Morgunblaðið - 21.03.1995, Side 47

Morgunblaðið - 21.03.1995, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 47 Norðurlanda- mótið hefst í dag SKAK llötcl Loftlciöir SKÁKÞING NORÐURLANDA 1995 1. mars til 2. apríl Teflt frá kl. 16-23. SKÁKÞING Norðurlanda sem jafnframt er svæðamót FIDE hefst í dag kl. 16 að Hótel Loft- leiðum. Keppendur_ eru 20 tals: ins, þar af fimm íslendingar. í fyrstu umferðinni tefla eftirtaldir saman: Ralf Ákesson, S — Curt Hansen, D; Simen Agdestein, N — Rune Djurhuus, N; Lars De- german, S — Jóhann Hjartarson; Lars Bo Hansen, D — Einar Gausel, N; Jonathan Tisdall, N — Jonny Hector, S; Margeir Péturs- son — Thomas Ernst, S; Sune Berg Hansen, D — Hannes Hlífar Stefánsson; Pia Cramling, S — Þröstur Þórhallsson; Tapani Sammalvuo, F — Helgi Ólafsson; Erling Mortensen, D — Marko Manninen, F. Draga átti um liti í þessum skákum í gærkvöldi. Anand vann 9. skákina Indverjinn Anand tók forystuna í úrslitaeinvíginu við Gata Kam- sky á sunnudagskvöld, er hann vann 9. skákina í 50 leikjum. Anand hefur hlotið fimm vinn- inga, en Kamsky fjóra. Aðeins er nú eftir að tefla þrjár skákir. Tí- unda skákin verður tefld í dag, þriðjudag, og þá hefur Kamsky hvítt. Áttunda skákin á laugar- daginn var einnig spennandi. Þá fékk Kamsky bestu stöðu sem hann hefur fengið í einvíginu. Hann komst með peði meira út í endatafli, en Anand var fastur fyrir og marði jafntefli. 9. einvígisskákin: Hvítt: Anand Svart: Kamsky Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 — Bb7 10. d4 - He8 11. Rbd2 - Bf8 12. a4 - h6 13. Bc2 — exd4 14. cxd4 — Rb4 15. Bbl Þetta er í fjórða sinn sem þessi staða kemur upp í einvíg- inu. I fyrstu skákinni lék Kamsky 15. — g6 og fékk slæma stöðu, í fimmtu skákinni beitti hann tískuleikn- um 15. — c5 og hélt auðveldlega jafntefli. í þeirri sjöundu beitti hann svo þeim leik aftur og lenti í erfið- leikum í miðtafli, en hélt jöfnu um síðir. Leikurinn sem hann velur nú er fáséður um þess- ar mundir, enda fremur hægfara. 15. - Dd7 16. b3 - g6 17. Bb2 - Bg7 18. Dcl - Hac8 19. Bc3 - c5 20. d5 - De7 21. Rfl - Rh7 22. Bxg7 - Kxg7 23. Re3 - h5 24. Dd2 — Kg8 25. axb5 - axb5 26. Rdl - Ra6 27. Rc3 - b4 28. Rb5 - Rc7 29. Bd3 - Rxb5 30. Bxb5 - Hed8 31. Bc4! Hvítur stendur ívið betur vegna möguleikans á framrásinni e4 — e5. Hann verður þó að gæta sín á því að spila út þessu trompi sínu á réttum tíma. Kamsky gerir þau mistök í vörninni að staðsetja drottningu sína á óvirkum stað. Hér var 31. — Kg7 skárra. 31. - Rf6 32. Dh6 - Df8 33. Dg5 - Dg7?! 34. Ha7! Nú standa öll spjót á svarti. Stöðu hans verður ekki bjargað úr þessu. 34. - Hc7 35. Ba6 - Hb8 SJÁ STÖÐUMYND 36. e5 - Re8 37. Hxb7 — Hcxb7 38. Bxb7 - Hxb7 39. Dd8 - Df8 40. Hal! - Rc7 41. Dd7 - Db8 42. Dxd6 - c4 Síðasta tromp Kamskys en hvítur stöðvar frípeð- ið auðveldlega. a b c d • i g h 43. bxc4 - b3 44. Hbl - b2 45. Dc5 - Hb3 46. Dd4 - Db4 47. Rg5 - Hc3 48. Df4 - f5 49. exf6 — Rxd5 50. f7+ og Kamsky gafst upp. Helgarskákmót TR Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, sigraði örugglega á helgarskákmót Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór um helgina. Sævar hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Hann gerði óvænt jafntefli við Hjört Daðason, ungan skákmann, í fyrstu umferð en hitt jafnteflið gerði hann í lokaumferðinni við Björn Þorfinnsson og tryggði sér þar með sigur. Röð efstu manna: 1. Sævar Bjarnason 6 v. 2. -4. Jón V. Gunnarsson 5Vj v. 2.-4. Björn Þorfinnsson 5Vi v. 2.-4. Hrannar Baldurss. 5Vi v. 5.-8. Tómas Björnsson 5 v. 5.-8. Magnús Örn Úlfarss. 5 v. 5.-8. Torfi Leósson 5 v. 5.-8. Bergsteinn Einarss. 5 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 45 talsins, þrátt fyrir að slæmt veður setti strik í reikninginn. Það er næst- mesta þátttaka á helgarmóti hjá TR. Margeir Pétursson Anand. KAOAUGLYSINGAR Bíldshöfði - skrifstofu-/ verslunarhúsnæði Til sölu eða leigu mjög gott skrifstofu/versl- unarhúsnæði 330 fm á 2. hæð og 148 fm á jarðhæð. Innangengt á milli hæða - næg bílastæði. Laust júní-júlí 1995. Nánari upplýsingar í síma 625722 n n a n n FASTEIGNAMIÐLUN BORGARTÚN 24 SÍMI 625722 Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Sunnudagsferð Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi býður eldri borgurum hverfisins í sunnudagsferð þann 26. mars nk. Myntsafn Seðlabank- ans í Einholti verður skoðað og síðan verður farið í heimsókn í Seðla- banka islands. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 13.30. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Val- höll - sími 682900 fyrir kl. 17.00 á föstudag. Stjórnin. Málverkauppboð 2. aprfl Tökum á móti verkum til sunnud. 26. mars. BORG FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Aðalfundur Ferðafélags íslands 1995, Mörkinni 6 Miðvikudaginn 22. mars verður haldinn aðalfundur Ferðafélags íslands. Fundurinn hefst kl. 20.00. Félagsmenn sýni félags- skírteini við innganginn. Fund- arstaður er Mörkin 6 (nýi salur- inn). Venjuleg aðalfundarstörf. 24.-26. mars Þórsmörk í vetr- arbúningi. Gist í Skagfjörðsskála. Upplýsingar á skrifstofunni. Ferðafélag íslands. □ EDDA 5995032119 III frl. QFJÖLNIR 5995032119 I ATKV. FRL. □ Hamar 5995032119 - I - 1 □ HLÍN 5995032119 VI 2 FRL. I.O.O.F. Rb.4 =1443218 1/2. I.II.III.* - 8 I.O.O.F. Ob. 1 = 1760321 = F.L. 8'h ADKFUK, Holtavegi Aðalfundur KFUK og Vindáshlið- ar í kvöld kl. 20.00 við Holtaveg. skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. heilsurækt ■ Skokkhópur ÍR Æfingar frá ÍR-heimili, Mjódd, mánu- daga og fimmtudaga: Útiæfing kl. 17.20, inniæfing kl. 18.00. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 21494 (Már) tölvur STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS ■ Tölvuskóii i' fararbroddi ÖU hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1. - Word fyrir Windows og Macintosh. - WordPerfect fyrir Windows. - Excel fyrir Windows og Macintosh. - PageMaker fyrir Windows/ Macintosh. - Paradox fyrir Windows. - Tölvubókhald. - Novell námskeið fyrir netstjóra. - Word og Excel framhaldsnámskeið. - Bamanám. - Unglinganám. - Windows forritun. Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning i síma 616699. [3% Tölvuskóli Reykiauíkur Borgartuni 28, sími 616699 ýmislegt ■ Vélritunarkennsla Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og uppsetningar. Vélritunarskólinn, sími 28040. ■ Námsaðstoð fyrir nemendur í grunnskólum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Reyndur kennari sem býr í Garðabænum. Hafið samband í síma 5658135. ■ Ættfræðinámskeið Aldrei lægra verð. Úrval ættfræðibóka. Ættfræðiþjónustan, Brautar- holti 4, s. 27100 og 22275. ■ Cranio-Sacral Balancing Jöfnun höfuðbeina- og spjaldhryggkerfis hefur skilað árangri m.a. í endurhæf- ingu, gagnvart langvarandi verkjum og ýmsum þroskaseinkunum. Nám í þremur stigum 150 klst.: 25.-31. mars. Tvö pláss laus vegna forfalla. Upplýsingar f sfma 641803. ■ Silkiblómaskreytingar 3 klst. námskeið. Borðskreytingar o.fl. fyrir t.d. fermingarveisluna. Innritun í síma 588 1022. Hugborg sf., Síðumúla 13. tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Aliar nánari upplýsingar gefa: Jóna María Júlfusdóttir og Helgi Þórsson, Núpasíðu 10F, 603 Akureyri, í síma 96-23625, frá kl. 18.00. íZJ The Bell ý^mska jyrir Anglo World ■ Enskunám í Englandi Góð reynsla, gott verð. Undirbúnings- námskeið í boði. Upplýsingar gefur Erla Ara- dóttir, sími 565 0056. ■ Danska - stuðningskennsla Fjölbreytt, fagleg og árangursrik kennsla ásamt námstækni á góðu verði. Innritun í síma 5881022. Kennari: Jóna Bjðrg Sætran B.A., dönsku- kennari og kennslubókahöfundur. Hugborg sf., Síðumúla 13. myndmennt ■ Málun - myndlist Málunamámskeið byrjenda. Undirstaða olía og vatnslitir. Laus örfá sæti framhalds- nemenda. Uppl. eftir kl. 13 alla daga. Rúna Gísladóttir, sími 561 1525. ■ Myndmótun - málun - skúlptúr Nýtt námskeið að byrja, 4-6 vikna námskeið. Ríkey Ingimundar, myndhöggvari, vs. 5523218 frá kl. 13-18 og símsvari 623218.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.