Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ h Tuttugu ár frá lokum Víetnamstriðsins Clinton vill að stríðið verði víti til varnaðar New York. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í fyrrakvöld, að Bandaríkjamenn þyrftu að draga lærdóm af Víetnamstríðinu svo mistök af því tagi sem þar hefðu verið gerð endurtækju sig ekki. Tuttugu ár verða liðin 30. apríl næstkomandi frá því Víetnamstríðinu lauk en þann dag féll Saigon, höfuðborg Suður-Víetnams, í hendur norður-víetnamskra hersveita. Clinton barðist á stúdentsárum sínum gegn stríðsrekstrinum í Víet- nam og kom sér hjá herþjónustu. Hann sagði í síðustu viku, að játn- ingar Roberts McNamara fyrrver- andi varnarmálaráðherra í nýút- komnum endurminningum, veittu sér uppreisn æru og staðfestu að hann hefði haft á réttu að standa með andstöðu sinni. McNamara var vamarmálaráð- herra í stjómartíð Lyndons John- sons forseta og einn helsti höfundur þess að stórauka stríðsreksturinn í Víetnam með þungavopnum og sprengjuflugvélum frá lokum 1963. í bók sinni játar hann að honum sjálfum og öðmm nánum ráðgjöfum forsetans hefðu orðið á herfileg mistök varðandi framgang stríðsins í Víetnam. Stríðið kostaði um þijár milljónir Víetnama og 58.000 bandaríska hermenn lífið. „Það var ætíð skoðun mín að stefna okkar varðandi Víetnam væri röng. Ég held að bókin stað- festi að ég hafði rétt fyrir mér,“ sagði Clinton á blaðamannafundi í fyrrakvöld. McNamara úthúðað Leiðara- og dálkahöfundar bandarískra blaða gagnrýna McNamara fyrir að hafa þagað um hugsanlegar afleiðingar stríðsins og halda því fram, að með því að birta efasemdir sínar strax opinber- lega hefði það getað orðið til þess að stöðva stríðið miklu fyrr. í bókinni segist vamarmálaráð- herrann fyrrverandi hafa varað Johnson forseta við því í öndverðu, að stríðið í Víetnam gæti orðið að meiriháttar þjóðarógæfu fyrir Bandaríkin. Forsetinn hafí ekki tek- ið mark á sér, en af hollustu við forsetann hefði hann þagað um þessar aðvaranir. í forystugrein New York Times, sem ber yfírskriftina „Þúsund daga yfírsjón", er McNamara dæmdur vægðarlaust fyrir að kjósa að þegja frá 1967, þegar hann segist hafa áttað sig á að stríðsreksturinn, sem kostaði 100 hermenn lífíð á viku, væri dauðadæmdur. Hann hefði enga afsökun fyrir því að segja það ekki opinberlega. RÚSSAR skjóta flugskeytum í átt til bæjarins Bamút í Tsjetsjníju. Reuter Rússar hörfa frá Bamut Moskvu. Reuter. RÚSSNESKAR hersveitir neyddust í gær til þess að hörfa frá bænum Bamút í Tsjetsjníju, daginn eftir að yfírmaður sveitanna sagði að bær- inn væri fallið. Fréttastofan Interfax sagði að mikil stórskotahríð frá uppreisnar- mönnum úr fjöllum umhverfís Bam- út hefði orðið til þess að rússnesku sveitimar hörfuðu úr bænum í gær. „Sveitimar drógu sig til baka frá Bamút til að komast hjá mann- falli,“ sagði Míkhaíl Jegorov, stjórn- andi hemaðaðgerða í Tsjetsjníju. Rússar náðu ekki hæðum umhverf- is bæinn, sem er á landamærum Íngúshetíu, þar sem uppreisnar- menn hafa hreiðrað um sig. Með þessu hefur Rússum mistek- ist það ætlunarverk sitt að hemema síðasta vígi uppreisnarmanna í fijó- sömum og iðnvæddum héruðum norðan- og vestanverðrar Tsjetsjníju. Mikill meirihluti uppreisnarsveita tsjetsjena hefur nú vígbúist í fjöllum í Suður-Tsjetsjníju og bíður þar frekari átaka við rússneskar her- sveitir sem ætlað er að uppræta baráttu uppreisnaraflanna. Rússar ráða ekki stækk- un NATO Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sem fer til Rússlands í næsta ' mánuði, sagði í fyrradag, að stjórnin í Moskvu gæti ekki haft og hefði ekki neitunarvald gagn- vart stækkun Atlantshafsbanda- lagsins, NATO. Kvaðst hann vona, að þetta mál ylli engri spennu milli ríkjanna enda væri ekki verið að fjandskapast út í Rússa með stækkun bandalagsins. Á síðustu mánuðum hafa stjóm- völd í Rússlandi hert á mótmælum sínum gegn fyrirhugaðri stækkun NATO í austur og hún mun verða eitt af umræðuefnunum á fundi Clintons og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, í Moskvu 9. maí nk. „Hvað öryggismál varðar hafa Rússar ekkert að óttast af hálfu NATO. Bandalagið verður stækk- að smám saman og fyrir opnum tjöldum á sama tíma og unnið er að nánari samskiptum við þá,“ sagði Clinton á blaðamannafundi í Washington. --------------- Rússland 30-40% með 3.200 kr. Moskvu. Reuter. UM 30-40% Rússa hafa minna en sem svarar 3.200 kr. ísl. í tekjur á mánuði en það er talin lágmarks- upphæð til framfærslu í Rússlandi. Að sögn Vjatsjelavs Bobkovs, embættismanns í atvinnumála- ráðuneytinu rússneska, vonast yf- irvöld til að lækka þetta hlutfall á næsta ári með því að veita þeim tekjulægstu framfærslustyrki frá héraðsstjórnum og ríkinu. BIFREIÐ Aznars, (svört, efst á mynd) er mikið skemmd eftir sprengjutilræðið. Tilræðismennimir sprengdu Fiatbifreið, (t.h. við hvítan bíl) er Aznar fór hjá. Reuter Baskar sakaðir um að hafa staðið að sprengjutilræði í Madríd Aznar slapp nauni- lega frá banatilræði Madríd. Reuter. JOSE Maria Aznar, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Spáni, slapp með minni háttar meiðsli er sprengja sprakk nærri bíl hans í Madríd í gærmorgun. Segir lög- regla um banatilræði við hann að ræða og kennir spænski dóms- og innanríkisráðherrann, Juan Alberto Belloch, skæruliðahreyfingu Baska, ETA, um. Fimmtán manns slösuð- ust í sprengingunni, þar af þrír al- varlega. Að sögn lögreglu komu tilræðis- mennirnir um 25 kílóum af sprengi- efni fyrr í Fiat-bifreið, sem sprakk skammt frá bíl Aznars. Hann skrám- aðist og meiddist lítillega á höfði er bíll hans þeyttist til í högginu af sprengingunni. Gekk hann óstuddur af slysstað en var fluttur á sjúkra- hús til læknisskoðunar. Að sögn vitna skemmdist bifreið hans mikið og sagði lögregla að brynvörn sem bílinn var útbúinn með, hafí bjargað lífí Aznars. Stjórn- málamenn allra flokka hafa fordæmt árásina. Belloch sagði sprenginguna vera „árás á lýðræðið“ þar sem Aznar væri einn helsti málsvari lýð- veldis á Spáni. Felipe Gonzales for- sætisráðherra ræddi við Aznar á sjúkrahúsinu og talsmaður Alþýðu- fylkingarinnar, flokks Aznars, sagði að ef Baskar ætluðu sér að hræða flokksmenn til að hætta baráttu gegn árásum skæruliða,, myndi það ekki takast. Skömmu eftir tilræðið við Aznar sprakk önnur sprengja skammt frá einni af aðaljámbrautarstöðvunum í Madríd. Er talið að þar hafi sömu menn verið á ferð og hafí þeir sprengt bílinn sem þeir komust undan á. 800 fórnarlömb Baska Skæruliðar ETA hafa myrt um 800 manns á þeim 26 árum sem barátta þeirra fyrir sjálfstæðu ríki Baska hefur staðið. Þeir hafa aðal- lega beint spjótum sínum að lög- reglu en í janúar skutu þeir Gregor- ia Ordonez, leiðtoga Alþýðufylking- arinnar í Guipuzcoa-héraði, þar sem Baskar eru fjölmennir. í viðtali við blað Baska í síðustu viku minntu leiðtogar ETA á að stjómmálamenn ættu á hættu að verða fyrir árásum. Litla, ljóta verðbólgan Helsinki. Reuter. VERÐBÓLGAN er lítill og ljótur ári, grænn á lit og étur upp spariféð án þess nokkur fái rönd við reist. Segir svo í teiknimynda- sögu, sem finnski seðla- bankinn hefur gefið út, en ekki er vitað til, að þessum vopnum hafi áður verið beitt í baráttunni gegn verðbólgunni. í teiknimyndasögunni, sem verður dreift í alla skóla og bankaafgreiðslur í Finnlandi, eru ekki spar- aðar lýsingar á verðbólguó- freskjunni. Hún er með skelfilegar vígtennur, loðin með gul, illyrmisleg augu og eftirlætisiðja hennar er að ofsækja litlu, sætu vax- takrílin. Vonast er til, að þetta verði til, að finnsk böm læri að óttast verðbólgu- skoffínið ekki minna en Karíus og Baktus en verð- bólguhugsunarhátturinn er enn mjög ríkur í landinu. Verðbólgan át nefnilega ekki aðeins upp spariféð, heldur einnig skuldimar en nú á að taka upp nýja og betri siðu. Spænsk fiskiskip Bretar hóta aðgerðum London. Reuter. WILLIAM Waldegrave, land- búnaðarráðherra Bretlands, varaði spánska sjómenn við í gær og sagði, að fallbyssubátum yrði beitt til að vemda fískimiðin við landið °g tryggja, að farið væri eftir regl- um Evrópusambandsins varðandi veiðarnar. „Við teljum fulla ástæðu til að herða eftirlitið með veiðunum," sagði Waldegrave í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, en breskir sjómenn krefjast miklu strangari aðgerða gegn Spánveij- um, sem eru sakaðir um að bijóta flestar reglur og eyðileggja fisk- stofna. Waldegrave lagði áherslu á, að Spánveijar yrðu ekki teknir nein- um vettlingatökum yrðu þeir staðnir að brotum og sagði, að sjóhemum yrði beitt við eftirlitið. Það olli mikilli óánægju meðal sjómanna í Bretlandi og írlandi þegar 40 spánskum togurum var hleypt inn í írska hólfið á síðasta ári en síðan hafa mörg skip, aðal- lega spænsk, verið tekin fyrir ólög- legar veiðar. í t > l l i 1 í i i i i i í i i í i i i i i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.