Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sex látnir og 3.200 veikir af völdum banvæns gass í Tókýó
• •
Onnur eiturefna-
árásin á tæpu ári
'nl/vn Dnnlnr
Tókýó. Reuter.
TAUGAGAS varð að minnsta kosti sex manns að bana í járnbrautar-
stöðvum í Tókýó í gærmorgun. Um 3.200 manns veiktust af völdum
gassins, þar af 16 alvarlega. Hylkjum með gasinu var komið fyrir á 16
neðanjarðarstöðvum í borginni en ekki er vitað hverjir það gerðu eða
hvers vegna. Þykir málið minna um margt á dauðsföll í annarri jap-
anskri borg fyrir tæpu ári en þá barst eiturgas inn í fjölbýlishús að
nóttu til, varð átta að bana auk þess sem um 200 manns veiktust.
Atburðurinn átti sér stað á há-
annatíma í gærmorgun, um kl. 8
að staðartíma. Fimm hinna látnu
voru vegfarendur á leið til vinnu,
einn var járnbrautastarfsmaður
sem hugðist fjarlægja hylki sem
gasið var í á einni brautarstöðinni.
Gasið lak úr litlum hylkjum á stærð
við nestisbox á sextán jámbrautar-
stöðvum samtímis. Gasið er ósýni-
legt og lyktarlaust.
Að sögn fólks sem leið átti um
brautarstöðvarnar, misstu nokkrir
vegfarendur meðvitund um það
leyti sem hylkjanna varð vart.
Skelfíng greip um sig á sumum
stöðvunum, sem voru þegar rýmd-
ar. Fann fólk sem andaði eiturguf-
unum að sér fljótlega fyrir ógleði,
sjóntmflunum, höfuðverk og önd-
unarerfíðleikum. í gær voru 603 á
sjúkrahúsi og þar af voru 16 mjög
illa haldnir. Aðrir fengu að fara
heim að lokinni meðferð.
Enginn hefur lýst ábyrgðinni á
hendur sér og segir lögreglan úti-
lokað að einn maður hafi verið að
verki eða gaslekinn hafí orðið fýrir
slysni. Segir hún um kaldrifjað
morð að ræða. Nokkrir lestarfar-
þegar kváðust hafa séð grímu-
klædda menn og menn með sólgler-
augu skilja eftir pakka í lestunum.
Einn dropi banvænn
Gasið sem um ræðir er sarin,
taugagas sem þýskir vísindamenn
þróuðu í heimsstyijöldinni síðari.
Notkun þess er bönnuð samkvæmt
Genfarsáttmálanum en talið er að
írakar hafí notað það er þeir frömdu
flöldamorð á Kúrdum árið 1988.
Sarin er baneitrað, einn dropi af því
nægir til að drepa mann en gasið
lamar taugakerfíð. Ekki er til þekkt
lækning við eitrunaráhrifum. Erfítt
er að framleiða sarin og er ekki vit-
að til þess að það sé gert í Japan.
Hins vegar er talið að það hafí ver-
ið framleitt í Mið-Austurlöndum.
Japanskir sérfræðingar sögðu
ólíklegt að árásin hefði verið gerð
af stjórnmálaástæðum þar sem eng-
inn hefði lýst yfír ábyrgð á tilræð-
inu. Þá væri ljóst að í hópnum sem
komið hefði hylkjunum fyrir væru
sérfræðingar í meðferð eiturefna,
þar sem sarin væri afar vandmeð-
farið efni.
Annað tilfelli í júní
í júní sl. létust átta íbúar í borg-
inni Matsumoto á síðasta ári á dul-
arfullan hátt og um 200 manns
veiktust. Síðar kom í ljós að sarin
hafði lekið út á einum stað í borg-
inni og orðið öllu kviku að bana í
100 metra radíus. Á þeim tíma
voru uppi getgátur um að gasið
kynni að hafa lekið úr tönkum sem
japanski herinn hefði skilið eftir.
Engar sannanir fengust fyrir þessu.
Jón Magnús Kristjánsson, sölu-
stjóri SH í Tókýó, fer alla jafna
með lest til vinnu um svipað leyti
og gasið lak úr hylkjunum. Fyrir
tilviljun breyttist áætlun hans, svo
að hann átti ekki leið um umrædd-
ar brautarstöðvar.
Reuter
EITT fórnarlamba taugagassins, sem komið var fyrir á sextán
brautarstöðvum í Tókýó í gærmorgun, liggur á brautarpalli en
ungur maður, sem hulið hefur vit sín, reynir að koma til hjálpar.
Bandarískar
krabbameins-
rannsóknir
Skemmir
tóbak
litninga?
LÆKNAR við John Hopk-
ins-háskólann í Bandaríkj-
unum telja sig hafa komist
að því hvernig tóbak ýti
undir hættuna á krabba-
meini. Telja þeir að efnið
skaddi ákveðna litninga og
geri það geri illkynja frum-
um auðvelt að fjölga sér.
Við rannsókn á sjúkling-
um með krabbamein í höfði
og hnakka kom í ljós að
tóbak veldur skaða á litn-
ingi er nefnist p53 og vinn-
ur gegn myndun krabba-
meins. Skaðist þessi litn-
ingur eykst hættan á því
að illkynja frumur nái að
fjölga sér og breytast í
æxli.
Greina læknarnir frá
þessu í nýjasta hefti JVew
England Journal ofMedic-
ine. Þetta er í fyrsta skipti
sem læknum tekst að sýna
fram á tengsl tóbaks við
skemmdir á p53.
Þá komustjæknarnir að
því að aukin hætta er á
ferðum hjá þeim sem bæði
reykja tóbak og drekka
áfengi.
Læknarnir skilgreindu
reykingamann sem ein-
stakling er hefði reykt að
minnsta kosti pakka af síg-
arettum á dag í að minnsta
kosti tuttugu ár og
drykkjumann þann er
neytti að minnsta kosti
únsu af sterku áfengi dag-
lega í langan tíma.
Reuter
LIPPONEN tekur við heitri súpu á kosningafundi í Helsinki sl. laugardag. Vegna efnahagserfiðleik-
v anna og vaxandi fátæktar hefur nokkuð verið um slíkar súpugjafir.
Afganistan
Taleban á
undanhaldi
Kabúl. Reuter.
STJÓRNARHER Afganistans hrakti
liðsmenn Taleban-hreyfingarinnar
frá mikilvægri herstöð sunnan við
Kabúl í umfangsmikilli árás á sunnu-
dag. Taleban veitti litla andstöðu.
Liðsmenn hreyfingarinnar hörf-
uðu um 25 km frá herstöðinni og
þetta er annar ósigur hennar á einni
viku. Stjórnarherinn virðist nú hafa
Kabúl og nágrenni algjörlega á valdi
sínu í fyrsta sinn frá því
múslimafylkingarnar tóku við völd-
unum af stjórn kommúnista árið
1992.
Að minnsta kosti 50 Taleban-
menn biðu bana í árásinni og 250
særðust. Stjórnarherinn náði einnig
15 skriðdrekum, nokkrum flug-
skeytabyssum og tveim þyrlum, auk
þess sem 200 manns voru teknir til
fanga.
Taleban-hreyfíngin er einkum
skipuð heittrúuðum námsmönnum.
Mikill vandi bíður nýrr-
ar stj órnar í Finnlandi
Ilelsinki. Reuter.
JAFNAÐARMENN voru sigurvegarar þing-
kosninganna í Finnlandi á sunnudag en stjórnar-
flokkarnir, Miðfiokkur og Hægriflokkur, töpuðu
þingmeirihluta sínum. Það mun því koma í hlut
Paavos Lipponens, leiðtoga jafnaðarmanna, að
mynda nýja stjórn.
Úrslitin voru þau, að jafnaðarmenn fengu
28,3% atkvæða og 63 menn kjörna, bættu við
sig 15. Miðflokkurinn fékk 19,9% og 44 menn,
tapaði 11, og Hægriflokkurinn 17,9%, 39 menn
og tapaði einum. Af öðrum flokkum má nefna,
að Vinstrabandalagið fékk 11,2% og 22 menn;
Sænski þjóðarflokkurinn 5,1% og 11 menn;
Græningjar 6,5% og níu menn; Kristilegir 3%
og sjö menn og Ungfínnar 2,8% og tvo menn.
Þrír flokkar aðrir fengu einn mann hver.
Vonbrigði hjá konum
Finnskar konur urðu fyrir miklum vonbrigðum
með niðurstöðu kosninganna að því leyti, að þær
höfðu gert sér vonir um, að konur yrðu jafnvel
í meirihluta á nýju þingi. Af 200 þingmönnum
náðu þó aðeins 67 konur kjöri eða 10 færri en
í síðustu kosningum.
í Finnlandi hefur ekki verið ríkisstjóm eins
flokks í 80 ár og nú mun koma í hlut Lippon-
ens að leiða næstu samsteypustjórn, Er búist
við, að jafnaðarmenn fari með öðrum hvorum
flokknum, Miðflokki eða Hægriflokki, og frétta-
skýrendur segja, að hvernig sem stjórnin verði
saman sett, muni lítil sem engin breyting verða
á stefnu stjórnvalda í efnahags- og utanríkismál-
um.
Miklir erfiðleikar
Lipponen fær við ærinn vanda að glíma.
Skuldir finnska ríkisins eru gífurlega' miklar og
atvinnuleysið eitt það mesta í Evrópu, nærri
20%. Hann hefur lofað að lækka fjárlagahallann
um 240 milljarða ísl. kr. en hann hefur ekki
sagt hvort það muni gert með skattahækkunum
eða niðurskurði á opinberum útgjöldum.