Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 66

Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 66
66 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ (IG VIlHÍ AKI Hnw NELL f. ,1 HÁSKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. NAKIN I NEW YORK Martin Scorsese Presents RjifH ""ta to«a» ifp "r ' - ' r\íl 'r Naked i| Frábær gamanmynd úr smiðju Martins Scorsese um tau- gaveiklað ungskáld (Eric Stoltz), feimna kærustu, upp- skúfaðan ástmann hennar (Timothy Dalton) og útbrunna sápuleikkonu (Kathleen Turner) sem hittast öll á meðal hraðskreiðs þotuliðsins í stóra eplinu New York og missa andlitið og svolítið af fötum! Ath. Ekki íslenskur texti. Sýndkl. 3,5, 7, 9og11. „fyndin og kraftmikil mynd... dálítið djörf... heit og slimug eins og nýfætt ,k barn" Ó.H.^T. Rás 2. Æ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Verð kr. 750. *** Mbl. * Dagsljós * Morgun1 líka Idborg HlGUllk \K( RKAItl Sýnd kl. 3 og 5 6 OSKARSVERDLAUN Tom Hanks er FORREST 0 GUMP« h _ Sýnd kl. 6.30 og 9.15 SKUGGALENDUR ZONE Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 16. Höfum tekið hina frábæru barnamynd Lassie aftur til sýningar! Tónleikar Drum Club á íslandi HLJÓMSVEITIN Drum Club kom hingað til lands í fyrrakvöld og mun halda ferna tónleika hér á landi. Þetta er ein af vinsælli dans- sveitum Bretlands. Til marks um það má nefna að myndband með sveitinni var valið vinsælast á MTV árið 1993. Auk þess var Drum Club nýlega á ferð um Japan með Underworld og í maí mun sveitin ferðast um Svíþjóð og Brasilíu með Prodigy. Tónleikamir hér á landi verða líklega festir á filmu og notaðir í tónlistarmyndband. í för með sveitinni verða síðan breskir blaða- menn frá popptímaritum á borð við Melody Maker og munu þeir gera ferðinni skil. Bubbleflies með Svölu Björgvinsdóttur munu hita upp fyrir Drum Club á tónleikun- um. Plata með tónleikunum Ekki er nóg með að tónleikunum verði gerð góð skil í fjölmiðlum erlendis, heldur verða þeir teknir upp og gefnir út á plötu undir yfir- skriftinni „Drum Club, Live in Ice- land“. „Við töldum það alveg tilvalið að gefa út plötu með tónleikum á íslandi,“ segir Lol Hammond í samtali við Morgunblaðið, en Drum Club samanstendur af honum og Charlie Hall. „Við höfum áður gefið út plötur frá tónleikum i París, Amsterdam og London, þannig að þetta er ágætis ný- breytni.“ Hvað kom til að þið ákváðuð að halda tónleika á íslandi? „Okkur hefur lengi langað til þess. Við þekktum til bresku rokk- sveitarinnar Killing Joke sem sett- ist að á íslandi á sínum tíma. Auk þess vissum við að Prodigy hélt tónleika á íslandi í fyrra og Inner- sphere fyrir skömmu. Við erum mjög spenntir fyrir þessu ferða- lagi, sem verður vafalaust ögn frá- brugðið því að ferðast til meg- inlandsins." Virkjar huga, líkama og sál Hefurðu heyrt einhverra ís- lenskra tónlistarmanna getið utan Bjarkar? „Ég man eftir pönksveitinni Purrki Pillnikk og síðan hef ég heyrt til sveitarinnar T-World, það sem hún gaf út undir merki Und- erwater. Síðan eru Sykurmolarnir auðvitað í miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega það fyrsta sem þeir sendu frá sér.“ / stuttu máli fyrir þá sem þekkja ekki vel til danstónlistar. Hvað ein- kennir danstónlist? „Það er tónlist sem virkjar huga, líkama og sál. Hún hefur áhrif á líkamann að sama skapi og hug- ann. Áhrifin koma því úr báðum áttum. Danstónlist fær þig til að fara á hreyfingu og er andleg upp- lyfting. Þú verður jákvæðari í fasi. Áuk þess er hún alþjóðiegt tungu- mál og fólk frá öílum þjóðlöndum getur sameinast undir hennar hatti. Það sést best á því að síðast í fyrra vorum við í Japan og nú erum við á leið til íslands.11 Rokkið skilið eftir Hvað er svona sérstakt við dans- tónlist? „Ég held að hún sé af hinu góðu. Þar er meiri framþróun en í rokk- inu og það er alltaf verið að reyna eitthvað nýtt. Leitast er við að búa til ný hljóð og setja þau saman á nýjan hátt. Rokkið byggist alltaf upp á sömu hljóðfærum og hljóm- um. Að mínu mati var Jimi Hendr- ix bestur á gítar og það segir sína sögu að það var á sjöunda áratugn- um. Primal Scream er mjög góð hljómsveit, en hún hljómar alveg eins og Rolling Stones. Danstónlist er nauðsynleg fyrir framþróun í tónlistarheiminum. Það sem er líka gott við danstónlist er að hún helst í hendur við tæknikunnáttu. Það má því segja að tæknin sé sam- ferða danstónlistinni á meðan rokkið sé skilið eftir.“ ... en hvað er svona sérstakt við Drum Club? „Við höfum eigin stíl, sem er mjög mikilvægt fyrir allar hljóm- sveitir. Við erum ekki annars flokks útgáfa af Simple Minds eða U2. Við leitum stöðugt að nýjum hljómum og beitum tækni og tölv- um til að hjálpa okkur. Umfram allt reynum við að vera skapandi.“ Haldið ykkur fast Hafðirþú komið eitthvað nálægt tónlist áður? „Ég var í hljómsveitinni Heaven Seventeen og í pönksveit þar áður, þannig að ég er enginn nýgræðing- ur í tónlistarheiminum. Ég nýti mér síðan þá þekkingu í danstón- listinni. Ég er tónlistarmaðurinn og Charlie er plötusnúðurinn. Þetta myndi ég kalla dæmigert samstarf fyrir okkar kynslóð.“ Hvaið olli því að þú fórst út í danstónlist? „Ég hef alla tíð hlustað á tónlist og verið að segja má alæta á því sviði. Sem dæmi má nefna að ég hélt mikið upp á Stevie Wonder, Brian Eno og Talking Heads. Mér líkaði reyndar aldrei „soul“-tónlist. Mér fannst aldrei vera nógu mikið „soul“ í henni. „House“-tónlist kom fram á sjónarsviðið árið 1988 og ég fann strax að hún var að mínu skapi.“ Nú leggur Drum Club mikið upp úr framþróun og þú segir að það sé aðal danstónlistar. Verður ykkar tónlist þá ekki fljótt úrelt? „Ég held að við höfum náð að koma okkur nægilega vel á fram- færi til að svo sé ekki. Þú mátt ekki gleyma því að danstónlist verður sífellt vinsælli og áhrif hennar á poppið eru alltaf að auk- ast. Danssveitir fá núna mun fleiri útgáfusamninga en áður og sveitir eins og Orbital ná upp í efstu sæti vinsældalista. Danstónlist á sér þegar fjölmarga fylgjendur um allan heim og ég held að óhætt sé að segja að hún breiðist út eins og eldur í sinu.“ Við hverju mega íslenskir tón- listarunnendur búast af ykkur? „Mjög áhrifamikilli og djúp- stæðri dansreynslu. Haldið ykkur fast.“ Að lokum má geta þess að tón- leikar hljómsveitarinnar Drum Club voru haldnir á skemmtistaðn- um 1929 á Akureyri í gærkvöldi, verða í Villta Tryllta Villa í kvöld, Tónabæ á þriðjudagskvöld og loks í Tunglinu á miðvikudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.