Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR * Avaip til Islendinga NÚ í lok kosninga- baráttunnar vil ég fyr- ir hönd Þjóðvaka þakka íslendingum já- kvæðar undirtektir. Ég vil nota þetta tæki- færi til að minna á að Þjóðvaki - hefur lagt sérstaka áherslu á að viðhöfð verði heiðarleg og trúverðug vinnu- brögð í stjómmálum, opinberri stjómsýslu og atvinnulífi. Við höfum lagt áherslu á nauðsyn þess að endurvekja trúnað ííslensku sam- félagi. Ástæðan er sú að á síðustu árum hafa ýmis góð og gömul gildi orðið undan að láta á íslandi og reyndar víðar á Vestur- löndum. Mannúð, samhjálp, trúnað- ur og sjálfsvirðing eru hugtök sem áður lýstu eftirsóknarverðum kost- um í fari fólks en hafa á seinni tím- um orðið innihaldsrýr og doðakennd hugtök. Þjóðfélagsstofnanir hafa fjar- lægst fólkið sem hefur leitt til þess að orðið hefur trúnaðarbrestur milli almennings, einstaklinganna og alls hins opinbera. Bæði á íslandi og víðar um heim er fólk að vakna til andsvara við hinu kaldranalega lífs- viðhorfi og fólk ætlast til þess að siðlegir samskiptahættir taki við af valdhrokanum, — að mannúð og virðing fyrir mannréttindum skipi aftur æðri sess í samskiptum manna og stofnana. Við viljum samfélag þar sem jafnrétti og mannhelgi er í heiðri höfð. Við viljum stefna til bættra lífskjara í samfélagi þar sem manngildi og ijölskyldan er í önd- vegi. Vonir um nýja tíma Við erum fram komin til að leiða saman félagshyggjufólk. Við erum að stíga fyrsta skrefíð í þá átt að samfélag okkar geti orðið heilbrigð- ara með því að ofurvaldi eins stjóm- málaflokks í stjómmálalífínu verði hnekkt og hann fái jákvætt lýðræð- islegt aðhald. Ég leyfí mér að halda að í kosningabaráttunni hafí vaknað vonir um nýja tíma, nýtt gildismat og vaxandi félagshyggju í Iandinu. Þjóðvaki fagnar þeim árangri og hvetur Iqósendur til að fylgja þeirri von eftir með því að fylkja sér um J-listann. í dag fara fram mikilvægar kosn- ingar. Til þessa dags kann að vera hægt að rekja upphafíð að samein- ingu jafnaðarmanna í eina öfluga hreyfíngu, til þessa dags kann að vera hægt að rekja stóran áfanga í jafnréttisbaráttunni. Dagurinn gæti því markað tímamót í barátt- unni fyrir réttlæti í samfélaginu. Þjóðvaki vill í dag þakka keppinautunum hressilega baráttu, en sérstaklega viljum við þakka stuðningsfólki okkar frábærar viðtök- ur og sjálfboðaliðum fómfúst starf í þágu nýrra tíma, trúnaðar og jákvæðra umskipta í íslensku samfélagi. Kosningaréttur er helgur réttur, mann- réttindi sem allir ættu að nota. Ég skora á alla íslenska kjósendur að nota þessi mannrétt- indi, hvár í flokki sem fólk stendur. Kosningar eiga að endurspegla afstöðu fólks- ins í landinu. Sögulegt tækifæri Vissulega greinir okkur á um leiðir og markmið í stjómmálum, en öll viljum við gera íslandi gagn, leggja okkar af mörkum til að fólk- Kosningaréttur er helg- ur réttur, mannréttindi sem allir ættu að nota, segir Jóhanna Sigurð- ardóttir og skorar á kjósendur að nota þessi mannréttindi, hvar í flokki sem þeir standa. ið sé hamingjusamara í þessu landi. Gleymum ekki því að ísland er í raun meðal auðugustu þjóða heims- ins og hér eiga allir einstaklingar að geta lifað við sómasamleg lífs- lqör, atvinnu- og afkomuöryggi og með sjálfsvirðingu og fullri reisn. Sú ætti að vera okkar sameiginlega stefna og í þessu efni höfum við öll hlutverki að gegna. Það er verk- efni bæði stjórnar — og stjómar- andstöðu — að fylgja eftir slíkum breytingum á íslensku samfélagi. Með framboði Þjóðvaka hefur skapast tækifæri til að hefja nýja sókn til bættra lífskjara, öflugra atvinnulífs og trúnaðar í samfélag- inu. Nú er tækifærið til að stokka upp stirðnað flokkakerfi og sameina félagshyggjuöflin. Þetta tækifæri verðum við að nýta. Enginn veit hvort eða hvenær slíkar aðstæður skapast aftur. Það er eðli lýðræðisins að tekist sé á í kosningum. Ég vona að allir þátttakendur komi heilir hildi frá. Ég er sannfærð um að með þínum stuðningi hefst í dag nýtt framfara- skeið í þágu þjóðarinnar allrar. Jóhanna Sigurðardóttir Herrahártoppar Herrahárkollur r SÉRLEGA STERKUR OG FALLEGUR ÞRÁÐUR r pantið einkatíma r Ráðgjafi á staðnum Hár:x. (Ðpryði V >/ Sérvci V.___Borgarí* Sérvcrslun Borgarkringlunni, sími 32347. Höfundur er formaður Þjóðvaka. gfflaa Full buð af fallegum íötum ogskóm - Fötin sem börnin vilja -1 enoabörnín Bankastrœti 10 íferu 552-2201 | Eitt blab fyrir alla! - kjami málsins! Kvennalistinn horf- ir til framtíðar ÞAÐ ER ekki síst vegna framtíðarinnar sem Kvennalistinn er til. Við eram angi af meiði 100 ára kvennabaráttu, við viljum bæta stöðu kvenna og bama núna, en við viijum líka horfa fram á veginn og vera þátttakendur í mótun nýrrar aidar, í samfélagi sem tekur mið af þörfum beggja kynja, stefnir að jöfnuði, réttlæti, vald- dreifingu, virku lýðræði og því að koma á jafn- vægi manns og náttúru. Við trúum því að allt sem gert er til að bæta stöðu kvenna skili sér i réttlátara og betra þjóðfé- lagi fyrir alla, konur jafnt sem karla. Jafnréttislögin þverbrotin Linnulausri umræðu hefur verið haldið uppi í 12 ár um stöðu kvenna, einkum iaunamisréttið og stöðu þeirra sem Iægst hafa launin, en í þeim hópi era konur í meirihluta. Margar tillögur hafa verið lagðar fram um endurskoðun á Iaunakerfí ríkisins, endurmat á störfum kvenna, um lágmarkslaun og þannig mætti lengi telja. Það hefur hins vegar ekki verið vilji hjá gömlu flokkunum á hinu háa Álþingi til þess að taka á launamisréttinu og ár eftir ár hef- ur verið samið á almennum vinnu- markaði um óbreytt ástand og eilíft líf óréttlætisins. Menn horfa upp á það án þess að blikna að jafnréttis- lögin eru þverbrotin og það er eins og þau komi vinnumarkaðnum ekki við, hvað þá ríkisstjóminni, löggjaf- arvaldinu eða dómstólunum sem ný- lega áréttuðu í dómi að stúlkur væra mun minna virði en drengir þar sem þær hefðu væntanlega lægri tekjur á lífsleiðinni. Launin og atvinnan Það verkefni sem hæst ber er að taka á launamun kynjanna og mis- munandi aðstæðum þeirra til þess að stunda vinnu. Nýleg könnun sem unnin var fyrir Jafnréttisráð leiddi í ljós það sem við höfum lengi vitað að iaun þeirra hópa kvenna sem rannsóknin náði til era á bilinu 64-78% af launum karla og launa- bilið vex, því meiri sem menntunin er. Þetta era grafalvarleg skilaboð til ungra stúlkna sem hljóta að spyija hvort menntun borgi sig. Samkvæmt nýlegum tölum Hag- stofunnar era laun kvenna að með- altali um 50% af launum karla með- an samsvarandi tala fyrir Bandarík- in er 70%. Annað stórverkefni sem bíður okkar er atvinnusköpun fyrir allt það fólk sem nú er atvinnulaust og þá sem koma munu út á vinnumark- aðinn á næstu áratugum. Þau mál verða ekki leyst á einum degi eða í tíð einnar ríkisstjómar. Við þurfum að móta atvinnu- stefnu til langs tíma sem tekur mið af þeim auðlindum sem við eigum í landinu, full- nýtingu þeirra og nýj- um möguleikum sem felast í greinum eins og ferðaþjónustu, smáiðnaði og rann- sóknum af ýmsu tagi. Við verðum að gefa einstaklingum og hópum kost á að spreyta sig og prófa nýjungar. Sérstak- lega þarf að huga að atvinnusköpun kvenna, en þar hafa stjórnvöld, verkalýðshreyfíng og vinnuveitend- ur vægast sagt bragðist og hafa afhjúpað gamaldags og þröngsýn sjónarmið í tillögum sínum til at- vinnusköpunar á undanförnum árum sem nánast eingöngu hafa gagnast körlum. Konur eru nýr kraftur í Bandaríkjunum er talað um konur sem hinn nýja kraft efnahags- lífsins, þær hafa stofnað meiri hluta nýrra fyrirtækja og eiga stóran þátt í því að nánast útrýma atvinnuleysi þar vestra, enda fá þær mikið fé úr sjóðum sem ætlað er að styrkja nýsköpun í atvinnulífí. Þróun atvinnulífsins er nátengd menntakerfí landsins. Þar þurfum við íslendingar að taka okkur tak, leggja áherslu á skapandi hugsun, efla starfs- og verkmenntun, búa betur að skólum landsins og auka rannsóknir og tilraunir. íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða sem verja minnstu fé til skólamála. Við gröfum undan eigin framtíð með slíkum áherslum. Við þurfum að skoða inntak þess náms sem hér er boðið upp á og átta okkur á því hvers konar menntun við viljum og þurfum. Þar þarf að skoða þarfír kynjanna sérstaklega og búa ungt fólk betur undir fjölskyldulíf og alls konar störf. Fyrst og fremst þarf þó að endur- skoða launakjör kennara enda hafa kjör þeirra dregist langt aftur úr. Menntakerfí sem býður starfsfólki sínu léleg kjör sem valda sífelldri óánægju kann ekki góðri lukku að stýra. Það þarf að endurskoða launakerfí ríkisins sem er óréttlátt og handónýtt. Aðgerða er þörf Enn eitt málið sem við kvenna- listakonur setjum efst á okkar blað er ofbeldi gegn konum og bömum. Þar þarf róttækar aðgerðir, laga- setningu og hugarfarsbyltingu ef okkur á að takast að draga úr þeim hörmungum sem allt of margar konur og böm búa við. Að endingu vil ég nefna heilbrigðismál, þar sem verður að eiga sér stað mikil áherslu- Yið kvennalistakonur, segir Krístín Astgeirs- dóttir, viljum halda áfram að beita okkur í þágu kvenna. breyting eigi að takast að draga úr kostnaði vegna sjúkdóma og heilsu- gæslu. Þar þarf að spyija þeirrar grandvallarspumingar hvemig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar og leggja megináherslu á foi-vamir, að sjálfsögðu í góðri samvinnu við þá sem vinna að heilbrigðismálum. Rannsóknum á heilsu kvenna þarf að sinna sérstaklega. Meðalaldur ís- lenskra kvenna stendur nú í stað og ýmsir þeir sjúkdómar sem einkum hafa heijað á karla sækja í sig veðr- ið meðal kvenna. Ég endurtek aftur: það er verk að vinna. Hverjum treysta konur? Við kvennalistakonur viljum halda áfram að beita okkur í þágu kvenna, barna og karla og við erum sannfærðar um að aldrei hefur ver- ið eins mikil þörf fyrir sterka kvennahreyfíngu og öflugar raddir kvenna og einmitt nú á tímum mik- illa breytinga, til þess að standa vörð um réttindi kvenna og til að stíga enn fleiri skref í átt til réttlát- ara þjóðfélags. En til þess þurfum við styrk. Ég hlýt að spyija konur, treysta þær Davíð og Friðriki til þess að bæta kjör kvenna, eftir þær árásir sem gerðar hafa verið á stöðu heimilanna á þessu kjörtímabili með skattahækkunum, þjónustugjöldum og ómarkvissum niðurskurði í vel- ferðarkerfinu? Hvar er stöðugleiki heimilanna? Treysta konur Ólafí Ragnari og Svavari sem tóku til baka tímamóta- samninga BHMR með bráðabirgða- lögum sem ollu ómældum skaða í framhaldsskólum landsins? Treysta konur Jóni Baldvin og Sighvati sem unnið hafa það helst sér til frægðar að raða krötum á ríkisjötuna og setja allt á annan endann í velferðar- kerfinu? Treysta konur Halldóri og félögum sem greiddu atkvæði á móti öllum kvennatillögum Kvenna- listans við afgreiðslu síðustu fjár- laga? Ætla konur að setja traust sitt á gömlu flokkana sem standa eins og staðar merar í vegi aukins jafnréttis kynjanna? í nafni systur- legrar samstöðu nefni ég engar konur, enda eru þær allt of fáar á Alþingi íslendinga. Það er löngu tímabært að Kvennalistinn fái að spreyta sig við stjórnvölinn. Við erum reiðubúnar og nú veltur það á konum þessa lands hvort við fáum til þess braut- argengi. Höfundur skipar 1. sætí Kvennalistans i Reykjavík. Kristín Ástgeirsdóttir Er þetta ekki einum of langt gengið? SKRIF Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu sl. miðvikudag vöktu vægast sagt furðu mína. Ég ætla ekki að taka afstöðu til málefnisins sem þar var til umfjöllunar. En þau stóryrði sem þama voru notuð í árás á nafngreinda menn eru mér óskilj- anleg. Það að banka- stjóri stærsta banka Guðni Jónsson landsins skuli nota orðalag af þessu tagi hlýtur að teljast of langt gengið. Sverrir Her- mannsson er þekkt- ur fyrir að taka skemmtilega til orða, en þessi grein var ekki fyndin. Málefnaleg umfjöll- un var líka víðs fjarri. Hvaða máli skiptir það í umræðu um samkeppnis- Svona gera menn ekki, segir Guðni Jónsson, um grein Sverris Her- mannssonar. stöðu bankanna hvers synir menn eru? Eða þá hvað þeir eru skreflangir? Og hvers koknar mannasiðir eru það að kalla menn „grátkór“ og „ófrelsaðar herkerlingar“, þótt þeir hafi skoðanir sem ekki falla banka- stjóranum í geð? Svona gera menn ekki, Sverr- ir. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.