Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 41
I
I
s
I
I
Mig langar fyrir hönd okkar
gullsmiða að minnast okkar góða
félaga nokkrum orðum.
Bjarni var félagsmaður í Félagi
ísl. gullsmiða svo lengi sem ég man
eftir mér í því félagi. Þó að Bjami
hafí ekki starfað mikið í stjómum
eða nefndum í félaginu, hafði hann
ávallt mikinn áhuga á starfinu þar
og mætti alltaf á fundi og skemmt-
anir á vegum þess þegar hann gat
því viðkomið.
Þar verður hans áreiðanlega
mikið saknað, því að alltaf var stutt
í kímnina og hláturinn sem setti
oft skemmtilegan brag á þær sam-
komur.
Sem gullsmiður var Bjarni frá-
bær fagmaður og fóru ekki allir í
skóna hans þar. En Bjami var ekki
mikið fyrir að monta sig af því sem
hann smíðaði, og ef maður fór að
hæla honum fyrir fagra og góða
smíði varð hann oft vandræðalegur
og vildi sem minnst um það tala.
En margir fagrir gripir era til eftir
Bjarna sem munu halda minningu
hans á lofti um ókomin ár.
Bjami starfaði mest alla sína
starfsævi á sínu eigin verkstæði
eða síðan 1947 að hann og félagi
hans alla tíð, Þórarinn Gunnarsson,
opnuðu verkstæði saman undir
nafninu Bjami og Þórarinn. Þeirra
samstarf hefur verið með eindæm-
um gott og verkstæði þeirra verið
rekið af miklum myndarbrag, þar
sem þeir hafa aðallega unnið fýrir
aðra gullsmiði og fleiri sem á þeirra
þjónustu hafa þurft á að halda.
Ég vil fyrir hönd Félags ísl. gull-
smiða votta eiginkonu hans, Ingi-
björgu Magnúsdóttur og öðrum
ættingjum hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari erfiðu
stund.
Blessuð sé minning hans.
Leifur Jónsson, formaður
Félags ísl. gullsmiða.
Hvenær kemur afi til okkar?
Hvað era margir dagar þangað til
páskamir koma? Hann afí ætlaði
að koma til okkar um páskana eins
og alltaf. Við voram farin að hlakka
svo til að hitta hann og ömmu. Þau
komu alltaf um páskana á hveiju
ári og því fylgdi sami spenningur-
inn í hvert sinn. En nú kemur eng-
inn afi til okkar. Við hugsum um
afa sem alltaf var svo góður við
okkur. Þegar við voram að koma
í bæinn til þeirra þá var alltaf búið
að undirbúa það svo vel. Hann afi
var svo mikill nammigrís og átti
alltaf til eitthvað í skápnum sínum
og gaf okkur að smakka þó að
mamma væri nú ekki alltaf voða-
lega ánægð með það. Fastur liður
hjá okkur var að plata afa með
okkur í bæinn og skoða Kringluna
og hann var óþreytandi að fara
með okkur öll þó að það væri nú
ekki auðvelt verk að veltast með
alla krokkaormana i bæjarferð.
Við eigum svo margar góðar
minningar og mamma hjálpar okk-
ur að muna eftir öllu þvi sem hann
afi gerði fyrir okkur. Fastur liður
um páskana var að fara inn í kirkju-
garð í Nesjum og heimsækja Lárus
frænda, litla drenginn hans sem
hann missti þegar hann átti heima
i Ámanesi. Við tókum með okkur
nesti og afi tók videóvélina sína
með og svo slógum við upp veislu
í kirkjugarðinum. En nú var engin
veisla þar þessa páska.
Við söknum afa. Við vitum að
nú hefur hann fengið að hitta
ömmu Svövu og litla drenginn sinn
og alla vinina sem era farnir í hinn
heiminn. Við biðjum guð um að
hjálpa elsku ömmu Ingu sem á svo
bágt núna.
Við þökkum afa fyrir allt sem
hann gerði fyrir okkur og höldum
minningu hans á lofti. Með kveðju
frá litlu Hornfirðingunum.
Lovísa Ósk, Daníel,
Þór, Þyrí og Þórdís.
Hann afi Bjarni er farinn frá
okkur og við viljum minnast hans
með nokkram orðum.
Þrátt fyrir okkar mikla söknuð
huggum við okkur við það, að hann
er nú hjá Guði, því ef einhver hef-
ur átt vísan aðgang að himnaríki
þá var það afí Bjarni. Það er líka
huggun harmi gegn að vita að
hann er núna búinn að finna aftur
litla drenginn sinn, sem hann missti
svo ungan, og ömmu Svövu.
Við minnumst heimsókna afa og
ömmu Ingu austur á Seyðisfjörð
með þakklæti og einnig allra góðu
stundanna sem við áttum saman í
Vallhólmanum, því alltaf var þar
glatt á hjalla og umhyggja þeirra
og ástríki era okkur ógleymanleg.
Elsku amma, Guð veri með þér
í þinni miklu sorg og gefi þér styrk.
Guð blessi minningu afa.
Eg geymi gjafir þínar
sem gamla helgidóma.
Af orðum þínum öllum
var ilmur víns og blóma.
Af öllum fundum okkur
slær æfintýraljóma.
(Davíð Stefánsson)
Svava, Ámi Geir
og Ingibjörg.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
(M. Joch.)
Hann Bjami „gull“ er dáinn og
líf okkar hinna verður aldrei samt.
Eitt stæltasta og fegursta blómið
í garðinum okkar, sem unnum
Bjama, er fölnað - svo snöggt, svo
óviðbúið og svo ótímabært að okk-
ar dauðlegra mati.
Frá því ég fyrst man eftir mér,
var Bjami hluti af tilvera minni.
Hann var kvæntur Svövu, móður-
systur minni, sem lést 1974 aðeins
45 ára að aldri. Komung gengu
þau Bjami saman út í lífið og eign-
uðust sex böm. Elsta drenginn sinn
Láras misstu þau aðeins þriggja
ára, það gerðist fyrir mitt minni,
en það vita þeir sem þekkja sorgina
og bamamissi hvflíkur nístandi
sársauki það hefur verið þeim.
Stutt er síðan við Bjami glödd-
umst saman á góðri stundu og rifj-
uðum upp liðnu árin þegar þau
Svava bjuggu í litlu tveggja her-
bergja íbúðinni á Bergstaðastræt-
inu með bamahópinn sinn. Þar var
slík gestrisni og svo mikið hjarta-
rými að húsplássið var alltaf nóg
þótt við kæmum, fímm manna fjöl-
skylda úr sveitinni, og settumst þar
upp svo dögum skipti. Allt sem þau
áttu, létu þau öðram fúslega í té
- við voram meira að segja látin
finna að þeim væri jafnvel greiði
gerður með slíkri innrás á heimilið.
Á heimili þeirra var kærleikurinn
vís. *
Það voru erfiðir tímar þegar
Svava var burtkölluð og var sem
ský hefði dregið fyrir sólu í langan
tíma eftir lát hennar. En svo kom
Inga inn í líf Bjarna og barnanna
- og þá skein aftur sólin - svo
undurskær. Sem besta móðir tók
hún börnin hans í fangið og þar
hefur aldrei borið skugga á. Ekki
einungis var hún ljós þeirra, heldur
tók hún ætíð opnum örmum okkur
ættingjunum, hvenær sem var.
Bjarni var listagullsmiður og
fegurstu djásnin sem við í fjölskyld-
unni eigum, bjó hann til. Hann var
stundum kallaður Bjami „gull“ og
fannst okkur það eiga vel við, ekki
eingöngu vegna þess jarðneska
gulls sem hann vann heldur einnig
og ekki síður vegna þess að í hug-
um okkar allra sem þekktum hann
var hann gull af manni. Bjarni
gladdist með glöðum og tók líka
fullan þátt í sorg þeirra sem af
einhveijum ástæðum áttu um sárt
að binda.
Að leiðarlokum er mér í huga
þakklæti, þakklæti fyrir einlæga
vináttu, umhyggju og kærleika.
Það eru ríkir menn sem hljóta þau
forréttindi að vera samferða um
stund slíkum manni sem Bjarni var.
Elsku Inga mín, Jón Halldór,
Ragnhildur, Lárus, Bjarni og
Svava, algóður Guð styrki ykkur
og ástvini ykkar í sorginni.
Yilhelmína Þór.
ESTHER TH.
JÓNSDÓTTIR
+ Esther Thorar-
ensen Jónsdótt-
ir fæddist 26. júlí
1923 í Hafnarfirði
en var alin upp á
Gjögri í Árnes-
hreppi, Stranda-
sýslu. Hún lést á
Borgarspítalanum
7. apríl sl. Hún var
elsta barn hjón-
anna Jóns Sveins-
sonar kaupmanns á
Gjögri d. 1967, og
Olgu Soffíu Thor-
arensen, d.
Alls eignuðust þau
hjón ellefu börn. Þau eru: Est-
her, f. 1923, Jakob Jóhann, f.
1924, lést í frumbernsku, Jakob
Jóhann, f. 1926, d. 1991, Vig-
dís, f. 1927, d. 1984, Sveinn, f.
1928, d. 1989, Ásta f. 1930,
Garðar, f. 1931, Margrét, f.
1933, Þorsteinn, f, 1935, Auð-
unn, f. 1936, og Níels, f. 1939,
d. 1958. Esther flyst til Reykja-
víkur árið 1942 og bjó þar að
mestu. Árið 1951 giftist hún
Siggeiri Eiríkssyni vörubif-
reiðastjóra og dyraverði, f. 23.
feb. 1920, d. 28. des. 1985. Þau
slitu samvistir. Eignuðust þau
fjögur börn. Elstur er Sigurjón
Hafnfjörð, f. 1946,
verkamaður í
Reykjavík, ókvænt-
ur og á hann þrjú
börn og þrjú barna-
börn. Þá Rúnar Ei-
ríkur, f. 1947,
sendibílsU’óri í Mos-
fellsbæ, kvæntur
Valgerði Jónu Sig-
urðardóttur, eiga
þau þijú börn og
tvö barnabörn. Svo
Olga Soffía, f. 1951,
húsmóðir í Reykja-
vík, gift Hafsteini
Sigurðarsyni, eiga
þau fjögur börn og þijú barna-
börn. Yngstur er Sævar, f.
1957, vélfræðingur í Kópavogi,
kvæntur Sigríði Örnu Arnþórs-
dóttur og eiga þau þijú börn.
Barnabörnin eru því þrettán
og barnabarnabörnin eru orðin
átta. Esther var húsmóðir
lengst af en vann af og til utan
heimilis. Fór hún á sUd nokkur
sumur, var afgreiðslustúlka í
verslunum og veitingahúsum
og einnig sigldi hún sem skips-
þerna á Hofsjökli um tíma.
Esther verður jarðsungin á
föstudag, 21. aprU og hefst at-
höfnin kl. 15.00.
ÞEGAR ég sest nú niður og skrifa
nokkrar fátæklegar línur um mína
kæra systur, Esther J. Thorarens-
en, koma upp í hugann ljúfar minn-
ingar um ástríka en skapríka konu
sem kom til dyranna eins og hún
var klædd, falslaust og sagði mein-
ingu sína umbúðalaust um menn
og málefni. Var hún sjálfri sér sam-
kvæm enda veraldarvön, á storma-
samri ævi. Við blekkjum ekki okk-
ur sjálf að halda að hjá henni hafí
lífið allt verið dans á rósum, en að
sjálfsögðu átti hún sínar vonir,
drauma og þrár. Við systkinin átt-
um margt sameiginlegt og hún
minnti mig ekki sjaldan á að hún
væri elst en ég yngstur úr tíu barna
hópi þeirra Jóns Sveinssonar kaup-
manns á Gjögri, og Olgu Thorar-
ensen.
Esther var fædd í Hafnarfirði
en ólst upp á Gjögri í glaðværum
systkinahópi, en svo dró ský fyrir
sólu og hún þá ung að árum eða
16 ára, þegar annar hornsteinn
heimilisins og gleðigjafi okkar, sjálf
elskandi móðirin Olga Thorarens-
en, var burtkölluð frá barnahópn-
um stóra þá aðeins 37 ára gömul
árið 1940. Var hún þá búin að
vera veik S mörg ár, ýmist að heim-
an eða heima, staðreyndimar koma
best fram S því að ég er fæddur
1936 og hún kom mér í fóstur níu
mánaða gömlum þá helsjúk. Þá
hlýtur það að hafa verið erfitt fyr-
ir föður okkar að standa í sorgar-
sporum og ráða fram úr erfiðleik-
unum. Þá kom það í hlut Estherar,
þá komungrar, að taka við ráðs-
konustöðu heimilisins sem var erf-
itt verkefni þar sem mikill gesta-
gangur var alla daga. Það þykir
kannski ekki trúleg saga að 14 ára
kom hún heim úr heimavistarskóla
um helgar til að baka fyrir vikuna,
eins má segja um Margréti systur
okkar að hún var bara um ferm-
ingu þegar hún tók við heimilinu
en þetta var gangur lífsins en erfið
hefur ltfsbaráttan verið norður við
Dumbshaf.
Síðan kemur annað áfallið, 3.
maí 1942, að móðursystir okkar
ferst í eldsvoða á föðurheimili mínu,
þá aðeins 23 ára. Var hún í heim-
sókn hjá Esther systurdóttur sinni
þegar þetta alvarlega slys bar að
höndum. Ekki er ég t neinum vafa
um að þessi atvik sem áður er vik-
ið að hafi sett sitt mark á lífshlaup
Estherar þótt hún léti ekki mikið
á því bera. Svo kemur þriðja áfall-
ið að við missum ástkæran bróður
okkar aðeins 19 ára gamlan. Allt
hefur þetta sín áhrif, mikið mót-
læti er þrúgandi og ekki öllum
gefíð að standa slíka storma af
sér, en með skynsemi og óbilandi
kjarki tókst Esther J. Thorarensen
að standa öll veður af sér bæði
unglingsárin og eins fullorðinsárin.
Esther giftist Siggeiri Magnúsi
Eiríkssyni, þau skildu. Síðustu 17
árin vora þau í vinfengi hún og
Bergur Ingimundarson og vora þau
mjög kærir vinir og léttu hvort
öðru stundimar í erli dagsins. Það
sem skyggði helst á þeirra sam-
verastundir var hvað mikið fjarver-
andi hann var vegna sinna siglinga
um höfin blá, en hann var nú kom-
inn í land. En þá kom kallið sem
enginn getur neitað að svara. Elsku
systir, ég mun sakna þín mikið og
nú verður engin systir til að hringja
í mig á aðfangadagskvöld og óska
mér til hamingju með afmælið en
minningarnar lifa og gleymast ei.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(V. Briem.)
Kæri Bergur, börn og systkini,
ég votta ykkur mína dýpstu samúð.
Auðunn Hafnfjörð Jónsson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdamóður minnar sem
lést þann 7. apríl sl. 71 árs að aldri.
Esther var fædd þann 26. júlí 1923
og var elsta bam foreldra sinna.
Hún ólst upp á þeim stórfenglega
fisdrykkjur
%VcWfl9oM/lð
sknri-mn
SímÍ 555-4477
ERFISDRYKKfUR
Glæsilegir salir, gott verb
„...“SSÓOÞÍónusta,
f'rf’íVEISLUELDHllSE)
AI.FHEIMUM 74 - S. 568-6220
en harðbýla stað Gjögri í Ámes-
hreppi. Þar var lífsbaráttan samof-
in náttúraöflunum. Hefur erfið lífs-
barátta og sú umgjörð sem staður
eins og Gjögur veitir bömum sín-
um, gefið þeim það veganesti sem
hefur nýst þeim vel þegar erfiðleik-
ar hafa heijað á.
Esther var aðeins 16 ára ef hún
missti móður sína. Hafði hún verið
lengi veik svo að það kom í hlut
Estherar að sjá um heimilið og
annast systkini sín, sjá um mat-
seld og fleira sem til fellur á stóra
heimili. Hefur þessi mikla ábyrgð
verið erfíð fyrir unga og óharðnaða
stúlku og vafalaust gert hana full-
orðna fyrir tímann. Hún átti ekki
alltaf auðvelda ævi og oft var -
þröngt í búi bæði á æskuheimilinu
og seinna á hennar eigin heimili
því eftirstríðsárin vora mörgum
erfið. En hún hafði ung lært að
fara vel með og nýta allt til hins
ýtrasta þannig að hjá henni leið
enginn skort.
Arið 1942 flyst hún til Reykja-
víkur og fer í vist. En fljótlega
kynnist hún mannsefninu sínu,
Siggeiri Eiríkssyni, og þau fara
að búa. Esther og Siggeir slitu
samvistum árið 1967 en héldu allt-
af mjög góðum vinskap.
Árið 1974 kynntist hún eftirlif-
andi sambýlismanni sínum, Bergi
Ingimundasyni sjómanni, Bergur „
hætti til sjós fyrir nokkram áram
og hafa þau haft góðan félagsskap
hvort af öðra á heimili sínu á Birki-
melnum. Einnig hefur Bergur stutt
vel við Esther í veikindum hennar
í gegnum árin. Víst er að það verða
mikil viðbrigði fyrir Berg að vera
nú einn í kotinu og hann er sá sem
mun fínna mest fyrir missinum.
Esther var ákveðin kona. Hafði
hún ávallt skoðanir á hlutunum og
lá ekki á þeim. Hennar bestu vinir
vora bömin hennar og systkini,
þeim sagði hún líka til syndanna
ef henni þótti eitthvað betur mega
fara, því hún var alltaf fyrst og
fremst hin umhyggjusama móðir
og stóra systir sem lífið hafði alið
hana upp í að vera. Einnig þótti
bamabörnunum gott að koma til
hennar og opna hjarta sitt því hún
gaf sér tíma fyrir þau og reyndist
þeim trúnaðarvinur.
Það sem henni þótti orðið verst
í þessum heimi var þessi eilífí hraði
á öllu og öllum. Hún vildi fyrst og
fremst að fólk gæfi sér tíma, tíma
til að njóta samvista hvert við ann-
að, tíma til að faðmast, tíma til
að tala saman og tíma til að vera
til.
Það sem ég tók fyrat eftir í fari
tengdamóður minnar var hvað hún
átti mikla hlýju fyrir fólkið sitt,
notaði hún hvert tækifæri sem
gafst til að faðma og kyssa fólkið
sitt og sýna því hve vænt henni
þótti um það. Bamabörnin munu
sakna þessarar lífsreyndu og sér-
stæðu konu sem Esther var, en
þau munu búa vel að því vega-
nesti sem hún gaf þeim.
Ég votta þér, Bergur minn,
bömum, barnabörnum og systkin-
um Estherar samúð mína.
Sigríður Arna
Arnþórsdóttir.
Erfídrykkjur i
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og nijög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í síina 22322
FLUGLEIDIR
mím LiiFTLiiiiiiii