yfír miklar fram-
kvæmdir og verður vonandi haldið
áfram á svipaðri braut næstu árin.
Nú nýlega var auglýst útboð á gerð
gatna og holræsa í Fífuhvamms-
landi. Þar verða lóðir fyrir nálægt
þúsund manns byggingarhæfar í
sumar. Þessar framkvæmdir í nýju
hverfunum kosta vissuiega sitt, en
ekki má gleyma því að eftir nokkur
ár munu bætast við nokkur þúsund
íbúar, sem skila umtalsverðum tekj-
um í bæjarsjóð. Með því verður auð-
veldara að standa undir ýmsum
framkvæmdum sem eru tiltölulega
jafn miklar hver sem íbúafjöidinn
er. Dæmi um framkvæmdir af þess-
um toga eru Listasafn Kópavogs,
Sundlaug Kópavogs, Kársnesveita
(meginholræsi frá Garðabæ og
Kópavogi) og væntanleg menning-
armiðstöð.
Sparnaður í rekstri forsenda
framfara
Framkvæmdir á þessu kjörtíma-
bili verða nálægt tvöfalt meiri en
framkvæmdir A-flokkanna á kjör-
tímabilinu 1986-1990. Þeir hafa
líka farið hamförum út af öllum
þessum framkvæmdum og vilja
meina að við í meirihlutanum séum
að setja bæjarsjóð á hausinn. Sann-
leikanum er hver sárreiðastur, því
sannleikurinn er nefnilega sá að
nettóskuldir bæjarsjóðs hafa ekki
aukist svo heitið getur, þrátt fyrir
allar framkvæmdirnar. Með aðhaldi
í rekstri og stórbættri meðferð pen-
ingamála höfum við úr miklu meiri
rekstrarafgangi að spila. Þá má
nefna sölu á hlut Kópavogs í Hita-
veitu Reykjavíkur.
Gegn atvinnuleysi
Ef einhvern tímann er rétt fyrir
sveitarfélög að setja markið hátt á
sviði framkvæmda, þá er það ein-
mitt núna. Atvinnuieysisvofan er
alls staðar yfirþyrmandi. Með öllum
þessum framkvæmdum eigum við
góða möguleika á að halda háu at-
vinnustigi. Hér á eftir ætla ég að
gera þessum þætti nánari skil, en
áður en lengra er haldið er rétt að
greina frá helstu framkvæmdum í
bænum, bæði þeim sem nú eru í
gangi og eins þeim sem fyrirhugað
er að heija á næstu mánuðum, en
þær eru eftirfarandi, sundurliðað
eftir málaflokkum:
Ofangreind upptalning er bundin
við stofnframkvæmdir, en samtals
er gert ráð fyrir að verja 1.100
milljónum króna á því sviði. Þá eru
ótaldar allar viðhaldsframkvæmdir
og rekstur gatna, holræsa, vatns-
veitu og opinna svæða, en þar er
um að ræða nokkur hundruð millj-
ónir í viðbót.
Rétt er að gera nánari grein fyr-
ir því, hvernig ofangreindar fram-
kvæmdir hafa áhrif á mál málanna,
þ.e. atvinnumálin og þá sérstaklega
hvað snertir okkur Kópavogsbúa.
Flestar stofnframkvæmdirnar eru
boðnar út, þannig að gerður er
samningur við verktaka um fram-
kvæmd verksins. Því er ljóst að það
eru ekki eingöngu Kópavogsbúar
sem vinna við ofangreindar fram-
kvæmdir. En alltént eru margir
starfsmanna verktakanna búsettir í
Halla Halldórsdóttir
„En þær framkvæmdir
sem helst eru til þess
fallnar að stemma stigu
við atvinnuleysi meðal
bæjarbúa eru á sviði
viðhalds og reksturs.
Hér skipta mestu máli
sumarstörfin, atvinnu-
átaksverkefni og
Vinnuskólinn. Ein-
göngu Kópavogsbúar
eru ráðnir í þessi störf
hjá Kópavogsbæ.“
bænum. Þá má ekki gleyma óbeinu
áhrifunum. Uppbygging, bæði í
eldri hverfunum og ekki síst í nýju
hverfunum, rennir á margan hátt
stoðir undir atvinnufyrirtæki í bæn-
um og hvetur ný fyrirtæki til að
hasla sér völl innan bæjarmark-
anna. Bættur hagur fyrirtækja í
bænum hlýtur að leiða til fjölgunar
atvinnutækifæra, eki síst fyrir
Kópavogsbúa.
En þær framkvæmdir sem helst
eru til þess fallnar að stemma stigu
við atvinnuleysi meðal bæjarbúa
eru á sviði og reksturs. Hér skipta
mestu máli sumarstörfin, atvinnu-
átaksverkefni og Vinnuskólinn.
Eingöngu Kópavogsbúar eru ráðnir
í þessi störf hjá Kópavogsbæ.
Næg vinna í sumar
Nýlega hefur verið auglýst eftir
fólki í sumarstörf hjá Kópavogsbæ.
Hér er aðallega um að ræða verk-
efni á vegum áhaldahúss bæjarins,
s.s. garðyrkjustörf, malbikun,
gangstéttagerð, hreinsun og ýmis
viðhaldsstörf. Sem dæmi má nefna
framkvæmdir á opnum svæðum.
Þeim sem ráðnir haa verið í sumar-
störf hefur íjölgað ár frá ári á
þessu kjörtímabili og reiknað er
með að slegið verði nýtt met í fjölda
sumarráðninga í ár. Kópavogsbær
hefur lagt sitt af mörkum til at-
vinnuátaksverkefna, þar sem fólki
á atvinnuleysisskrá er boðin vinna
hjá bænum. Þessi verkefni hófust
á síðasta ári og þafa staðið sam-
fellt yfir síðan. í vetur hafa allt
að 50 mans í einu unnið við at-
vinnuátaksverkefni. Bæjaryfii-völd
stefna að því að halda þessum
verkefnum áfram. Nýlega var
ákveðið að ráða 20 Dagsbrúnar-
menn í átaksverkefni. Til þess að
sem flestir geti fengið vinnu er
stílað upp á mannaflafrek verk-
efni, t.d. viðhaldsverkefni.
Vinna unglinga
Á vegum Kópavogsbæjar er
starfandi Vinnuskóli fyrir ungi-
inga, 14-16 ára (fædda 1978-
1980). Unglingarnir starfa aðal-
lega við hreinsun, hirðingu og við-
hald á opnum (grænum) svæðum
bæjarins. En fyrirkomulag Vinnu-
skóla Kópavogs verður þannig að
14 og 15 ára unglingar fá vinnu
3Vj tíma á dag i 8-10 vikur en
16 ára unglingar munu vinna 7
tíma á dag í jafn margar vikur.
Eitt stærsta verkefnið í ár er skóg-
rækt og uppgræðsla í Vatnsenda-
landi. Unglingarnir fá umhverfis-
fræðslu og einnig verður boðið upp
á íþróttanámskeið. Aðsókn ungl-
inga í Vinnuskólann hefur stórauk-
ist síðustu árin, einfaldlega vegna
þrenginga á almenna markaðnum.
I fyrra sumar fengu allir unglingar
frá 16 ára aldri vinnu hjá bænum
og verður leitast við að ráða svipað-
an fjölda næsta sumar enda af
nógu að taka við fegrun Kópavogs.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær til
þess umboð að vera í meirihluta á
næsta kjörtímabiii er ætlunin að
halda áfram á sömu braut. Ég er
þess fullviss að í komandi kosn-
ingabaráttu munu æ fleiri Kópa-
vogsbúar gera sér grein fyrir því,
að atkvæði greitt Sjálfstæðis-
flokknum er vel varið.
Höfundur er ljósmóðir og skipar
5. sæti á listn Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi.
Málaflokkur Framkvæmdir í gangi Framkv. heijast síðar á árinu
Leikskólar Smárahvammur (leikskóli í Kópavogsdal) Leikskóli í Nónhæð
Grunnskólar Smáraskóli, 1. áfangi Hjallaskóli, 5. áfangi
Snælandsskóli, lokaáfangi
Menningarmá! Listasafn Kópavogs Menningarmiðstöð
Gamlar götur Reynihvammur Víghólastígur
Holtagerði Skjólbraut Hamrabrekka
Nýjar götur Fífuhvammsvegur Fífuhvammsvegur
(vestan Reykjanesbr.) (austan Reykjanesbr.) Hamrabrekka
Holræsi Kársnesveita Skeijafjarðarveita Vatnsendaræsi Stofnræsi f. Fífuhvammsland
Annað íþróttahús í Kópavogsdal Heilsugæslustöð í Kópavogsdal
Verknámshús MK Bílag. Hamraborgar 14-38
eftir Guðrúnu
••
Ogmundsdóttur
Atvinnuleysið virðist ekki vera
komið til að fara, eins og flest okkar
höfum vonast til. Atvinnuleysið hefur
aldrei verið meira í Reykjavík nú
i samkvæmt nýjustu tölum, og enn
mun síga á ógæfuhliðina, þegar
skólafólk streymir út á vinnumark-
aðinn.
Þeir sem missa vinnu sína eru
ekki allir svo heppnir að fara bein-
ustu leið á atvinnuleysisbætur, og
fyrir því geta legið ýmsar .ástæður.
En hvert á það fólk að leita, sem
þannig er háttað hjá og við hvernig
aðstæður býr sá hópur?
Félagsmálastofnun á að vera
til taks
I Við sem vinnum í félagsmálum
vitum að fólk leitar í lengstu lög til
Félagsmálastofnunar. Áður en það
gerist hefur hinn venjuiegi Iauna-
maður (kona) reynt að leita annarra
leiða til þess að reyna að bjarga sín-
um málum fyrir horn, og allt í þeirri
von um að vinna sé á næsta leiti.
Það byijar yfirleitt á því að reyna
að fá lán hjá fjölskyldu og vinum,
ræða við bankann sinn (sé það mögu-
legt), seija eitthvað af eignum (séu
„Hvernig skyldi svo
raunveruleikinn vera
fyrir þá sem ætla að
panta sér tíma í sitt
fyrsta viðtal vegna að-
stoðar við framfærslu?
Og eins og að framan
sagði er mikilvægt að
hafa í huga að til Fé-
lagsmálastofnunar leita
flestir þegar allir aðrir
vegir eru lokaðir."
þær einhveijar, þá er bíldruslan látin
fjúka), og ekki má gleyma kaup-
manninum á horninu sem gjarnan
hleypur undir bagga, því þar fæst
það nauðsynlegasta sem heimilið
þarf.
Félagsmálastofnun þarf að vera
og á að vera til taks fyrir þennan
hóp, sem stendur frammi fyrir tíma-
bundnum vanda (vonandi), en ein-
hvem veginn er það svo, að þangað
leitar fólk oft á tíðum ekki fyrr en
hlutirnir eru komnir í óefni.
Við viljum öll reyna að standa
okkur - gera okkar besta, og enginn
vill „fara á sveitina".
En að „fara á sveitina" er þó sú
þjónusta og réttur sem borgarbúar
eiga völ á þegar illa stendur á og
erfiðir tímar eru framundan.
Það er því nauðsynlegt að leggjast
á eitt og reyna að breyta þessum
gamla hugsunarhætti og sýna fram
á að Félagsmálastofnun er ein af
mikilvægustu þjónustustofnunum í
borginni.
Biðtími allt að 3 vikur
Hvemig skyldi svo raunveruleik-
inn vera fyrir þá sem ætla að panta
sér tíma í sitt fyrsta viðtal vegna
aðstoðar við framfærslu? Og eins og
að framan sagði er mikilvægt að
hafa í huga að til Félagsmálastofnun-
ar leita flestir þegar allir aðrir vegir
eru lokaðir.
Jú, biðtími eftir fyrsta viðtali er
allt uppundir 3 vikur, þó mismunandi
eftir hverfum. Og á hveiju á fólk að
lifa þar til stóra stundin rennur upp?
Þú getur einnig lent í því að það
taki langan tíma að fá samband við
stofnunina til þess að panta þennan
tíma!
Fjölgun skjólstæðinga hefur verið
jöfn og þétt, þó án þess að stofnunin
bætti við starfsfólki í samræmi við
aukið álag.
Guðrún Ögmundsdóttir
Álag á starfsmönnum er óheyri-
legt, og aðstæður starfsmanna (fé-
lagsráðgjafa) mætti kannski Iýsa
þannig:
Þeir tala við helmingi fleiri en
venjulega á degi hveijum, þeir þurfa
greinilega bara að tala hraðar! Og
vinnuálagið er þvílíkt að ég efast um
að þeir hafi mikið úthald í yfirvinnu,
sem er þó nauðsynlegt, þar sem ekki
bætist við starfsfólk.
Nú er einnig svo komið að félags-
ráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hafa
boðað til verkfalls sem koma á til
2. maí nk. Hvernig ætlar Félags-
málastofnun að sinna hlutverki sínu
komi til þessa?
Reykjavíkurborg ber ábyrgð á
þessari þjónustu og þá einnig kjörum
starfsfólks. Þannig fer saman nú:
að bættar verði aðstæður starfs-
manna, sem skilar sér í betri þjón-
ustu við skjólstæðinga.
Félagsmálastofnun þarf að
efla
Það er mikilvægt að Félagsmála-
stofnun sinni hlutverki sínu sem er
margþætt og fjölbreytt. Fyrir þá sem
ekki þekkja tel ég rétt að upplýsa
um nokkur þeirra verkefna sem eru
á herðum þessarar stofnunar:
Fjárhagsaðstoð, leiguhúsnæði,
verndaðar íbúðir, fjölskyldu- og barn-
vemdarmál, vistheimili barna, ungl-
ingadeild, útideild unglinga, ungl- *
ingaathvörf, unglingasambýli, íjöl-
skylduheimili, mæðraheimili, heimil-
isþjónusta og þjónusta við aldraða.
Hvert þessara verkefna ætti skilið
umfjöllun, en ég hef valið að gera
hér aðeins að umræðuefni einn þátt
í verkefnum stofnunarinnar.
Því er mikilvægt:
* Að stytta biðtíma í fyrsta viðtal
hjá Félagsmálastofnun.
* Fjölga starfsfólki í tengslum við
aukinn fjölda skjólstæðinga.
* Auka samstarf stofnunarinnar við
Vinnumiðlun og Námsflokka Reykja-
víkur.
Og síðast en ekki síst að fræða al-
menning um nauðsyn og hlutverk
jafn mikilvægrar þjónustustofnunar
og Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar er.
Höfundur er félagsráðgjafi og
borgarfulltrúi og skipar 3. sæti á
Reykjavíkurlistanum.