Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 64
m
HEWLETT
PACKARO
H P Á ÍSLANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá mugulcika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1995
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
*
Ovenju-
kaldur vet-
ur að baki
Verðbréfasala ríkissjóðs gengur illa og erlendar lántökur aukast
Ávöxtun hefur hækkað
VETURINN sem nú hefur kvatt
var óvenjukaldur um mestallt
land, samkvæmt upplýsingum
veðurfarsdeildar Veðurstofu.
í Reykjavík hafa vetrarmán-
uðirnir desember til mars ekki
verið jafn kaldir frá 1920. Meðal-
hitinn var -1,8 stig, sem er 1,7
stigum undir meðalhita 1961-90.
Næst þessu kemur veturinn
1978-79, en þá var meðalhitinn
-1,7 stig. Veturinn 1919-20 var
meðalliitinn -2,2 stig.
A Akureyri var meðalhitinn
-2,8 stig sem er 1,1 stigi undir
-meðallagi. Svo kalt hefur ekki
verið á Akureyri frá 1980-81 en
þá var meðalhitinn -3,4 stig. Úr-
koma á Akureyri var 293 mm
sem er hálf önnur meðalúrkoma.
Kuldalegt var í Húsdýragarð-
inum í gær þegar Þorgeir Vil-
berg Ragúel, 2 ára, var í heim-
sókn.
um 0,8 prósentustig í ár
VERÐBRÉFASALA ríkissjóðs á innlendum láns-
flármarkaði hefur gengið afar illa það sem af er
þessu ári og hefur engan veginn náð að mæta
innlausn á ríkisverðbréfum. Hún er veruleg, ekki
síst vegna þess að vaxandi hluti lánsfláröflunar
ríkissjóðs hefur færst úr langtímaverðbréfum eins
og skuldabréfum ríkissjóðs í ríkisvíxla.
Ríkissjóður hefur þurft að mæta innlausn um-
fram sölu með erlendri lántöku, auk þess að fjár-
magna hallarekstur sinn og mæta fjárþörf Hús-
næðisstofnunar. Hún hætti útboðum skuldabréfa
sinna á síðasta ári, þar sem þau seldust ekki við
þá 5% ávöxtunarkröfu sem ríkisstjómin setti að
viðmiði er hún tilkynnti um aðgerðir til að lækka
vexti síðla hausts 1993.
Lánasýsla ríkisins var með útboð á ríkisvíxlum
til þriggja mánaða í gær. Tilboð bárust í víxla
fyrir rúman einn milljarð króna og tekið var tilboð-
um fyrir helming þeirrar upphæðar eða í rúmar
500 milljónir króna. Þar af keypti Seðlabankinn
víxla fyrir 180 milljónir króna á meðalverði sam-
þykktra tilboða. Á síðasta ári var ekki óalgengt
að víxlar seldust fyrir 2 til 4 milljarða króna í
hveiju útboði, en frá áramótum hefur ríkissjóður
aðeins einu sinni selt víxla fyrir hærri upphæð
en tvo milljarða, í fyrsta útboði ársins.
ECU-bréfin seljast skást
Sjö önnur útboð á þriggja mánaða ríkisvíxlum
hafa farið fram frá áramótum og hafa í öllum
tilfellum selst víxlar fyrir innan við 800 milljónir
króna utan einu sinni í byijun mars er seldir voru
víxlar fyrir rúmar 1.800 milljónir. Þrátt fyrir þessa
dræmu sölu hafa vextimir verið að stíga upp á
við það sem af er þessu ári og hefur meðalávöxtun-
in hækkað úr 6,27% í upphafi ársins í 7,11% í
útboðinu í gær eða um rúmlega 0,8 prósentustig.
Sala á öðrum ríkisverðbréfum hefur nánast
engin verið síðustu mánuðina og í sumum tilvik-
um engin frá því um mitt síðasta ár, utan nokk-
uð hefur selst af svonefndum ECU-bréfum. Ríkis-
sjóður hóf útgáfu þeirra í fyrrahaust, en þau eru
gefin út í erlendri mynt og hafa selst við hærri
ávöxtunarkröfu en bréf í íslenskum krónum.
Margvíslegar skýringar eru á þessari dræmu
sölu. Má þar nefna að fjárfestar hafa nú mögu-
leika á að fjárfesta erlendis, auk þess sem bæði
sveitarfélög og fyrirtæki hafa í stórauknum mæli
boðið út verðbréf við talsvert hærri ávöxtunar-
kröfu en þau 5% sem ríkissjóður hefur haldið sig
við. Þá hefur óvissa fyrst vegna kjarasamninga
og síðan vegna kosninga og ríkisstjómarmyndun-
ar ekki liðkað fyrir. Margir telja hins vegar að
sala ríkisverðbréfa muni ekki taka kipp fyrr en
vextir hækki frá því sem nú er og vísbendingar
em um að fjárfestar haldi að sér höndum og bíði
átekta.
Áburðarverksmiðjan fær samkeppni
Keppir við inn-
fluttan áburð
TVÖ fyrirtæki sem bjóða innfluttan
áburð keppa við Áburðarverksmiðj-
una í útboði á 900 tonnum af áburði
sem Ríkiskaup hafa efnt til fyrir
Landgræðslu ríkisins. Að sögn Ólafs
Ástgeirssonar, verkefnisstjóra hjá
Ríkiskaupum, er verið að yfirfara
og meta tilboðin. Sérstaklega þarf
að meta mismunandi forsendur um
flutninga og afhendingu sem fólust
í tilboðunum.
Þetta er í fyrsta sinn sem áburður
er boðinn út hjá Ríkiskaupum enda
hafði Áburðarverksmiðjan einkaleyfí
á því að framleiða og selja áburð
hér á landi fram til síðustu áramóta.
Tilboð Áburðarverksmiðjunnar
hljóðaði upp á tæpar 21,4 milljónir
með virðisaukaskatti. Þá barst tilboð
frá Áburðarsölunni Isafold upp á
tæpar 16,5 milljónir án virðisauka-
skatts. Að sögn Þorsteins Þórðarson-
ar hjá ísafold er tilboð fyrirtækisins
að meðtöldum virðisaukaskatti að
fjárhæð 19,9 milljónir eða um 1,5
milljónum lægra en tilboð Áburðar-
verksmiðjunnar. Er þá miðað við að
áburðurinn verði fluttur á tvær hafn-
ir, þ.e. í Reykjavík og Húsavík.
Þriðja tilboðið var frá breska fyrir-
tækinu Intereb sem Þorsteinn hefur
jafnframt umboð fyrir hér á landi.
Það virðist nokkru lakara en hin tvö
tilboðin og hljóðaði upp á 14,7 millj-
ónir án flutningskostnaðar hingað
til lands og virðisaukaskatts.
Syeinn Snorrason formaður stjórn-
ar Áburðarverksmiðjunnar vildi ekki
tjá sig um málið í gær og Hákon
Bjömsson forstjóri var erlendis.
■ Áburðarviðskipti boðin út /C1
Góður gangur í stj órnarmyndun
Niðurstöðu um
málefni að
vænta á morgun
suman
viðræður Davíðs, Halldórs Ásgríms-
sonar, formanns Framsóknarflokks-
ins, og varaformanna flokkanna,
þeirra Friðriks Sophussonar og Guð-
mundar Bjamasonar. Fjórmenning-
amir fóru yfír alla helztu málaflokka
og hófu að leggja grunn að stjórnar-
sáttmála. Sérstaklega var yfirfarið
hvar um ágreining væri að ræða.
Sérfræðingar funduðu í
gærkvöldi
í gærkvöldi settust ýmsir sér-
fræðingar á vegum flokkanna
tveggja við frekari vinnu í nokkrum
málaflokkum. Jafnframt héldu emb-
ættismenn úr forsætis- og sjávarút-
vegsráðuneyti fund með Halldóri
Ásgrímssyni til að kynna honum
stöðu mála í viðræðum við Noreg
og Rússland um veiðar í Barents-
hafí, en fundur verður haldinn með
þessum ríkjum um mánaðamótin.
Líklegt er að Halldór, sem nýr utan-
ríkisráðherra, muni fara með foryst-
una af íslands hálfu á þeim fundi.
Hann sagði í gær að fundurinn
væri eitt þeirra mála, sem settu
nokkra tímapressu á að ljúka stjórn-
armynduninni sem fyrst.
Liggi staðan í málefnum fyrir á
morgun, er gert ráð fyrir að gengið
verði endanlega frá málefnagrund-
velli ríkisstjómarinnar í þingflokk-
um á föstudag eða laugardag. Að
því loknu þarf að boða flokksstofn-
anir til fundar og bera stjórnar-
myndunina undir þær. Þá tekur
væntanlega við að setja saman ráð-
herralista og fá þá samþykkta í
þingflokkum.
1 báðum flokkum em menn bjart-
sýnir á að þessu verki geti verið
lokið snemma í næstu viku og ný
ríkisstjóm þá tekið við völdum.
■ Stjórnarmyndun/10/11
Morgunblaðið/Árni Sæbcrg
GÓÐUR gangur er í stjómarmynd-
unarviðræðum Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins, að sögn
formanna flokkanna. Davíð Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, segir
að á morgun, föstudag, eigi að koma
í ljós hvort flokkamir verði komnir
fyrir endann á málefnavinnu sinni.
Eftir að forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, hafði veitt Davíð
Oddssyni formlegt stjómarmynd-
unammboð í gærmorgun, hófust
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Flykkjast á skíði
870 börn á aldrinum 7-12 ára
keppa á 20. Andrésar andar- leik-
unum, sem settir voru á Akur-
eyri í gær. Að fararstjórum og
foreldrum meðtöldum eru gestir
skiðamótsins um 1.500. Þátttak-
endur á leikunum hafa aldrei
verið fleiri né komið víðar að.
■ Keppendur/12