Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra um möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi Framhald ekki sjálfgefið þótt meirihlutinn haldi DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsumræðum foringja stjómmálaflokkanna í gærkvöldi ekki sjálfgefíð að núverandi ríkis- stjórnarsamstarf héldi áfram þótt stjómarflokkamir héldu meirihlut- anum. „Flokkamir þurfa að ræða saman ef það gerist. Ég og utannk- isráðherrann höfum sagt að við göngum algerlega óbundnirtil kosn- inga og ég hef engan kost valið öðram fremur. En ef það gerist, sem því miður er ekki líklegt, að sú staða yrði uppi, myndu þeir þurfa að ræða saman,“ sagði Davíð. Þjóðin vill tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki Forsætisráðherra sagði að þorri þjóðarinnar vildi tveggja flokka stjórn, og meirihluti vildi stjóm með þátttöku Sjálfstæðisflokks. „Ég kýs, rétt eins og þjóðin, tveggja flokka stjórn," sagði Davíð. Hann sagði að hins vegar hefði komið fram í þættinum að menn væra að gæla við fjögurra flokka vinstri stjóm. „Kjósendur sem vilja annað, eiga engan kost annan en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn milli- liðalaust," sagði forsætisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokks, sagði að hægt væri að gleyma stjómarsáttmála vinstri stjómar, sem Ólafur Ragnar Gríms- son hefði lagt fram. Plaggið yrði ekki grandvöllur neinnar ríkisstjóm- ar. „Annaðhvort heldur þessi ríkis- stjóm velli — skoðanakannanimar gera nú ekki ráð fyrir því og þar að auki er alveg óvíst að við Davíð Oddsson næðum saman aftur — hinn kosturinn, sem er langlíkleg- astur, er tveggja flokka stjóm þess- ara tveggja herramanna," sagði Jón Baldvin og átti þar við Halldór Ás- grímsson og Davíð Oddsson. Hann sagði að þar með myndu framsókn- armenn í báðum flokkum ná saman, og væri það vondur kostur. Ræðst af málefnum Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist telja eðlilegt, ef flokkur hans fengi til þess afl, að ræða fyrst við stjómar- andstöðuflokkana um stjómar- myndun. Hins vegar gengi Fram- sóknarflokkurinn óbundinn til kosn- inganna. „Það mun ráðast af mál- efnunum hvaða ríkisstjóm verður hér mynduð," sagði hann. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði að þjóðin hefði skýran valkost um vinstri stjóm með afdráttarlausa stefnu, sem fæli í sér breytingar. „Það hefur hvert ágreiningsmálið á fætur öðra sett svip á þessa tveggja flokka ríkisstjóm," sagði Ólafur og gaf í skyn að ekki yrði meiri ágrein- ingur í vinstri stjóm. Kristín Halldórsdóttir, fulltrúi Kvennalistans, sagði flokk sinn ganga óbundinn til kosninga. Aðrir flokkar þyrftu hins vegar á hand- leiðslu Kvennalista að halda til að hægt væri að jafna launamun kynj- anna og hækka lægstu launin. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka sagði alveg ljóst að engar breytingar yrðu ef Sjálfstæðisflokk- ur myndaði stjórn ásamt Alþýðu- flokki eða Framsóknarflokki. Það þyrfti uppstokkun á flokkakerfinu og félagshyggjustjóm væri leiðin til breytinga. „Þjóðvaki er eina aflið, sem hefur útilokað að Sjálfstæð- isflokkurinn verði með í næstu ríkis- stjórn," sagði hún. Morgunblaðið/Kristinn Kjörkassamir tilbúnir KJÖRKASSARNIR, sem notað- ar verða í alþingiskosningunum í höfuðborginni í dag, voru í gær fluttir í Ráðhúsið. Þeir verða síðan fluttir í skóla borg- arinnar snemma morguns á kjördag undir eftirliti Iögreglu- manna. Mistök gerö við utankjörfundar- atkvæðagreiðslu Röng fylgi- skjöl með atkvæða- seðlum RÖNG fylgiskjöl með utankjörfund- aratkvæðaseðlum vegna alþingis- kosninganna voru send til nokkurra landa. Fylgiskjölin áttu við kosning- amar um sameiningu sveitarfélaga sem fram fóru í nóvember 1993. Kjörstjórnir í einstökum kjördæmum hafa ákveðið að úrskurða atkvæðin gild þrátt fyrir ágallann. „Það er ekkert að sjálfum at- kvæðaseðlinum. Kjósendur eiga að setja hann í lítið umslag, sem þeir eiga síðan að setja í stærra umslag ásamt fylgiskjali, en á því kemur fram nafn kjósandans, dagsetning og stimpill þess ræðismanns sem atkvæðið er greitt hjá. Það er þetta fylgiskjal sem er ekki það sem nota átti við þessar kosningar," sagði Jón G. Tómasson, formaður yfirkjör- stjómar í Reykjavík. Jón sagði að yfirkjörstjóm í Reykjavík hefði samþykkt sam- hljóða, í samráði við fulltrúa flokk- anna, að úrskurða þessi atkvæði gild. Hann sagðist gera ráð fyrir að kjörstjómir í öðram kjördæmum myndu hafa sama hátt á, ef atkvæð- in kæmu fram þar. Jón sagði að sér væri ekki kunn- ugt um hvað þessi röngu fylgiskjöl hefðu farið víða eða í hvað miklum mæli. Það hefði þó verið talað um að hugsanlega hefðu nokkur hundr- uð röng fylgiskjöl farið út. Þegar hefðu nokkrir tugir atkvæða með röngum fylgiskjölum skilað sér frá Namibíu og Spáni. Róbert Trausti Árnason, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði að ekki hefði enn komið í ljós hvers vegna þessi mistök hefðu átt sér stað eða hvað þau væra víðtæk. Hann sagði að utanríkisráðuneytið tæki við kjörgögnum frá dómsmála- ráðuneytinu, þ.e. atkvæðaseðlum, umslögum og fylgigögnum. IRoirigunbfabib KOSNINGAHANDBÓK fylgir Morgunblaðinu í dag. Um 20 bátar frá Vestfjörðum við steinbítsveiðar á banndegí Rjúpur í húsagörðum Blönduósi. Morgunblaðið. VETURINN sem senn kveður hefur verið einhver sá snjó- þyngsti og óveðrasamasti í manna minnum. Þessi harðn- eskja veðurguðanna hefur sett svipmót sitt á allar skepnur hvar sem þær standa í dýraríkinu. Haft er á orði að ekki sé laust við að fennt hafi inn á sál manna og þráin eftir vorinu er mikil. Jarðbönn eru, og af þeim sök- um leita fuglar til byggða, eink- um eru það snjótittlingar og ijúpur sem Blönduósingar verða varir við í görðum sínum. Ekki er óalgengt að menn reki upp ijúpur á lóðum sínum þegar far- ið er til vinnu að morgni og aft- ur þegar komið er heim að kvöldi. Þrátt fyrir harðindin eru ýmis tákn um komu vorsins því glöggir menn hafa orðið varir við gæsir og álftir fyrir nokkrum dögum. Grágæsirnar sem flugu suður á bóginn sl. haust eru nú að koma aftur. Fiskistofa kærir væntanlega veið- arnar til lögreglu FISKISTOFA mun að öllum líkind- um kæra til lögregluyfirvalda veið- ar um 20 krókaleyfísbáta frá Vest- íjörðum, sem fóru til steinbítsveiða í gær þrátt fyrir að þá væri banndagur. Þórður Ásgeirsson, forstjóri Fiskistofu, segir að enginn vafi leiki á því samkvæmt gildandi lögum að allar veiðar á banndögum séu óleyfílegar. Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í eftirlitsflug yfir miðin út af Vestfjörðum í gærmorgun og skráði þá krókaleyfisbáta sem þar voru við veiðar, en um 20 bátar frá Bolungarvík, Suðureyri, Flat- eyri og jafnvel af Snæfellsnesi voru við veiðar. Tveir veiðieftirlits- menn Fiskistofu era nú á Vest- íjörðum og áttu þeir að kanna afla bátanna þegar þeir komu að iandi í gær. Fylgst verður með framvindu mála Að sögn Þórðar mun Fiskistofa fylgjast með framvindu mála næstu daga, en veiðibann er nú í páskastoppinu til og með 17. apríl að undanskildum næstkomandi mánudegi, og verði um frekari veiðar bátanna að ræða yrði veiði- eftirlitsmönnum hugsanlega fjölg- að. Sagði Þórður að væntanlega yrði ekki tekin ákvörðun um kæra fyrr en eftir helgina þegar skýrslur hefðu borist frá eftirlitsmönnun- um. „Við munum fylgjast með því hveijir fara á sjó, hvað þeir koma með í land og væntanlega kæra þá því að það að fara á sjó á bann- degi er lögbrot. Það hefur alltaf verið túlkun okkar og ráðuneytis- ins á þessum lögum að banndagur þýði að það megi ekki róa,“ sagði Þórður í samtali við Morgúnblaðið. Hann sagði að ef bátamir héldu áfram veiðum í páskastoppinu, og þeir yrðu ekki stoppaðir, þá sagði Þórður að ekki væri ólíklegt að veiðieftirlitsmenn Fiskistofu færa með þeim í róður til að fylgjast með veiðunum. „Það er þó fjarri því að það fel- ist í því nokkur viðurkenning á því að þeir megi vera á sjó, né heldur viðurkenning á því að það skipti máli hvaða afla þeir fá. Það er einfaldlega eitt af okkar hlutverk- um að fylgjast með því hvað kem- ur í veiðarfærin, þannig að það að róa er brot og hvort þeir fá einn þorsk á línuna, tíu eða hundrað, það skiptir ekki máli,“ sagði hann. Spurníng um jaf nræðisreglu Sveinbjörn Jónsson á Sæstjöm- unni ÍS frá Suðureyri var við veið- ar með tvo bala í blíðviðri um 12-14 mflur frá Bai’ðanum í gær þar sem flestir bátamir héldu sig. Um þijú- leytið, þegar hann var á landleið sagðist hann hafa fengið samtals um 100 kfló af steinbít og ekki orðið annarra tegunda var. Sagðist hann helst sjá eftir því að hafa ekki farið í fullan róður. „Ef þeir [veiðieftirlitsmennirnir] þurfa að flokka afla til þess að úrskurða þetta ólöglegt þá eru þeir bara að viðurkenna þau sjón- armið að það sé ekki sama hvaða físk við eram að veiða. Ég get ekki skilið það öðravísi. Ef þeir kæra ekki, er það enn frekari staðfesting á því að þeir séu búnir að viðurkenna þá laga- túlkun að við getum róið, en það er alveg hreinn steinbítur héma á miðunum. Svo veit maður ekki hvað verður þegar frá líður, og þá er það spuming um jafnræðisreglu milli flotans, því við vitum að það era kvótalaus sérveiðiskip að henda þorski út um allt haf, en við viljum auðvitað helst ekki fara að Iæra þá ósiði. Ef þeir hms vegar kæra okkur þá verður bara að reyna á þetta fyrir dómstólunum," sagði Svein- bjöm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.