Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Út í vorið í Deiglunni KARLAKVARTETTINN Út í vorið heldur tónleika í Deigl- unni í kvöld kl. 20.30. Þá held- ur kvartettinn tónleika í Skjól- brekku, Mývatnssveit á föstu- dagskvöld kl. 21. A efnisskrá tónleikannna má m.a. fínna lög eins og Haf blik- andi haf, Capríljóð, Óli lokbrá og Laugardagskveld, sígildar perlur Schuberts og vinsæl dægurlög fyrri ára. Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson sem allir hafa verið félagar í Kór Langholtskirkju. Við hljóðfærið er Bjami Þ. Jónatansson sem jafnframt er aðalþjálfari og leiðbeinandi kvartettsins. Bikarmót í þolfimi BIKARMÓT í þolfimi verður haldið í íþróttahöllinni á Akur- eyri næstkomandi laugardag, 22. apríl og hefst það kl. 14.00. Þetta er fyrsta þolfimimótið sem haldið er á Akureyri. Allt stefnir í að um fjölmenn- asta þolfimimót sem haldið hef- ur verið hér á landi verði að ræða, en um 60 þátttakendur hafa skráð sig til keppni, þar á meðal skæmstu stjörnurnar í þessari íþróttagrein, Magnús Scheving, Anna Sigurðardóttir og Unnur Pálmadóttir svo ein- hveijir séu nefndir. Þá eru ungl- ingar virkir þátttakendur á mótinu. Keppt er eftir reglum F'im- leikasambands íslands. { ter.gslum við mótið verður efnt til dómaranámskeiðs í íþrótt- inni. Veitt verða verðlaun í öllum flokkum og í iokin verður krýndur bikarmeistari, sá er hlýtur hæstu stigagjöfina. Fjöldi í sund um páskana GÓÐ aðsókn var að Sundlaug Akureyrar alla páskadagana en þetta er í fyrsta skipti sem laugin er opin þessa helgidaga. Alls voru sundlaugargestir um 5.500 talsins frá fimmtu- degi til mánudags eða að með- altali um 1.100 manns hvern dag. Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, sagði að gífurleg aðsókn hefði verið í laugina föstudaginn langa þegar um 1.800 manns brugðu sér í sund. Fyrirlestur um vefjagigt FYRIRLESTUR um vefjagigt verður haldinn í samkomusal Dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri á laugardag, 22. apríl, og hefst hann kl. 10.00. Fyrirlesari er Sigrún Bald- ursdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur unnið mikið með vefjag- igtarfólk á Reykjavíkursvæð- inu. Fyrirlesturinn er öllum opinn, aðgangseyrir er 500 krónur. Metþátttaka á 20. Andrésar andarleikunum sem hófust í gær Morgunblaðið/Rúnar Þór ANNA Lísa og Thelma Lind að mæta á sína fyrstu Andrésar andarleika á Akureyri í gær. Keppendur um 870 frá öllum landshornum UM 1.500 manns, þátttakendur á Andrésar andarleikunum sem nú er haldnir í 20. sinni, farar- stjórar og foreldrar komu til Akureyrar í gær, ýmist með rútum eða flugvélum. Þátttakendur á leikunum hafa aldrei verið fleiri né komið víðar að en nú þegar þeir eru haldnir í 20. sinn, en alls taka 870 börn á aldrinum 7-12 ára þátt í leik- unum. Leikarnir voru settir í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. FlugfélagNorðurlands flaug 6 sinnum til Isafjarðar til að sækja keppendur af Vestfjörð- um. Austfirðingar komu í rútu í fylgd snjóblásara yfir Möðru- dalsöræfin en vegna ófærðar þar voru þeir nokkuð seinir fyr- ir. Stefnum að þvíað vinna „Okkur gekk vel, við sváfum mest í rútunni,“ sögðu stöllurn- ar Anna Lísa og Thelma Lind, 11 ára Víkingsstelpur sem nú er að keppa á sínum fyrstu Andrésar andarleikum. „Ég byijaði að æfa í janúar,“ sagði Anna Lísa en Thelma hafði byij- að nokkru áður. „Við stefnum að því að vinna eitthvað, við vonum að það gangi.“ Báðar hlakka stúlkurnar mikið til að keppa á sinum fyrstu Andrésar- leikum, en auk þess ætla þær að fara í sundlaugina, kaupa sér ís og skoða bæinn. Kjötbollurnar vinsælar „Við erum vel birg af mat,“ sagði Þórhildur Þórhallsdóttir kokkur á Skíðastöðum sem á eftir að standa í ströngu við matseldina alla helgina. „Það er meira umleikis nú en áður í til- efni af því að leikarnir eru nú haldnir í 20. sinn, þeir hafa ver- ið lengdir um einn dag og svo verður ýmislegt um að vera fyr- ir krakkana þegar þeir eru ekki á skíðum,“ sagði Þórhildur sem ætlar að elda sínar geysivinsælu kjötbollur ofan í hópinn í dag, sumardaginn fyrsta. „Þær eru lang vinsælastar, vinsælli en hamborgararnir," sagði hún og bætt við að hún hefði birgt sig vel upp af t.d. frönskum kartöfl- um, „Við seljum á góðum degi 80-90 kíló af frönskum og erum við öllu búin núna.“ Um 25% atvinnuleysi hjá trésmiðum á liðnum vetri Vart verra ástand síð- an á stríðsárunum UM 25% viðvarandi atvinnuleysi hefur verið hjá trésmiðum á Akureyri svo til í allan vetur og segir Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði, að leita þurfi allt aftur til stríðsáranna til að finna svo langvarandi atvinnuleysi meðal trésmiða. Morgunblaðið/Rúnar Þór Líknarbelgurinn bjargaði ELDRI maður slapp ótrúlega vel eftir harðan árekstur við tvo vörubíla á Hjalteyrargötu í gær. Maðurinn ók bíl sínum upp Furuvelli og út á Hjalteyrargötu í veg fyrir vörubíl sem kom úr norðurátt. Við áreksturinn snér- ist bifreið mannsins, fór yfir á öfugan vegarhelming og kastað- ist á annan vörubíl sem kom úr suðurátt. Ingimar Skjóldal varðsljóri lögreglunnar á Akureyri sagði að maðurinn hefði sloppið ótrú- lega vel, en hann fékk að fara heim af slysadeild þegar gert hafði verið að sárum á höfði hans. Svonefndur líknarbelgur, sem komið hafði verið fyrir und- ir stýri bifreiðarinnar, blés upp við höggið og taldi Ingimar það hafa bjargað því að ekki fór verr. „Það er ekkert nýtt að sveiflur séu í þessari starfsgrein, svo hefur verið alla tíð. Smiðir hafa ekki fengið vinnu við sitt fag tímabundið að vetrinum undanfarin ár, en yfirleitt hafa þeir þá komist í aðra vinnu en því er ekki að heilsa nú, þeir hafa ekki að neinu að hverfa. Annað sem einnig er óvenjulegt við ástandið nú er að það hefur staðið mun iengur en vant er,“ sagði Guðmundur Ómar. Samdráttur í íbúða- byggiiigum orsökin Ýmis stór verkefni á sviði bygg- ingaiðnaðar hófust á liðnu sumri, en Guðmundur Ómar sagði að mikill samdráttur í smíði íbúðabygginga síðustu ár væri helsta orsök þessa ástands. Á liðnum árum hefði ekki verið byggður nema um fjórði hluti þeirra íbúða sem algengt var fyrir nokkrum árum og því þyrfti mikið að koma til að ná svipuðum verkefn- um og áður. Guðmundur Ómar sagðist vona að eitthvað færi að birta til með vorinu, þó vart myndi það duga til að hreinsa atvinnuleysisskrána að fullu. Nýtt fjármagn þyrfti inn á svæðið og því hefðu menn miklar væntingar til þeirra atvinnutækifæra sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefði í hyggju að skapa á Akureyri. „Byggingaiðnaður er þjónustu- grein sem tekur mið af því ástandi sem ríkir hveiju sinni. Það er því með nokkurri eftirvæntingu sem menn bíða eftir því hvaða áhrif starf- semi SH á Akureyri mun hafa,“ sagði Guðmundur Ómar, en hann benti einnig á að framundan væru nokkur stór verkefni í byggingaiðnaði í bæn- um og hann vissi til þess að eitthvað hefði verið um sölu á iðnaðarhús- næði nýlega sem gæfi til kynna að byijað væri að lifna yfir. Bæjar- sljóriá aðalfund ÚA MEIRIHLUTI bæjarráðs fól í gær bæjarstjóra að fara með umboð Ákureyrarbæjar á að- alfundi Utgerðarfélags Akur- eyringa sem haldinn verður næstkomandi mánudag, 24. apríl. Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandalagi, óskaði á fundi bæjarráðs í gær eftir að bókað yrði að hún tæki ekki þátt í afgreiðslu umboðs til bæjar- stjóra til að fara með umboð bæjarins á aðalfundi ÚA. „Ástæðan er m.a. sú að þrátt fyrir óskir þar um hefur ekki verið haft samráð um breytingar á tilnefningu í stjórn ÚA, segir í bókun Sig- ríðar og jafnframt að hún sé er ósátt við þau vinnubrögð sem beitt hefur verið og ósam- mála þeirri niðurstöðu eða „samkomulagi" sem kynnt var á fundi bæjarráðs í gær. Fulltrúar bæjarins 3 í stað 5 í því felst að Akureyrarbær mun eiga 3 fulltrúa í stjórn ÚA eftir aðalfundinn á mánu- dag í stað 5 áður. Gert er ráð fyrir að 2 fulltrúanna komi úr röðum meirihlutans og að formennskan verði í höndum framsóknarmanna og minni- hlutaflokkarnir tveir, Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðu- bandalag, tilnefni 1 fulltrúa í stjórnina. Þá mun Kaupfélag Eyfirðinga eiga einn fulltrúa og svonefndir stofnanafjár- festar einn fulltrúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.