Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
OTTO
JÓNSSON
+ Ottó Jónsson
fæddist á Dal-
vík 1. janúar 1921.
Hann andaðist á
Borgarspítalanum
9. apríl síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 19. apríl
sl.
ANDLÁT Ottós Jóns-
.sonar kom ekki á
óvart. Heilsu hans
hafði stöðugt hrakað
síðustu mánuði og því
var Ijóst hvert stefndi.
Samt er það svo að fráfall vinar
veldur ætíð depurð. Aðskilnaðurinn
virðist svo endanlegur og óhaggan-
légur, tækifæn til samvista verða
ekki fleiri. í gegnum hugann
streyma misskýrar myndir. Nú líður
að prófum í skólum landsins og
þess vegna er ein gleggsta myndin
af Ottó við hlið mér í munnlegu
prófi; þægilegur, þolinmóður. Ró-
semdin hafði góð áhrif á nemendur
og glöggskyggni og þekking hins
reynda kennara auðveldaði öllum
ijtarfið. Upphaf vináttu okkar má
einmitt rekja til slíkra stunda. Við
vorum um langt árabil prófdómarar
hvor hjá öðrum, hann þó oftar hjá
mér. í þessum „prófaraunum" var
vinnudagur Ottós oft ansi langur
en aldrei heyrðist hann kvarta.
Raunar minnist ég þess ekki að
hafa séð Ottó í slæmu skapi þótt
vissulega gæti honum mislíkað
mannanna gerðir. Hann átti auðvelt
með að umgangast fólk á öllum aldri
og hann naut þess. Því var hann á
réttri hillu bæpi sem kennari og leið-
sögumaður. Ég held að hann hafi
verið svo lánsamur að geta sinnt
hvorum tveggja starfanum af gleði
þess sem gefur.
Ottó var vel að sér og víðlesinn.
Hjá honum sameinaðist keppnisskap
íþróttamannsins sem óragur grípur
tækifærið og skorar og mildi húm-
anistans sem skilur og umber.
Kunnátta hans, smekkvísi og næm-
leiki á blæbrigði enskrar tungu
gerðu það að verkum
að gott var að leita til
hans þegar orða þurfti
óþjálar hugsanir. Mig
grunar að margir hafi
orðið til þess því allra
götu vildi hann greiða
og skipti greiðsla þá
ekki öllu máli.
Þótt Ottó væri nær
tuttugu árum eldri en
ég varð ég aldrei var
við neitt kynslóðabil í
okkar samskiptum.
Mér var hann hinn
hláturmildi félagi,
skýr, lifandi og
skemmtilegur. Að leiðarlokum er
mér ljúft að þakka langa vinsemd,
ótal glaðar stundir og áratuga sam-
starf bæði hér heima og erlendis.
Við Alexía óskum vini okkar,
Ottó Jónssyni, góðs leiðis og biðjum
börnum hans og ástvinum allrar
blessunar.
Friðrik Sigfússon.
Látinn er góður vinur og mikill
öðlingsmaður, Ottó Jónsson,
menntaskólakennari. Andlát hans
kom ekki á óvart því hann hafði átt
við langvarandi veikindi að stríða
og öllum mátti ljóst vera að hveiju
dró. Samt er það svo að þegar lífs-
þráðurinn slitnar um síðir er höggið
þungt og stundum erfítt að sætta
sig við orðinn hlut.
Kynni okkar hófust fyrir um það
bil 35 árum, þegar báðir stóðu í
byggingaframkvæmdum, en hús
okkar stóðu hlið við hlið í Hvassa-
leiti. Ég man ennþá þegar fundum
okkar bar fyrst saman. Ottó var þá
leiðsögumaður í Hekluferðum til
Norðurlanda og Skotlands með við-
komu í Færeyjum. Hann var lítið
heima en hafði gefíð sér tíma til
að líta á byggingaframkvæmdir.
Heim tröðina gekk maður lágur
vexti fríður sýnum með hatt á höfði.
Hann heilsaði mér glaðlega og
kynnti sig. Mér fannst sem frá hon-
um stafaði góðvild, vinsemd og
hlýju. Ég hafði aldrei séð hann fyrr
ÞÓRHALLUR
EINARSSON
+ Þórhallur Ein-
arsson var
fæddur 23. október
1911 í. Grindavík.
Hann lést 10. apríl
1995 á Hrafnistu í
Hafnarfirði. For-
eldrar hans voru
Einar Jónsson
hreppstjóri á Hús-
atóftum, f. 5. júlí
1864, d. 15. janúar
1933, og kona hans
Kristín Þorsteins-
dóttir frá Hauk-
holtum, f. 29. nóv-
ember 1871, d. 25.
febrúar 1956. Þórhallur var
yngstur átta systkina er upp
komust. Þau eru: Guðsteinn, f.
26. ágúst 1899, d. 17. janúar
1973, Jón, f. 5. júlí 1901, d. 8.
febrúar 1986, og Valdimar, f.
8. maí 1903, d. 30. janúar 1990.
Tvö systkinanna létust í
bernsku, Einar Kristinn, f. 14.
maí 1905, er lést af slysförum
á 4. ári og yngsta barnið,
stúlkubarn, skömmu eftir fæð-
ingu. Eftirlifandi eru Sólveig,
fædd 10. nóvember 1906, og
Einar Kristinn, fæddur 4. júlí
1908, sem bæði eru vistmenn á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þór-
hallur kvæntist 19. desember
1941 Ásrúnu Guðmundu Magn-
úsdóttur f. 16. desember 1919.
Hún lést 26. október 1969. For-
eídrar hennar voru hjónin
Magnús Magnús-
son og Helga Ás-
mundsdóttir frá
Móakoti í Grinda-
vík. Börn Ásrúnar
og Þórhalls eru: 1)
Kristinn Haukur,
f. 3. október 1938,
rafvirki í Grinda-
vík. Kona hans er
Guðrún R. Jóns-
dóttir og eiga þau
fjögur börn, Vald-
ísi, Þórhall, Guð-
mund og Ásrúnu.
Barnabörn þeirra
eru sjö. 2) Helga
Hrönn, f. 17. maí 1946, húð-
sjúkdómalæknir, maður henn-
ar er Stefán Bergmann lektor
og eiga þau tvö börn, Þórhall
og Sonju. Þau búa á Sel-
tjarnarnesi. Þórhallur Einars-
son ólst upp á Húsatóftum og
bjó í Grindavík þar til hann
flutíi á Hrafnistu í Hafnarfirði
fyrir tveimur árum. Hann
stundaði sjósókn á opnum bát-
um úr Staðarhverfinu í
Grindavík með föður sínuni og
bræðrum, en varð síðar tog-
arasjómaður. í landi starfaði
hann við Hraðfrystihús
Grindavíkur, fyrst sem bif-
reiðastjóri og síðar sem vél-
stjóri, þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Útför Þórhalls fór fram frá
Grindavíkurkirkju 15. apríl.
MINIMIIMGAR
og þekkti ekkert til hans, en á þess-
ari stundu fannst mér ég hafa eign-
ast góðan nágranna.
Sú varð og raunin og í 20 ára
nábýli féll aldrei blettur né hrukka
á okkar samskipti. Hann var alltaf
boðinn og búinn til að rétta hjálpar-
hönd ef með þurfti og gerði það
oft. Góð vinatengsl mynduðust milli
bamanna okkar og ekki spillti það
samskiptunum að eiginkona Ottós,
Rannveig Jónsdóttir, er frænka mín
og urðu eiginkona mín og hún góð-
ar vinkonur.
Þegar litið er til baka er margs
að minnast og margar vom gleði-
stundirnar, sem við hjónin áttum
með Ottó og Rannveigu. Þær voru
margar árshátíðirnar og nýárshófin
sem við sóttum og nutum þess að
vera til og sem geymast í hugskoti
minninganna. Eins áttum við góðar
stundir á ferðalögum erlendis.
Frá þessum árum er líka minnis-
stæð heimsókn Lúðraveitar Þórs-
hafnar í Færeyjum til Reykjavíkur.
Einn af blásurunum var Ludvig
Breckman góðvinur Ottós, sem hann
kynntist í Hekluferðunum. Með
Ludvig var kona hans Astrid og
ungur sonur, Óli Breckman, sem
seinna varð kunnur þingmaður Fær-
eyinga á Þjóðþingi Dana.
Eitt kvöldið var teiti hjá Ottó og
við hjónin drifin þangað ásamt fleira
fólki. Upphófst nú færeyskur „dans-
ur“ af miklum krafti sem allir tóku
þátt 1. Forsöngvari inni í hringnum
var Óli Breckman, sem söng kvæða-
stemmuna um Ólaf konung
Tryggvason af mikilli kunnáttu og
með miklum glæsibrag. Dansinn
stóð fram á morgun og þetta var
eftirminnileg skemmtun sem lengi
var í minnum höfð.
Á slíkum stundum var Ottó hrók-
ur alls fagnaðar. Hann var mikill
samkvæmismaður, glaðvær og glað-
sinna, glettinn og spaugsamur,
hnyttin í svörum. Hann var jafnan
fundvís á skoplegu hliðamar ímann-
legum samskiptum, en gætti þess
þó jafnan að ganga hægt um gleð-
innar dyr.
Ottó Jónsson var mikill áhuga-
maður um íþróttir. Þar áttum við
sameiginlegt áhugamál og ófáar
voru ferðir okkar á ýmsa velli íþrótt-
anna. Einnig lékum við saman bad-
minton. Hann var á yngri árum
mjög góður knattspyrnumaður og
lék m.a. með skoska knattspymulið-
Nú er lokið ferð föðurbróður
míns, Þórhalls Einarssonar, til síns
heima og þeirrar moldar sem fóstr-
aði hann í Staðarhverfi í Grindavík.
Foreidrar Þórhalls voru fæddir og
uppaldir í Hmnamannahreppi, en
fluttu að Húsatóftum í Grindavík,
þar sem Einar starfaði sem hrepp-
stjóri.
Þau eignuðust átta börn. Þórhall-
ur var yngstur sinna systkina er
upp komust, og var á áttugasta og
fjórða aldursári sínu þegar hann
lést.
Systkini Þórhalls voru faðir minn,
Guðsteinn, hreppstjóri í Grindavík
og forstjóri Hraðfrystihúss Grinda-
víkur; Jón, sem starfaði lengst af
sem verkstjóri við Hraðfrystihús
Grindavíkur; Einar Kr., skólastjóri
bamaskólans í Grindavík; Valdi-
mar, f.v. húsvörður Barnaskóla
Grindavíkur; og Sólveig, en hún
hélt heimili fyrir bræður sína, Jón
og Einar. Þessi systkinahópur var
með eindæmum samheldinn og um
leið tengdust þau átthögum sínum,
Staðarhverfínu, sérstökum tryggð-
arböndum. Nú, að Þórhalli látnum,
em Einar og Sólveig einu systkinin
sem eftir lifa.
Þórhallur og Ásrún Guðmunda
Magnúsdóttir reistu sér glæsitegt
heimili í Grindavík. Þórhallur starf-
aði sem vélamaður og bifreiðastjóri
við Hraðfrystihús Grindavíkur, en
Ásrún var húsmóðir. Ásrún lést
árið 1969, þá ekki fyllilega fimm-
tug.
Fljótlega eftir lát Ásrúnar fluttu
Kristinn sonur þeirra og Guðrún
kona hans inn til hans með fjöl-
skyldu sína. Síðastliðin tvö ár hefur
Þórhallur búið á Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna á Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Fremur en að rekja æviferil Þór-
-Li
< 1
inu Hearts á háskólaárunum í Edin-
borg. Hann lék um tíma með Fram
og var valinn í landsliðið.
Kunnur knattspyrnudómari sagði
eitt sinn við mig, að hann hefði
verið einn sá besti útheiji sem ís-
land hefði átt.
Um margra ára skeið var Ottó
fararstjóri hjá ýmsum ferðaskrif-
stofum. Í þeim störfum kynntist
hann flölda fólks. Hann var vinsæll
fararstjóri, sem lagði sig fram og
vildi hvers manns vanda leysa þann-
ig að vinsældir hans spurðust víða
og kunningjahópurinn varð stór.
Ogleymanlegar eru mér nokkrar
ferðir með Ottó til æskustöðvanna
á Dalvík þar sem tekið var á móti
okkur af systkinum hans og vensla-
fólki með mikilli raun og höfðings-
skap. Tilgangur ferðarinnar var að
fara á skak fram á Eyjafjörð og
lagði frændi hans til bát með skak-
rúllum. Oft öfluðum við vel um leið
og við nutum útsýnisins og nátt-
úrufegurðarinnar og það voru
þreyttir en ánægðir sjómenn, sem
komu í höfn að lokinni veiðiferð.
Ottó var félagi í Lionsklúbbnum
Ægi og starfaði þar um árabil. Eitt
starfsárið var hann fjölumdæmisrit-
ari og átti sæti í Fjölumdæmisráði.
Tengsl hans við klúbbinn rofnuðu,
þegar hann fluttist til Egilsstaða og
varð kennari við menntaskólann.
Persónulega á ég Ottó mikið að
þakka fyrir að hvetja mig til að
ganga í klúbbinn árið 1972, því að
starfs míns innan hreyfíngarinnar
hefí ég notið í ríkum mæli.
Að leiðarlokum skal þakkað fyrir
öll góðu árin, fyrir hin góðu kynni,
fyrir tryggðina og fyrir indælar og
góðar samverustundir.
Við Katrín sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til barnanna, systkin-
anna á Dalvík og annarra aðstand-
enda.
Blessuð sé minning Ottós Jóns-
sonar.
Þórhallur Arason.
Við Ottó áttum sameiginlegan
starfsvettvang mestan hluta kenn-
araferils okkar, fyrst á Akureyri og
svo í Reykjavík, og auk þess áttum
við talsvert saman að sælda í sam-
bandi við ferðaþjónustuna þegar
hún var að komast á legg fyrir tilst-
uðlan Ferðaskrifstofu ríkisins og
lengi eftir það.
Ottó var meðalmaður á hæð og
fremur þrekvaxinn. Hann var vel
farinn í andliti, eins og það var orð-
að áður fyrr, dökkur á hár meðan
hann var ungur en þó var hár hans
ekki jafn biksvart og á föður hans
og frændum sem eru sumir mjög
ónorrænir yfirlitum. Hann var brú-
neygður og augnaráðið ijörlegt,
kvikur í hreyfingum og glaðlegur í
viðmóti og léttara yfir honum en
almennt gerist um íslendinga. Hann
hafði eitthvað suðrænt í fasi sínu.
Þórarinn Björnsson, skólameistari,
komst svo að orði í tækifærisræðu
að einn af mannkostum Ottós væri
sá að hann væri ævinlega reiðubú-
inn að taka þátt í leik og skemmtan
með öðrum mönnum. Hann var líka
vel íþróttum búinn og á sínum tíma
í sýningaflokki fímleikamanna á
Akureyri. Hann stundaði lengi
knattspyrnu en varð fyrir því að
meiðast í hné og átti lengi í því.
Hann sat iðulega við skák á kenn-
arastofunni, þegar tóm gafst, og á
vetuma gaf hann sér tíma til að
grípa í spil með vinum sínum.
Á Edinborgarárunum á síðari
hluta stríðsins gekk Ottó, eins og
fleiri íslenskir námsmenn sem sjálf-
boðaliði í heimavarnarlið Skota og
tók þátt í einskonar heræfingum þar
sem kennt var að skjóta og kasta
handsprengjum. Ég heyrði hann
segja frá því að þjálfaramir hefðu
furðað sig á því að íslendingarnir
kunnu að ganga á ósléttu landi og
gátu stokkið yfír skurði, jafnvel með
riffil um öxl.
Ottó var vel máli farinn og skýr-
mæltur og hélt snjallar tækifæris-
ræður, en nýtti þann hæfíleika, því
miður, allt of sjaldan. Hann var lipur
þýðandi og stundaði lengi skjalaþýð-
ingar sem aukastarf og þýddi einnig
kennsluefni um knattspymu. Það
kom fyrir að við leystum þýðingar-
verkefni í sameiningu ef við lá að
ráða fram úr bæði enskum og þýsk-
um textum og skila þýðingu með
mörgum stimplum, og þá sýndi Ottó
mikla lagni við að vinsa úr vondum
texta óþarfa frasa og málalengingar.
Lengi vel starfaði Ottó í sumar-
fríum sínum sem leiðsögumaður
ferðamannahópa, fyrst um borð í
Heklu meðan hún var í förum, sbr.
það sem drepið var á í upphafí þessa
máls, og seinna suður á Spáni og
Ítalíu. Eg spurði hann einu sinni við
hvers lands fólk honum hefði fallið
halls nánar langar mig að bregða
upp örskots ljósleiftrum af því sem
mér er minnisstæðast. Hvað varðar
Þórhall sjálfan finnst mér valið á
nafni fyrir það heimili sem hann
átti með Ásrúnu, Sólvellir, vera í
fullu samræmi við þá glaðværð,
glettni, hlýju og hjálpsemi sem ein-
kenndu hann. Hann gat verið stríð-
inn, en þó jafnan á góðlátlegan
hátt, eins og augnaráðið gaf strax
til kynna.
Glaðværð Þórhalls og hjálpfýsi
áttu eflaust sinn þátt í að efla þau
sterku tengsl sem ríktu innan hans
systkinahóps, en öll mín upp-
vaxtarár virtist mér sem þau vildu
helst ekki láta nokkurn dag líða
án þess að hittast eða ná á ein-
hvern hátt sambandi hvert við ann-
að. Og ekki minnist ég þess að þau
létu styggðaryrði falla, hvorki um,
né við hvert annað. Á seinni árum
sínum í Grindavík, eftir að hann
hætti störfum, hafði Þórhallur það
fyrir reglu að líta inn hjá systkinum
sínum dagsstund, koma við hjá
frænku minni, Valgerði Guð-
mundsdóttur, til að fá sér kaffisopa
og spila svosem einn rússa, og svo
var ökuferð út sjávarbakkana í
Staðarhverfi einnig ómissandi
þáttur dagsins.
Eftir að byggð lagðist af í hverf-
inu tóku bræðurnir á leigu ijöru-
nytjarnar og gengu þar reka. Ny-
tjamar urðu litlar í krónum talið,
en ánægjan af göngunni um æsku-
slóðirnar þess meiri. Þennan sið
hófu þeir Þórhallur og Guðsteinn,
en að föður mínum látnum slógust
Valdimar, Jón og Einar í hópinn.
Ef pláss leyfði fékk eitthvert barna-
barnanna oft að slást í hóp þeirra
„Bakkabræðra", eins og Halli
frændi nefndi þá sem gengu bakk-
ana. Síðustu árin sín í Grindavík
var Þórhallur einn í ferðum út bakk-
ana, en þegar sonur minn Guðsteinn
Haukur var í heimsókn hjá ömmu
sinni í Grindavík fékk hann oft að
vera „Bakkabróðir" með frænda
sínum.
Nú er Halli lagður í sína hinstu
ferð út á „Bakka“, þar sem kirkju-
garðurinn í Staðarhverfi tekur nú
við fimmta bróðurnum. Þórhalls er
sárt saknað. Einar og Sólveig sem
eru bæði að Hrafnistu í Hafnarfirði
munu finna illa fyrir bróðurmissin-
um og Valgerður frænka mín sakna
góðs félaga. Og nú bætist föður-
missir við móðurmissinn hjá Helgu
Hrönn og Didda.
Fjölskylda mín, ásamt móður
minni, Sigrúnu Guðmundsdóttur,
og Valgerði, senda þeim sem Þór-
halli stóðu næst samúðarkveðjur.
Guðrún Björk
Guðsteinsdóttir.
Tengdafaðir minn, Þórhallur
Einarsson, bjó nær öll sín ár í
Grindavík. Hann var fæddur á
Húsatóftum í Staðarhverfi og ólst
upp í stórum systkinahópi og á
mannmörgu heimili við búskap og
sjósókn á opnum skipum við erfið-
ar aðstæður. í hans ungdæmi
gengu börnin úr Staðarhverfinu
um úfið hraun í skóla í Járngerðar-
staðahverfi þijá daga vikunnar. Á
uppvaxtarárum Þórhalls voru býli
hvað flest í Staðarhverfi og höfuð-
bólin voru Staður og Húsatóftir svo
sem lengi hafði verið. En það tók
að halla undan fæti fyrir byggðinni
og fólkið flutti sig um set, flest
þegar líða tók á 4. áratuginn. Það
gerði fjölskyldan á Húsatóftum
einnig. Kristín Þorsteinsdóttir,
synir hennar fimm og dóttir sett-
ust að í Járngerðarstaðahverfinu.