Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 60
60 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
VES,MA'AM..REQUE5T PERMI55I0N T0 U5E THE PENCIl 5HARPENER... REMESÍPERMISSION TO BORROtú A PENOIL.. REQ0EST PERMI5SION TO 0ORROU) S0MÉ NOTE0OOK PAPER.. X REOUE5T PERMIS5IÖNT060 BACK TO RINPER6ARTEN Aun CYAOT r\\!ce
^irr wVClN.*
/1k \ fIJ/l/l S ! S tjr 1
o 3~3'
Já, kennari... bið Bið um leyfi til Bið um leyfi til að fá Bið um leyfi til að
um leyfi til að nota að fá lánaðan lánaðan skrifpappír ... fara aftur í leikskól-
yddarann... blýant... ann og byrja upp á
nýtt...
BKEF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Út-út um allt
Frá Hirti Hjartarsyni:
ÞÓTT maðurinn sé óumdeildur skap-
ari tækninnar þá stendur hann oft
frammi fyrir henni án þess að botna
í henni - nær ekki
að halda í við sjálf-
an sig. Hann er oft
lengi að átta sig á
möguleikum sköp-
unarverks síns og
annmörkum. Það
sama á við þegar
ný tækni kemur í
hendur þeim sem
ekki hefur haft af
henni að segja
áður. Þekkt er
dæmi úr íslenskum landbúnaði, þeg-
ar vélvæðing hóf þar innreið sína.
Þar sem börn höfðu frá upphafi ver-
ið látin taka til hendinni við heyskap
virtist mönnum liggja beint við að
taka af þeim hin fomu amboð og
setja upp á stórvirkar vinnuvélar.
Afleiðingamar hafa oft verið skelfi-
legar, og þótt ástandið hafí batnað
hefur enn ekki mnnið fullkomlega
upp fyrir mönnum að vinnuvélar og
böm eiga ekki samleið. Saga af sama
toga er að eiga sér stað í útflutnings-
verslun þjóðarinnar, þ.e. menn hafa
ekki áttað sig á takmörkunum og
möguleikum þjóðarinnar, eða öllu
heldur því sem tæknin býður upp á.
Um 70% af útflutningsverslun
okkar er við Evrópu og hagsmunir
okkar þar ótvíræðir. Astæður svo
mikilla viðskipta við Evrópu eru póli-
tískar, í víðum skilningi, en þó fyrst
og fremst landfræðilegar. Ástæðum-
ar em m.ö.o. tæknilegar. Lega lands-
ins gerði okkur til skamms tíma erf-
itt fyrir að eiga viðskipti á fjarlæg-
ari mörkuðum. Sá markaður sem við
höfum orðið að einblína á hefur hins
vegar mikilvæga annmarka: Hann
er yfirfullur, staðnaður, og þar ríkir
hörð samkeppni. Þar er ekki skortur
á neinu - þótt margir líði skort. (Fá-
tækt og eymd á Vesturlöndum er
umkringd allsnægtum.) Vandamálið
er nefnilega ekki það að framleiða
vömr og veita þjónustu, - vandamál-
ið er að selja. Þess vegna hefur öll
umræða í viðskiptum færst yfir á
markaðsmál; markaðs hitt og mark-
aðs þetta.
Þar sem Evrópumarkaður er
staðnaður er helsta verkefni þjóðar-
innar þar að halda sínum hlut og
koma í veg fyrir að hann rýrni. Ef
hins vegar ætlunin er' að sækja fram
- svo einhverju muni - þá liggja
möguleikar okkar á mörkuðum sem
em að vaxa. Þeir markaðir eru ekki
í Evrópu heldur öðrum deildum jarð-
ar. í heimshlutum sem hafa verið
að tvöfalda hlut sinn í heimsvið-
skiptum sl. 10 ár; þeim hlutum
heimsins sem eru okkur í raun ekki
fjarlægari en Evrópa nema í póli-
tískum og menningarlegum skiln-
ingi. Landfræðilegar takmarkanir
hafa verið yfirstignar með sam-
gongu- og upplýsingatækni. Tæknin
hefur s.s. opnað okkur nýja mögu-
leika. Það sem á vantar er að stjórn-
völd geri sér grein fyrir þeim mögu-
leikum, einblíni ekki á Evrópu og
ryðji braut fyrir viðskiptum annars
staðar. Tveir flokkar hafa orðið til
þess að þetta mál hefur ekki fengið
þá umfjöllun í kosningabaráttunni
sem það á skilið.
Flokkurinn með skottið og hinn
þama Einu sinni var flokkur sem hét
bara Alþýðuflokkur og stóð fyrir
eitthvað í íslenskri pólitík. Síðan liðu
árin og flokkurinn gerðist hégóma-
gjarn. Hann fékk sér voða fínt skott.
Það lítur svona út: Jafnaðarmanna-
flokkur Islands. Annar flokkur heitir
Alþýðubandalag. Það er voða vondur
flokkur, sem á voða voða vonda for-
tíð. Alþýðubandalagið setti fram
hugmyndir sem ganga undir nafninu
„Útflutningsleiðin". En þar sem Al-
þýðubandalagið er svona voðalega
vont, þá hljóta hugmyndir þess að
vera voða vondar líka.
HJÖRTUR HJARTARSON,
Freyjugötu, 36, Reykjavík.
Rjörtur
Hjartarson
Um hvað skal kjósa?
Frá Jóni Helgasyni:
SAGT er að íslendinga setji jafnan
hljóða þegar komist er að kjarna
málsins og hætt er að þrasa um
aukaatriði. Þetta má til sanns vegar
færa og er í þvi sambandi nærtækt
að líta til kosningabaráttunnar sem
ágerist nú með degi hveijum.
Hvernig væri að koma sér að
kjarnanum í hvelli og knýja stjórn-
málamenn um svör við grundvallar-
spurningum í stað þess að velta sér
upp úr hisminu?
Landbúnaðarmál beinlínis verða
að skipa stóran þátt í kosningunum.
Hagkvæmt kerfi í stað hítar sómdi
sér vel sem slagorð fyrir menn eins
og Þorvald Gylfason sem bera gæfu
til að sjá að við óbreytt kerfi verður
ekki búið. Það er sorglegt en satt
að nátengt vandanum í landbúnaði
er ófremdarástandið í ríkisfjármál-
um. Það er krafa að lagðar verði
fram raunhæfar tillögur um úrbæt-
ur, s.s. með aukinni skattheimtu eða
hagræðingu, t.d. í landbúnaði,
m.ö.o. ítarlegra verkáætlana er þörf.
Með því er ekki átt við hina rýru
slagorðabók Alþýðubandalagsins
sem þó má segja til hróss að kemst
næst því að geyma einhveijar tillög-
ur, öfugt við það sem segja má um
aðra stjórnmálaflokka.
Afar brýnt er að fjárfestingar hér
á landi margfaldist til að stuðla að
óbreyttu atvinnustigi og hagvexti.
Skemmst er frá því að segja að á
þessu stigi máls hafa engar tillögur
birst frá sexflokknum í áttina að
þessu. Liður í þessu máli er aðild
að ESB en samkvæmt skýrslum
Háskólans er margt sem bendir til
aukinna fjárfestinga í kjölfar aðild-
ar.
Öllum stjórnmálaflokkum ber
hreinlega skylda til að leggja fram
vandaða og skýra stefnu í þessum
málum, taka afstöðu og reiða til
höggs til lausnar vanda þjóðarinnar.
Hvernig væri að láta kosningar einu
sinni snúast um það hvernig eigi
að baka vandaða köku öllum til
góða og sniðganga þá sem hafa
enga uppskrift en þykjast þó vita
allra manna best hvernig á að éta
hana.
JÓN HELGASON,
Nesbala 90, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.