Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 23 FRETTIR: EVROPA Pólveijar þrýsta á um ESB-aðild Vilja breytingar á landbúnaðarstefnu Varsjá, Brussel. Reuter. JOZEF Oleksy, forsætisráðherra Pól- lands, þrýsti á fimmtudag á forystu- menn Evrópusambandsins að hefja aðildarviðræður við Pólland sem fyrst. Hann fékk hins vegar þau svör hjá Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, að viðræður gætu ekki hafizt fyrr en eftir ríkjar- áðstefnu sambandsins, sem hefst á næsta ári. Oleksy hafði eftir forset- anum að Pólland gæti fengið aðild á árabilinu 1999-2001. „Við kjósum augljóslega fyrsta árið,“ sagði for- sætisráðherrann á blaðamannafund- ið. Oleksy þrýsti jafnframt á um að Pólveijar fengju með einhveijum hætti að taka þátt í ríkjaráðstefn- unni, sem ákveða á framtíðarskipu- lag ESB. Santer svaraði því hins vegar til að ráðstefnan væri fyrir aðildarríki, en náið samráð yrði haft við væntanleg aðildarríki. Óþolandi viðskiptahalli A sama tíma og Pólveijar vilja skjóta aðild að ESB, halda þeir því hins vegar fram að landbúnaðar- stefna ESB standi í vegi fyrir því að efnahagslíf þeirra geti aðlagazt Evrópusambandinu. Á ráðstefnu um matvælaiðnað, sem haldin er í Var- sjá, sagði Roman Jagielinski, land- búnaðarráðherra Póllands, að ESB yrði að opna markað sinn fyrir land- búnaðarvörur fyrir pólskum útflutn- ingi til að lagfæra óþolandi viðskipta- halla. Hann benti á að pólskur útflutn- ingur til ESB hefði tvöfaldazt á und- anfömum fjórum ámm, en innflutn- ingur frá ESB hefði hins vegar þre- faldazt. Jagielinski sagði að fijáls viðskipti væru forsenda þess að Pól- land gæti aðlagað efnahagslíf sitt kröfum Evrópusambandsins. Núver- andi viðskiptasamningar liðu hins vegar fyrir ofvemdaðan matvæla- markað ESB. Póiveijar hyggjast hins vegar hag- ræða í eigin landbúnaði; fækka bóndabýlum um helming þannig að þau verði u.þ.b. ein milljón og einka- væða þann fjórðung ræktarlands, sem enn er í eigu ríkisins. Aðalfundur Evrópubankans Fara fram á meira fé til uppbyggingar London. Reuter. AÐALFUNDUR Evrópubankans (EBRD) hefst í London í dag. Stjóm- endur bankans hafa undanfarin ár verið önnum kafnir að endurreisa ímynd hans eftir hneykslið sem varð er aðalbankastjórinn franski Jacqu- es Attali, flaug um Evrópu þvera og endilanga á einkaþotum og eyddi milljónum í glæsileg húsakynni bankans í London. Nú telur nýi bankastjórin, Jacqu- es de Larosiere, að bankinn hafí endurheimt traust meðal eigenda sinna, sem eru 59 ríki og aiþjóða- stofnanir. Hlutverk bankans, sem var stofnaður eftir hrun kommúnis- mans í Evrópu, er að styrkja einka- geirann í Austur-Evrópu og hjálpa fyrrverandi kommúnistaríkjum til sjálfshjálpar. Því hlutverki telur de Larosiere að bankinn geti ekki sinnt án þess að eigið fé hans verði aukið verulega. Eiginfjáraukningin verður vænt- anlega helzta málið á aðalfundinum, sem 370 embættismenn og 2.600 bankamenn munu sækja. Eigið fé bankans er 10 milljarðar ECU, eða 836 milljarðar íslenzkra króna og eru nú um 60% þess bundin í útlán- um. Erfitt að sannfæra eigendur Búizt er við að erfítt verði fyrir de Larosiere að sannfæra stóra hlut- hafa í bankanum, til dæmis Banda- ríkin, Bretland og Þýzkaland um ÚR marmaralögðum höfuð- stöðvum Evrópubankans í London. að auka hlutafjárframlagið. „Ég get ekki ímyndað mér að Bandaríkin samþykki eiginfjáraukningu eins og ekkert sé,“ segir Heinar Luschin, fulltrúi Austurríkis í bankastjórn- inni. Meðal þess, sem stjórnendur bankans hafa lagt á sig til að sann- færa eigendurna um að bankinn eigi ný fjárframlög skilin, er að skera allan kostnað rækilega niður. Orðrómur er jafnvel á kreiki um að bankinn muni flytja úr marmara- höll Attalis, en hluti hennar hefur þegar verið leigður út til japansks banka. Spring vill veija smáríkin • DICK Spring, utanríkisráð- herra Irlands, segir að Irar muni með öllum ráðum verja áhrif og réttindi smáríkja á ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári. • LÖGFRÆÐILEGUR ráðgjafi Evrópudómstólsins hefur sent dómstólnum álit, þar sem hann telur að Grikkir hafi haft lagaleg- an grundvöll til að leggja við- skiptabann á Makedóníu, þar sem líta hafi mátt á deilu ríkjanna (um fána, stjórnarskrá og nafngift Makedóníuríkis) sem grískt ör- yggismál. Álitið er ekki bindandi. Utanríkisráðuneyti Makedóniu hefur lýst yfir vonbrigðum og hneykslan. • EVRÓPUÞINGIÐ hefur sam- þykkt ályktun, þar sem fjölda- morðin í Búrúndí eru fordæmd og ESB og önnur vestræn samtök hvött til að gera þegar í stað neyð aráætlanir, sem hrundið verði i framkvæmd ef ástandið í landinu fer úr böndunum. Meðal annars verði gert ráð fyrir hernaðarí- hlutun á vegum SÞ og myndun griðasvæða fyrir flóttamenn. • SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERR- AR ESB hafa samþykkt að sam- bandið leigi skip til að hafa eftir- lit með reknetaveiðum á Miðjarð- arhafi, sem liafa spillt fyrir fisk- vernd. Kjósum gœðin Uiydai sófum og stólum fró Wjj & Rúmteppi og púSar fró (^vps^) Gjgfgvgra fró Opib í dag frá kl. 11-16 Mörkinni 3, sími 588 0640 Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö 1995.Umsóknir á þar til gerðum eyðublööum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaqinn 28. apríl 1995. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 26. maí til 15. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 28. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur J Eitt blab fyrir alla! kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.