Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HE'É PITCHER ..TELL 'f’OUR. CATCHER I THINK HE'5 KINI7 OF CUTE.. , TELL VOUR. RI6HT FIELPER I THINK 5HE'5 IN5ANE.. 5HE SMS SHE THINK5 VOU're KINP 0F CUTE, AND HE SMS HE THINK5 YOU'RE INSANE.. t 1 M NOT A PITCHER, |‘M A ME55A6E CENTER_
Hey, kastari... segðu gríp- Segðu hægri Hún segir að henni finnist að Ég er ekki kastari, ég
aranum að mér finnist hann vallarmanni að þú sért svolítið sætur, og hann er miðvallarsendiboði.
svolítið sætur ... mér finnist hún segir að honum finnist þú geðbil-
geðbiluð ... uð ...
BRÉF
TTL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
Sjávarlífssafn
- tímabært framtak
Frá Sigurði Jónssyni:
ÁGÆT grein Björns G. Bjöms-
sonar í Morgunblaðinu í síðustu
viku undir fyrirsögninni „ísland
og hafið“ er allrar athygli verð og
vakti upp hjá mér aftur hugleið-
ingar um sjávarlífssafn á íslandi
sem ég hafði hugsað mikið um
fyrir tæpum tveimur árum.
Ég hafði þá ásamt dætrum mín-
um skoðað slíkt safn skammt frá
borginni Oban í Skotlandi, og jafn-
framt séð bækling frá viðlíka safni
við skosku borgina St. Andrews.
Heimsókn í safnið við Oban var
ákaflega skemmtileg og hvetjandi
fyrir hugrenningar um það hvort
ekki væri hægt að reka svipað
safn á Islandi - landi þar sem
fólk lifir á sjávarfangi, en böm
og unglingar þekkja varla til ann-
arra en algengustu fiskitegunda.
Það var einkar ánægjulegt að
fylgjaSt með áhuga allra safngesta
á hinum ýmsu sviðum sjávarlífsins
og ekki síður því hvemig staðsetn-
ing safnsins rétt utan við borgina
bauð einnig upp á fallegt útivistar-
svæði þar sem böm jafnt og full-
orðnir gátu notið útivera og leikja.
Ég er sammála flestum hug-
myndum Björns í áðurnefndri
grein nema staðsetningu safnsins.
Ég vildi gjarnan sjá það í útjaðri
borgarinnar fremur en við höfn-
ina, t.d. inni við sundin blá, því
þá mætti e.t.v. skapa þar jafn-
framt útivistarsvæði í tenglsum
við safnið. Það gæti e.t.v. tengst
útivistarsvæði við Korpúlfsstaði?
Vegna veðurfars á íslandi og nátt-
úrakosta mætti skapa undir gler-
þaki veitinga- og fræðsluaðstöðu
í tengslum við safnið og kynna
þar jafnframt undrakraft hvera-
vatnsins.
Ef vel tækist til með samstöðu
aðila um byggingu og rekstur slíks
lifandi safns, má ætla að þetta
gæti orðið einn af föstum við-
komustöðum erlendra ferðamann
á Islandi, auk þess sem uppeldis-
hlutverk safnsins væri ómetanlegt
fyrir íslendinga, unga sem aldna.
Ég skora á alla stórhuga íslend-
inga, ekki síst þá sem eru í for-
ustu fyrir stofnanir og fyrirtæki
sem tengjast sjávariðnaði, ferðaút-
vegi og stjórnsýslu, að íhuga vand-
lega hvort ekki megi hrinda þessu
í framkvæmd með því að þessir
aðilar taki allir höndum saman um
málið.
SIGURÐUR JÓNSSON,
markaðsfulltrúi,
Hlaðbrekku 18, Kópavogi.
Otrúleg
uppákoma
Frá Smára Ólasyni:
í SÍÐUSTU viku, sem var
dymbilvika, komu hér til lands
háttsettir kínverskir ráðamenn í
boði Jóns Baldvins Hannibalssonar
utanríkisráðherra. Á föstudag,
sem var föstudagurinn langi, sá
dagur sem löngum hefur hvílt yfír
mest helgi hér á landi, birtust
fréttamyndir frá þessari heimsókn
í fréttatíma beggja sjónvarps-
stöðvanna. Farið hafði verið með
hina erlendu gesti þá um daginn
til Þingvalla, sem í huga og hjört-
um íslendinga skipa háan sess
bæði sem einstök náttúraperla og
einnig sem sögulega einn mikil-
vægasti staður á íslandi. Frá sam-
verastund í Þingvallakirkju birtu
báðar sjónvarpsstöðvarnar löng
fréttaskot þar sem þjóðgarðsvörð-
ur lék á harmóníum kirkjunnar en
maki hennar ásamt utanríkisráð-
herra íslands kýrjuðu sálminn
„Fögur er foldin“, sem er jólasálm-
ur. Ekki get ég Iýst tilfinningum
mínum á sama hátt og séra Jón
Steingrímsson „eldklerkur“ í ævi-
sögu sinni er hann segir frá því
að Ólafur Stephensen ásamt
Magnúsi syni sínum og fleiri
mönnum hafí sungið svo fagurlega
sálm á þessum sama kirkjustað
fyrir rúmum 200 áram að vart
fínnist fegurra hér á jarðríki. Varla
get ég heldur ætlast til þess að
ráðamenn þjóðarinnar gái að sér
um helgi dagsins í vímu gestgjaf-
ans, sem allt vill gera til þess að
skemmta og þóknast gestum sín-
um. Hitt fínnst mér miður, að þjóð-
garðsvörður, sem einnig er prestur
kirkjunnar og maki hennar, sem
einnig er vígður maður, skuli vera
svo blinduð af gestgjafahlutverk-
inu, að þau gleymi svo gjörsam-
lega stund og stað að kyrjað sé
„... frelsarinn heimsins fæddur
er“ á þessum degi. Það hefði ein-
hvern tímann ekki þótt góð latína
en það er kannski tímanna tákn,
að þetta teljist vera góð kín-
verska. Hinir kínversku gestir
tóku þessu a.m.k. sem bráðfyndnu
skemmtiatriði, enda einna helst í
ætt við þeirra eigið leikhús þar sem
hin furðulegustu hljóð koma upp
úr barka leikaranna. Þeir brostu
breitt og klöppuðu óspart í lok
uppákomunnar. Fréttamenn og
myndatökumenn beggja sjón-
varpsstöðvanna sáu um að koma
þessu öllu mjög samviskusamlega
til skila. Hafí það verið ætlun
þeirra að ganga rækilega fram af
fólki tókst þeim það a.m.k. í þetta
skiptið.
SMÁRIÓLASON,
organisti, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.