Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 3

Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 3 Kæru íslendingar Kosningarnar í dag eru mikilvægar. Kostirnir eru óvenju skýrir. Veljum við kraftmikla uppbyggingu á grundvelli þess árangurs sem við höfum náð eða hættum við á að sigla málum í fyrra horf kyrrstöðu og stöðnunar? Nýjustu kannanir sýna að töluverð hætta er á að margra flokka vinstri stjórn komist til valda. Telur nokkur að það stýri góðri lukku? Við stöndum nú á tímamótum. Við erum komin yfir erfiðasta hjallann. Næstu skref eru því mjög þýðingarmikil. Verði þau tekin af öryggi er bjart framundan. Þá sjáum við fram á rnjög bættan hag. Kaupmáttur mun aukast, skuldir minnka og verðlag og vextir þurfa ekki að hækka. Við söknum ekki verðbólgunnar. Við söknum ekki hárra vaxta og erlendrar skuldasöfnunar. Við söknum ekki vinstri stjórnar. Við skulurn því saman stíga næstu skref inn í bjarta framtíð með batnandi hag. Við eigumþað skilið. Ég óska því eftir umboði ykkar til að leiða sterka ríkisstjórn næsta kjörtímabil. Davíð Oddsson forsætisráðherra I BETRA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.