Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 11
Rætt um framtíð
öldrunarþj ónustu
Morgunblaðið/Kristinn
FRÁ ráðstefnu um öldrunarþjónustu sem var haldin á Hótel
Loftleiðum á föstudaginn. Félag sljórnenda í öldrunarþjónustu,
Félag íslenskra öldrunarlækna, Samband íslenskra sveitarfé-
laga, Oldrunarfræðifélag Islands og Oldrunarráð íslands stóðu
fyrir ráðstefnunni.
RÁÐSTEFNA um öldrunarþjón-
ustu var haldin á Hótel Loftleiðum
á föstudaginn, með þátttöku full-
trúa stjórnmálaflokka. Þátttak-
endur í pallborðsumræðum voru
Ásta B. Þorsteinsdóttir, Alþýðu-
flokki, Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, Þjóðvaka, Guðrún Helga-
dóttir, Alþýðubandalagi, og Guð-
mundur Hallvarðsson, Sjálfstæðis-
flokki.
Mannsæmandi líf
Ásgeir Jóhannesson, formaður
Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópa-
vogi og samstarfsnefndar um
málefni aldraðra, vakti athygli á
að þeir sem voru á aldrinum 50-59
ára fyrir sjö árum ættu hundrað
milljarða króna samkvæmt skatt-
framtali. „Þetta fólk er 57-66 ára
í dag. Fólk í fyrsta árganginum
verður löggild gamalmenni eftir
eitt ár og kemur með tíu milljarða
meðferðis. Það koma því hundrað
milljarðar á næstu tíu árum í eign-
um í öldrunargeirann.
Ég spyr þetta góða fólk sem
hér situr hvaða framtíðarsýn það
hafi fyrir þetta fólk á næstu tíu
árum? Hvernig á það að njóta lífs-
ins fyrir sínar eignir? Hvernig
verður þjónustan? Ég nefni að 75%
fólks 65 ára og eldri fyrir tveimur
árum bjuggu í eigin húsnæði,.25%
þarf að hjálpa og þar koma lífeyr-
19,9% treysta
Davíð best
til að
jafna kjör
SAMKVÆMT niðurstöðum könn-
unar sem Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands gerði fyrir viku-
blaðið Þjóðvaka treysta 19,9% að-
spurðra Davíð Oddssyni best til
að jafna lífskjörin á íslandi og
19,8% sögðust treysta Jóhönnu
Sigurðardóttur best til þess.
I könnuninni var spurt hveijum
af eftirtöldum stjórnmálaleiðtog-
um viðkomandi treysti best til að
jafna lífskjörin á íslandi. 19,9%
sögðust treysta Davíð Oddssyni
best, 19,8% Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, 15,6% Halldóri Ásgrímssyni,
6,3% Ólafi Ragnari Grímssyni,
5,9% Kristínu Ástgeirsdóttur og
3,3% Jóni Baldvini Hannibalssyni.
10,2% sögðust ekki treysta neinum
þessara, 5,9% neituðu að svara og
13,7% sögðust ekki vita hveijum
þeir treystu best.
Könnun Félagsvísindastofnunar
var gerð dagana 2.-6. mars síðast-
liðin og var stuðst við slembiúrtak
úr þjóðskrá sem náði til 1.200
manna á aldrinum 18-75 ára af
öllu landinu. Viðtölin fóru fram í
gegnum síma og alls fengust svör
frá 860 af þeim 1.200 sem komu
í úrtakið, en það er 71,7% svarhlut-
fall.
issjóðirnir til. Það þarf að gera
þessu fólki kleift að lifa mann-
sæmandi lífi og með reisn.“
Guðrún Helgadóttir nefndi í
svari sínu, líkt og Ásta Ragnheið-
ur, að hennar flokkur vildi sveigj-
anleg starfslok. Einnig að fólk fái
að dvelja á eigin heimili eins lengi
og kostur sé og fái aðstoð við
það. „Við viljum jafnframt hafa
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, leggur til að
reglum um skattafslátt vegna
hlutabréfakaupa verði breytt á þann
veg að draga megi slík kaup frá
skatti mánaðarlega. Ennfremur að
sá afsláttur aukist ef lífeyrissjóður
viðkomandi taki þátt í kaupunum.
„Við framsóknarmenn teljum að
það sé meginviðfangsefni næstu
ríkisstjórnar að örva fjárfestingu
og efla atvinnulífið og við sjáum
ekki að það verði gert nema með
þátttöku almennings, lífeyrissjóða
og fjárfestingu erlendra aðila,“
sagði Halldór.
Þátttaka lífeyrissjóðs
„Eitt af því sem við teljum að
þurfi að gera er að breyta þessum
afslætti. Það muni virka betur ef
fólk getur dregið frá ákveðna fjár-
hæð mánaðarlega. Jafnframt höf-
um við viðrað þá hugmynd að ef
lífeyrissjóður viðkomandi aðila legði
fram á móti þá fengi launþeginn
meiri skattafslátt. Við erum ekki
að tala um að lífeyrissjóðirnir fari
sjúkrastofnanir og hjúkrunar-
heimili fyrir þá sem þess þurfa og
mótmælum harðlega meðferð á
borð við þá sem nefnd hefur verið
að loka Hafnarbúðum þar sem
fólk hefur búið árum saman með
sama starfsfólkinu. Einnig höfum
við mótmælt harðlega niðurskurði
í sjúkrahúsum Reykjavíkur, sem
hefur ekkert sparað. Við viljum
að leggja í fyrir-
tæki nema þeir
telji þau traust og
það verður að vera
þeirra mat,“ segir
Halldór.
Áskrift að
hlutabréfum
í sínu fyrirtæki
Halldór nefnir til
útskýringar að
með sama hætti og einstaklingar
séu nú áskrifendur að spariskírtein-
um ríkissjóðs þá geti þeir orðið
áskrifendur að hlutabréfum í fyrir-
tækjum mánaðarlega, til dæmis í
því fyrirtæki sem þeir vinna hjá og
greitt þá minni staðgreiðsluskatt
fyrir vikið. Þegar hann er spurður
hvort ekki þurfi að vera einhver
sérstök hvatning fyrir lífeyrissjóð-
ina að taka þátt í þessum hluta-
bréfakaupum sem veita myndu ein-
stakiingnum skattafslátt, svarar
hann: „Lífeyrissjóðirnir hljóta auð-
vitað að vilja standa með sfnu fóiki.“
Kjósendur
góðir!
STJÓRNMÁLABÁRÁTTAN tekur
á sig nýjan svip nú þegar nær
dregur kosningum. Frambjóðend-
ur kynna stefnumál sín og reyna
að vinna hylli kjósenda. Óveður
og ófærð hafa truflað ferðalög
frambjóðenda líkt og annarra
landsmanna. Þrátt fyrir torleiði
til lands og sjávar hafa víða verið
haldnir vinnustaðafundir, líkt og
í gær hjá SKYRR þar sem fram-
bjóðandinn Vilhjálmur Þorsteins-
son kynnti stefnu Alþýðuflokks.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
*
Hugmynd Halldórs Asgrímssonar
Mánaðarlegur skatt-
afsláttur vegna
hlutabréfakaupa
að gamalt fólk sé þátttakendur í
samfélaginu.“
Heimahjúkrun eða stofnanir?
Einnig kom fyrirspurn frá Jóni
Björnssyni, félagsmálastjóra
Akureyrarbæjar. Peningar, sem
þyrfti til að byggja upp heimaþjón-
ustukerfi, væru bundnir í stofnun-
unum, bæði í steinsteypu og
rekstri. Því mætti spyija fulltrúa
flokk'anna hvort ætti að byggja
fleiri stofnanir. Ef svo væri ekki
var spurt hvort nota mætti pen-
inga sem annars hefðu farið til
byggingarframkvæmda til að efla
heimaþjónustu.
Í svari sínu sagðist Ásta B.
Þorsteinsdóttir oft hafa velt því
fyrir sér hvort verið væri að taka
tilliti til byggingariðnaðarins með
því að leggja áherslu á nýbygging-
ar og hvers vegna væri jafn erfitt
og raun bæri vitni að skipta um
viðhorf hvað þjónustu við aldraða
varðaði.
Sagði hún að þarfir aldraðra og
fjölskyldna þeirra virtust ekki allt-
af hafa verið haldnar í heiðri. „Ég
vil leggja áherslu á að einkalíf
fólks og sjálfsákvörðunarréttur
séu virt og að virðing fyrir ein-
staklingnum sé höfð í fyrirrúmi,“
segir Ásta og leggur til sambýli
aldraðra, svokölluð stoðbýli og
fámenn heimili í stað stofnana.
„Þar sem hægt er að hafa
heimilisbrag, þar sem einkalífið
ræður ferðinni. Þetta eiga að vera
heimili fólks en ekki vinnustaðir
starfsmanna. Við verðum að fara
að gera okkur grein fyrir því að
eins og málum er háttað eru stofn-
anir vinnustaðir í fyrsta lagi en
heimili fólks í öðru lagi.“
íslensk
Rdðstefna
í Bœndahöllintti við Hagatorg
fimmtudaginn 30. mars nk.
frá kl. 8.30 til 18.00
Bændasamtök íslands í samvinnu við Bændaskólinn á
Hólum, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
Veiðimálastofnun standa fyrir ráðstefnu um málefni
bleikjueldis á íslandi.
Á ráðstefnunni munu ýmsir frumherjar og
framleiðendur í greininni flytja erindi, auk
vísindamanna sem munu kynna helstu niðurstöður
rannsókna sinna. Farið verður yfir þróun greinarinnar
og framtíðarhorfur m.t.t. fyrirgreiðslna banka og
fjármagnsstofnana, bleikjufóðurs, úrvinnslu og
vöruþróunar, markaðsmála og útflutnings.
Verð:
Þátttökugjald er kr. 2.500.
(Ráðstefnugögn og hádegisverður innifalinn).
Sérstök vildarkjör fyrir þá,
sem vilja gista á Hótel Sögu:
Gisting með morgunverði frá kr. 2.600 pr. mann
í eins manns herbergi. Ath! Gistingu þarf að panta
með góðum iyrirvara og geta þess um leið að um
ráðstefnuna „íslensk bleikja ’95“ sé að ræða.
Ráðstefnan er öllum opinl
Skráning þátttakenda er þegar hafin í símum
56 30 300, 56 30 338 og 56 30 308.
ÍSLENSKUR
LANDBÚNAÐUR