Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tíu listar í framboði - 192 þúsund á kjörskrá 17.000 með atkvæð- isrétt í fyrsta skipti Kjósendur á Á Fjölgun kjörskrárstofni 1995 kjörskrá 1991- -1995 Nýir kiósendur Alls Karlar Konur 1991 Alls %‘ Alls %2 192.058 95.953 96.105 182.768 9.290 5,1 16.646 8,7 77.582 37.490 40.092 73.299 4.238 5,8 5.949 7,7 48.560 24.295 24.265 44.360 4.200 9,5 4.378 9,0 9.852 5.092 4.760 9.872 -20 -0,2 951 9,7 6.334 3.387 2.947 6.564 -230 -3,5 604 9,5 7.702 3.722 3.480 7.190 12 0,2 710 9,9 18.983 9.560 9.423 18.420 563 3,1 1.771 9,3 9.042 4.800 4.242 9.110 -68 -0,7 866 9,6 14.503 7.607 6.896 13.953 550 3,9 1.417 9,8 1995 RÚMLEGA 192 þúsund manns eiga rétt á því að greiða atkvæði vegna kosninga til Alþingis í dag, þar af tæplega 17 þúsund nýir kjósendur. Tíu framboð eða flokkar bjóða fram í kosningunum og skipa 843 fram- bjóðendur sæti á tíu listum sem auð- kenndir eru með bókstöfunum A, B, D, G, J, K, M, N, S og V. Samkvæmt kjörskrárstofni hefur kjósendum fjölgað um 5,1% frá al- þingiskosningunum árið 1991. í end- anlegri tölu yfir kjósendur á kjörskrá er tekið tillit til tölu látinna eftir að kjörskrárstofnar voru unnir og ann- arra leiðréttinga. Kjósendur skiptast nokkuð jafnt milli kynja, konur á kjörskrárstofni eru 96.105 og karlar 95.953. Nýir kjósendur eru 8,7 af heildarfjölda. 3,5% fækkun á Vestfjörðum Mest hefur fjölgun á kjörskrár- stofni orðið í Reykjavík og Reykja- neskjördæmi og þar er ennfremur mest fjölgun nýrra kjósenda. Hefur kjósendum hins vegar fækkað á Vestur- og Austurlandi, eða um 0,2% og 0,7%, og 3,5% á Vestfjörðurn, þar sem kjósendum hefur fækkað um 230 frá 1991. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í dag og verður lokað í síðasta lagi klukkan 22 í kvöld. Þó er heim- ilt að loka kjörstað fyrr hafi kjörfund- ur staðið í 5 tíma, enginn kosið síð- asta hálftímann og kjörstjóm og umboðsmenn lista samþykkja það. Fyrstu tölur eftir 22 Flokkun atkvæða hefst í Reykja- vík klukkan 18 í dag og er búist við fyrstu tölum stuttu eftir að kjörfund- um lýkur formlega. Talið er í Ráð- húsi Reykjavíkur og gert ráð fyrir að talningu ljúki um fjögurleytið. í Reykjaneskjördæmi er miðað við að flokkun atkvæða geti hafíst klukkan 19 í kvöld en þá mun yfirkjörstjórn loka sig af. Talið verður í íþróttahús- inu við Strandgötu og ættu fyrstu tölur að berast upp úr klukkan 22. Allt landið Reykjavík Reykjaneskjördæmi Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland 1 Hundraðshluti af tölu kjósenda 1991 2 Hundraðshluti af tölu kjósenda á kjörskrárstofni Er gert ráð fyrir að talning standi yfír fram undir morgun. Á Vesturlandi verður talið í Grunnskóla Borgamess og hyggst kjörstjórn loka sig af um klukkan 20. Ættu fyrstu tölur því að berast fljótlega upp úr klukkan 22. Samgöngur erfiðar ' Atkvæði úr Vestfjarðakjördæmi verða talin í Stjómsýsluhúsinu á ísafírði og er búist við að hægt verði að greina frá fyrstu tölum um mið- nættið ef flugsamgöngur til ísafjarð- ar verða með besta móti. Ef svo er ekki gæti tekið 8-10 tíma að koma kjörgögnum á leiðarenda og talning tafist eftir því. Erfiðlega hefur geng- ið að koma þeim til skiia og má lítið út af bera til að aflýsa verði kjör- fundi einhvers ^taðar í kjördæminu. Veðurútlit var gott í gær og gert ráð fyrir að talningu geti lokið um fjögur- leytið aðfaranótt sunnudags, líkt og fyrir síðustu alþingiskosningar, ef veður leyfir. Atkvæði Norðurlands vestra verða talin í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki og miðað við að flokkun atkvæða geti hafíst um 20.30. Ættu fyrstu tölur að liggja fyrir laust eftir að kjörstaðir loka og búist við að talning standi til fjögur aðfaranótt sunnudags. Á Norðurlandi eystra verða at- kvæði talin í íþróttahöllinni á Akur- eyri.'Mun yfirkjörstjórn loka sig af til að flokka atkvæði um klukkan 18 og miðað við að fyrstu tölur iiggi fyrir laust eftir klukkan 22. Talningu lýkur seint Ekki er ljóst hvenær talning getur hafist á Austurlandi en yfirkjörstjóm kemur saman á talningarstað klukk- an 20. Búist er við umboðsmönnum lista um klukkan 21 og hefst þá flokkun atkvæða, hafi kjörgögn bor- ist og veður ekki hamlað kjörfundi neins staðar. Lýkur talningu að lík- indum seint þar sem gert er ráð fyr- ir að kjörgögn verði að berast fram eftir nóttu. Atkvæði úr Suðurlands- kjördæmi verða talin á Hótel Sel- fossi og hefst flokkun þeirra um sjö- leytið í kvöld. Fyrstu talna er vænst um 22.30 en marktæk talning veltur á því hvort tekst að koma kjörgögn- um frá Vestmannaeyjum upp á land með flugi. Takist það ekki fara kass- ar með kjörgögnum sjóleiðina klukk- an 16 í dag. Gangi allt að óskum má gera ráð fyrir að talningu ljúki um tvöleytið aðfaranótt sunnudags en búist er við súld yfir Vestmanna- eyjum í dag sem hamlað gæti flugi. Morgunblaðið/Kristinn LANGAR biðraðir voru á skrifstofu sýslumanns í gær. 5.000 manns kosið utan kjörstaðar SYSLUMAÐURINN í Reykjavík hef- ur haft opna utankjöstaðaatkvæða- greiðslu að Engjateigi 5 undanfamar 6 vikur. í gær höfðu yfir 5 þúsund manns greitt atkvæði sem er svipað og fyrir síðustu alþingiskosningar. 4.600 manns höfðu neytt atkvæð- isréttar síns á skrifstofu sýslumanns- ins í gær og auk þess um 530 manns á sjúkrahúsum og í heimahúsum. Hjá sýslumannsembættinu feng- ust þær upplýsingar að ekki væri gert ráð fyrir því í lögum að unnt sé að aðstoða sjúklinga sem fluttir eru á sjúkrahús við að neyta at- kvæðaréttar síns eftir að utankjör- staðaratkvæðagreiðslan hefur farið fram þar því skipuleggja verður kosninguna viku fyrir kjördag. Þeir sem leggjast á sjúkrahús síðustu vik- una fyrir kjördag, geta því ekki neytt atkvæðisréttar síns nema á kjöstað. Lítið vægi útstrikana Ef kjósandi vill breyta nafnaröð á lista setur hann 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa þriðja í röðinni o.s.frv. Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda strikar hann yfir nafn hans. Kjósandi má ekki hagga neitt við listum sem hann kýs ekki, hvorki strika yfír nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð. Samkvæmt upplýsingum hjá sýslu- mannsembættinu hafa útstrikanir og breytingar á nafnaröð mjög lítið vægi og eru meira táknræns eðlis. Morgunblaðið/Kristinn Síðasti vinnustaða- fundurinn JÓN BALDVIN Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, hélt sinn síðasta vinnustaðafund í þessari kosningabaráttu hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur í hádeginu í gær. Jón lagði áherslu á nauðsyn þess að Island gerðist þátttakandi í samfélagi Evrópuþjóða með því að leggja fram umsókn um aðild að ESB. Kosið er um 63 þingsæti alls í átta kjördæmum í alþingiskosningunum í dag 31 sætiáhöfuð- borg’arsvæðið Kosið verður um 63 þingsæti í alþingiskosningunum í dag. Guðmundur Sv. Hermannsson bregður ljósi á hvemig þingsætunum er skipt á milli flokkanna og kjör- _____dæma samkvæmt kosningalögunum í STJÓRNARSKRÁNNI er kveðið á um að þingsæti séu 63 og einnig er þar kveðið á um lágmarksfjölda þingsæta í hveiju kjördæmi. Samkvæmt því fær Reykjavík 14 sæti að lág- marki, Reykjanes 8, Suðurland og Norðurland eystra 6 hvort og Austurland, Norðurland vestra, Vestfírðir og Vesturland 5 hvert, sam- tals 54 þingsæti. í kosningalögum er síðan kveðið á um skipt- ingu sætanna 9 sem eftir eru og er þá lögð til grundvallar taia kjósenda á kjörskrá í hverju kjördæmi í næstu almennu kosningum á und- an. Þessi sæti koma nú öli í hlut Reykjavíkur og Reykjaness, en fyrir þessar kosningar færð- ist eitt þingsæti frá Norðurlandi eystra til Reykjaness og flakkarinn svonefndi, sem var óbundið jöfnunarsæti, hefur verið fest niður í Reykjavík. Því fær Reykjavík 19 þingsæti alls og Reykjanes 12. Flóknar reglur Þegar kemur að því að deila þingsætum hvers kjördæmis milli stjórnmálaflokka eftir kosningar taka við býsna flóknar reglur. ”/4 af þingsætum hvers kjördæmis eru svo- nefnd kjördæmasæti og er úthlutað eftir kjör- fylgi flokkanna í kjördæminu. En '/4 þingsæt- anna er svonefnd jöfnunarsæti og er úthlutað samkvæmt úrslitum á landinu öllu. Samkvæmt þessari reglu eru kjördæmasæti Reykjavíkur 15 en jöfnunarsætin 4. í Reykja- nesi eru kjördæmasætin 9 og jöfnunarsætin 3. Á Suðurlandi og Norðurlandi eystra eru kjördæmasætin 5 og eitt jöfnunarsæti og í öðrum kjördæmum eru 4 kjördæmasæti og 1 jöfnunarsæti. Alls eru kjördæmissætin því 50 og jöfnunarsætin 13. Þegar skipta á kjördæmasætum milli flokka er fyrst fundin svonefnd kjördæmistala með því að deila þingsætafjöldanum upp í fjölda atkvæða. Ef tekið er dæmi af ímynduðu 5 þing- sæta kjördæmi þar sem 10 þúsund manns greiða atkvæði er kjördæmatalan 2.000. Þessi kjördæmistala skiptir höfuðmáli við úthlutun atkvæðanna og til dæmis verða at- kvæði framboðslista að ná að minnsta kosti 2/3 af kjördæmistölunni svo hann geti átt til- kall til þingmanns í kjördæminu. Ef listar ná ekki þessu lágmarki eru þeir strikaðir út, at- kvæðatala þeirra dregin frá heildaratkvæða- tölunni og ný kjördæmistala reiknuð út. Þann- ig er haldið áfram þar til aðeins eru eftir flokk- ar sem ná þessu tilskilda lágmarki. í ímyndaða kjördæminu eru fjórir flokkar í framboði. Einn flokkurinn, O-Iisti, fær 4.000 atkvæði. Sá næsti, P-listi, fær 2.600 atkvæði, sá þriðji, Q-listi fær 2.001 atkvæði og sá fjórði, R-listi, fær 1.399 atkvæði. Lágmark atkvæða er 1.340 eða 2/3 af 2.000, svo R-listinn slepp- ur inn. O-listinn fær fyrsta þingsætið með sín 4.000 atkvæði. Síðan er kjördæmistalan dregin frá, og útkoman er 2.000. Næsta þingsæti fer þá til P-lista með sín 2.600 atkvæði. Kjördæmis- talan er dregin frá atkvæðum hans, og út kemur 600. Næsta þingmann fær Q-listi með 2.001 atkvæði og hann á eftir 1 atkvæði þeg- ar kjördæmistalan er dregin frá. Og fjórða þingmanninn fær O-listi með 2.000 atkvæðun- um sem hann hélt eftir fyrstu úthlutun. R- listi nær ekki kjördæmissæti en atkvæði hans nýtast við úthlutun jöfnunarsæta. Einfalt hlutfall Þegar búið er að úthluta öllum kjördæmis- sætunum er komið að næsta stigi, að úthluta jöfnunarsætunum. Þar koma aðeins til greina framboð sem fengið hafa kjördæmissæti. Við þessa úthlutun er notaður tiltölulega einfaldur hlutfallsreikningur miðað við fylgi flokkanna á Iandsvísu; atkvæðatala flokkanna er tekin og deilt í hana með fjölda þingsæta sem þeir hafa þegar fengið. Taka má áfram dæmi af áðumefndum fjór- um flokkum og miðað við að þeir bjóði eiriir fram á landinu. O-listi fær 50 þúsund atkvæði í allt, P-listi fær 24 þúsund, Q-listinn 20 þús- und og R-listinn 15 þúsund. Við úthlutun kjördæmissæta hefur O-listi fengið samtals 24 þingsæti. Við úthlutun jöfn- unarsætanna er því byijað á að deila í atkvæða- tölu hans með 25 og út kemur 2.000. P-listinn fékk 11 kjördæmissæti og því er byijað að deila í atkvæði hans með 12 og út kemur 2.000. Q-listi hafði fengið 9 þingsæti og því er deilt í atkvæði hans með 10 og út kemur 2.000. En R-listi hafði fengið 6 þingsæti og því er byijað á að deila með 7 í atkvæðatölu hans. Útkoman er 2.143 og því fær R-listi fyrsta jöfnunarsætið. Þá er deilt 5 atkvæðatölu hans með 8 og út kemur 1.875. Það þýðir að hinir flokkarnir þrír fá þijú næstu sæti með 2.000 atkvæðin sín. Eftir það er deilt í atkvæði O-Iista með 26, P-lista með 13 og í atkvæði Q-lista með 11 og þannig koll af kolli þar til sætunum 13 hefur verið úthlutað til flokkanna. Ný kjördæmistala Þá kemur að því að reikna út í hvaða kjör- dæmum flokkarnir fá jöfnunarsætin sín. Þær reglur eru of flóknar til að hægt sé að gera þeim bærileg skil, og nægir að nefna að þar kemur aftur við sögu kjördæmistala, sem er reiknuð út að nýju eftir ákveðnum reglum. Síðan er reiknað út hlutfall atkvæða flokkanna af kjördæmistölum og sætunum úthlutað í samræmi við það þar til þau eru öll skipuð. I síðustu kosningum fengu fjórir flokkar jöfnunarsæti. Sjálfstæðisflokkur fékk 5 sæti, Alþýðuflokkur 4, Kvennalisti 3 og Alþýðu- bandalag 1. Framsóknarflokkurinn fékk ekki jöfnunarsæti þar sem atkvæði hans á landsvísu nýttust vel við úthlutun kjördæmasæta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.