Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tjón varð á þremur húsum þegar kaldavatnsæð fór í sundur í Fossvogi í fyrrinótt Vaknaði við vatnsnið KALDAVATNSHEIMÆÐ að rað- húsi við Hulduland í Fossvogi fór í sundur í fyrrinótt og flæddi inn á neðstu hæð í þremur íbúðum og hlaust nokkurt tjón af. Jón Hró- bjartsson íbúi í Huldulandi 2 sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði vaknað við vatnsniðinn og í fyrstu talið að um rennsli úr sturtu væri að ræða, en þegar hann fór að gæta að kom í ljós að allt var á floti á neðstu hæð hússins sem byggt er á pöllum. ÖIl gólfefni eyðilögðust og skemmdir urðu á tréverki og húsgögnum. Jón sagði að vatnsstrókur hefði staðið upp úr niðurfalli fyrir utan húsið, og þegar slökkviliðið var kvatt á vettvang um fimmleytið um morguninn hefðu dælur sem þeir höfðu meðferðis ekki haft undan vatnsflaumnum. Starfs- Gólfefni eyðilögðust og tréverk og hús- gögn skemmdust menn Vatnsveitunnar voru kallað- ir á staðinn og lokuðu þeir fyrir vatnsæðina og var þá hægt að dæla vatninu í burtu. Vatnið óhreint Jón sagði að mikil óhreinindi hefðu verið í vatninu og hefði hann í fyrstu talið að um skolp væri að ræða. Hann sagði að litlu hefði mátt muna að vatnið kæmist upp á aðalhæð hússins en tvö þrep eru upp á hana af neðstu hæðinni. „Ég hélt fyrst að það læki úr sturtunni en fannst þó að bergmái- ið sem heyrðist gæfí til kynna að eitthvað meira væri á seyði. Það kom svo í ljós að svo var og má því segja að maður hafí vaknað upp við vondan draum,“ sagði hann. Hreyfing á jarðvegi Pétur Kristjánsson hjá Vatns- veitunni sagði að heimæð hefði farið í sundur fyrir utan raðhúsið og regnvatnslögn hefði einhverra hluta vegna ekki náð að leiða vatn- ið frá húsinu og það því flætt inn. Hann sagði að þar sem nokkur hreyfing væri á jarðvegi í Fossvog- inum hefði komið fyrir að heimæð- ar hefðu farið í sundur eða þær dregist úr tengjum við inntakið í húsin. Starfsmenn Vatnsveitunnar unnu að viðgerð bilunarinnar í gær. Morgunblaðið/Sverrir Tryggingam enn að störfum STARFSMENN frá Sjóvá-AImennum kanna skemmdir sem urðu af völdum vatnsflóðsins í raðhúsinu við Hulduland í gærmorgun. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓLASVEINARNIR brugðu ekki vana sínum og klifruðu upp á þak Nýja kökuhússins og sungu þar fyrir börn og fullorðna. Mannflöldi fagnar jólasveinum JÓLASVEINARNIR undir for- ystu Askasleikis brugðu ekki út af gömlum vana á sunnudag og tróðu uppi á þaki Nýja köku- hússins við Austurvöll, eftir að kveikt var á jólatréi því sem Oslóarbúar færa Reykvíkingum að gjöf. Sögðu jólasveinamir kynjasögur af sjálfum sér og sungu jólalög, sem börn í áheyr- endahóp kunnu yfirleitt vel að meta. Mikill mannfjöldi safnað- ist saman á Austurvelli á sunnu- dag til að fylgjast með þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, veitti jólatrénu formlega viðtöku úr hendi varaborgarstjóra Óslóar- borgar, og áætlaði lögreglan að þar hefðu verið á milli 4.000 og 5.000 manns. Lögreglan segir að þessi mannsöfnuður sé með mesta móti, samanborið við fyrri ár. MANNSÖFNUÐUR við Austurvöll var með mesta móti og hundr- uð barna sátu þar á öxlum foreldra sinna drjúgan hluta dagsins. Framkvæmastj óri VSÍ segir aðgerðir væntanlega liðka fyrir samningaviðræðum Efasemdir um fram- lengingu hátekjuskatts ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri' VSÍ, kveðst ganga út frá því að boðaðar aðgerðir ríkis- stjórnar muni liðka fyrir samninga- viðræðum, þar sem þær teygi sig langt í að fylgja óskum verkalýðs- forystunnar. Gangi það eftir, fínn- ist vinnuveitendum fengur að þess- ari stefnumörkun ríkisstjórnarinn- ar. Vinnuveitendur hafi hins vegar afar miklar efasemdir um að efnis- leg rök séu fyrir framlengingu há- tekjuskatts, sem örvi áreiðanlega ekki bætt skattskil og sé stílbrot á núverandi skattkerfi. Því sé fram- lenging hans vonbrigði. „Ríkið hefur tekið afgerandi for- ystu í mótun kjarastefnu í samning- um við eigin starfsmenn og yfirlýs- ingum ráðamanna. Við göngum út frá því að þessa sjái fyrst stað í samningum ríkisins við eigin starfsmenn," segir Þórarinn. „Við treystum því hins vegar að ríkis- stjórnin hviki hvergi frá þeirri stefnu sem mörkuð er í fjárlaga- frumvarpinu, og miðast að því að raungengi hækki ekki hérlendis á næsta ári, eða að ekki verði staðið að skerðingu á samkeppnisskilyrð- um eða öðru því sem getur hamlað hér vexti eða innleitt verðbólgu. Án þess að við höfum séð neinar tölur í þá veru, liggur fyrir að þess- ar aðgerðir muni auka halla ríkis- sjóðs. Okkar mat hefur verið að hallinn á fjármálum hins opinbera, þ.e. rlkis og sveitarfélaga, sé nú þegar hættulega mikill og ekki væri skynsamlegt að auka þar verulega við.“ Ekkert samráð Þórarinn segir að í fyrirhugaðri álagningu íjármagnstekjuskatts skipti mestu hvernig að honum verði staðið, bæði varðandi fjár- hæðir og það kerfi sem skattheimt- unni verði valið. „Við höfum auðvit- að fyrst og fremst áhyggjur af því, áð skattkerfisbreytingar á þessu sviði, geti leitt til vaxtahækk- anna og geti ýtt undir fjárflótta úr landi, en frá og með næstu ára- mótum verður ástandið miklu við- kvæmara í því efni en áður hefur verið. Því skiptir höfuðmáli hvemig staðið verður að þessum þáttum, og að því marki sem forystumenn stjómarflokkanna hafa tjáð sig um form málsins, er það í samræmi við þær hugmyndir og áherslur sem við höfum sett fram,“ segir Þórarinn. Hann kveðst á þeirri skoðun að óvenjulega sé staðið að stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar að því leyti að ekkert samráð hafi verið haft við aðila vinnumarkaðarins. Vinnuveitendasambandið hafi t.d. tekið undir þau sjónarmið, að æski- legt sé að iðgjaldsgreiðslur til líf- eyrissjóða séu undanþegnar tekju- skatti, og gera nauðsynlegar breyt- ingar á skattkerfinu til samræmis við það. Þetta myndi styrkja lífeyr- issjóðakerfíð á skynsamlegan hátt og þá sérstaklega uppbyggingu innlends spamaðar innan þess- „Ríkisstjórnin fer hina leiðina og tekur hluta af greiðslum út úr líf- eyrissjóðum og hyggst gera þær skattlausar, er miðar alls ekki að sama marki og hugmyndir þær sem við aðhyllumst, en er sjálfsagt fljót- virkari og einfaldari aðgerð. Ég er því sammála efasemdarmönnum í hópi verkalýðsforystu, um að þessi aðgerð leysi engan veginn þau vandamál sem þar em nú uppi.“ Forsetí ASI segir lítið kjöt á beinum yfirlýsingar „Greina má jákvæðan tón“ BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, kveðst telja lítið kjöt á beinum þeirr- ar yfirlýsingar sem ríkisstjómin sendi frá sér um helgina. Hið bita- stæðasta hafi komið fram áður, svo sem hugmyndir um átak í vegamál- uin sem forsætisráðherra hafi kynnt á Alþingi fyrir allmörgum vikum, og kveðst Benedikt ekki sjá neitt nýtt þar á ferð. Greina megi þó breytingu á tóntegund í máli ríkis- stjórnar. „Út af fyrir sig má segja að tónn- inn í þessum hugmyndum sé já- kvæður, sem er eiginlega það já- kvæðasta sem hægt er að segja um þær. Þetta útspil af hálfu ríkis- stjórnarinnar segir að hún vilji gjaman koma á viðræðum um breytingar í ríkisfjármálum með jákvæðum huga. Ég vil ekki af- •greiða það sem leikararskap og vil halda að ríkisstjórnin sé að koma til móts við þá gagnrýni sem við settum fram þegar fjárlagafmm- varpið birtist, en það olli okkur miklum vonbrigðum sökum þess að þar var gengið til baka í mörgum þeim málum sem við höfum fjallað um á þessu ári og því seinasta. Afturköllun á niðurfellingu hátekju- skatts er til marks um þetta, þótt hún sé ekki hugsuð til frambúðar og heldur er dregið úr áhrifum há- tekjuskattsins," segir Benedikt. Ekki veigamikið í samningum Hugmyndir ríkisstjórnar í skatta- málum segir Benedikt vera fyrir- heit sem bindi hendur næstu ríkis- stjórnar og um samskonar yfírlýs- ingu sé að ræða og ríkisstjórnin hafi sent frá sér í upphafi valdatíma síns. Hann kveðst sérstaklega telja einn lið í yfirlýsingu ríkisstjórnar út í hött, eða hugmyndir um afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna og kallar þær „marklaus skrípalæti". „Einhver spekingur í fjármála- ráðuneytinu lét hafa eftir sér að kæmu þessar ráðstafanir til fram- kvæmda mætti meta þær til 4% launahækkunar,“ segir hann. „Eg sé ekki að launaumslög launþega þyngist mikið um áramót við sams- konar yfirlýsingu og gefin var fyrir þremur eða fjórum árum sem ætti að koma til framkvæmda einhvern tímann í tíð næstu ríkisstjórnar. Að mínu mati er um ótrúverðugan orðaleik að ræða. Ég held að þessi endurtekning á eldri yfirlýsingum muni skipta ákaflega litlu máli í komandi samningaviðræðum laun- þega og vinnuveitenda." Forysta ASÍ fundaði í gær með formönnum landssambanda ASI og verður þeim fundarhöldum fram haldið á morgun, þar sem yfirlýsing ríkisstjórnar er eitt umræðuefna að sögn Benedikts. Hann kveðst jafn- framt gera ráð fyrir að hagfræðing- ar ASI muni yfirfara tillögurnar til að leita einhvers í þeim er jafngildi prósentuhækkunum á launum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.