Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 FRÉTTIR Handtekinn fyrir ab vera meö þorsk r Gri^AO SJD---9J' Mundu nú að passa þig á helvítis þorskinum, Gvendur. Áform um að fækka hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Stjórn Félags eldri borgara mótmælir Morgunblaðið/Árni Sæberg FÉLAG eldri borgara í Reykjavík mótmælir áformum um fækk- un hjúkrunarrýma vegna brýnnar þarfar í borginni. Frá vinstri: Guðríður Ólafsdóttir, framkvæmdasljóri FEB, Páll Gíslason formaður og Bergsteinn Sigurðarson, meðstjórnandi. STJÓRN Félags eldri borgara í Reykjavík mótmælir harðlega áætl- unum um að fækka hjúkrunarrýmum fyrir aldraða með fyrirhuguðum lok- unum hjúkrunardeilda á Hvítabandi, í Hafnarbúðum og í B-álmu Borgar- spítalans og með flutningi sjúklinga af hjúkrunardeild Heilsuvemdar- stöðvarinnar yfir á Grensásdeild Borgarspítalans. í ályktuninni segir að á Hvíta- bandi og í Hafnarbúðum dvelji að jafnaði 45 sjúklingar með mikla hjúkrunarþyngd. Einnig að ráðgert sé að flytja þá sjúklinga á tvær nýj- ar deildir á Landakoti, sem rúmi allt að 40 sjúklinga, og þar eigi einnig að koma fyrir 15 sjúklingum vegna lokunar deildar í B-álmu Borgarspít- alans. 196 í brýnni þörf Þá segir að Reykvíkingar megi ekki við fækkun um 20 hjúkrunar- rúm. Samkvæmt vistunarmati hafi ÞAÐ ER rangt að fækka eigi hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir Sigfús Jónsson, formaður bráðabirgða- stjómar sjúkrahússins. Sigfús segir, að hið sanna í málinu sé eftirfarandi. Ákveðið hefur verið, eftir að um 40 m. kr. framlag fékkst úr framkvæmdastjóri aldraðra, að innrétta tvær deildir á Landakoti 2A og 3B. Önnur deildin verður rekin sem 18 rúma öldrunarlækningadeild og þangað fluttir 14 sjúklingar af deild B-4 á Borgarspítala. Hin deild- in verður rekin sem 22 rúma hjúkr- unardeild og þangað fluttir rúmlega 196 einstaklingar verið í brýnni þörf fyrir að komast í hjúkrunarrými, aldraðir sjúklingar sem ekki sé leng- ur hægt að veita viðunandi hjúkrun ogþjónustu í heimahúsum. Á blaðamannafundi, þar sem 20 hjúkrunarsjúklingar úr Hafnar- búðum. Með þessari aðgerð er rúm- um_ fjölgað um 4-5. Ákveðið var á fundi bráðabirgða- stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur þann 24. febrúar sl. að flytja sjúkl- inga af Heilsuvemdarstöð á Grensás- deild en sú ákvörðun er nú til endur- skoðunar hjá stjórninni. Á sama fundi var ákveðið að kanna m.a. flutning sjúklinga frá Hvítabandi í Heilsuvemdarstöð síðar á árinu. Með því er einungis verið að kanna flutn- ing á rúmum milli húsa til að auka hagkvæmni í rekstri en ekki verið að ræða um breytingu á fjölda rýma. ályktunin var kynnt, kom fram að félagið telur brýnasta verkefnið í heilsugæslu eldra fólks í Reykjavík fjölgun hjúkrunarrúma. Félagið leggur ríka áherslu á að nú þegar verði hafist handa um byggingu hjúkrunarheimilis í Suður-Mjódd, sem lengi hafi verið á dagskrá, og að hægt verði að taka það í notkun fyrir árslok 1996. Auka þarf heimaþjónustu í greinargerð með áðurnefndri ályktun kemur fram að talið sé að þörf sé fyrir 630 dvalarrými í Reykja- vík. 368 dvalarrými séu til staðar og því vanti 262. 709 hjúkrunarrými séu til i borginni en þörfin metin 959 og því skorti 250. „Augljóst er af samanburði við önnur Iönd að við gætum aukið heimaþjónustu og létt nokkuð af þrýstingi á biðlista, en jafnframt er ljóst að ekki verður komist hjá því að lokum, að veita meiri hjúkrun og aðhlynningu en hægt er að veita heim og þá með vistun á hjúkrunar- heimili. Ástand mála í Reykjavík er þvílíkt að ekki er hægt að fækka hjúkrunar- rýmum og láta sparnaðarráðstafanir bitna í slíkum mæli á þessari þjón- ustu við aldraða borgara," segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Hjúkrunarrúmum fækkar ekki, að sögn stj órnarformanns Öfærð í Húnaþingi Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson STEFÁN Gíslason, einn fjórtán flutningabílstjóra, sem teppt- ust í bílum sínum milli Hvammstanga og Blönduóss. Flutningalest tepptí lVí sólarhring FJÓRTÁN vöruflutningabílar voru tepptir í Línakradal milli Hvammstanga og Blönduóss frá aðfaranótt fímmtu- dags fram á sunnudag. Bílstjórar þeirra voru sóttir á snjóbíl björg- unarsveitarinnar Káraborgar á Hvammstanga og komu þeir á Vertshúsið á Hvammstanga um kl. 15 á föstudag. Morgunblaðið fékk viðtal við bílstjórana, þegar þeir höfðu nærst og náð áttum. Bílarnir voru á tveim stöðum, við Vatnshorn austan undir Vatnsnesfjalli og einnig við Stór- hól á Hrísahálsi. Tíu bifreiðir voru að koma að sunnan, vöru- flutningabifreiðar og einn olíu- bíll, en fjórir gámaflutningabílar voru á suðurleið. Þeir komu allir á svæðið um kl. 2 aðfaranótt fimmtudags og voru ökumennirn- ir því búnir að vera tepptir í bílum sínum í einn og hálfan sólar- hring. Björgunarsveitin á Hvammstanga reyndi að nálgast þá síðdegis á fimmtudag, en varð að hætta við vegna óveðurs. Höfðu bílarnir samband við Hjálparsveit skáta á Blönduósi og fóru frá þeim tveir sérbúnir bílár, jeppi og sendibíll, en kom- ust ekki alla leið vegna óveðurs og ófærðar. í annarri tilraun Hvammstangasveitarinnar náðist til iestarinnar, sem fyrr segir. Bílstjórarnir lýstu ástandinu á þá leið, að þeir hefðu átt von á að Vegagerð ríkisins myndi opna veginn á fimmtudagsmorgun, eins og áætlun væri. Veðrið að- faranótt fimmtudags hefði verið slæmt og höfðu þeir tafist um klukkustund í ófærðinni vegna jeppabifreiðar sem var þarna á ferð. Sá tími hafi skipt sköpum um áframhald. Á fimmtudagsmorg- un hafi verið skaplegt allt til kl. 10, en veðurspá slæm. Þeir voru í sambandi við Vegagerðina á Hvammstanga, sem sér um þenn- an hluta hringvegarins, en svörin hafi verið á þá leið að ekki yrði opnað að svo stöddu. Þegar leið á fimmtudagsmorguninn brast á kolvitlaust veður, sem stóð fram á laugardag. Bílunum var lagt þétt, þannig að nokkurt skjól myndaðist fyrir flesta. Þegar bíl- arnir voru yfirgefnir voru aliir olíulitlir, sumir frá í gær. Sumir eru með kæli-/hitakerfí á flutn- ingakössunum sem tengdir eru aðalvél bílanna. Slík kerfi þurfa talsverða orku, þannig að veruleg eldsneytiseyðsla verður þótt bif- reiðin sé kyrr. Þá voru bílarnir mjög klammaðir, frosinn stýris- gangur og olíukerfi og á sumum var kominn snjór í lofthreinsara. Farmur bílanna var marg- breytilegur, ferskur fiskur, sem átti að fara með flugfragt til út- landa, ávextir og grænmeti, t.d. 5 tonn á einum bíl frá Sauðár- króki, málning, vörulager í versl- un, sem átti að opna á Akureyri á laugardag, matvörulager á Húsavík, kísilgúr, sem átti að ná skipsflutningi í Reykjavík, spil í fiskiskip og svo mætti Lengi telja. í máli bílstjóranna kom fram, að kröfur til flutningsaðila hafi breyst mjög á örfáum árum. Flutningar á ferskum físki eru mjög miklir, bæði milli löndunar- hafna og fiskvinnslustöðva og ekki síst flutningur á flughöfn í Keflavík. Þar má nánast engu skeika. Þá hafa verslanir á lands- byggðinni breytt mjög innkaupa- venjum sínum og í sumum tilfell- um eigi verslanir sinn vörulager á flutningabílum. Nefnt var í þessu sambandi Hagkaup á Ak- ureyri og einnig verslanir á Húsa- vík. Umbúðir vöru, t.d. ávaxta 0g grænmetis, hafi einnig breyst, þannig að varan sé nú mun við- kvæmari fyrir hitabreytingum. Bílstjórarnir voru þungorðir í garð Vegagerðarinnar og sögðu stjórnun snjómoksturs ekki vera í takt við tímann. Nefndu þeir sem dæmi að‘ gámaflutningabíll greiddi 39 krónur á kílómetra í þungaskatt, sem rynni beint til VR. Fullyrtu þeir, að 70 af hund- raði þungaskatts kæmi frá vöruflutninga- og fólksflutningabifreið- um. Ein ferð milli Reykjavíkur og Akur- eyrar báðar leiðir væri um 1.000 km, þannig mætti segja að þessi bílalest greiddi um 550 þúsund krónur beint til VR fyrir utan öll önnur gjöld af rekstrin- um. Hlytu þeir að gera kröfu til að fá þjónustu eftir bestu föng- um. Ljóst væri, að þeir sem sjálf- stæðir atvinnurekendur eða þeirra vinnuveitendur yrðu fyrir verulegum bótakröfum vegna skemmda á farmi og einnig tap- aðist dýrmætur tími sem færi í töf sem þessa. Bæta þyrfti sam- skipti Vegagerðarinnar og flutn- ingaaðila. Koma mætti skilaboð- um um breytilega opnun í gegn- um flutningamiðstöðvar og auð- velda þannig flutningsaðilum að taka ákvarðanir um ferðir í tilfell- um sem þessum. Snjómokstur úr takti við tímann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.