Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 21
Engar
bætur til
hvalveiði-
manna
NORSKA ríkið hefur unnið
fyrsta áfangann í dómsmáli,
sem hvalstöðvar og hvalveiði-
menn höfðuðu vegna þeirrar
ákvörðunar stjómvalda að
stöðva hvalveiðar í fímm ár.
Kröfðust mennirnir skaðabóta
vegna bannsins en dómstóll í
Ósló úrskurðaði að ríkið hefði
fullan rétt til að setja bannið.
Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um áfrýjun.
91 öfgamað-
ur drepinn
ALSÍRSKI stjómarherinn hef-
ur drepið 91 múslimskan öfga-
mann á síðustu 10 dögum. Að
sögn alsírska útvarpsins hefur
staðið yfir víðtæk leit að öfga-
mönnum síðustu daga.
Spá bata
í flugi
ALÞJÓÐASAMTÖK áætlun-
arflugfélaga (IATA) spáðu því
í gær að flugfarþegum ætti
eftir að fjölga ört á næstu
árum. Ástæðan er m.a. sú að
rekstur margra aðildarfélaga
IATA skilaði hagnaði á síðasta
ári eftir 5 ára samdráttarskeið.
Danir í sam-
úðarverkfall
BÚIST var við því að í dag
myndu þúsundir manna leggja
niður vinnu í einn dag í Dan-
mörku í samúðarskyni við
vagnstjóra, sem em í verkfalli
til að mótmæla einkavæðingu
strætisvagnareksturs. Samúð-
arverkfallið er ólöglegt en með-
al þeirra sem íhuga það er
starfsfólk á sjúkrahúsum og
Kastmp-flugvelli.
Hindra
hjálparstarf
STJÓRNARHERMENN í Rú-
anda hafa frá því á þriðjudag
komið í veg fyrir að hjálpar-
stofnanir geti komið um
100.000 flóttamönnum til að-
stoðar í suðvesturhluta landsins.
Að minnsta kosti tíu manns
tróðust undir í skelfingunni sem
greip um sig er hermenn skutu
af rifflum sínum út í loftið.
Vilja SÞ til
Tadsíkístan
ANDREJ Kozyrev, utanríkis-
ráðherra Rússlands, hvatti í
gær til þess að Sameinuðu þjóð-
irnar aðstoðuðu Rússa við
landamæragæslu á landamær-
um Tadsíkístans og Afghanist-
ans. Hörð átök hafa verið á
landamærunum að undanförnu
og hafa tugir landamæravarða
látið lífið í þeim.
Brando ekki
við útför
LEIKARINN Marlon Brando
var ekki viðstaddur útför dóttur
sinnar, Cheyenne, sem fram fór
í gær á Taítí. Cheyenne svipti
sig lífi á sunnudag og var hún
lögð til hinstu hvílu við hlið
unnusta síns, sem bróðir henn-
ar mýrti fyrir fimm árum.
ERLENT
Reuter
NOKKRAR konur halda fyrir vit sér á brautarstöðinni
í Yokohama. Um 400 manns voru flutt á sjúkrahús.
Gastilræði á jámbrautarstöð í Yokohama
400 manns flutt
á sjúkrahús
Yokohama. Reuter.
UM 400 manns voru flutt á sjúkra-
hús í japönsku borginni Yokohama
í gær eftir að forgen-gas streymdi
inn í klefa járnbrautarlestar og á
lestarpalla. Lögregla sagði að um
„glæpsamlegt atferli“ væri að
ræða.
Flestir þeirra sem fundu fyrir
óþægindum af völdum gassins
fengu að fara heim að lokinni
læknisskoðun en fimmtán manns
voru lagðir inn. Gasárásin olli mik-
illi skelfingu í Japan enda skemmst
að minnast sarin-tilræðis á járn-
brautarstöðvum í Tókýó í síðasta
mánuði, sem sértrúarsöfnuður er
sakaður um.
Að sögn lögreglu streymdi gas
inn í einn jámbrautarklefa og inn
á jámbrautarstöð kl. 13 að staðar-
tíma. Lestin stöðvaði á þremur
járnbrautarstöðvum áður en við-
vömnarkerfi fór í gang, þrátt fyr-
ir að farþegar í vagninum streitt-
ust við að komast út. Kvartaði
fólkið yfir sviða í augum, særind-
um í hálsi og ógleði. Enginn missti
þó meðvitund. Í ljós hefur kom-
ið að um fosgen, öðra nafni kar-
bónýlklóríð, hafi verið að ræða.
Það er frá árum síðari heimsstyij-
aldarinnar, baneitrað og afar rok-
gjarnt.
Háttsettur meðlimur Æðsta
sannleiks handtekinn
Japanska lögreglan handtók í
gær næstráðanda æðsta prests
sértrúarsafnaðarins Aum Shinri
Kyo (Æðsti sannleikur) en með-
limir hans era taldir hafa staðið
að sarin-tilræðinu í Tókýó í síðasta
mánuði. Hann var handtekinn í
kjölfar sjónvarpsviðtals við hann í
beinni útsendingu. Maðurinn,
Kiyohide Hayakawa, er hæstsetti
meðlimur safnaðarins sem náðst
hefur.
Sumarelaðnimur
Afskorín blóm
10 rósir
kr. 795
20 rósir—
kr. 1.5501
Voríaukar
50% qfslátturaf
öllum vorlaukum á
meðan birgðir enáast.
ÁstareWrrnir*'*^ 39g
Astareldur^ j99
Sánktt
pálía kr
kr
J99
íðna Lísa .......jg9
marktýsi ..... 6gg
........ rrna
Sti
Hortensía f........ j99
Oardenía kr....