Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL1995 31
AÐSENDAR GREIIMAR
Köllunin í Hvera-
gerði og lögin
SÍRA Jón E. Einars-
son formaður Pró-
fastafélagsins, Kirkju-
ráðsmaður og fyrrver-
andi Kirkjuþingsmað-
ur ritaði grein í Morg-
unblaðið á skírdag um
köllunarákvæði laga
um veitingu presta-
kalla og aðdraganda
þeirra. I greininni rek-
ur hann efnisákvæði II
kafla, §7 núverandi
laga og það, hvemig
ákvæði þetta hefur
gengið aftur í laga-
frumvörpum Kirkju-
þings áratugum saman
allt frá árinu 1960 fram til þess
tíma, að frumvarpið varð loks að
lögum 44/1987.
Af þessu yirliti prófastsins má
líka ráða, hvern áhuga Alþingi
hafði á því að afnema prestskosn-
ingar eða að taka rjettinn af sókn-
arfólki til þess að eiga að minnsta
kosti ráðuneyti um það, hvern það
fengi fyrir prest. Þetta kallar pró-
fastur tómlæti af Alþingis hálfu.
Enda fór loks svo með lögunum
44/1987 að gerð var málamiðlun:
Prestskosningar voru ekki aflagð-
ar, heldur var framkvæmd þeirra
breytt þannig, að í stað almennra
kosninga var tekin upp kjörmanna-
kosning, sem meginregla. Þannig
var talið, að komast mætti hjá fylg-
ikvillum almennu prestskosning-
anna yfirleitt. Almennu kosningun-
um var haldið að auki, krefðust
25% atkvæðisbærra
sóknarmanna þeirra.
Þannig má vera ljóst,
að prestskosningar
voru engan veginn af-
lagðar, heldur var
reynt að sníða verstu
ágallana af eldra fynr-
komulagi. Lögin gera
kjósendum auðvelt að
hafa áhrif á niðurstöðu
kjörmannavalsins.
Gangi kjörmennirnir
gegn vilja margra
sóknarmanna má
krefjast kosningar.
Valdið er hjá fólkinu
sjálfu; kjörmennirnir
verða því ætíð að gera ráð fyrir
því, að þeirra niðurstöðu megi
skjóta undir úrskurð safnaðarins
alls. Ekki er lítið öryggi að þessu
og um leið aðhald. Dettur þá ein-
hverjum það í hug, að við hliðina
á þessu væri settur sá valkostur,
að hægt sje að lauma að presti,
án þess að nokkur geti vjefengt
niðurstöðuna, þar sem málskot til
safnaðarins komi ekki til greina.
Þá er það „köllunin". Hvað, sem
Kirkjuþingi kann að hafa gengið til
öll árin, sem það hafði yfir bæna-
skrá sína til Alþingis um að fá bisk-
upi og sóknarnefndum ráðstöfun
embættanna í hendur, þá er það
ljóst, að það var ekki gert með lög-
unum 44/1987. Svo langt náði
málamiðlunin ekki á Alþingi. Hins
vegar lét Alþingi undan röksemdum
kirkjuforystunnar fyrir því, að
Upp úr stendur tvennt,
segir Geir Waage, við
lögin óbreytt verður
ekki unað lengur og mál
eru komin í ógöngur hjá
Hvergerðingum.
nauðsynlegt væri að hafa einföld
úrræði til þess að útvega söfnuðum
prest án lífstíðarskuldbindingar,
þar sem umsækjendur höfðu ekki
gefist að prestaköllum, eða þar sem
umsækjendum hafði verið hafnað.
Fleiri röksemdir voru fram bomar,
sem eg hirði ekki um að rekja hjer,
en þetta vom nú meginrökin á önd-
verðu ári 1987, þegar eg og aðrir
reyndu að tala um fyrir alþingis-
mönnum að veita frumvarpinu
framgang. Hvað, sem kann að hafa
verið í hugum Kirkjuþingsmanna
næstu áratugina þar á undan, þá
var það ekki í hugum stjómar-
manna P.í. þeirra, sem lágu við á
Alþingi vegna málsins, að biðja um,
að tekinn yrði af prestum og guð-
fræðingum sá grundvallarrjettur,
að þeir mættu gefa sig fram þar,
sem prestakall vantaði þjónustu.
Þetta er líka algjörlega andstætt
ákvæðum laga 38/1954 um opin-
bera starfsmenn, t.d. §5 þar sem
krafizt er, að opinber embætti og
Geir Waage
störf sjeu auglýst. í nýlegum stjóm-
sýslulögum er mjög hert á um að
stjórnvöld vandi umgengni sína við
ijettarfarið í landinu. Þar er meðal
annars fjallað um jafnræðisregluna,
sem er grundvallarregla í öllu
óspilltu ijettarfari. Hvemig hefur
verið farið með hana í Hveragerðis-
málinu? Kjörmenn Hveragerðis-
prestakalls ásamt Biskupi Islands
em stjórnvald í því máli. Prófastur
finnur að því, að eg hafí nefnt
embætti Biskups íslands í tengzlum
við mál þetta. Á því er sú skýring,
að hans er getið í þeim lögum, sem
málið varðar, fram hjá honum verð-
ur hvergi komizt í því. Vitaskuld
er prófasti svo frjálst að kalla það,
„hámæli og harða gagnrýni“ ef svo
ber við, að eg taki mjer í munn
embættisheiti þess prests, sem
fremstur fer meðal jafningja í stjett
vorri.
Prófastur hrósar í grein sinni
greinargerðinni með frv. til laga
44/1987. Þar segir raunar um köll-
unarkostinn: „köllun getur átt sér
stað og er embættið þá ekki aug-
lýst“. Varla væri þessum kosti
svona lýst, hefði hann átt að vera
meginregla laganna. Orðalagið vís-
ar til hinna sérstöku ástæðna, sem
að framan er um getið. Það er unnt
að nota aðferðina beri sjerstakar
ástæður til. Þá er líka yfírleitt áður
búið að auglýsa kallið og því er
heldur ekki ástæða til að gera það
aftur, sje köllun beitt. Þannig hefur
framkvæmdin líka yfírleitt verið.
Undantekningamar eru til. Bú-
staðasókn var veitt svona við síð-
ustu prestaskipti. Það mæltist raun-
ar svo illa fyrir, að flestir töldu það
verða í síðasta sinn, sem slíkt yrði
reynt.
Þá er það lagaframkvæmdin hjá
þeim í Hveragerði og á Laugavegin-
um. II kafli laga 44/1987, fyrri
hluti §7 hljóðar svo: „Heimilt er
kjörmönnum að kalla prest. Ef 3/4
kjörmanna prestakallsins eru ein-
huga um að kalla tiltekinn prest
eða guðfræðikandidat án umsóknar
gera þeir prófasti viðvart um það
í tæka tíð en hann tilkynnir biskupi
sem felur þá prófasti að boða kjör-
menn prestakallsins á sameiginleg-
an fund innan viku og er þá emb-
ættið eigi auglýst.“
Nú hefur Biskupsstofa og for-
maður sóknarnefndar Hveragerðis-
sóknar ítrekað lýst því yfír að mál-
inu sje lokið og allt frágengið.
Hvernig má það vera, fyrst einung-
is hefur verið haldinn einn fundur
um málið í kjörmannasamkund-
unni, fundurinn 14da marz? Á þeim
fundi hefur í mesta lagi verið hægt
að komast aftur að tilvísunarsetn-
ingunni í lagagreininni hér að fram-
an. Biskup á eftir að fela prófasti
að kalla saman kjörmannafundinn,
eða a.m.k. á prófastur það eftir.
Þetta hefí eg eftir heimild úr kjör-
mannahópnum. Sú heimild fullyrð-
ir, að annar fundur en þann 14da
marz hafí aldrei verið haldinn. Þá
er nú heldur farið að teygjast á sjö
daga fresti laganna. Þá er nú orðið
vandi að skilja, að allt sje klappað
og klárt.
Kirkjumálaráðuneytið mun skera
úr um skilning á lögunum. Vita-
skuld eru líka til önnur úrræði til
að fá úr þessari deilu skorið. Upp
úr henni stendur hins vegar það
tvennt, að við lögin verður ekki
unað óbreytt framvegis og eins hitt
að málið er komið í ógöngur hjá
Hvergerðingum. Sóknarnefndimar
þar geta hins vegar enn leyst úr
því, ef menn skoða þar núverandi
stöðu málsins í ljósi fram kominna
upplýsinga og aðstæðna yfírleitt.
Ekki verður því trúað að óreyndu,
að nokkrir sjeu þeir til, er vilja virða
að vettugi almenna sanngimi og
gmndvallarviðhorf íslenzks ijettar-
fars í þessu máli.
Höfundur er sóknnrprestur í
Reykholti.
Gleðilegt sumar
Erum með opið í dag á
Laugarveginum FRÁ 13. 00-17. 00
Qc bcnetton
BuxnabVidiN
Laugavegi 64
Cj JjJ KJaÍIatínn
cimtum mudcmoisdk
MONSOON
vou
/
X
\i usi i \ I. m (.w 11;\ !>;•;
li I \ K I W ÍK
V E R S L U N
LAUGAVEGl 32
S i M I : 5523636
VERO mODA
Laugarvegurinn í sumarskapi