Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS VILHJÁLMSSONAR framkvæmdastjóra, Laufásvegi 59, Reykjavík. Jón P. Kristinsson, Anna Sigríður Kristinsdóttir Fredriksen, Finn R. Fredriksen, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega þeim, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns og tengdaföður, KRISTJÓNS ÓLAFSSONAR. Jóhanna Kristjónsdóttir, Ingvi J. Viktorsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞORGEIR BJARNASON gullsmiður, Vallhólma 18, Kópavogi, sem lést 11. apríl sl., verður jarðsung- inn frá Fossvoggkirkju föstudaginn 21. apríl kl. 13.30 Ingibjörg Magnúsdóttir, Jón Halldór Bjarnason, Elisabet Elfasdóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Birgir Reynisson, Lárus Bjarnason, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Svava Bjarnadóttir, Sveinbjörn Imsland, Bjarni Þorgeir Bjarnason, Kristfn Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum innilega alla þá samúð og vináttu, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARTHÚRS JÓNATANSSONAR, Stigahlfð 26. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Marsibil Guðbjartsdóttir, Sigmundur Arthúrsson, Ásthildur Sigurðardóttir, Halldóra Arthúrsdóttir, Símon Ragnarsson og barnabörn + Hjartanlegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AGNETE ÞORKELSSON hjúkrunarfræðings, Ránargötu 19, Akureyri. Helen Þorkelsson, Sólveig Þorkelsson, Jóhann Björgvinsson, Erla Björg Björgvinsdóttir, Halla Björgvinsdóttir, Emma Agneta Björgvinsdóttir, Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, og barnabarnabörn. Björgvin Leonardsson, Ásthildur Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurður G. Sigurðsson, Vigfús Ó. Bjarkason, Guðjón Steindórsson + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR HÁKONARDÓTTUR, Brimhólabraut 11, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Friðrik Helgi Ragnarsson, Erla Víglundsdóttir, Anna Birna Ragnarsdóttir, Hafsteinn Ragnarsson, Steinunn Hjálmarsdóttir, Ómar Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hr " r y KRISTINN VILHJÁLMSSON + Kristinn Vil- hjálmsson fædd- ist í Vetleifsholti í Asahreppi í Rangár- vallasýslu 13. mars 1912. Hann lést í Borgarspítalanum 4. apríl síðastliðinn. Kristinn Vilhjálms- son var jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík 12. apríl sl. KVADDUR hefur verið hinstu kveðju Kristinn Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri Veltubæjar. Með hon- um sér Góðtemplarareglan á bak dugmiklum og þráutseigum liðs- manni. Kristinn var hugsjónamaður og trúin á betra mannlíf laust undan oki vímuefna, hugsjón góðtemplara, var einnig hans. Regla góðtemplara hefur starfað á íslandi síðan 1884 eða í 111 ár. Saga reglunnar síðustu 50 árin verð- ur ekki sögð án þess að geta Krist- ins Vilhjálmssonar. Þar hefur hann oft staðið í fylkingarbijósti ekki hvað síst þegar um stærri framkvæmdir var að ræða. Má þar nefna landnám templara á Jaðri, gamla Gúttó, Templarahöllina og nú síðast Vinabæ. Annar starfsvettvangur Kristins innan bindindishreyfingarinnar var með bömum og unglingum. Þar naut hann sín vel og þreyttist aldrei á að brýna fyrir unga fólkinu mikil- vægi bindindis og hollra lifnað- arhátta. Hann var Stórgæslumaður Unglingareglunnar 1980-1990 og ferðaðist þá víða og sótti fundi og mót bamastúkna. Eg átti kost á að kynnast honum í þessu starfí og þau kynni gleymast seint. Þó árin færð- ust yfir var hann enn að og átti þátt í endurreisn Ungmennastúkunnar Eddu í Reykjavík nú nýlega og fylgdi starfí hennar úr hlaði. Þegar ráðist var í kaup og endur- byggingu Vinabæjar, Skipholti 33, fyrir rúmum fimm ámm var Kristinn aðal- hvatamaðurinn að því verki. Hann tók svo að sér að vera fram-- kvæmdastjóri þegar breytingar og síðar rekstur hússins hófust. Þar gekk hann til vinnu flesta daga og vinnu- dagurinn var oft lang- ur. Það hefur sjálfsagt vakið furðu margra að maður á níræðisaldri stæði í slíkum stórræð- um en Kristinn lét sér fátt um fínnast. Á með- an hann gæti lagt sitt af mörkum taldi hann það ekki eftir sér. Nú er komið að leiðarlokum. Við kveðjum Kristin Vilhjálmsson með söknuði og þakklæti fyrir ómetanleg störf. En hugsjónin um fagurt mann- líf, þar sem hollir lifnaðarhættir, friður og bræðralag eru í fyrirrúmi, hún lifír áfram. Sjá framtíðarvonimar velga’ okkar dug, á varðbergi trúir að standa! Og brosandi geislamir benda okkar hug til bjartari hugsjónalanda. Þar stýrir sá fundi, er stóð oss við hlið í starfinu ríkari’ og máttugri en við! (Guðm. Guðmundsson.) Innilegar samúðarkveðjur til bama og ástvina allra. Fyrir hönd stjómar Veltubæjar, Mjöll Matthíasdóttir. „Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvfla sig og vakna upp úngur einhvem dgainn með eilífð glaða kringum þig.“ (Þorsteinn Erlingsson.) Kristinn Vilhjálmsson var hug- sjónamaður. Ungur tók hann við log- andi kyndli friðar- og bræðralagshug- sjónar bindindishreyfíngarinnar úr höndum þeirra öldunga sem urðu honum fyrirmyndir og leiðarljós til æviloka. Helgi Sveinsson, sem verið + Elskuleg dóttir okkar og systir, INGA BIRNA PÉTURSDÓTTIR, Vallarbraut 9, Akranesi, lést 19. apríl í Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin auglýst síðar. Pétur Jóhannsson, Sigurveig Kristjánsdóttir, Sigrún Svansdóttir, Jóhann Pétur Pétursson, Berglind Ósk Pétursdóttir, Þórey Svana Þórisdóttir. + Systir okkar, GUÐRÚN ÞORVARÐARDÓTTIR frá Bakka á Kjalarnesi, sem lést í Landspítalanum 4. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 21. apríl kl. 13.30. Systkinin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Flateyri, Hraunbæ 100, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. aprfl kl. 10.30. Valgerður Kristjánsdóttir, Kristján Valur Jónsson, Eiríkur J. Kristjánsson, Gréta Þórdfs Kragesteen. hafði bankastjóri á ísafírði, og fjöl- vísi snillingurinn, Jón Ámason, prent- ari, voru lærifeðumir, að ógleymdum tengdaföður hans, Jóni Pálssyni, bankaféhirði. Kristinn setti ljós sitt ekki undir mæliker. Allt til hinstu stundar hélt hann kyndlinum hátt á loft. Hugsjónin var honum alt, draumurinn um fagurt mannlíf, vímulausa veröld. Þó að hugsjónir Kristins Vil- hjálmssonar gætu virst fjarlægar draumsýnir var hann prýðilega skyggn á vemleika líðandi stundar. Hann gerði sér ljóst að framleiðend- ur og sölumenn áfengis fóm fram með meira offorsi síðustu árin en löngum áður. Gífurleg offramleiðsla áfengra drykkja, vínfenið alræmda, olli því meðal annars. Þess vegna varð að þegja staðreyndir í hel, þyrla upp moldviðri blekkinga, kaupa sið- lítið fólk til fylgispektar við áfengis- gróðalýð. Þó að staðreynd væri að hálf milljón Evrópumanna léti lífíð fyrir aldur fram á hveiju ári vegna áfengisneyslu var íjölmennt lið stigamanna (lobbýista) á launum við að hafa áhrif á stjómmálamenn og embættismenn. Leigupennum var vel goldið, vísindamönnum með tak- markaða sjálfsvirðingu mútað. Allt þetta vissi Kristinn Vilhjálmsson en brast þó hvorki kjark né bjartsýni. Hann trúði á mátt fordæmisins eins og mannvinurinn Albert Schweitzer, vissi að engin þjóð eignast betri æsku eða verri en hún á skilið. Sá sem vildi breytta og bætta siði yrði að byija á að siðvæða sjálfan sig. Annað væri fals sem hefndi sín fyrr eða síðar. Seint mún ég gleyma því er ég leit Kristin Vilhjálmsson fyrst. Það var á tröppunum hjá vini okkar, Indriða Indriðasyni rithöfundi og ættfræðingi. Indriði hafði sagt að nú færi Jaðarsbíllinn að koma. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar breið- ur og mikill kaggi — greinilega gerð- ur til herflutninga — nam staðar fyrir framan húsið. Út úr ferlíkinu stökk maður fremur lágur vexti en allþrekinn — og snöggur í hreyfíng- um. Við nánari kynni kom í ljós að hann gat einnig verið snöggur upp á lagið ef því var að skipta. Er ekki að orðlengja það að frá þessari stundu var hann okkur hjónunum trölltryggur vinur. Þó að fyrir kæmi að okkur greindi á í einhveijum efn- um skipti það engu. Vinátta hans og hlýja í okkar garð var á því bjargi byggð sem bifaðist hvergi. Sumum mönnum lætur vel að skara eld að eigin köku. Svo var ekki um Kristin Vilhjálmsson. Hann var fjármálamaður góður en nýtti sér aldrei þann hæfílejka til að efla eigin hag. Hins vegár naut Góð- templarareglan verka hans í áratugi og vafasamt að aðrir hafí rennt styrkari stoðum en hann undir fjár- hagslegt sjálfstæði hennar. Þegar hann ók Jaðarsbflnum upp Stórholtið og síðan upp að Jaðri regnþrungið vorkvöld 1955 hafði hann lokið venjulegum vinnudegi hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Kvöldið notaði hann — eins og flestar tómstundir sínar það sumar og mörg önnur — til að hlúa að sumarheimili templara að Jaðri. Þetta sumar fiafði hann unnið bind- indishreyfíngunni vel í tæpa tvo ára- tugi — og síðan eru þeir liðnir fjórir og aldrei lét hann deigan síga. Kristinn Vilhjálmsson var sá gæfumaður að bregðast í engu æskuhugsjón sinni. Hann var ekki gamall er hann gerðist foiystumaður í nýju félagi ungrar stéttar blikk- smiða. Þá sveif yfir vötnunum draumurinn um réttlátt þjóðfélag þar sem hinn minnsti bróðir yrði ekki háður ölmusugjöfum heldur fullgildur þegn. Skömmu síðar kynntist hann hugsjónum Góðtempl- arareglunnar. Þó að hann væri kom- inn á níræðisaldur þegar hann lést átti hann enn við hjarta sér draum- inn um fagra veröld friðar og bræðralags. Líkaminn var þreyttur eftir önn og eril í áratugi en öndin óbuguð og baráttufús sem fyrr. Konan hans góða, Guðný Torfadótt- ir, var látin fyrir rúmu ári. í helgri bók segir að hvað hafi sinn tíma „og nú var gott að hvíla sig“. Við minnumst þeirra beggja með virðingu og þökk og biðjum ástvinum þeirra blessunar Guðs. Ólafur Haukur Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.