Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kristján með nýja útgáfu-
samninga við Naxos-útgáfuna
Syngur í Kína
og Japan 1997
KRISTJÁN Jó-
hannsson hefur
undirritað samning
við óperuna í Flór-
ens um að syngja í
Kína og Hong Kong
vorið 1997 í óper-
unni Turandot eftir
Puccini, auk þess
sem fyrirhugað er
að halda einnig til
Japan í sömu ferð.
Árið 1997 taka
Kínveijar við yfir-
ráðum í Hong Kong
af Englendingum.
Kristján söng í
Tosca eftir Verdi í
Flórens fyrir tveim-
ur árum undir stjóm Zubin Met-
ha, eins þekktasta stjómanda
heimsins í dag.
Óperan vinsæl í
Austuriöndum
„Við virtumst sætta okkur vel
hvor við annan og síðan hefur
hann boðið mér að syngja í Aidu
sem ég gat ekki þegið, en ég
greip hins vegar tækifærið þegar
Turandot stóð til boða. Þeir era
ekki margir tenóramir sem
syngja Turandot í dag, þannig
að ég reikna með að valið hafí
verið einfalt fyrir hann,“ segir
Kristján.
Leikárið 1996-97 syngur
Kristján í Turandot í Flórens en
lagt verður upp í ferðina til Asíu
um vorið og er hún mánað-
arlöng. Fyrir tveimur áram söng
Kristján hlutverk Turandot í
Tókýó á vegum Arena, útileik-
húss í Verona og segir óhemju
spennandi áskorun að kynna
vestræna óperahefð í Austur-
löndum. Gaman sé að sjá hversu
mjög Asíuþjóðir hafi hópast um
óperatónlist seinustu árin.
„Ef aðeins er
horft til Austur-
landa má sjá gífu-
lega fjármuni sem
varið er í þágu
óperalistarinnar,
einkum í Japan enn
sem komið er. Fólk
getur ímyndað sér
hvað kostar að
greiða ferð og uppi-
hald fyrir hljóm-
sveit og ópera sem
er skipuð á þriðja
hundrað manns,
með leiktjöldum,
búningum og öðra
tilheyrandi í eins
langan tíma og um
ræðir í þessu tilviki," segir Krist-
ján.
Nýir markaðir að opnast
Kristján kveðst álíta að í Aust-
urlöndum geti verið að opnast
nýir markaðir fyrir sig, ekki síst
með alþjóðlegri geisladiskaútg-
áfu Naxos-hljómplötuútgáfunn-
ar, sem gerir út frá Hong Kong
og er nú annar helsti útgefandi
sígildrar tónlistar í heiminum.
Til viðbótar við þá samninga
sem gerðir hafa verið nú þegar
við Naxos, undirritaði Kristján
samning á dögunum um að
syngja í óperanum Á valdi örlag-
anna eftir Verdi og Turandot,
sem verða hljóðritaðar síðar á
þessu ári.
„Með þessari nýju geislaplötu-
útgáfu er að opnast gríðarstór
markaður, því að þessar plötur
ná til mannsins á götunni með
tilheyrandi spilun í útvarpi og
sjónvarpi auk auglýsinga. Þótt
ég hafi verið mjög þekktur í
óperuheiminum síðastliðin ár, er
þetta skref að frægð stórstjöm-
unnar,“ segir Kristján.
Kristján
Jóhannsson
Morgunblaðið/RAX
Tillögnr um betri nýtingu Perlunnar
Ráðstefnusalur og
spilavíti í tönkum
HUGMYND um að tæma tvo af
vatnstönkum Hitaveitu Reykjavík-
ur í Öskjuhlíð og breyta öðrum
þeirra í ráðstefnusal á tveimur
hæðum en hinum í spilaviti og
sýningarsal, var kynnt á fundi
borgarstjómar á fimmtudag.
Hugmyndin gerir ráð fyrir að
tekjur umfram rekstrarkostnað
vegna Perlunnar verði varið til að
mynda sjálfstæðan tekjustofn fyrir
menningu og listir í Reykjavík.
Gunnar L. Gissurarson, borgar-
fulltrúi Reylqavíkurlistans og for-
maður Perlunefndar, kynnti hug-
myndina og sagði að allar tillögur
sem fram hefðu komið um betri
nýtingu Perlunnar gerðu ráð fyrir
byggð yrði ráðstefnuhöll í tengsl-
um við hana. „Þetta er ágætis
hugmynd en framkvæmd upp á
liundruð milljóna ef ekki milljaðra
sem yrði nqög umdeild bæði fjár-
hagslega og einnig mjög umdeild
með tilliti til umhverfismála,“
sagði Gunnar. Benti hann á að
borgin greiddi árlega um 40 til
50 miHjónir með rekstri Perlunn-
ar, þrátt fyrir þá starfsemi sem
þar er rekin og viðunandi leigu-
telqur.
Tæma tvo tanka
Gunnar sagði að hugmyndir
Perlunefndar væru að í Perlunni
yrði staðið fyrir stórauknum
stuðningi við menningu og listir
með rikulegu fjárframlagi. „Við
tæmum tvo vatnsgeyma, það hefur
engin áhrif á þjónustu eða öryggi
Hitaveitunnar við borgarbúa,"
sagði hann. „Við breytum öðrum
tankinum i ráðstefnusal á tveimur
hæðum. Tankamir eru um það bil
400 fermetrar að flatarmáli og 10
metra háir þannig að auðvelt er
að koma fyrir tveimur 400 fer-
metra ráðstefnusölum í einum
tanki. Þetta er arðbær starfsemi
og það er mikil vöntun á ráð-
stefnurými í borginni. Þetta er
nýtískulegt hús og öll önnur þjón-
usta er til staðar svo sem veiting-
ar og annað.“
„Við tökum svo hinn tankinn
og gemm úr honum spilavíti,"
sagði Gunnar. „Eg sagði spilavíti
upp á tvær hæðir hvort um sig
400 fermetrar og þá meina ég
alvöm spilaviti. Við gemm jarð-
hæðina að opnum sýningarsal fyr-
ir ýmsar sýningar, uppákomur og
listviðburði. Veitingareksturinn
heldur áfram í sinni mynd og þjón-
ar þessari starfsemi."
Fram kom hjá Gunnari að ár-
lega koma um 70 þús. manns í
Perluna, þar af eru 50 þús. ferða-
menn og um 10 þús. þeirra kaupa
þjónustu í Perlunni. Það væru því
40 þús. manns sem fara inn og
út án þess að eyða krónu. „Þegar
ekki er boðið upp á neitt þá kaup-
ir maður ekkert," sagði hann.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um gjaldþrot Miklagarðs hf.
Kröfum Fróns á sljóm og-
framk væmdastj óra hafnað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað
fyrrum stjómarmenn og framkvæmdastjóra
Miklagarðs hf. af kröfum Kexverksmiðjunnar
Fróns um greiðslu 7,5 milljóna króna skaða-
bóta vegna viðskiptavíxla sem ógreiddir vora
við gjaldþrot félagsins í júní 1993.
Kexverksmiðjan krafðist skaðabótanna á
þeim forsendum að stjóm Miklagarðs og fram-
kvæmdastjóra hefði borið skylda til að stöðva
vörakaup með gjaldfresti, eins og átti við um
kaup af Frón, enda hafi stjórninni mátt vera
ljóst miðað við fjárhagsstöðu félagsins, að ekki
væri unnt að greiða fyrir vörana að gjaldfrest-
inum liðnum. Með aðgerðarleysi sínu hafi stjóm
og framkvæmdastjóri valdið Frón tjóni.
Fyrram stjómarmenn Miklagarðs höfnuðu
kröfum Kexverksmiðjunnar Fróns. Þeir bentu
á að stjóm Miklagarðs hf. hafi verið lítið virk,
en framkvæmdastjóri félagsins haft mikil völd.
Sönnunarbyrði um saknæmt athæfi hvíldi á
stefnanda, sem hefði ekki sýnt fram á nein
brot stjómarmanna. Framkvæmdastjórinn
sagði að bókhaldsmál hefðu verið í miklum
ólestri þegar hann tók við og allar áætlanir
því rangar í mikjlvægum atriðum. Hann hafi
ætíð verið í góðri trú um að hagur félagsins
væri að vænkast.
Stjórnarmenn í góðri trú
í niðurstöðum Héraðsdóms kemur fram sú
skoðun að stjómarmenn hafi verið í góðri trú
um gjaldfæmi félagsins og rekstur, allt þar
til endurskoðað bráðabirgðauppgjör fyrir árið
1992 lá fyrir á stjórnarfundi 22. mars 1993,
sem og sú ákvörðun SÍS að hætta afskiptum
af innflutningi og smásöluverslun og leggja
fyrir stjóm Miklagarðs hf. að sélja fyrirtækið.
Stjómarmenn hafi rækt eftirlitsskyldu sína
eins og þeim hafi verið kostur og lög bjóði.
Miðað við fyrirliggjandi rekstraráætlanir og
hlutafiárloforð verði ekki talið að stjómendur
félagsins hafi átt að krefjast gjaldþrotaskipta
um áramótin 1992-1993, enda eiginfjárstaðan
jákvæð miðað við þær forsendur.
Ámælisverð vinnubrögð
Hvað framkvæmdastjórann varðar segir í
niðurstöðum Héraðsdóms að samkvæmt upp-
kasti að uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði árs-
ins 1992' hafi tapið á því tímabili verið 255
milljónir og stefnt í 436 milljóna tap á árinu
öllu. Framkvæmdastjórinn hafi hins vegar lagt
fyrir stjómina í desember uppgjör upp á 150
milljóna króna tap. „Verður að telja þau vinnu-
brögð stefnda mjög ámælisverð af hans hálfu,“
segir í dóminum.
Hvað viðskipti Fróns og Miklagarðs varðar
segir í dóminum að þau hafi verið jöfn og stöð-
ug. Ekki verði séð orsakatengsl milli þess þótt
raunveraleg rekstrarstaða Miklagarðs hf. hefði
legið fyrir fyrr og tjóns Fróns. Vísað er til
þess að annar framkvæmdastjóra Fróns hefði
borið að hafa vitað um erfíðleika í rekstri Mikla-
garðs og hinn framkvæmdastjórinn sagt að
Frón hefði haldið viðskiptunum áfram, þótt
ekki hefði verið birt tilkynning í október 1992
um bættan hag fyrirtækisins. Tjónið verði ekki
heldur rakið til þess að ekki hafí verið tilkynnt
um hlutafjáraukningu til hlutafélagaskrár. Því
beri einnig að sýkna framkvæmdastjórann.
Dóminn kváðu upp Helgi I. Jónsson, héraðs-
dómari og meðdómendumir Eggert Oskarsson
héraðsdómari og Sverrir Ingólfsson, viðskipta-
fræðingur og löggiltur endurskoðandi.
Eystrasaltsráðið
A
Islandi
boðin aðild
ÍSLANDI býðst nú að gerast
aðili að Eystrasaltsráðinu, en
hingað til hefur það verið utan
þess, eitt Norðurlanda. Utan-
ríkisráðherra hefur borist er-
indi frá utanríkisráðherra Pól-
lands, sem nú gegnir for-
mennsku í ráðherraráði Eyst-
rasaltsríkja, þar sem tilkynnt
er að samþykkt hefur verið
að bjóða íslandi aðild.
í fréttatilkynningu frá utan-
ríkisráðuneytinu kemur fram
að formlega verður gengið frá
aðild íslands á fundi ráð-
herraráðs Eystrasaltsráðsins
sem haldinn verður í G’dansk
í Póllandi 18. og 19. maí næst-
komandi.
Hveragerði
Akvörðun
sóknarnefnd-
ar stendur
SÉRA Jón Ragnarsson tekur
við starfi sóknarprests Hver-
gerðinga 1. október næstkom-
andi. Þá lætur séra Tómas
Guðmundsson af starfi eftir
aldarfjórðungsþjónustu í
prestakallinu.
Ákvörðun sóknamefndar-
innar um að kalla séra Jón,
án undangenginna prestskosn-
inga, hefur verið mótmælt. Þá
hefur verið safnað undirskrift-
um til að krefjast kosninga.
Að sögn Guðmundar V. Ing-
varssonar, formanns sóknar-
nefndar, stendur ákvörðun
nefndarinnar.
Dýpkunarfélagið
20% upp í for-
gangskröfur
TÆP 20% greiddust upp í for-
gangskröfur í þrotabú
Dýpkunarfélagsins hf. á Siglu-
firði eða tæplega 2,8 milljónir
af samþykktun forgangskröf-
um sem vora 14,8 milljónir kr.
Ekkert fékkst upp í almenn-
ar kröfur sem vora 244,6 millj-
ónir kr. né heldur eftirstæðar
kröfur. Skiptastjóri þrotabús-
ins var Ólafur Bjömsson, hér-
aðsdómslögmaður.
Flugfreyj-
ur funda
eftir helgi
ENGINN sáttafundur verður
haldinn í kjaradeilu Flug-
freyjufélagsins og Flugleiða
fyrr en á mánudag, samkvæmt
upplýsingum embættis ríkis-
sáttasemjara.
Sátttafundir í deilunni voru
daglega í vikunni og stóðu
lengi. Upp úr viðræðum slitn-
aði í gærmorgun, en næst hitt-
ast deiluaðilar á mánudag.
Sumarhús til
Siglufjarðar
DREGIÐ var í vorpotti happ-
drættis DAS í gær. Aðalvinn-
ingurinn, 50 fermetra fullbúið
sumarhús að Hraunborgum í
Grímsnesi, kom á miða sem
seldur var á Siglufirði.