Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hópur ungs fólks leitar samstarfs LR
FRÉTTIR_________________
Umsóknir skólafólks
um störf streyma inn
Jesús Krist-
ur Super-
star á sum-
arsýningum
HÓPUR ungs fólks hefur leitað
samstarfs Leikfélags Reykjavíkur
um sviðsetningu rokkóperunnar
Jesús Kristur Superstar á stóra
sviði Borgarleikhússins í sumar.
Óskað hefur verið eftir styrk
frá Reylqavíkurborg og Iþrótta-
og tómstundaráði til sýningarinn-
ar. Aðstandendur sýningarinnar
gera ráð fyrir að með sviðsetning-
unni skapist 30 störf fyrir ungt
fólk á aldrinum 18 til 25 ára frá
því í júní fram eftir sumri.
Leikstjóri sýningarinnar verð-
ur Páll Baldvin Baldvinsson og
er áætlað að helstu hlutverk verði
skipuð þekktum tónlistarmönn-
um, leikurum og söngvurum. Stór
kór kemur fram í óperunni og
verða opnar prufur fyrir áhuga-
samt ungft fólk næstkomandi laug-
ardag og sunnudag kl. 11. Aður
verða þátttakendur að skrá sig á
sérstök eyðublöð í leikhúsinu.
Fyrsta prufan felst í því að syngja
lag úr verkinu.
Æfingar og þjálfun flytjenda
hefjast í byijun júní og stefnt er
að frumsýningu um miðjan júlí.
Sýningamar verða fyrstu sýning-
ar að sumarlagi í Borgarleikhús-
ÚR UPPFÆRSLU Verslunar-
skólans á rokkópemnni.
inu. Hljómsveitarstjóri sýningar-
innar verður Jón Ólafsson.
25 ára verk
í fréttatilkynningu frá aðstand-
endum sýningarinnar kemur
fram að í haust era liðin 25 ár
frá því rokkóperan Jesús Kristur
Superstar eftir Andrew Lloyd
Webber og Tim Rice kom út á
hljómplötu og naut þegar mikilla
vinsælda. í kjölfarið fylgdi svið-
setning á verkinu og fór það sig-
urför um leiksvið beggja vegna
Atlantshafsins. Óperan var frum-
flutt á íslandi í Austurbæjarbíói
af Leikfélagi Reykjavíkur 1972
og hefur síðan verið flutt af
áhugamönnum nokkrum sinnum.
UMSÓKNIR um sumarstörf eru
farnar að streyma inn til vinnu-
miðlana í Reykjavík og á Akur-
eyri. Karl Jörundsson, starfs-
mannastjóri Akureyrarbæjar,
segir ’að 800 umsóknir, miðað við
860 í fyrra, hafi borist um sumar-
störf. Oddný Kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri Vinnumiðlun-
ar Reykjavíkurborgar, segist bú-
ast við svipuðum fjölda og á síð-
asta ári. Sigurður Eyjólfsson,
framkvæmdastjóri Atvinnumiðl-
unar námsmanna, segir að fleiri
hafi sótt um en á sama tíma í
fyrra. Vinnuskóli Reykjavíkur-
borgar veitir fjórtán og fimmtán
ára unglingum minni vinnu en í
fyrra.
Oddrún Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Vinnumiðlunar
Reykjavíkurborgar, segir saman-
burð erfiðan því vegna flutninga
stofnunarinnar hafí ekki verið far-
ið að taka á móti umsóknum fyrr
en 18. apríl í fyrra. Engu að síður
sagðist hún hafa á tilfinningunni
að svipaður fjöldi 16 ára og eldri
myndi sækja um störf í sumar og
í fyrra. Af rúmlega 4.000 umsókn-
um voru 3.124 staðfestar og fékk
allur sá hópur vinnu í fyrrasumar.
Nú hafa 1.729 sótt um vinnu frá
Færri sækja um
á Akureyri nú
en síðasta vor
1. mars. Þeim tilmælum hefur
verið beint til stofnana að veita
fólki af atvinnuleysisskrá forgang
um afleysingar í sumar.
Arnfinnur Jónsson, skólastjóri
Vinnuskólans, sagði að sendar
yrðu upplýsingar og umsóknir um
störf í Vinnuskólanum út í grunn-
skólana í næstu viku. Nemendum
á fjórtánda og fimmtánda aldurs-
ári yrði gefinn kostur á að fylla
út umsóknir og koma þeim til
Vinnuskólans. Hann sagðist, mið-
að við árgangastærð, búast við
að álíka margir, eða um 2.500
unglingar fengju vinnu í Vinnu-
skólanum í sumar. Þeir fengju
hins vegar eitthvað minni vinnu
en áður.
Atvinnumiðlun námsmanna
Sigurður Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnumiðlunar
námsmanna, sagði að fyrstu þijá
dagana eftir að vinnumiðlunin
hefði opnað, 3. apríl, hefðu verið
lagðar inn 300 umsóknir um sum-
arstörf eða um 100 fleiri en á
sama tíma í fyrra. Hann sagði að
borist hefðu á bilinu 500 til 600
umsóknir eða heldur fleiri en á
sama tíma í fyrra. Þegar hafa
borist 32 atvinnutilboð, vegna al-
mennra og sérhæfðra sumar-
starfa, og virðast atvinnurekendur
sækjast meira eftir sérhæfðri
þekkingu nemenda en áður. Al-
gengt er að nemendur geti hafið
störf 15. maí. Alls sóttu 1.100
nemar um vinnu hjá Atvinnumiðl-
un námsmanna í fyrra. Af þeim
fengu 480 vinnu.
Helmingur fær vinnu
Karl Jörundsson, starfsmanna-
stjóri Akureyrarbæjar, segir að um
800 umsóknir hafi borist um sum-
arstörf miðað við 860 í fyrra.
Hann sagði að öllum 16 ára ungl-
ingum yrði boðin 6 vikna sumar-
vinna. Hópurinn væri um 160
manns og eftir væru um 300 störf
fyrir hina 640. Ekki hefur verið
auglýst eftir 30 flokkstjórum fyrir
unglingavinnuna. Miðað við núver-
andi ástand væri því ljóst að ekki
fengi nema um helmingur hópsins
vinnu. Sextíu störfum var bætt
við í átaksverkefni í bænum í fyr-
rasumar.
VEST-V
FIRÐIR,
Atvinnuleysi í janúar, febrúar og mars 1995
Hlutfall atvinnulausra
LANDS-
BYGGÐ
af heíldarvinnuafli
Á höfuðborgarsvæðinu standa
4.673 atvinnulausir á bak við
töiuna 6,2% í mars og
fjölgaði um610fráþví
ífebrúar. Allsvoru m
8.209 atvinnulausir á
landinu öllu í mars /
og hafði fjölgað
um 957 frá því
í febrúar.
-■,í
NORÐUR-
LAND r
EYSTRAl
NORÐLP
LAND \
VESTRA
AUSTUR-
LAND
VESTURLAND
J F M
HÖEUBBORGAR-
SVÆÐIÐ I
SUÐURLAND
LAND Ð
ALLT
SUÐURNES
Rúmlega 8.200 manns
atvinnulausir í mars
RÚMLEGA 8.200 manns voru að
meðaltah' skráðir atvinnulausir í
marsmánuði, en það jafngildir
6,4% af áætluðum mannafla á
vinnumarkaði. Atvinnulausum
fjölgar um 957 frá mánuðinum á
undan, en í febrúar nam atvinnu-
leysið 5,7% af áætluðum mannafla
á vinnumarkaði. Atvinnuleysi nú
í mars er einnig meira en í sama
mánuði í fyrra og munar þar 357
manns, en þá var atvinnuleysi
6,2% af mannaflanum.
Atvinnuleysi er meira meðal
kvenna en karla. Atvinnuleysið er
5,8% hjá körlum og 7,3% hjá kon-
um. Síðastliðna tólf mánuði hefur
atvinnuleysið að meðaltali numið
4,6% en það jafngildir því að 6.149
manns hafi að staðaldri verið at-
vinnulausir. Í frétt frá vinnumála-
skrifstofu félagsmálaráðuneytis-
ins kemur fram að síðustu tíu ár
hafi atvinnuleysi yfirleitt aukist
milli febrúar og marsmánaðar.
Ástæður þess að atvinnuleysi auk-
ist nú meira en búist hafi verið
við skýrist meðal annars af því
að botnfískafli hafi dregist saman
samanborið við marsmánuð í
fyrra, átaksverkefni sveitarfélaga
séu færri en verið hafí og áhrif
kennaraverkfallsins víðtækari en
búist hafí verið við.
Eykst í öllum
landshlutum
Fram kemur að atvinnuleysi
aukist nokkuð í öllum landshlut-
um, en minnst á Norðurlandi
vestra og eystra. Hlutfallslega
eykst atvinnuleysið mest á Vest-
fjörðum, en mest fjölgun atvinnu-
lausra er á Höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnuleysi í mars í ár er minna
í tveimur landshlutum, Vestur-
landi og Norðurlandi eystra, held-
ur en í mars í fyrra.
í frétt vinnumálaskrifstofunnar
segir að búast megi við að atvinnu-
leysi minnki í aprílmánuði frá því
sem það var í mars og geti orðið
á bilinu 5,6-6%. Fækkun atvinnu-
lausra milli mars og apríl í fyrra
hafi numið 10% og 13% árið áður.
Atvinnuleysi skiptist þannig eft-
ir einstökum landsvæðum að það
var 6,2% á höfuðborgarsvæðinu,
5,6% á Vesturlandi, 4,0% á Vest-
fjörðum, 7,1% á Norðurlandi
vestra, 7,6% á Norðurlandi eystra
og Austuriandi, 7,3% á Suðurlandi
og 6,25 á Suðurnesjum.
Formaður úthlutunarnefndar bóta hjá VR
Einn aðili hafi
heildarsýn yfir
málaflokkinn
FORMAÐUR úthlutunarnefndar at-
vinnuleysisbóta hjá Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur, Gunnar
Páll Pálsson, segir að endurskoða
þurfi velferðarkerfið. Við lýði séu
margskonar tryggingar og hugsan-
iega sé oft verið að þjónusta sama
hópinn hjá mismunandi stofnunum.
„Farið er að örla á því að heilu fjöl-
skyldurnar [séu] atvinnulausar og í
vandræðum alls staðar. Þær eru á
atvinnuleysisbótum hjá okkur, hjá
Félagsmálastofnun, þær eru í félags-
legri íbúð og það er vímuefnavanda-
mál og afskipti lögreglu," er haft
eftir Gunnari í 7. tölublaði blaðsins
Gegn atvinnuleysi.
Gunnar segir ennfremur í viðtal-
inu að ekki sé unnið að heildarlausn
fyrir ijölskyldur sem svo sé ástatt
fyrir. Spyr hann jafnframt hvort
verið sé að þjónusta sama þjóðfé-
lagshópinn á mörgum stöðum í kerf-
inu. „Því hef ég verið að velta því
fyrir mér hvort það sé í raun ekki
réttara að snúa kerfinu við. Það
er... að einn aðili eða stofnun hafí
heildarsýn yfir málaflokkinn. Síðan
sé reynt að veita mismunandi þjón-
ustu fyrir mismunandi hópa,“ segir
hann.
Sex hópar bótaþega
Fram kemur að Gunnar hafi kom-
ist að raun um að skipta megi bóta-
þegum i sex hópa, það er fyrirvinnu
fjölskyldunnar, þá sem hverfi heim
og sinni heimilisstörfum, unglinga í
foreldrahúsum, einstæða foreldra,
fullorðið fólk sem vinnumarkaðurinn
hefur hafnað og fólk á „besta aldri
sem einhvern veginn hefur flosnað
upp. í þessum hópi má kannski
greina fólk með margvísleg vanda-
mál, vímuefnavandamál, geðræn
vandamál, fatlaða og aðra sem oft
fá einnig þjónustu frá öðrum grein-
um velferðarkerfisins. Allir þessir
aðilar fá samt sem áður sama tékk-
ann afhentan yfir borðið," segir
Gunnar og vill endurskipuleggja
kerfið.
Hærri bætur handa fyrirvinnu
„Það er spurning hvort ekki eigi
bara að hugsa þetta allt upp á nýtt.
Hvort við eigum ekki að hjálpa þeim
að fá vinnu sem bíða mestan skaða
af að vera án atvinnu og lofa þeim
sem líður vel að vera á atvinnuleysis-
bótum eða einhveijum annars konar
bótum. Einnig að tryggja að fyrir-
vinnur fái að minnsta kosti hluta
af tímabilinu, hærri bætur en ungl-
ingur í heimahúsi, sem á foreldra
sem hafa þokkalegar tekjur.“
Gunnar segir loks að nú séu 910
manns á atvinnuleysisskrá hjá VR,
60 manns séu á bið og 850 þiggi
bætur. Á síðasta ári hafi félagið
greitt 2.001 manneskju bætur og
heildarbætur frá félaginu hafi numið
414 milljónum króna.
-------»-♦ ♦------
Kveikt í sinu
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var
kallað út tvívegis í gær vegna sinu-
elda og í Hafnarfírði var tilkynnt
um þijá sinuelda. Sina er mjög þurr
um þessar mundir.
Sina logaði á stóru svæði í Elliða-
árdalnum í fyrradag og tókst fljótt
að ráða niðurlögum eldsins. í gær
var slökkviliðið svo kvatt tvisvar í
Árbæinn vegna sinuelda, annars
vegar við sundlaugina og hins vegar
við Arbæjarskóla. Búið var að
slökkva eldana þegar slökkvilið kom
á staðinn.
í Hafnarfirði voru kveiktir þrír
sinueldar í gær, tveir við Hvaleyrar-
skóla og einn í Kelduhvammi.