Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 72
AST
GÆÐATÖLVLJ R
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 8. APRÍL1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Björgunar-
þyrlan fær
nafnið LÍF
^ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin um
að gefa nýju björgunarþyrlunni,
sem kemur til landsins í júní, auð-
kennisstafína LÍF. Nafnið er sótt í
Vafþrúðnismál, en þar koma fyrir
nöfnin Líf og Lífþrasir. Undirbún-
ingur fyrir komu þyrlunnar gengur
samkvæmt áætlun.
Verið er að gera endurbætur á
þyrlunni hjá þyrluverksmiðjunni í
Marignane í Frakklandi. í þyrluna
verður settur afísingarbúnaður,
fjögurra ása sjálfstýring, tvöfalt
björgunarspil og eldneytistönkum
verður fjölgað þannig að þeir geti
tekið u.þ.b. 3.700 lítra.
Heim í júní
Verkið gengur samkvæmt áætl-
un og er reiknað með að vélin verði
tilbúin snemma í sumar. Stefnt er
að því að þyrlan komi til landsins
22. júní.
Varahlutir, verkfæri og viðhalds-
gögn eru þegar farin að berast til
landsins. Þjálfun starfsmanna við-
halds- og tæknideildar er vel á veg
komin. I nóvember sl. fóru fjórir
flugvirkjar til Aberdeen í Skotlandi
til þjálfunar. í janúar fór annar
hópur tæknimanna til náms til
Marignane í Frakklandi.
Á þessu ári eru liðin íjörutíu ár
frá því Landhelgisgæslan hóf
gæsluflug og tíu ár eru síðan björg-
unarþyrlan TF-SIF kom til landsins.
ENDURBÓTUM á nýju
björgunarþyrlunni miðar vel
í Frakklandi.
Morgunblaðið/Þorkell
FORYSTUMENN stjórnmálaflokkanna luku kosningabaráttunni með umræðum í sjónvarpi.
Hér ræðast þeir við Davíð Oddsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Ásgrímsson.
192 þúsund kjósendur
velja nýtt Alþingi
NÝTT Alþingi verður kosið í dag.
Kosnir verða 63 þingmenn þar
af 31 í Reykjanes- og Reykjavík-
urkjördæmi. Rúmlega 192 þúsund
manns eiga rétt á að greiða at-
kvæði, sem er rúmlega 9.000 fleiri
en í síðustu alþingiskosningum.
Tíu framboðslistar eru í kjöri
þar af bjóða sex fram í öllum kjör-
dæmum. Búist er við að fyrstu
tölur um úrslit liggi fyrir fljótlega
eftir að kjörstaðir loka klukkan
22 í kvöld.
Tæplega 17 þúsund kjósendur
greiða atkvæði til Alþingis í fyrsta
sinni í kosningunum í dag. Kjós-
endum hefur fjölgað um 4.200 í
Reykjavík frá síðustu kosningum.
Fjölgunin í Reykjaneskjördæmi
er álíka mikil. Á Suðurlandi og
Norðurlandi eystra hefur kjósend-
um fjölgað um 500 í hvoru kjör-
dæmi, en í öðrum kjördæmum
hefur óveruleg breyting orðið á
ljölda kjósenda. Kjósendum á
Vestfjörðum hefur fækkað um
3,5% frá síðustu kosningum.
Fyrstu tölur fljótlega
eftir klukkan 22
Flokkun atkvæða hefst í flestum
kjördæmum síðdegis og er von á
fýrstu tölum frá Reykjavík,
Reykjanesi, Vesturlandi, Norður-
landi vestra, Norðurlandi eystra
og Suðurlandskjördæmi fljótlega
eftir að kjörfundi lýkur klukkan
22. Ekki liggur fyrir hvenær úr-
slit kosninganna munu liggja fyr-
ir.
Um 5.000 manns höfðu greitt
atkvæði utan kjörfundar hjá
sýslumannsembættinu í Reykja-
vík í gær. Það er svipað og í síð-
ustu kosningum. Langar biðraðir
voru á skrifstofu sýslumanns í
gær.
Landskjörstjóm hefur ákveðið
að kjördagur verði einn þar sem
veðurspá er góð. í kosningalögum
er ákvæði sem heimilar kjörstjórn
að fresta kosningu í kjördeild ef
veður hamlar kosningu, en ekki
er búist við að til þess komi.
■ Alþingiskosningar
2/6/8/10/12/14/15
Verkfall
boðað á
farskipum
SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur
hefur boðað vikulangt verkfall und-
irmanna á kaupskipaflotanum sem
hefst á miðnætti 16. apríl næstkom-
andi ef ekki semst fyrir þann tíma.
Að sögn Birgis Björgvinssonar
stjómarmanns hafa viðræður við
vinnuveitendur um gerð nýrra
kjarasamninga rejmst með öllu ár-
angurslausar en haldnir hafa verið
fimm samningafundir, sá seinasti
síðastliðinn miðvikudag.
Hækkanir ASÍ
nægja ekki
Deilan stendur um grunnkaups-
hækkanir undirmanna á farskipum
og að sögn Birgis hafa vinnuveit-
endur boðið sömu hækkanir og
samið var um í kjarasamningum
landssambanda ASI og vinnuveit-
enda í febrúar en þær hækkanir
nægja ekki, segir Birgir. Með verk-
fallsboðuninni í gær fer kjaradeilan
sjálfkrafa til meðferðar ríkissátta-
semjara. Boðað verkfall á að standa
til miðnættis 22. apríl.
----♦ ♦ ♦----
Fellt að
binda
kvótasölu
FJÖLMENNUR hitafundur hlut-
hafa í Ósvör hf. í Bolungarvík felldi
tillögu eins hluthafa um að aukinn
meirihluta þurfi til að selja veiði-
heimildir. Fulltrúar bæjarsjóðs og
Bakka hf. greiddu atkvæði á móti.
Bæjarstjórn lét boða til fundarins
til að afturkalla umboð stjómarinn-
ar og kjósa nýja til þess að meiri-
hluti bæjarstjómar fengi full völd
í fyrirtækinu þar til ljóst yrði hvort
Bakka kaupir hlutabréf bæjarins.
Samkomulagsdrög lögð fram á úthafsveiðiráðstefnu SÞ
Tíilaga íslendinga ínni
þrátt fyrir andstöðu Noregs
Boston. Morgunblaðið.
SAMKOMULAGSDRÖG hafa verið lögð fram á
fimmta fundi úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, sem nú er haldin í New York, og sagði
Helgi Ágústsson sendiherra að þau væm „að
mörgu leyti ásættanleg".
Þar er bæði tekið inn ákvæði um að tryggja
rétt strandríkja, sem eru „að miklu leyti háð“
fiskveiðum og haldið í ákvæði um að tekið verði
tillit til þess að hve miklu leyti einstök ríki em
háð fiskveiðum úr ákveðnum stofnum þegar
teknar eru ákvarðanir um stjórnun og verndun
þeirra í úthöfunum.
Fyrra ákvæðið mætti andstöðu Norðmanna
og Rússa og búist hafði verið við að hið seinna
félli út. „Ég tel að það sé fyrst og fremst vegna
okkar málflutnings," sagði Helgi, sem er í for-
svari fyrir íslensku sendinefndina í viðræðunum,
um það að ákvæðin skuli bæði vera með í drögun-
um.
Tillaga Islendinga um rétt ríkja, sem eru háð
fiskveiðum, var tekin inn í grein draganna um
nýja þátttakendur í svæðissamstarfi í fískveiði-
stofnunum á borð við NAFO og NEAFC. Ákvað
formaður ráðstefnunnar, Satya N. Nandan, að
fella hana í drögin þrátt fyrir andstöðu Norð-
manna og Rússa, sem hvorir tveggju mæltu
gegn henni á ráðstefnunni.
Tillagan fékk hins vegar meiri stuðning, en
íslenska sendinefndin reiknaði með í upphafí,
og tóku fulltrúar frá Chile, Indónesíu, Kiribati,
Mexikó, Perú, Papúa-Nýju Guineu, Thailandi og
Uruguay til máls henni til fulltingis með Kanada-
menn í broddi fylkingar.
Ákvæðið, sem var samþykkt að bæta við í
drögin, á sér fordæmi í hinu svokallaða íslenska
ákvæði Hafréttarsáttmálans frá árinu 1982. Þar
segir að ákvæði um rétt og tilkall landluktra
’ ríkja og landfræðilega afskiptra ríkja til auðlinda
í lögsögu strandríkja gildi „ekki gagnvart strand-
ríki ef efnahagur þess er í mjög miklum mæli
háður hagnýtingu hinna lífrænu auðlinda í sér-
efnahagslögsögu þess“.
Norðmenn andmæltu
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins and-
mæltu Norðmenn tillögunni meðal annars á þeirri
forsendu að íslendingar væru hátæknivætt físk-
veiðiríki, sem hefði veiðigetu langt umfram þörf,
og ættu því ekki að njóta forréttinda.
Helgi Ágústsson svaraði Norðmönnum með
því að vísa til 63. og 64. greinar hafréttarsátt-
málans um strandríki til skilgreiningar á því
hversu víðfeðm tillaga íslensku sendinefndarinn-
ar væri.
Til skýringar má taka fram að greinamar
fjalla um samstarf um svokallaða deilistofna,
sem finna má í sérefnahagslögsögu tveggja eða
fleiri strandríkja, og mikla farstofna. Samkvæmt
því myndu íslendingar til dæmis ekki geta notað
tillöguna, sem var tekin inn í drögin, verði hún
hluti af hinu endanlega samkomulagi til að krefj-
ast hlutdeildar í stofnum, sem ekki fínnast í ís-
lenskri sérefnahagslögsögu.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að
áhyggjur Norðmanna af því að íslendingar nái
forréttindum í karfa- og síldveiðum liggi að
baki andstöðu þeirra gegn íslensku tillögunni,
en ekki er loku skotið fyrir það að Smugudeilan
eigi þar einnig hlut að máli.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Tveir geltir
í trollið
GJAFAR VE fékk tvo gelti í troll-
ið á um 1.000 metra dýpi á Kötlu-
hryg'g' síðastliðinn þriðjudag.
Stærri fiskurinn mældist 42
sentimetra langur og sá minni
35 sentimetrar. Fiskur af þessari
tegund hefur aðeins einu sinni
áður veiðst hér við land, árið
1989. Geltirnir voru afhentir
Fiska- og náttúrugripasafni
Vestmannaeyja. Að sögn Krist-
jáns Egilssonar, forstöðumanns
safnsins, komu fleiri furðufiskar
úr djúpinu í þessari veiðiferð
Gjafars VE, þar á meðal bjúg-
tanni og tegundir sem eftir er
að greina.