Morgunblaðið - 15.06.1994, Page 10

Morgunblaðið - 15.06.1994, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórglæsileg 178 fm parhús á þessum eftirsótta stað í grónu hverfi. Til afh. nú þegar tilb. að utan, fokhelt að innan. Einnig er hægt að fá húsið lengra komið. Áhv. 6 millj. húsbréf með 5% vöxtum. Verð 9,1 millj. - Farðu strax að skoða! Húsið er opið. Morgunblaðið/Kristinn Þingið sett UM 850 lyfjafræðingar frá Norðurlöndunum sækja nú þing í Háskólabíói. Þetta er fjölmennasta þing norrænna lyfjafræðinga, sem haldið hefur verið. Birkihvammur 11 og 11 a - Kóp. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, VIÐAR FRIÐRIKSSON, ; LÖGG. FASTEIGNASALI, HEIMASÍMI 27072. 29077 Lausar íbúðir: ÞJÓNUSTUÍBÚÐiR ELDRI l Stofuíbúö aö Fannborg 8 (Miðbæ Kópavogs) 2ja herb. íbúö aö Fannborg 8 (Yfirbyggt bílastæði) 1 3ja herb. íbúö viö Kópavogsbraut Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Eyðublöð fást á skrifstofunni að Kópavogsbraut 1. | Uppl. í síma 604100 virka daga kl. 8.00 -16.00. | Viötöl og upplýsingar um valkosti eldri borgara í húsnæðismálum mánudaga og miðvikudaga. I I L -----, • Öryggisvakt allan sólarhringinn • Heitur matur alla daga • Þjónustukjarni með fjölbreytta þjónustu • Viðhald húsnœðis annast Sunnuhtíðarsamtökin • Sunnuhlíðarsamtökin annast rekstur hjúkrunar- heimilis, dagvistar og íbúða fyrir eídri borgara 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmdastjóri KRISTJÁN KRISTJÁNSS0N, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Rúmgott einbhús - hagkvæm skipti Nýl. timburh. m. innb. bílsk. á glæsil. útsýnisstað í Seljahverfi. Eigna- skipti mögul. Góð lán áhv. Mjög góð kjör. Á góðu verði við Álfheima sóirík 3ja herb. íb. 85,3 fm á 1. hæð. Sérþvaðstaða. Sólsvalir. Geymsla í kj. Húsið er nýsprunguþétt. Verð aðeins kr. 6,3 millj. Lítil séríb. - stór bílskúr Einstaklíb. 2ja herb. tæpir 50 fm nettó á jarðh./kj. v. Laugarnesveg. Mjög góð. Sérinng. Sérhiti. Góð sér geymsla. Stór og góður bílsk. (vinnuhúsnæði) 49,8 fm. Verð aöeins kr. 4,5 millj. Góðar fbúðir á góðum kjörum 2ja herb. suðuríb. á 2. hæð v. Hraunbæ 53 fm. Sólsvalir. Útsýni. 40 ára húsnlán 3,1 millj. Tilboð óskast. 2ja herb. íb. á 7. hæð 63,6 fm i lyftuh. v. Kríuhóla. Ágæt nýstandsett sameign. Yfirbyggðar svalir. Fráb. útsýni. Tilboð óskast. Á söluskrá óskast góð 3ja-4ra herb. íb. í borginni í skiptum f. glæsil.' sérhæð í nágr. Vesturbæjarskóla. Óvenju hagst. greiðslukjör. Ennfremur óskast eignir í gamla bænum. Mega þarfn. standsetn. Syðst við Birkimel sólrík íb. á 3. hæð um 80 fm. Góð sameign. Vins. staður. Tilb. óskast. • • • Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýs- ingar. Opið á laugardögum. Norrænt þing um lyfjafræði Fjölmennasta þing fráupphafi FJÖLMENNASTA norræna lyfja- fræðiþing, sem hefur verið haldið var sett í Háskólabíói á mánudag. Þingið sækja um 850 lyfjafræðingar frá Norðurlöndunum en þema þess er „Fagmennska í lyfjafræði." Guð- björg Edda Eggertsdóttir, forseti þingsins, segir að þemað vísi. til þess að starf lyfjafræðinga, sé að færast frá því að afgreiða lyf yfir í alhliða þjónustu. „Til að mynda var Dr. Jo Asvall, forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO, með mjög áhugaverðan fyrir- lestur, þar sem hann hvatti apótek til að taka upp þjónustu við reyk- ingafólk, þ.e. að bjóða fólki, sem vill hætta að reykja, upp á nám- skeið. Hann taldi að það væri eitt brýnasta verkefni í heilbrigðisþjón- ustunnni í dag af því að reykingar væru stærsta heilbrigðisvandamálið í Evrópu,“ segir Guðbjörg Edda. Leyft að auglýsa lyf Með tilkomu EES-samningsins mun lyfjamarkaðurinn breytast töluvert hér á landi. Til dæmis má auglýsa þau lyf, sem ekki þarfnast lyfseðils, frá og með næstu mánað- armótum. Þá verður því smám sam- an á næstu fimm árum komið í framkvæmd að ítarlegur upplýs- ingaseðill fylgi með öllum lyfjum þegar þau eru afhent. Frá 1. nóvem- ber 1995 geta allir lyfjafræðingar opnað apótek með samþykki við- komandi sveitarfélags. Umhverfi lyfjafræðinga mun því breytast umtalsvert á næstu árum að mati Guðbjargar Eddu og sú staðreynd einkennir þetta þing. Þinginu lýkur í dag, miðvikudag. Eignahöllin Suóurlandsbraut 20, 3. hæó. Síml 68 OO 57 Við Laugardalinn Parh. með tveimur íb. og bílsk. Aðalíb. 168 fm og minni íb. 54 fm á jarðh. með sérinng. Bílsk. 36 fm. Verð um 15 millj. Makaskipti mögul. og jafnvel sala í tvennu lagi. Smáíbúðahverfi Efri sérh. ca Í00 fm á rólegum stað við Hæðagarð. Yfirbygginga- réttur. Vel umgengin íb. Laus fljótt. Verð um 8 millj. Við Maríubakka 100 fm 3ja-4ra herb. íb. með miklu útsýni á besta stað í Bökkun- um. Stórar svalir. Mjög stór geymsla í kj. Ekkert áhv. Verð um 7 millj. Sérhæð í Garðabæ Neðri hæð, jarðh. í tvíbýlish. við Hæöabyggð. Stærð 230 fm sem skiptast í tvær íb. hvor með sérinng. Áhv. Byggsj. og húsbr. ca 4,8 millj. Makaskipti vel mögul. Eign sem gefur ýmsa mögul. Fossvogur 3ja-4ra herb. íb. á miðhæð (2. hæð) í góðu húsi við Kelduland. Falleg sameign. Stórar sólsvalir. Laus nú þegar. Gott verð. Ekk- ert áhv. Góð fjárfesting. Ásbraut - Kóp. - með bflskúr 4ra herb. vönduð íbúð á efstu hæð með sérinng. af svölum. Glæsil. útsýni. Stór bílsk. með öllum lögnum fylgir. Verðmæt sameign. Vel byggt hús á góðum stað. Áhv. Byggsj. ca 2,5 millj. Laus eftir samkomul. Makaskiptu mögul. Árbæjarhverfi - Kvíslar Nýl. stórt raðh. með góðu útsýni. Tvennar svalir. Fallegur arinn. Stór bílskúr. Glæsil. hús fyrir stóra fjölskyldu á góðum stað. Skipti á minni eign (sérh.) koma til greina. Leitum að Verslunarhúsnæði í Reykjavík. .Ýmislegt kemur til greina. Einnig vantar sórbýli í Garðabæ. Raðh. og/eða hæðir. Sigurður S. Wiium, sölustj. heimas. 627788. Nýir tím- ar í lyfja- fræði LYFJAFRÆÐINGAR standa á tímamótum. Áherslan í starfi þeirra er að færast frá því að selja eingöngu lyf, í að selja lyfjameðferðir. Þetta segir Nils-Olof Strandqvist, forseti FIP, alþjóða- samtaka lyfjafræð- inga. í FIP eru 75 aðild- arfélög frá 55 löndum með samtals um 300 þús- und lyfja- fræðingum innanborðs. Nils-Olof er sérstakur gestur á Norræna lyfjafræðiþinginu, sem nú er haldið í Háskóla- bíói. Hann fjallaði þar um þá þróun, sem mun eiga sér stað innan lyfjafræðinnar fram að aldamótum. Undanfarin ár hefur sú þróun átt sér stað um allan heim að fleiri og fleiri lyf er hægt að fá án lyfseðla. Þetta hefur gerst í kjölfar sparnaðar í heilbrigðis- kerfinu en lyf, sem hægt er að fá án lyfseðils, þarf síður að niðurgreiða. Samfara þessu hef- ur fólk því orðið að reiða sig í auknum mæli á ráðgjöf lyfja- fræðinganna í apótekunum. „Það er mjög mikilvægt," segir Nils-Olof Strandqvist, „ að öll lönd, þar á meðal Norður- löndin, setjist niður og ræði við yfirvöld hvernig best er hægt að nýta krafta lyfjafræðinga í heilbrigðiskerfinu. Þar á ég við hvernig lyfjafræðingar geti ráð- lagt sjúklingum en ekki bara selt þeim lyf í þeim tilgangi að græða peninga. Lyfjafræðingar eru alltaf til staðar. Það þarf ekki að bóka tíma fyrirfram, maður einfaldlega gengur inn í apótekið, spyr spurninga og fær svör.“ Heilsa mikils fjölda í veði Stefnumótandi áætlanir á sviði lyfjafræðinnar fara fram á mun víðari alþjóðlegum grund- velli en innan ESB. Þess vegna telur Nils-Olof aðspurður að það muni ekki hafa áhrif á ísland á þessu sviði að standa utan ESB. Auk þess muni ísland taka upp reglur ESB í gegnum EES. Það er áætlað að sögn Nils- Olof að um 20% til 25% af inn- lögnum á sjúkrahús komi til af rangri lyfjanotkun fólks. Heilsa fjölda fólks og miklir fjármunir eru því í húfí að lyfjameðferð heppnist. Lyfjafræðingar verða því að mati hans að fá að fylgj- ast með lyfjameðferð sjúklinga °g fylgja henni eftir allt frá upphafi og til loka hennar. Þeir verða, segir hann, að fá tæki- færi til að grípa inn í ef of lítið af lyfjunum eru tekin, of mikið eða ef lyfin virka ekki á sjúkling- inn. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.