Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ r AÐSEIMDAR GREINAR Ný lög um fiskveiði- útgerð og aflalilutdeild í TENGSLUM við kosningar 8. apríl 1995 hefur umræða um stefnu- mótun í sjávarútvegi verið líflegri en oft áður og ekki lengur bundin við þröngan hóp sérfræðinga eða sér- stakra áhugamanna um þetta mikla hagsmunamál íslendinga. Af lestri frétta frá kosningabaráttunni má sjá að æ víðtækari ándstöðu er að fínna meðal almennings gegn núverandi skipulagi á úthlutun kvóta í íslensku fískveiðilögsögunni. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara nánar út í hvaða atriði það eru sem vekja hvað mesta andúð á núverándi út- hlutunarkerfi og er það ekki hug- myndin með þessum skrifum. Fram hefur komið að stjómmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, virðast eiga erfítt með að setja fram skýra stefnu um hvemig þeir telji best að gera úrbætur á núverandi kerfí sem komið gæti í meginatriðum til móts við þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á umliðnum ámm. Það kann því að vera framhleypni af áhuga- manni út í bæ að leggja orð í belg um framtíðarstefnumótun í sjávarú- vegi en engu að síður er það gert í þeirri trú að efla þurfí umræðu um leiðir út úr þeim vanda sem núver- andi kerfí hefur ratað í. Fiskveiðiútgerð og aflahlutdeild í núgildandi lögum um stjóm fisk- veiða er að fínna ákvæði um leyfí- sveitingar til veiða í íslenskri land- helgi og ennfremur er í sömu lögum að fínna ákvæði sem varða skynsam- lega nýtingu fískistofna í landhelg- inni. Að mati þess sem þetta skrifar hefur verið blandað saman tveimur óskyldum atriðum við setningu þess- ara laga. Mikilsvert væri ef nýtt Alþingi myndi samþykkja að fela stjómskipaðri nefnd að endurskoða framangreind lög með eftirfarandi atriði í huga. Nauðsynlegt er að setja sérstök lög um fískveiðiútgerð og aflahlutdeild. Eðli málsins sam- kvæmt eru það „skip“ sem fá úthlut- að veiðileyfum og sækja þann afla úr sjó sem leyfilegt er hverju sinni samkvæmt sérstöku leyfísbréfí þar að lútandi sem nefnd hefur verið „aflahlutdeild" (þ.e.a.s. ef um tak- márkaða fískitegund er að ræða). Viðurkennt er að íslandsmið eru sameign íslensku þjóðarinnar en sú leið hefur ekki verið farin að úthluta aflahlutdeildum til allra íslenskra rík- isborgara. Ekki geta allir íslendingar heldur átt skip og með þeim hætti notið þess afnotaréttar af Island- smiðum sem þeir eiga rétt til og væri það heldur ekki hagkvæmt fyr- ir þjóðarbúið. Markmið nýrra laga um fiskveiðiútgerð væri að setja um þessa atvinnugrein lög þar sem m.a. væri kveðið á um helstu skilyrði fyr- ir því að einstaklingar og fyrirtæki þurfa að uppfylla til að stunda físk- veiðiútgerð. Skilgreina þarf megin- markmið um samsetningu og stærð skipastóls sem veitt getur veiðanleg- ar fískitegundir innan sem og utan veiðilögsögu Islands. Af sjálfu sér leiddi að það yrði að sundurgreina nánar hugtakið fiskveiðiútgerð í und- irhugtök eins og „smábátaútgerð", ,„stórútgerð“, o.s.frv. Auk þess að í lögum um fiskveiðiútgerð væru skil- greind önnur helstu skilyrði er fram- angreind fískveiðifyrirtæki þurfa að uppfylla til að fá „afnot“ af fískimið- um í íslenskri efnahagslögsögu þá væri væntanlega nauðsynlegt að íHandunnin austuríensk, teppi og skrautmunir EMIR Hringbraut 121, sími 552 3690 Opið í dag frá kl. 10-18 setja skýrar reglur um aflahlutdeildir. Með aflahlutdeild er átt við sem fyrr segir leyfísbréf til að veiða að hámarki ákveðið magn af físki- tegund sem er undir úthlutunarvaldi ríkisins. Aflahlutdeild er veitt til- teknu skipi í eigu fyrir- tækis sem stundar físk- veiðiútgerð. Til skoðun- ar kæmi hvort eðlilegt væri að setja reglur um hámarksúthlutun á afla til einnar og sömu físk- veiðiútgerðarinnar eins og nánar er vikið að hér á eftir. Gildistími og viðskipti með aflahlutdeild í nýjum lögum um fískveiðiútgerð þyrfti að taka afstöðu til þess hvort og í hvaða tilvikum ætti að setja það sem skilyrði fyrir því að veita fyrir- tæki aflahlutdeild að um sé að ræða Tryggvi Axelsson fískveiðiútgerð sem er almenningshlutafélag sem skráð er á hluta- bréfamarkaði. Einkum ætti þetta við ef við- komandi fiskveiðiútgerð hefur náð tiltekinni stærð og stefnir í að skip í hennar eigu muni ráða yfir stórum hluta úthlutaðra aflaheimilda. Sjónarmið löggjafans ætti að vera skýrt um hversu mikla samþjöpp- un aflahutdeilda á eina hendi er unnt að leyfa. í gildandi lögum er eng- in slík ákvæði að fínna. Setja þyrfti ákvæði um til hversu langs tíma leyfisbréf um aflahlutdeild skuli gilda en viss rök eru fyrir því að leyfisbréf gildi lengur ef um er að ræða skip sem í eru bundnir miklir fjármunir. Taka verður afstöðu til þess með hvaða hætti íslenska ríkið ætlar að úthluta aflahlutdeildum í íslenskri Sjónarmið löggjafans ætti að vera skýrt, segir Tryggvi Axelsson, um hversu mikla samþjöpp- un aflahlutdeilda á eina hendi er unnt að leyfa. landhelgi. Margir fræðimenn, jafnt innlendir sem útlendir, hafa bent á að eðlilegt er að leyfisbréf um afla- hlutdeild séu seld og fiskveiðifyrir- tæki greiði fyrir afnotin. Þetta þýðir að setja yrði í lög ákvæði um uppboð og eftirfarandi framsal aflahlutdeilda þann tíma sem að heimildin væri í gildi. Núverandi ákvæði um rétt sveitarstjóma til að kaupa aflaheim- ildir ef hætta er á að þær flytjist frá byggðarlaginu yrðu væntanlega tek- in til skoðunar við slíka lagasetn- ingu, annars vegar með hliðsjón af stefnu löggjafans í byggðamálum og hins vegar með hliðsjón af því hversu ríka áherslu Alþingi legði á hag- kvæmnissjónarmið óháð búsetu físk- veiðiútgerðarinnar. Hér kæmi einnig til athugunar t.a.m. hvort stærri og öflugri útgerðarfyrirtæki sem skráð em í kauphöll kunna að nýta betur skipastól heldur en mörg smáút- gerðarfyrirtæki sem hver um sig hafa yfir einu skipi að ráða af ákveð- inni gerð. í þann hluta lagasetningar um sjávarútveg sem fjallaði um afla- hlutdeild kæmi einnig til álita hvort skipta ætti leyfilegum heildarafla á hveiju ári milli útgerða sem ættu lögskráð heimili í tilteknum lands- fjórðungum eða hvort telja ætti allt landið sem eitt og sama úthlutunar- svæðið. Eins og áður hefur verið nefnt yrði nauðsynlegt að skilgreina rétt smærri útgerðar til aflaheimilda og hvemig tryggja mætti að end- umýjun ætti sér stað innan hennar á afnotarétti á fískimiðum íslands. Reikna yrði með að eðlilegur aðgang- ur yrði tryggður á jafnréttisgrund- velli fyrir sjómenn sem vilja hasla sér völl í þeirri atvinnugrein. Upp- fylli þeir hin almennu og einstakl- ingsbundnu skilyrði sem sett væru fyrir leyfí til smábátaútgerðar þá væri tryggt að sjómenn hefðu raun- hæfa möguleika til að eignast afla- hlutdeild (afnotarétt) í hinni sameig- inlegu fískveiðilögsögu samkvæmt almennum samkeppnislögmálum. í sambandi við framsal aflahlutdeilda Til studningsmanna. Takkl Bestu þakkir til ykkar allra sem á síðustu vikum hafið lagt á ykkur ómælda vinnu í kosningabaráttunni. Þið hafið lyft Grettistaki til að kynna þjóðinni stefnu okkar og framtíðarsýn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.