Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell JÓHANNA Jakobsdóttir er einbeitt á svlp við vlnnu sína. Morgunblaðið/Þorkell MARTEINN Swift er að leggja lokahönd á apa sem sltur á stelnl. HRAFNHILDUR Þórólfsdóttir með englana slna. Idag, sumardaginn fyrsta, verður opið hús í Myndlista- skóla Reykjavíkur milli 11 og 19 þar sem nemendur í barna- og unglingadeildinni sýna afrakst- ur vetrarins. Þórný Jóhannsdótt- ir leit inn og skoðaði hvað nem- endur voru að fást við. Ásýndar virðist stóra húsið á Tryggvagötunni, þar sem Mynd- listarskólinn í Reykjavík hefur aðsetur sitt, fremur líflaust. En þegar inn er komið kemur annað í þ’ós. Á tveimur efstu hæðunum er líf og fjör frá morgni til kvölds. Þó ríkir þarna mikil ró. Enda segir skólastjórinn, Valgerður Bergsdóttir, að sér finnist stund- um eins og skólinn gegni svolitlu sáluþjálparhlutverki í hröðu borgarsamfélaginu. Á veggjum hanga margbreytileg Iistaverk í öllum regnbogans litum og hillur eru fullar af ólíkum hlutum. Og við borðin sitja nemendur og fást við verkefni af ýmsum toga. Barna- og unglingadeildir Myndlistarskóla Reykjavíkur eru tíu. Þar fá nemendur að spreyta sig á mótun, teikningu og málun og þau læra meðferð efnanna og lita- og formfræði. Þá eru fluttir fyrirlestrar um myndlist og sóttar eru myndlist- arsýningar. Börnin eru í hóp, tíu saman, sem miðar að því að þau öðlist færni í myndlist. Valgerður Bergsdóttir segir Allir hafa sköpun í sér SUMARDAGSSYI\ill\IG I MYNDLISTASKOLA REYKJAVIKUR að það séu ólíkir hlutir sem æf- ist með því að vera í myndlist- arnámi. „Hvort sem um er að ræða undirbúning fyrir frekara listanám eða almenna menntun þá nýtist það vel,“ segir Valgerð- ur. Ung böm sem era í myndlist- arnámi ná oft betri færni í að skrifa. Hendurnar þjálfast í leirn- um. Þau æfa samspil á auga og hendi. Með því að velta fyrir sér litasamsetningum og formum verða bömin Iæs á umhverfí sitt, hvort sem er á heimHi eða ann- arsstaöar. Valgerður segir marga nem- endur skólans vera einkar hæfi- leikaríka og „það eru margir krakkar sem hafa verið hér sem halda áfram í myndlist þannig að vissulega er verið að leggja grunn að ákveðnum þroska.“ — En hvernig er þetta með getu og hæfileika barna tH dæm- is á þessu sviði. Eru tH börn sem eru ákafiega hæfileikarík og önn- ur sem eru svo til hæfileikalaus? „Það hafa allir sköpun í sér og það er hægt að kenna öllum. Morennbiaðíð/Þorkell _ Morgunblaðið/Þorkeli ÁRNI Halldórsson með pressuna sem hann notar tll að þrykkja grafíkmyndir. segir Árni. En ég hugsa meira um formin en litina þegar ég er að gera myndir. Og eiginlega hef ég meiri áhuga á óhlutbundnum myndum en myndum sem eru af einhveiju ákveðnu." Ámi er fiórtán ára og þetta er annað árið hans í Myndlistar- skólanum í Revkjavík og teikning er uppáhalds fagið hans. En af hverju fór hann í myndlistar- skóla? „Ég hef bara gaman af þessu. En pabbi og mamma komu með uppástunguna. Mig mundi kannski langa tíl að verða mynd- listarmaður, en ég er þó ekkert að hugsa um það alvarlcga." Árni segir að Erró sé einn af hans uppáhaldsmyndlistarmönn- um út af teikningunum. Marteinn Swift hefur verið í myndlistarskólanum í sjö ár en segist ekki halda að myndlist- arnám verði sérstaklega í fram- tíðarskipulaginu hjá honum. „Mér finnst ég ekki vera neinn sérstakur listamaður en það er gaman að hafa þetta sem áhuga- mál,“ segir hann. — Enhvaðertuaðlærahérna? „Núna hef ég til dæmis verið að vinna með leir. Ég er að búa til apa úr leir og áður var ég að gera engil. Hér læri ég hvaða aðferðum á að beita við að móta hann, þá verður maður að passa að hann þorni ekki og springi, svo dæmi sé tekið.“ Tvímælalaust. En listsköpun höfðar ekki til allra og fólk hefur mismunandi mikla ánægju af þessu; er misnæmt fyrir því sem það er að gera.“ Hrafnhildur Þórólfsdóttir sem er fjórtán ára segir að sig hafi lengi langað tH að fara í myndlist- arskóla og lét drauminn rætast í haust. Hún er að gera engla núna. „Við fengum það verkefni að gera engla,“ segir hún. „Ég klippti þessar myndir út og set svo lití í englana með svampi.“ HrafnhHdur segist ekki eiga neinn uppáhaldsmyndlistarmann af yngri kynslóðinni enda finnst henni meira gaman að skoða eldri myndlist. Hún Jóhanna Jakobsdóttir er að hefja fjórða námskeiðið sitt hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Mamma spurði mig hvort mig langaði ekki að fara þar sem ég var alltaf að teikna heima hjá mér,“ segir Jóhanna. „Mér finnst eiginlega mest spennandi að vinna í leir, það er svo gaman að hafa leirinn í höndunum. En teikning finnst mér erfið.“ Fíll- inn sem hún er að vinna að er fóðraður í leir þannig að hann springi ekki í brennslu. „Fyrst gerði ég mót af fíl úr pappír en setti svo leir utan um mótið.“ — Og af hveiju valdir þú að gera fíl? „Mér fínnst fíll nyög fallegt dýr. Þegar ég er að gera hann reyni ég að passa upp á að hafa hlutföllin rétt.“ — En manst þú eftir einhverj- um uppáhaldsmyndlistarmanni? „Mér finnst myndir eftir van Gogh nyög flottar. Ég hef skoð- að myndirnar hans í bókum. Við erum oft látin skoða bækur f tengslum við ákveðin verkefni og svo eru stundum fyrirlestrar um myndlist. Og það er nyög skemmtilegt.“ Kann vel að meta Erró Tígrisdýr eru viðfangsefni Áraa Halldórssonar og hann seg- ist hafa valið dýrin út frá fal- legri mynd sem hann sá í bók. Dýrin hans eru í öllum regnbog- ans litum. „Ég hef svona marga liti til að gera myndina líflegri,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.