Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Sérhagsmunahópar komnír í kosningabaráttu MALEFNASTARF og stefnumörkun inn- an íslenskra stjórn- málaflokka er veik- burða. Ýmsar ástæður eru fyrir því, s.s. smæð flokkanna, fátt starfsfólk og tak- mörkuð fjárráð. Fleira kemur til eins og t.d. að innan Sjálfstæðis- flokksins er skoð- anaágreiningur í stór- um málum svo mikill að forystan kýs að hafa í þeim óljósa stefnu. Afleiðingar þessa eru margar. Stór hagsmunasam- tök eru látin ráða ferðinni í póli- tískri stefnumörkun, s.s. samtök útvegsmanna við mótun sjávarút- vegsstefnu, samtök bænda við mótun og framkvæmd landbúnað- arstefnu, ASÍ/VSÍ við mótun efna- hags- og atvinnumálastefnu og einstök stéttarfélög við mótun menntastefnu fyrir stéttirnar, s.s. samtök hjúkrunarfræðinga, kenn- ara, leikskólakennara o.fl. Fyrir- greiðslupólitík flokka og hagsmu- nagæsla kjördæma gagnvart lög- gjafar- og framkvæmdavaldi eru einnig að einhveiju leyti afleiðing þess sama. Þessir sérhagsmunahópar kom- ast inn í stefnulegt tómarúm flokkanna og í veikleika sínum eru flokkarnir og einstakir stjórnmála- menn berskjaldaðir frammi fyrir þeim og ágengni þeirra. Með þessu er ég ekki að segja að hagsmunaaðilar megi ekki kynna sín sjónarmið, heldur að þeir eiga ekki að ráða ferðinni við ákvarðanir stjórnmálamanna og flokka. Nýmæli í kosningabaráttunni í nýliðinni kosningabaráttu birt- ist mjög skýrt ný tegund þessarar hagsmunagæslu gagnvart stjórn- málaflokkunum. Eg hef séð því haldið fram að kosningabaráttan hafi öðru fremur einkennst af aug- lýsingaflóði og skoðanakönnunum. Það kann að virðast á yfirborðinu, en er alls ekki nýtt, því hvort tveggja setti mikinn svip á sl. sveitarstjórnarkosningar. Það sem mér fannst hins vegar meira ný- mæli í kosningabaráttunni, og er tilefni þessarar greinar, var grímu- laus hagsmunaþrýstingur ótrúleg- ustu sérhagsmunahópa. Hér var um að ræða fjölda samtaka, hópa, starfsmenn einstakra stofnana og loks frambjóðendur flokka sem komu fram beinlínis á vegum hagsmunasamtaka. Af sérhagsmunasamtökum sem blönduðu sér opinberlega í kosn- ingabaráttuna gengu sérfræði- læknar í herferð gegn tilvísana- skyldu og fyrir eigin tekjufrelsi harðast fram. Þeir voru með í vinnu fyrir sig auglýsingaráð- gjafa, þekktan lögmann og einn af hagfræðingum Þjóðhagsstofn- unar (sem mætti ætla að stríði gegn skyldum hans sem opinbers embættismanns). Samtök lækn- anna gáfu út áróðursbækling, keyptu umfangsmiklar blaðaaug- lýsingar, skipulögðu greinaskrif, héldu fjölda blaðamannafunda, gáfu reglulega út opinberar yfir- lýsingar til fjölmiðla og fulltrúar þeirra mættu með spurningar á opna kosningafundi þar sem von var á fjölmiðlum. Auk þess beittu læknar sér í einhveijum tilvikum fyrir aðgerðum sjúklingahópa og -samtaka. Fyrir utan eigin tíma sérfræðilæknanna má áætla að kostnaður við þessa herferð hafi ekki verið undir 4 milljónum króna. Enda miklir fjárhags- legir hagsmunir stétt- arinnar í húfi. Þeirra herferð var mjög faglega unnin og hafa þeir vafalaust lært af samtökum bandarískra lækna og tryggingafélaga, sem tókst með öflugustu þrýstihópaaðgerð í sögu bandarískra stjórnmála að koma í veg fyrir heilbrigðis- Margrét S. umbætur ríkisstjórnar Björnsdóttir Clintons. Þeir eyddu fimmtíu milljónum dollara í her- ferðina og áhugafólk getur lesið um hana í bókinni „The Democr- atic Debate, an Introduction to American Politics" eftir T. Swan- strom o.fi. 1995. En sérfræðilæknar voru ekki einir á ferð. Rithöfundasamband íslands krafði flokkana svara varðandi afnám virðisaukaskatts á bækur, Samtök um byggingu tónlistarhúss létu fímm af sex stjómmálaflokkum lofa tónlistar- húsi fyrir aldamót. Sá eini sem þorði að færast undan loforði, Mörður Árnason fulltrúi Þjóðvaka, var spottaður opinberlega í blaða- grein eftir Inga R. Helgason for- mann samtakanna. Flugbjörgun- arsveitirnar vildu svör um mark- Pólitísk stefnumörkun sem ræðst af aðgerðum þrýstihópa gengur gegn almannahagsmunum, segir Margrét S. Björnsdóttir, auk þess sé hún líklegri til að taka mið af skamm- tímahagsmunum en langtímasjónarmiðum. aða tekjustofna til sinnar starf- semi, Stúdentaráð Háskóla íslands um lánamál stúdenta, Skotveiðifé- lag íslands um afstöðu til ýmiss konar byssu- og veiðiréttarhags- muna skotveiðimanna, talsmaður 250 leiðsögumanna vildi svör „fyr- ir 7. apríl“ um aðgerðir til að tryggja atvinnuréttindi íslenskra leiðsögumanna gagnvart útlend- ingum, Leigubílstjórafélagið Frami vildi afstöðu til álagningar vörugjalds á leigubifreiðar og þannig mætti lengi telja. Annar þáttur þessarar sérhags- munabaráttu var að frambjóðend- um flokka, a.m.k. hér í Reykjavík, var boðið á fjölda funda á vinnu- staði og hjá hagsmunahópum þar sem tilgangurinn var ekki að ræða almenn stefnumál flokkanna og e.t.v. kynna þeim eigin aðstæður, heldur komu menn sér beint að efninu og spurðu frambjóðendur: Hvað ætlar þú og þinn flokkur að gera í tilteknu þröngu hagsmuna- máli minnar starfsgreinar, minna samtaka, míns vinnustaðar o.s.frv. Dæmi um þetta var þegar starfs- fólk Þjóðminjasafns spurði: Hvað ætlar þinn flokkur að gera til að stuðla að varðveislu íslenskra forn- minja? Og starfsmenn Pósts og síma spurðu: Mun þinn flokkur,- komist hann í ríkisstjórn, einka- væða fyrirtækið? - Og einnig var spurt: Mun þinn flokkur hækka laun starfsmanna Pósts og síma? í lok fundanna, þegar varnarlitl- ir frambjóðendur höfðu skýrt af- stöðu sína, var því gjarnan lýst yfir að svörin hefðu verið skráð og fylgst yrði með efndum eftir kosningar. Sams konar afstaða kom einnig fram t.d. í fyrirspurn- arbréfi skotveiðimanna til fram- bjóðenda, þar sem stóð orðrétt: „Þess er óskað að svör berist sem fyrst, þar sem hugmynd mín er að nýta upplýsingarnar til þess að hafa áhrif á hvernig fjölskylda mín og vinir kjósa í komandi Al- þingiskosningum.“ Minna má á að ein áhrifamestu hagsmunasamtök í Bandaríkjunum er einmitt byssu- mannafélagið „The National Rifle Association“. Á kosningafundum ljósvaka- miðla mættu síðan fulltrúar sömu hagsmuna, ýmist boðnir eða óboðnir, með sams konar spurn- ingar. Þannig fannst mér fundur ríkissjónvarpsins um mennta- og mennlngarmál hreint ótrúlegur. Þar mættu auk frambjóðenda full- trúar leikskólakennara, rithöf- unda, kvikmyndagerðarmanna, kennara, stúdenta o.fl. Og allir höfðu efnislega aðeins eitt fram að færa: Ég vil meiri peninga handa mér og mínum og hvað ætlar þú að gera í því? Einstaka frambjóðéndur endur- spegluðu þetta einnig að vissu marki. Formaður í stéttarfélagi sem nýkominn var úr árangursríku verkfalli gekk á milli stjórnmála- flokka (að höfðu samráði við sína félagsmenn) og bauðst til að taka a.m.k. varaþingmannssæti. Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, tók sæti á lista stjórnmála- flokks, sem hann segist ekki vilja ganga í og telur sig óháðan öðrum en sínum félögum í BSRB. Og annar „óháður" frambjóðandi í sama flokki, reyndar í varaþing- mannssæti, sagði opinberlega að rétt væri að hinir „óháðu“ stofn- uðu sér þingflokk. Er þetta hin eðlilega Iýðræðislega aðferð? Ég hef velt því fyrir mér af hveiju mér fínnst þetta ógeðfellt. Er þetta ekki gangur Iýðræðisins? E.t.v. hef ég hugsað meira um þetta þar sem ég var í miklu ná- vígi við óbilgjarnan málflutning sérfræðilækna, en niðurstaða mín er einhvern veginn þessi: Þrýsti- hópastjórnmál eins og þeim sem hefur verið lýst hér eru andlýðræð- isleg. Þrýstihópar starfa ekki í umboði þjóðarinnar, eru ekki kjörnir til að fara með pólitískt vald. Þeir bera því enga ábyrgð gagnvart almenningi með þeim hætti sem stjórnmálamenn gera. Pólitísk stefnumörkun sem ræðst af þrýstihópaaðgerðum gengur í eðli sínu gegn þeim al- Opið ■ dag frá lil 10-10 RÝMINGARSALA vegna flutnings Góður afsláttur -nýjar vörur \(#HU5ID LAUGAVEGUR 21 SÍMI 2,5580 mannahagsmunum sem stjórn- málamönnum er ætlað að gæta. Auk þess er hún líklegri til að taka mið af skammtíma- og sér- hagsmunum í stað langtímasjón- armiða og almannahagsmuna. Hin lýðræðislega aðferð hlýtur að vera sú að stjórnmálaflokkar móti stefnu og þeir sem vilja koma að þeirri stefnumörkun geta geng- ið til liðs við flokkana. Flokkarnir bjóði skýra valkosti, fylgi þeim eftir og leggi síðan árangurinn undir dóm kjósenda. Islensk stjórnmál einkennast því miður ekki af þessu. Miklu fremur af veikri stefnumörkun flokkanna sjálfra, ofuráhrifum stóru hags- munasamtakanna, kjördæmapoti og fyrirgreiðslupólitík - og nú þessu nýjasta, þrýstihópum stór- um og smáum sem stilla frambjóð- endum upp við vegg fyrir kosning- ar. Þetta er varla æskilegt, hvorki fyrir flokkana sjálfa né kjósendur. Auk vandaðri vinnubragða al- mennt við stefnumörkun verða ís- lenskir stjómmálamenn og flokkar að taka sig saman um að hafna afskiptum af kosningabaráttu, eins og ýmsum þeim sem hér var lýst. Geri þeir það ekki mun smám saman þróast hér, í anda baráttu sérfræðilækna (sem ég lýsti áð- an), sams konar þrýstihópapólitík og einkennir bandarísk stjórnmál. Þrýstihópastjórnmál, þar sem hinir ríku og áhrifamiklu ráða ferðinni. Þeir munu ráða mestu sem, eins og sérfræðilæknar, hafa fjármuni til að kaupa auglýsingar, kaupa lögfræðinga, kaupa hagfræðinga, kaupa auglýsingaráðgjafa o.s.frv. Næsta skref gæti síðan orðið að kaupa sér áhrif hjá stjórnmála- mönnum og stjórnmálaflokkum, sem þurfa æ meira fjármagn í prófkjörs- og kosningabaráttu. Höfundur er félagi í Alþýðuflokknum. FRETTIR Postuli heim- sækir söfnuð Nýju postula- kirkjunnar WILHELM Leber, svæðispostuli Nýju postulakirkjunnar í Bremen í Þýskalandi, heimsækir ísland nú seinni hluta apríl og mun halda guðs- þjónustu í kirkju- Sal Nýju postula- kirkjunnar, Ár- múla 23 í Reykja- vík, á sunnudag 23. apríl nk. kl. 11 og á Hótel KEA, Akureyri, föstudagskvöldið 21. apríl kl. 20.___________ Sem postuli yfír WUheIm Leber tilteknu svæði er Wilhelm Leber ábyrgur fyrir víðfemu svæði Nýju postulakirkjunnar í borg- unum Bremen og Hamborg, svæðum norður Saxony, Schleswig-Holstein og Mecklenburg-Vorpommern í Þýskalandi auk landanna Danmerk- ur, Svíþjóðar, Noregs, Grænlands, íslands, Finnlands, Eistlands, Lithá- ens og hluta af Vestur-Síberíu. Í för með Leber postula er lítill kór og strengjahljómsveit frá Brem- en í Þýskalandi, sem múnu ásamt íslenskpm trúsystkinum aðstoða við guðsþjónusturnar með söng og hljóð- færaleik. Gestir eru boðnir hjartanlega vel- komnir á guðsþjónustumar á Akur- eyri og í Reykjavík. Boðið verður upp á kaffiveitingar að guðsþjónustu lok- inni. ♦ ♦ ♦------ Námskeið um þjáningima SR. SIGFINNUR Þorleifsson, sjúkrahúsprestur, verður leiðbein- andi á námskeiði Biblíuskólans um þjáninguna 24. og 26. apríl kl. 18-22. Fjallað verður um hinn margvíslega missir mannsins og þá vanlíðan sem því fylgir. Jobsbókin verður skoðuð, einkenni hennar og boðskapur. Kennt verður í Aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. Námskeiðsgjald er 1.500 kr., léttur kvöldverður innifalinn. Innritun lýkur föstudaginn 21. apríl. Opið daglega kl. laugardaga kl. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.