Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 55 SNÆÞÓR KRISTINN KRISTINSSON árum, þegar ég* sat 5 boði hjá Stein- grími Hermannssyni með fyrver- andi utanríkisráðherra Breta, Lord Carington. Ég minntist á strand togarans og spurði, hvort Caring- ton-fjöiskyldan í Bretlandi hefði gert út togara á þessum árum. Hann sagði að svo hefði ekki ver- ið. Eftir nokkra umhugsun kom hann með ráðningu gátunnar. Hann sagði að árið 1913 hefði afi sinn verið landbúnaðarráðherra í bresku ríkisstjórninni. Undir hann hefði líka heyrt sjávarútvegsmál. Utgerðarfyrirtækið sem lét smíða nýjan togara hefði þá trúlega kos- ið að skýra hann þessu nafni, Lord Carington, til þess að heiðra ráð- herrann. Ólafur Jónsson var áhugamaður um byggingu kirkju í Vík. Hann vann ásamt fleirum við bygging- una. Var hann hringjari kirkjunnar í mörg ár. Á seinni árum þegar hann stóð einn uppi, var búinn að sjá á bak eiginkonu, tengdasyni og svo dóttur, var hann búinn að ráðstafa svo til öllum eigum sínum og fékk inni á Dvalarheimili aldr- aðra í Vík, Hjallatúni. Þangað hafði runnið stór hluti eignanna og svo til kirkjunnar og kirkjuorg- elsins. Hreppsnefndin hafði gert hann að heiðursborgara fyrir nokkrum árum og var hann vel að því kominn. Þá hélt hrepps- nefndin upp á 100 ára afmæli Ólafs 22. mars sl. Naut hann vel þeirrar samkomu og var hress og kátur. Hann gat því glaður og ánægður lagt sig til hinstu hvíld- ar. Hann lést laugardaginn fyrsta apríl sl. Auk þeirra ættingja sem hann átti í Vík og reyndust Ólafi vel, átti hann marga vini sem oft litu til hans og sýndu honum hlýju og vináttu síðustu árin og var honum það mikils virði. Fyrst af öllu ber þó að þakka starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Hjallatúni, sem veitti Ólafi góða umönnun síðustu árin. Útför Ólafs Jónssonar fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 8. apríl nk. Megi blessun guðs fylgja Ólafi frænda á nýrri braut, í nýjum heimi. Erlendur Einarsson. Ólafur Jónsson vinur minn er látinn rúmlega 100 ára. Ólafur var giftur frænku minni Elísabetu Ásbjörnsdóttur frá Akranesi, syst- ur Árnbjargar, sem bjó í Norður- Vík. Kynni okkar hófust fyrst, er ég níu ára gamall dvaldi sumarlangt hjá þeim hjónum á Sunnuhvoli. Síðan var ég næstu fimm sumur í Norður-Vík. Það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að „vera í sveit" hjá þeim hjónum á Sunnuhvoli, Ólfur var góður skák- maður og kenndi mér manngang- inn, og sátum við oft við skákborð- ið, sem hann hafði smíðað sjálfur. Ólafur var mjög laginn smiður og smíðaði marga ágæta muni, og eru mér einkum í minni ferðatösk- ur, sem hann smíðaði, enda höfðu hjónin mikinn áhuga á ferðalögum innanlands. Ólafur hafði mikinn áhuga á silungsveiðum, og lágum við til dæmis eina viku í tjaldi við Flögu í Skaftártungu við veiðar í Tungufljóti, ásamt Elísabetu og Sigríði dóttur þeirra þetta sumar fyrir um 58 árum. Ræktun var þeim hjónum í blóð borin, og áttu þau mjög fallegan garð við húsið sitt, sem var að heita mátti ofan í gróðrarstöð kvenfélagsins, sem Elísabet hafði mikinn áhuga á. Þegar við í gegnum árin komum að Sunnuhvoli, var oftast fýll á borðum, því að þau vissu, að það var uppáhaldsmatur minn. Við hjónin viljum með þessum fáu orð- um þakka Ólafi fyrir allar góðar stundir og vináttu, sem við urðum aðnjótandi hjá honum og fjöl- skyldu hans. Hvíli hann í friði. Gísli Júlíusson. + Snæþór Kristinn Kristins- son var fæddur 30. apríl 1974. Hann lést 30. mars síðast- liðinn. Móðir hans er Erla Odds- dóttir og fósturfaðir Helgi Heiðar Georgsson. Hálfsystkin hans sammæðra eru: Bjarn- heiður Stefanía og Þórarinn Elí. Unnusta hans er Þórey Bjarnadóttir. Útför Snæþórs Kristins fór fram frá Kolfreyju- staðarkirkju 7. apríl. „Ó, GÓÐI GUÐ, gefðu að þetta sé ekki satt, Snæþór getur ekki verið dáinn.“ Þetta var fyrsta hugsun mín þegar ég fékk þá sorgarfregn að Snæþór Kristinn, systursonur minn, væri dáinn. Hvílíkt reiðarslag, hvílík sorg, hörmulegt slys og Sníéþór er allur. Fregnin er því miður sönn, það er beiskur biti að kyngja en er engu að síður staðreynd. Nú ertu farinn burt mér frá. Flest virðist svart í þessum heimi. Hugurinn dapur fer um horfinn veg. Hart var að þurfa að kveðja ljúfa stund. Eflaust eg seint þig fær að sjá, samt þinni mynd ég aldrei gleymi; og meðan hér á jörð eg andann dreg enn lifir von um endurfund. Minningin kveikir sviðin sár, söknuðurinn mikill er. Daga og nætur ár eftir ár, ertu í hjarta mér. (S.Æ.) Elsku Snæþór minn, lífshlaup þitt var ekki langt, aðeins 21 ár. Eftir stöndum við, ástvinir þínir, yfirbug- uð af sorg. Við spyijum margra spurninga en fátt er um svör. Fyrir aðeins þrem vikum varst þú í heim- sókn hjá okkur, hress og gerðir að gamni þínu, en skyndilega, eins og hendi sé veifað, ertu horfinn. Elsku Erla mín, Helgi, Stebba, Elí, Þórey, mamma og Bjartur. Sorg- in er sár og missirinn mikll, en ef + Magnús Kjartansson fædd- ist í Reykjavík 25. október 1948. Hann lést á Borgarspítal- anum 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 6. apríl. MEÐ ÞESSUM fáu orðum langar okkur starfsmennina í félagsmið- stöðinni Árseli að kveðja vin okkar Magnús Kjartansson. Við höfum þekkt Magnús í sex ár, sumir leng- ur. Allar okkar ferðir, innanbæjar og utan, höfum við farið með honum eða hans bílstjórum. Það var því ánægjulegt fyrir okkur að frétta að Bjarni og Maggi ætluðu sjálfir með okkur í hina árlegu skíðaferð til Akureyrar sl. helgi. Ekkert varð úr því. Magnús lést langt um aldur fram þann 29. mars. Við fórum því í fyrsta skiptið án hans leiðsagnar, því þó hann væri ekki alltaf við stýrið, var hann okkur ætíð innan handar, hjálpsemin uppmáluð. Það var eins og mattarvöldin væru að minna okkur á, því í fyrsta skiptið í níu ára sögu skíðaferðanna, komumst við ekki á leiðarenda. Gott- við stöndum saman og styrkjum hvert annað sefast sorgin með Guðs hjálp. Reynum að hjálpa Snæþóri okkar til ljóssins: Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ókunnur.) Elsku Snæþór minn, ástarþakkir fyrir allt. Guð geymi þig og blessi. Þín frænka, Dagbjört Þuríður og fjölskylda. Vertu hjá mér, halla tekur degi. Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi. Þegar enga hjálp er hér að fá, hjálparlausra líknin, vert mér hjá. Mitt við andlát augum fyrir mínum upp, minn Drottinn, haltu krossi þínum. Gegnum myrkrið lífsins ljós að sjá leyf mér, góði Jesús. Vert mér hjá. (Þýð. Stef. Thor.) Elsku Snæþór frændi minn. Ég get ekki alveg skilið að þú sért dá- inn. Mamma og pabbi reyna að út- skýra það fyrir mér. Ég veit samt að þér líður vel núna og ert með Ossa afa á himnum hjá Guði. Ástar- þakkir fyrir heimsóknirnar til okkar og hvað þú varst góður og þolinmóð- ur við mig og spilaðir við mig lúdó og nýja spilið mitt frá umferðarskó- lanum. Guð geymi þig, frændi minn, og gefi mömmu þinni, Helga, Stebbu, Elí, Þóreyju, ömmu, Bjarti frænda og okkur öllum styrk. Bless- uð sé minning þín. Þín frænka, Margrét. hefði nú verið að hafa Magga með okkur uppi á Vatnsskarði í bijáluðu veðri, önnur rútan nær ljóslaus af rafmagnsleysi og við starfsmennirn- ir úti að hlaupa til að vísa veginn. Magnús hefði líklega sagt það sem hann alltaf sagði, alveg sama hvað við báðum hann um: „Ekkert mál, ég redda þessu.“ Þessi setning lýsir best samskiptum okkar við Magnús í gegnum árin. Þó við hringdum með hálftíma fyrirvara og báðum um rútu fyrir 60 krakka til Hafnarfjarð- ar eða hættum við ferð upp í Blá- fjöll á síðustu stundu. Allt var það í lagi og öllu reddaði Magnús. Og ef um var að ræða gott málefni eða starfsmannaferð, keyrði Maggi okk- ur fyrir ekki neitt. Við vitum lítið um hans persónulegu hagi, við hitt- um hann bara í vinnunni en það vit- um við að Magnús Kjartansson var góður maður. Við þökkum þér Magnús fyrir samfylgdina og vottum eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum og vin- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Starfsfólk Ársels. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts RAGNHEIÐAR ÞORKELSDÓTTUR hjúkrunerkonu, Gnoðarvogi 38, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hátúni 10B. Gunnar Steingrímsson, Theodóra Gunnarsdóttir, Friðrik E. Yngvason, Eggert Gunnarsson, Bergþóra Jónsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Guðrún Þóra Bragadóttir og barnabörn. MAGNÚS KJARTANSSON PÉTUR ÞORSTEINSSON -I- Pétur Þor- • steinsson fædd- ist í Gilhaga í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 13. maí 1922. Hann lést á Droplaugarstöðum 27. mars síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ás- kirkju 5. apríl. MIG LANGAR til að skrifa nokkur orð um vin minn Pétur Þor- steinsson. Ég kynntist Pétri eftir að hann flutti frá Siglufírði til Reykjavík- ur. Kynni okkar voru í gegnum sambýliskonu hans, Vilborgu Tryggvadóttur, sem ég hafði þekkt í nokkur ár áður en þau hófu sambúð. Heiðarleiki var að- alsmerki Péturs og þegar ég eitt sinn stóð frammi fyrir mikilli sorg og söknuði þá fann ég hvern mann Pétur hafði að geyma. Þá var hann sá sem styrkti mig hvað mest. Á síðustu árum átti Pétur við talsverð veikindi að stríða. Þá lá hann á sjúkrahúsi á deild þar sem ég vinn, svo við höfðum tækifæri til að spjalla mikið saman. Og allt- af var Pétur sami skemmtilegi félaginn. Nú þegar Pétur hefur sagt skilið við okkur hér, vil ég nota tækifærið og þakka honum samfylgdina og allar þær skemmti- legu stundir sem við áttum saman. Vilborgu Tryggvadóttur og bömum Péturs sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helena. FERMINGARGJAFIR fyrir hressa útivistarkrakka VANGO SVEFNPOKAR Marco Polo 300 kuldaþol -10°.Verð 6.200,- Marco Polo 350 kuldaþol -15°Verð 6.900,- VANGO BAKPOKAR Sherpa 55 L Verð 6.900,- Sherpa 65 L Verð 7.500,- Sherpa 75 L Verð 7.900,- VANGO KÚLUTJÖLD DD 300 Þyngd 4,25 kg Verð 16.300,- DD 300 Þyngd 3,75 kg Verð 11.600,- FERMINGARTILBOÐ Svefnpoki Nitestar 2 Kuldaþol -5° Verð kr. 4.200,- Svefnpoki Nitestar 3 Kuldaþol -10°Verð kr. 4.900,- Iglu-ls kúlutjald 3 m. Verð kr. 6.900,- Tjald DD 300 3 m. Verð 13.700,- SPORTHÚS REYKJAVÍKUR LAUGAVEGI 44. SÍMI 62 24 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.