Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Farsi i J Salan. ej/tst ctð me&altxxLc &ft'/rcá ut&~ •J t/ - Q Stíptauinurínn he.fur sagtnnei sex s/nnam. Mér hefur aldrei þótt ég vera jafn áhugaverð og núna, prófessor. Ég er að viðra gullfiskinn. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Almenningssam- göngnr á villigötum Frá Skúla Sveinssyni Hver hefur eiginlega hag af því að það séu u.þ.b. tveir til þrír bílar á hverja fjölskyldu hér á landi? Er það ekki þjóðfélagið í heild sem tapar á því, þ.e.a.s. það er gífurlega dýrt fyrir landið að reka alla þessa bíla, sérstaklega ef sú staðreynd er tekin með í reikninginn að bílar eldast illa hér á landi sökum veðr- áttunnar. Ég vil þess vegna leyfa mér að leggja til að það verði ókeypis í strætisvagnana til að draga veru- lega úr umferð og einnig til að fólk átti sig betur á því hversu hag- kvæmt það er að ferðast með al- menningsvögnum. Þó að einhverjir þröngsýnir einstaklingar kunni að koma með gamla frasann að þeir sem njóta þjónustunnar eigi að borga fyrir hana er málið einfald- lega ekki svona einfalt. Að baki þessari niðurstöðu liggja nokkur rök sem einungis geta talist þjóð- hagslegs eðlis. 1. Stöðug fjölgun einkabíla kallar á meiriháttar gatnamannvirki eins og mislæg gatnamót, því að gatna- kerfið eins og það er í dag getur ekki annað öllum bílunum. Jafnvel þó við séum í miðri kreppu og umferð sé í lágmarki nú á hún ein- ungis eftir að aukast þegar efna- hagurinn batnar. Þessar stórfram- kvæmdir skipta milljörðum þ.e.a.s. einungis þær sem eru fyrirliggjandi. 2. Gjaldeyririnn sem eytt er við kaup á bílum að utan og svo auðvit- að varahlutum fyrir gífurlegar upp- hæðir til að hægt sé að halda öllum druslunum gangandi. 3. Allt auka bensínið sem einka- bílarnir brenna, en þar væri hægt að spara gjaldeyrisútaustur með því að fólk taki strætó í meira mæli. 4. Slit á malbiki mundi minnka ef minni umferð væri. Ef mér leyf- ist að koma með útúrdúr þá er furðulegt að göturnar skuli ekki vera steyptar og peningunum þann- ig haldið í landinu og íslendingum veitt vinna í stað þess að eyða þeim í kaup á asfalti, sem endist hvort sem er ekki nema í mesta lagi tvö ár á helstu umferðargötunum. Á hinn bóginn mundu steyptar götur endast í u.þ.b. 30 ár. Því miður höfum við íslendingar eytt okkar auðævum í vitleysu t.d. Clairol-fótanuddtæki og önnur æði sem hafa riðið yfir þjóðfélagið sem má rekja til óhóflegs lífsgæðakapp- hlaups. Vegna þessarar gífurlegu sóunar í fortíðinni og skuldasöfnunar þjóðfélagsins er mikilvægt nú þegar harðnar á dalnum að sóa ekki pen- ingum í vitleysu. Stjórnmálamenn verða að fara að hugsa í þjóðhag- fræðilegu samhengi því hver króna sem fer úr landi hættir að vinna fyrir okkur og fer að vinna á móti okkur með vöxtum. Það væri svo auðvelt að láta auðinn vinna með okkur, þ.e.a.s. láta aðra strita fyrir vöxtunum heldur en að láta íslensku þjóðina þurfa að gera það. Stjómmálamenn verða að fara að skilja þetta en málið er að þeir munu ekki gera það fyrr en þeir finna að þetta sukk gengur ekki lengur. Við íbúar þessa lands eigum sem hugsandi verur að fyrirlíta stjórn- málamenn sem hafa ekki heildar- hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og koma þeim í skilning um að við líðum ekki lengur að störf og pen- ingar séu fluttir úr landi að óþörfu. SKÚLI SVEINSSON, nemandi í MH. Fæðingardagur Jónasar Frá Páli Valssyni: Undarlega margt er enn óljóst í sambandi við Jónas Hallgrímsson, til að mynda margt það sem oftast nær eru þekktar staðreyndir um líf manna; fæðingardagur, ár, mánuð- ur og staður. Þegar kemur að Jón- asi greinir heimildir á. Við höfum hneigst til að trúa þeim heimildum sem telja hann fæddan að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Aðr- ar heimildir segja 16. október, sjálf- ur sagðist hann í gestabók vera fæddur 1808, svo sem frægt er, og sú sögn lifir fyrir norðan að hann hafi í raun fæðst á Steinsstöðum þar sem hann ólst upp. í þessu efni má segja að hið eina sem telja má alveg öruggt sé að fæðingardagur- inn hafi verið 16. í Morgunblaðinu sunnudaginn 17. apríl er hugvekja frá Péturs- stræti í Kaupmannahöfn, þar sem Jónas bjó sínar síðustu vikur, og veggskjöldur geymir minningu hans. Nú les ég að á veggskildinum standi að Jónas hafi verið fæddur 19. nóvember, sem er augljóslega rangt, eins og margir muna eflaust hafa tekið eftir. Þessi villa kemur mér reyndar ekki á óvart, hún á sér eðliiega skýringu sem rétt er að komi fram opinberlega úr því sem komið er. Hin síðustu ár hafa Danir gengið af miklum krafti í að hreinsa sót af sínum gömlu húsum og er auðvit- að af því hin mesta prýði. Sumarið 1990 þegar ég dvaldi í Kaupmanna- höfn, meðal annars við rannsóknir á ævi og verkum Jónasar, sá ég mér til nokkurrar hrellingar að húsið góða við Pétursstræti var hulið byggingarpöllum og miklum steyputjöldum í þessum tilgangi og auðvitað höfðu menn tekið skjöldinn niður til þess að geta unnið verkið almennilega. Um haustið var verk- inu lokið, en þá tók ég eftir að fæðingardagur Jónasar hafði breyst; 16 hafði breyst í 19 og ligg- ur í augum uppi hvað gerst hefur: Tölustafurinn hefur losnað og hinir dönsku iðnaðarmenn hafa auðvitað hvorki munað dagsetninguna né haft hugmynd um hinn rétta fæð- ingardag listaskáldsins, þannig að þeir hafa límt stafinn öfugan á skjöldinn. Á sínum tíma benti ég reyndar framtakssömum mönnum í Islendingafélaginu á þessi mistök og bað þá að láta leiðrétta þetta en fara þó fínt í og gera ekki stór- mál úr. Nú sé ég að þetta hefur ekki gengið eftir og er þá ekki annað ráð en að biðja þann ágæta mann Ólaf Egilsson, nýráðinn sendiherra í Höfn, að ganga í málið af al- kunnri háttvísi, t.d. með því að fá leyfi til að senda laghentan íslend- ing með skeið, sköfu og steinlím upp í stiga við húsið og leiðrétta dagsetninguna. Hann verður hins vegar, sögunnar vegna, að fara varlega í stiganum. PÁLL VALSSON, lektor við háskólann í Uppsölum. Víkveiji skrifar Sveinn M. Sveinsson í Plús-film hefur gert skemmtilega sjón- varpsmynd um Jakútíu, sem sýnd var í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Myndin er vel unnin og gefur áhorf- anda glögga hugmynd um líf fólks í þessu fjarlæga landi. Líklega hefðu Islendingar lítið, sem ekkert vitað af Jakútíu, ef örlögin hefðu ekki hagað því svo, að fyrir rúmum þremur áratugum hittust í Moskvu ungur piltur frá íslandi og ung stúlka frá Jakútíu, sem þar voru bæði við nám. Kynni þeirra hafa leitt til tengsla á milli þessara tveggja fjarlægu landa, sem hafa orðið býsna lífseig. Hér í Morgunblaðinu birtust á síð- asta ári myndir Ragnars Axelsson- ar, ljósmyndara Morgunblaðsins, sem var einn þeirra íslendinga, sem sóttu Jakúta heim. Og nú hefur annar kvikmyndagerðarmaður eflt þau tengsl, sem Magnús heitinn Jónsson, kvikmydnaleikstjóri, lagði grunninn að, með einstaklega geð- felldri sjónvarpsmynd um Jakúta. xxx að hefur tekizt vel til með opn- un verzlunar 10-11 í Borgar- kringlunni. Þessari matvöruverzlun er einstaklega haganlega fyrir komið, vöruúrval mikið og nýjar og ferskar matvörur á boðstólum. Verð er bersýnilega hagstætt og afgreiðslutími þægilegur fyrir fólk, sem vinnur langan vinnudag. Hagkaup í Kringlunni hefur fengið verðugan keppinaut með þessari verzlun. Líklegt má telja, að umferð fólks um Borgarkringl- una aukist töluvert með tilkomu hinnar nýju verzlunar en það hefur ekki farið fram hjá þeim, sem á annað borð hafa fylgzt með verzlun á þessu svæði, að Borgarkringlan hefur fram að þessu ekki orðið eins eftirsótt verzlunarmiðstöð og talið var í upphafi. xxx * IMorgunblaðinu um helgina kom fram, að forráðamenn Visa kortafyrirtækisins hugleiði að taka upp færslugjald líkt því, sem bank- arnir hafa boðað í sambandi við debetkortin. Þótt kortafyrirtækin hafi skuldbindið sig til að lækka gjaldtöku af viðskiptafyrirtækjum sínum vegna kreditkortanna hlýtur sú spurning að vakna, hvort nokk- urt tilefni sé til fyrir þau að taka upp slíkt færslugjald. Ástæðan fyrir því, að sú spurn- ing hlýtur að koma upp er einfald- lega sú, að kortafyrirtækin hafa hagnast verulega ár eftir ár. Er ekki tími til kominn, að viðskipta- vinirnir njóti góðs af?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.