Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hug'sum við með heilanum? DR. Mikael M. Karlsson heimspek- ingur flytur opinberan fyrirlestur við á vegum kennaradeildar Há- skólans á Akureyri í dag, laug- ardaginn 8. apríl, kl. 14.00 í húsi skólans við Þingvallastræti, stofu 24. Fyrirlesturinn nefnir Mikael „Hugsum við með heilanum" og mun hann fjalla um hvort það sé rétt skilið að maður hugsi (skynji, finni til o.s.frv.) með heilanum, hvort hugsun fari fram í heilanum og hvort hún sé e.t.v. ekkert annað en heilastarfsemi. Mikael er dósent í heimspeki við Háskóla íslands og hefur ritað um ýmis svið heimspekinnar og flutt fyrirlestra víða um lönd. Fyrirlest- urinn er ætlaður almenningi og er öllum opinn. Sultur í Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Ak- ureyrar mun sýna norsku myndina Sult eftir Knut Hamsun næstkom- andi mánudag, 10. apríl. Sýnt er í Borgarbíói og hefst sýningin kl. 18.30. Myndin er sýnd í samvinnu við norska sendiráðið á Islandi. Aðgangur er ókeypis. mýkt í matargerðina AKRA FLJÓTANDI WhmwigMrafig Nýr og spennandi möguleiki i alla matargerÖ • Inniheldur hollustuolíuna, rabsolíu Þœgilegt beint úr kæliskápnum tsm \ SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRI ! l i s t i n a a h m a t b ú a Ogrynni af snjó flutt af kjörstað Akureyringa við Oddeyrarskóla Tveggja daga verk að moka snjónum burtu Morgunblaðið/Rúnar Þór HAUKUR Valtýsson húsvörður sér til þess að kjósendur fái ekki yfir sig klakastykki þegar þeir koma að kjósa í dag. STARFSMENN Akureyrarbæjar voru í óða önn að moka burtu si\jó af kjörstað Akureyringa, við Oddeyrarskóla í gærdag en nán- ast ófært var um svæðið og sár- afá bílastæði. Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur Akureyrarbæjar sagði að um siðastliðin mánaða- mót hefðilbærinn verið búinn að eyða um 24 milljónum króna í snjómokstur en það er nærri helmingi hærri upphæð en áætl- að var í fjárhagsáætlun fyrir allt þetta ár. Ekki væri allt búið enn og til að mynda hefði heill dagur farið í að flylja snjó burt af svæð- inu við kjörstað í allan gærdag. Krafa aðkomast klakklaust á kjörstað „Það var ekki hjá því komist, það er sjálfsögð krafa kjósenda að komast klakklaust á kjör- stað,“ sagði Guðmundur en hann bætti við að ef hlánaði hægt og rólega þá yrði unnt að draga verulega úr snjómokstrinum og verkefnum sem honum fylgja. „Við erum farnir að slaka svolít- ið á, draga úr þessu enda kostn- aðurinn orðinn ærinn,“ sagði Guðmundur. Hilmar Gislason bæjai-verk- stjóri var með sínum mönnum við Oddeyrarskólann I gær og fylgdist með snjómokstrinum. Hann sagði að þó svo að byrjað væri að hæga á snjómokstrinum væri nóg eftir, m.a. ýmsar leiðir utan og ofan bæjarins sem ekki hefði verið hægt að sinna þegar mest var að gera í bænum. Allt klárt á kjörstað „Það er allt að verða klárt,“ sagði Haukur Valtýsson húsvörð- ur í Oddeyrarskóla sem í gær var að moka snjó af þaki skólans og bijóta niður klaka. „Það hefur verið feikimikill snjór hérna, sér- staklega sunnan við skólann þar sem var illfært fyrir bíla. Þeir komu héra bæjarstarfsmenn í vikunni og fluttu snjó af svæðinu og hafa svo verið hér í allan dag, þannig að það eiga allar að komast hér um þegar kjörstaðir opna.“ Skoflustunga að kvíarstæði fyrstu flotkvíar landsins tekin Væntingar um aukin verk fyrir skipasmíðaiðnaðinn JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, tók fyrstu skóflustungu að kvíarstæði við flotkví Akur- eyrarhafnar sunnan slippstöðvar- skemmunnar á Ákureyri í gær en þar með hófst fyrsti áfangi að uppsetningu fyrstu flotkvíar á ís- landi. Flotkvíin er nú í smíðum hjá ríkisskipastöðinni Baltija í Kleipeda í Litháen og verður hún afhent 2. maí næstkomandi. Hún verður síðan dregin til Akureyrar af þýska dráttarskipinu Fairplay XIV og er búist við að siglingin taki um tvær vikur. Gerð kvíarstæðis verður lokið 7. júní næstkomandi og eru verk- takar G. Hjálmarsson hf. og Möl og sandur, undirverktakar þeirra eru Björgun hf. og Suðurverk hf. sem annast gerð skjólgarðs og gijótvarnar. Alls verða 143.500 rúmmetrar grafnir út af svæðinu Sýningu Iðunnar að ljúka SÝNINGU Iðunnar Ágústsdóttur myndlistarkonu í húsakynnum Ljósmyndastofunnar Norður- myndar við Hafnarstræti 90 á Akureyri lýkur á morgun, sunnu- dag. Sýningin verður opin bæði á laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 til 18.00. Á sýningunni eru myndverk, smámyndir málaðar á gullgrunna og margs konar listmunir og skartgripir úr postulíni. og verður efnið flutt að Krossa- nesi þar sem það verður notað til landfyllingar. Kostnaður um 250 miHjónir Heildarkostnaður við kaup og undirbúning flotkvíarinnar er um 250 milljónir króna og leggur rík- issjóður til fé til kvíarstæðisins, 70% af kostnaði eða um 50 milljón- ir króna. Þá er kvíin sjálf styrkhæf samkvæmt hafnarlögum, en Hafn- arsjóður Akureyrar fjármagnar kaupin og framkvæmdir að öðru leyti. Slippstöðin-Oddi annast rekstur flotkvíarinnar og verður gerður leigusamningur við fyrirtækið, en vonir eru bundnar við að verkefni stöðvarinnar muni stóraukast með tilkomu kvíarinnar. Hægt verður að taka öll stærstu fiskiskip ís- lendinga upp í flotkvína til við- halds og viðgerða, þar með talið alla stærstu frystitogara landsins og flest flutningaskip landsmanna. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónustur verða ( Akureyrarkirkju á pálmasunnudag kl; 10.30 og 13.30. GLERÁRKIRKJA: Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og 14.00. á pálmasunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 13.30 á morgun, hjálpræðissamkoma kl. 20.00, allir velkomnir. Heimilasamband fyrir konur á mánudag kl. 16.00. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18.00 og á morgun sunnudag kl. 11.00. Kvíin tekur 5.000 þungatonn, hún er 117 metra löng og 24 metra breið að innanmáli og getur tekið skip með 7,6 metra djúpristu. Þá fylgir ýmiss konar búnaður kvínni, svo sem kranar og rafdrifnir vinnupallar á brautum. Upptaka skipa er auðveld, henni er sökkt, kjalblokkir og skorður stilltar eftir gerð skipsins, því síðan komið fyr- ir og kvínni lyft. Lyftistöng fyrir atvinnulífið Jakob Björnsson bæjarstjóri rakti við athöfn í gær aðdragand- ann að því að ráðist var í flotkvíar- kaupin. Fram kom í máli hans að dráttarbraut í eigu Akureyrar- hafnar væru orðin rúmlega 20 ára gömul og farin að gefa sig. Leggja hefði þurt í 85 milljóna króna kostnað við endurbætur á henni en niðurstaðan orðið sú að kaupa flotkví, gera lágmarksendurbætur á dráttarbrautinni eða fyrir um 8 milljónir króna og nota hana eink- um fyrir minni fiskiskip. „Við telj- um að tilkoma flotkvíarinnar verði lyftistöng fyrir skipasmíðaiðnað- inn á Akureyri og hún muni verða atvinnulífi í bænum og uppbygg- ingu þess til framdráttar,“ sagði bæjarstjóri. Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, sagði að eðlilegt væri að fyrsta flotkví landsins væri sett upp á Akureyri, þar væri mikil verkþekking á sviði skipasmíða- iðnaðar og í Eyjafirði væri ein sterkasta togaraútgerð landsins, vel væri að henni staðið og útgerð- in hefði fengið góða þjónustu á Akureyri. „Sterk slippstöð er for- senda fyrir að svo verði áfram,“ sagði samgönguráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.