Morgunblaðið - 26.04.1994, Page 58

Morgunblaðið - 26.04.1994, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 PFAFF SINGER SAUMAVÉLAR VIÐALLRA HÆFI PFAFF HOBBY. Ódýr og einföld sauma- vél 6 spor, stillanleg sporlengd. PFAFF OVERLOCK. Vélin sker efniö, saumar saman og gengur frá jaöri í einni umferð. PFAFF creative7550 tölvuvélin. Yfir 500 stillingar og óendanlegir möguleikar. SINGER GREEN Heimilísvél meö 14 spor. Enföld í notkun. SINGER conserto heimilisvél.með 25 spor, hnappagöt saumuð í einni lotu. Hyggjast markaðssetja kort, veggspjöld og umslög í Bandaríkjunum Hafa fengið pöntun upp á 160.000 eintök ÓMAR Baidursson og Hjörtur Jónsson vinna að því öllum stundum þessa dagana að markaðsselja tækifæriskort, skreytt umslög og veggspjöld í Bandaríkjunum og hafa þeir félagar fengið pöntun upp á 160.000 eintök frá bandarísku verslunarkeðjunni Walgreens og er verið að ganga frá því þessa dagana. Það er Ómar sem teiknar mynd- imar en Hjörtur sér um viðskipta- hliðina sem Óskar segist hafa lítið vit á. Hann segist hafa teiknað myndir frá því hann var barn og notar hann kúlupenna til að búa til litskrúðugar myndir sínar. Á flest- um þeirra eru blóm og andlit en einnig teiknar hann fugla og fiðr- ildi. Hann segist nota kúlupenna vegna þess að litir þeirra séu mjög sterkir og honum finnist áferð þeirra skemmtileg. Ómar segist hafa farið að velta fyrir sér þessum möguleika á fram- leiðslu og útflutningi þegar hann slasaðist illa við vinnu fyrir um ári, en hann var þá á sjónum. í kjölfar slyssins hafði orðið ljóst að hann gæti ekki unnið erfíðisvinnu framar og því hafi hann farið að teikna af meiri krafti en áður. Hann hafí síðan komist í sam- band við Hjört og fyrir um tveimur mánuðum voru fyrstu prufurnar af skreyttum umslögum sendar út til Bandaríkjanna og jákvæð svör hafi komið strax. Fyrirtækin _tvö sem hafa sýnt framleiðslu Ómars og Hjartar áhuga eru verslunarkeðjurnar Walgreens og Wal-Mart. Eru við- ræður við síðara fyrirtækið skemmra á veg komnar en þeir búast við pöntun frá Wal-Mart á næstu dögum. Einnig eiga þeir fé- lagar í viðræðum við hollenskt veggspjaldafyrirtæki sem dreifir veggspjöldum um Evrópu. Mestur áhugi hafi verið sýndur því sem þeir félagar kalla ástaijátn- ingaveggspjöld, en þau eru A4 að stærð og á þau getur viðkomandi ritað nafnið sitt inn á tilbúna ástar- játningu. Einnighafa umslögin vak- ið athygli að sögn Ómars. Hingað til hafa þeir félagar ekki fengið neinn opinberan stuðning til þessarar framkvæmda, heldur hef- ur Ómar fjármagnað framkvæmd- irnar. Nú er hins vegar þörf fyrir nýtt fjármagn og hafa þeir félagar sótt um styrki frá Reykjavíkurborg og Keflavíkurbæ og rætt hugmynd- ir sínar við Atvinnuleysistrygginga- sjóð. Undirtektirnar hafi verið já- kvæðar en ekkert hefur þó komið út úr þeim enn. Vilja halda framleiðslunni innanlands Þeir segja að þeir hafi fengið fyrirspurnir um prentun frá Banda- rikjunum, en þeir vilji heldur að þetta verði prentað hér á landi. Það sama gildir um umbúðirnar, sem eru úr plasti. Þeir hafi fengið hag- stætt tilboð að utan, en ákveðið að nota frekar íslenska framleiðslu. „Við viljum reyna að halda þessu Frumkvöðlarnir Morgunbiaðið/RAX HJÖRTUR Jónsson (t.h.) og Ómar Baldursson hyggjast reyna að markaðssetja íslensk kort, veggspjöld og umslög í Bandaríkjunum. Framleiðslan SÝNISHORN af ýmsu því sem Ómar hefur teiknað. Neðst í vinstra horninu má sjá ástaijátningarveggspjöldin sem Wal-Mart verslunark- eðjan hefur sýnt mikinn áhuga. hér innanlands,“ segir Ómar, „og Hjörtur að árlega seljist þar um 7,4 ekki flytja vinnuna úr landi.“ milljarðar korta, og því segja þeir Markaður fyrir áþekka fram- um að gera að standa sig vel. leiðslu er stór vestan hafs og segir Snæfellsnes Trilla hætt komin Ólafsvík. FIMM tonna trilla, Auður VE 313, lenti í hrakningum skammt utan við Hellissand á sunnudag. Auður var á leið frá Reykjavík til Tálkna- fjarðar ásamt tveimur öðrum trillum, er bátarnir hrepptu slæmt veður á leið sinni vestur. Vél Auðar bilaði og skipveijanum Jóni Karlssyni tókst ekki að koma vélinni í gang og var Magnús SH frá Rifi fenginn honum til aðstoðar og dró Magnús trilluna til hafnar á Rifi. „Við vorum á leið frá Reykjavík til Tálknafjarðar og lögðum af stað um eittleytið aðfaranótt sunnudags í ágætis veðri. Ferðin gekk vel, uns við vorum komnir vestur að Akra- nesi, en þá fór veðrið að versna og er við vorum komnir að Brimnes- inu, skammt utan við Hellissand, versnaði veðrið til muna,“ sagði Jón Karlsson skipstjóri á Auði VE. „Þegar ég var kominn að Brim- nesinu var orðið snarvitlaust veður, haugasjór, himinháar öldur og 7-8 vindstig af austri. Þá fór vélin að hitna hjá mér, svo að ég drap á vélinni. Komst ég þá að því, að viftureim hafði slitnað og skipti ég um hana. Þegar ég ætlaði að gang- setja vélina aftur fór hún ekki í gang, sama hvað ég reyndi,“ sagði Jón. Jón hafði_ samband við Slysa- varnafélag íslands til að athuga hvort það væru bátar í grennd við sig sem gætu komið sér til aðstoðar en svo var ekki. Höfðu trillunar tvær sem voru í för með Jóni þegar komið til hafnar á Rifi. Slysavarnafélag íslands hafði samband við skipstjórann á Magn- úsi SH frá Rifi og bað hann um að koma Auði til aðstoðar. Á meðan Jón var að bíða eftir Magnúsi, setti hann út rekakkeri og 90 kg af blý- sökkum í sjóinn til að stöðva rek á bátsins. Kom Magnús SH trillunni til aðstoðar og dró hana til hafnar á Rifi, Gekk ferðin vel, þrátt fyrir Magnús SH kemur með Auði VE 313 til hafnar á Rifi. Morgunblaðið/AIfons slæmt veður. „Mér stóð alls ekki á sama,“ sagði Jón Karlsson er Morgunblaðið náði tali af honum á bryggjunni á Rifi. „Það var snarvitlaust veður og með mér voru tvær opnar trillur og var faðir minn á annarri þeirra. Ég hafði meiri áhyggjur af þeim þar sem þær eru opnar, en Auður er dekkuð og þolir meiri ágang. Ég var búinn að setja á mig björg- unarvesti til að vera við öllu búinn.“ Jón Karlsson um borð í trillu sinni eftir erfiða ferð. Jón vildi koma þakklæti til þeirra svo og til lögreglunnar í Ólafsvík feðga á Magnúsi SH, Sigurði Krist- fyrir frábæra frammistöðu. jónssyni og Sigurði V. Sigurðssyni, Alfons

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.