Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ best í þessu starfí. „Ætli það hafí ekki verið Færeyingar, þeir eru ein- lægastir og heiðarlegastir," var svarið. Hann hafði gaman af að bregða fyrir sig færeysku og stund- um líka skosku sem hljómaði mjög eðlilega í munni hans. Ottó var sérlega lagið að taka á móti gestum og hann kunni vel að meta og veita góðan íslenskan mat. Þó tókst honum aldrei að sannfæra mig um að kútmagar væru lostæti, hvað þá að reyktur magáll og séne- ver færu vel í maga á nýársdags- morgni, en engan mann vissi ég hafa á borðum betri siginn físk en hann. Nú er Ottó ekki lengur meðal okkar og glaðværðin, sem alltaf fylgdi honum, þögnuð. Allir sem þekktu hann munu sakna hans. Ég sendi fjölskyldu hans innilegar sam- úðarkveðjur. Baldur Ingólfsson. Ottó Jónsson kenndi hér við skól- ann við mikinn orðstír frá 1955, þar til hann fór á eftirlaun 1984 og flutti austur að Egilsstöðum. Ottó var ákaflega geðþekkur maður, vel að sér í kennslugrein sinni og átti gott með að koma þekk- ingu sinni til nemenda. Á kennara- stofu var hann glaðvær og hlátur-. mildur og einstaklega vel liðinn. Marga skemmtilega skákina tefldi hann á kennarastofunni og var ekki auðunninn. Þótt hann léti af embætti og flytt- ist burtu rofnuðu tengslin ekki nema stuttan tíma, því að brátt var hann kominn aftur til Reykjavíkur og var okkur innan handar bæði um kennslu og annað allt fram undir það, að sá sjúkleiki greip hann, sem nú hefur orðið honum að aldurtila. Kunningsskapur undirritaðs við Ottó hófst, að mig minnir, sumarið 1939, og hafa leiðir okkar löngum legið saman síðan, ekki sízt er við stunduðum báðir nám við Edinborg- arháskóla. Fyrir hönd sjálfs mín og skólans kveð ég góðan dreng og sendi börn- um hans innilegar samúðarkveðjur. Guðni Guðmundsson. Ottó Jónssyni kynntist ég á æsku- árunum. Ég varð heimagangur hjá Ottó og Rannveigu, dætur þeirra þijár urðu vinkonur mínar, einka- sonur eiginmaður þegar fram í sótti. Og ég minnist þess hvað mér þótti hann Ottó framandlegur. Lág- vaxinn, snaggaralegur, dökkur á brún og brá, með mógræn augu, sem mér fundust skyldari Miðjarð- arhafínu en köldum ströndum Dal- víkur og Svarfaðardalsins, þaðan sem hann var ættaður og uppalinn. Áfram hélt Ottó að koma mér spánskt fyrir sjónir í orðsins fyllstu merkingu. Sá dagur rann upp að maður fór með þeim feðgum, Ottó og Jóni Gunnari, til langdvalar í þann sælu- reit, sem þá þótti helstur meðal ís- lensks alþýðufólks, fískibæjarins Torremolínos á suðurströnd Spánar. Ottó var fararstjórinn og þegar hann birtist á flugvellinum „niðurfrá" eins og hörðustu sólarlandafaramir köll- uðu Suður-Spán, gall við: „Senior Ottó, senior Ottó!“ Hann var fað- maður og kysstur, Andalúsíumenn- irnir klöppuðu, flautuðu og hrópuðu og mér fannst við öll úr Glófaxa flugfélagsins vera að villast eitthvað á þennan stað. Nema Ottó Jónsson. Hann talaði þetta dásamlega tungu- mál, spænskuna, fyrirhafnarlaust. Viðmót hans var á allan hátt hið rétta við þetta suðræna fólk, bænd- ur og fiskimenn, sem voru undirok- aðir þegnar í þáverandi einræðis- ríki. Á sama hátt tókst honum að slípa fyrirferðarmikla íslendinga til, og allan sólarhringinn var hann til þjónustu reiðubúinn fyrir þá. í þá daga gekk á ýmsu í sumarleyfunum, ég man eftir sólarhringnum þegar hann virtist aldrei sofa, nætur þegar hann var kallaður til að skilja að slagsmálahunda, flytja fólk á spít- ala, tala á milli hjóna. Ottó var ákaflega hraður maður og viðbragðsfljótur. Einu sinni sem oftar sigldi hann sem fararstjóri á stóru skipi frá Spáni til Afríku. Hann var að vafstra eitthvað uppi á efsta dekki með stresstöskuna dýrmætu, þar sem allt var í sem máli skipti fyrir ferðalangana. Nema flýgur ekki taskan í sjóinn og meðan fólk var að munda sig að segja: „Almáttugur — taskan!“ hafði Ottó stungið sér fyrir borð. Allra þjóða túristar horfðu agndofa á manninn svamla að skipinu með töskuhandfangið milli tannanna. ís- lendingarnir voru að því komnir að springa í loft upp yfir sínum Ottó Heimilisfaðirinn, Einar Jónsson, útvegsbóndi og hreppstjóri, lést árið 1933, en þrem árum áður reisti fjölskyldan steinsteypt íbúðarhús á Húsatóftum. Það reisulega hús stendur enn. Staðarhverfið, saga þess og nátt- úra, skipaði stóran sess í lífi Þór- halls Einarssonar. í námunda við Staðarhverfið vildi hann helst vera. í frásögnum hans glitti oft í and- rúmsloft liðinna tíma, atburði og sögu. Örnefnin voru tengd atburð- um og frásögnum. Grindavíkurland, ströndin öll til Krísuvíkur, hraunin, heiðarnar, fjöllin og vellina þekkti hann úr daglegu lífi. Heimalöndin á Tóftum og afréttarlönd voru smöl- uð og ósjaldan þurfti að fara gang- andi í aðrar byggðir, Hafnir, Voga eða Krísuvík, til að sækja fé. Þetta íjölbreytta og stórbrotna land var honum náið og kært og hann gladd- ist yfir því. Hann fór oft með ættingja og vini í stuttar ævintýraferðir út í Staðarhverfi þar sem alltaf voru einhver tíðindi að gerast, brimið, sjávarföllin og fjaran, fuglalífið, gróðurinn og útsýnið. Rifjuð voru upp örnefni og atburðir. Á öðrum tímum var gaman að fá fréttir af tjaldinum, rauðbryst- ingnum, selum og öðru lífi við Arfa- dalsvíkina. Síðustu tvö árin gafst okkur oft tækifæri til að skoða fuglalífið á Seltjarnarnesi okkur báðum til mikillar ánægju. Árum saman fóru þeir bræður í veiðiferðir í Ármótin fyrir landi Haukholta í Hrunamannahreppi. í þeim ferðum virtist það ekki vera veiðiákafinn sem knúði Þórhall áfram, frekar var það umhverfíð, tengslin við ættmenni og kynni af heimaslóðum foreldranna, sem það gerði. Ég þakka mínum góða tengda- föður samfylgd í rúm tuttugu ár. Yfír þeim hvílir léttleiki og uppörv- un sem persóna hans bar með sér. Hann var traustur og æðrulaus bakhjarl þegar eitthvað amaði að. Hann lifði mikla breytingatíma, sýndi heimabyggð sinni virðingu og hlýhug og hafði af miklu að miðla. Hann ræktaði tengslin við ættingja og vini og var fundvís á þá sem aðstoða þurfti. Hann var barna- börnum sínum glettinn og nálægur afi. Öllum þótti okkur mjög vænt um hann. Blessuð sé minning Þórhalls Ein- arssonar. Stefán Bergmann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með söknuði kveðjum við elsku- legan afa okkar, Þórhall Einarsson. Afi spilaði stórt hlutverk í lífí okkar systkinanna þar sem við ólumst upp í nálægð hans. Þegar amma féll frá aðeins 49 ára gömul var það afa mikið áfall og sorg en nærvera okkar systkinanna á heimilinu hefur eflaust hjálpað honum. Hann lét okkur fínna væntumþykju sína með því að spjalla við okkur og fara með okkur í bíltúra í Staðarhverfið MINNINGAR og pöntuðu kampavín í allar áttir. Hann hristi sig, brosti heillandi brosi, þáði glas og sneri sér svo að alvöru lífsins. Rennblautur stóð hann það sem eftir lifði ferðar og þurrkaði skjöl og pappíra. Ottó Jónsson var friðsemdarmað- ur, hann hækkaði aldrei róminn, stundum hvarflaði að mér að hann væri dálítið einrænn og utan við sig. Hann var vinsæll, glaðlyndur og brosmildur en virtist eins og hann héldi hluta að persónu sinni fyrir sig. Hann sat aldrei lengi, var helst ekki á sama stað meira en þurfti. Þegar ég hugsa aftur þá var hann hvergi framandi. Aþena var honum jafn eðlislæg og Ákureyri, kaldur sjórinn, þar sem hann ólst upp jafn elskulegur og sá blái blíði, þar sem hann eyddi stórum hluta starfsævinnar. Ég man samt aldrei eftir honum liggja og flatmaga í sólinni. En þegar myrkur var skollið á, fjörugar sólarstrendurnar man- nauðar og lífið fór að snúast um matsölustaði og næturklúbba, þá hljóp íslenskur maður einn út sandinn og kastaði sér til sunds. Hann reyndi að kenna mér latínu í gamla daga og hann reyndi að gefa mér siginn físk með bráðnu selspiki, hann kenndi mér að festa tölu á jakka. Hindranir, sem mörgum finnast standa í vegi, voru ekki til staðar hjá þeim, sem hér er kvaddur — tungumál, breiddargráður, stéttir og staða. Honum var einkar lagið að gleðjast yfir litlu, góðri skák, fjörugum fótboltaleik, hraðferð norður einn daginn, þvert yfír Evr- ópu þann næsta. Var hann alls stað- ar heima eða hvergi? Alltaf þegar ég sé sjóinn verður mér hugsað til hans. Aðrir verða til þess að fara út í menntun og störf hans. Mín er ánægjan að standa næst sonarbörn- um Ottós og sjá að þau bera sterkt ættarmót hans. Jóni Gunnari, Gunnhildi, Bryndísi og Guðbjörgu, Ottó Karli og Hildi Ýr sendi ég samúðarkveðjur fyrir hönd okkar allra í og umhverfis Gljúfrastein í Mosfellsdal. Fyrir hönd Auðar, Rannveigar og Ara Klængs segi ég: „Vertu sæll, afí Ottó.“ Blessuð sé minning Ottós Jóns- sonar. Sigríður Halldórsdóttir. sem var honum svo kært. Við eigum margar góðar minn- ingar frá æskuárunum tengdar afa, hann bauð okkur oft með þegar hann fór á „rekann“ en það gerði hann daglega. Þá var margt spjall- að og afí sagði okkur sögur og fróð- leik frá uppvaxtarárunum og lífinu í Staðarhverfinu. Afi hafði mjög gaman af að taka í spil og lék á als oddi þegar vel gekk í spila- mennskunni. Oft var þá skellt hurð- um því við systkinin vorum tapsár en okkur kippti í kynið hvað það varðaði. Afí var léttlyndur og stríð- inn og gantaðist oft við okkur systk- inin. Jafnframt fannst okkur hann með eindæmum þijóskur þótt við vissum að við ættum stuðning hans alltaf vísan. Fyrir tveimur árum flutti afi á Hrafnistu í Hafnarfírði. Það var viss söknuður sem því fylgdi en við vissum að þar myndi honum líða vef og áfram nutum við samvista við hann í heimsóknum okkar til hans. Nú að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti til elsku afa sem var okkkur svo kær, minningarnar um hann munu lifa með okkur um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Valdís, Þórhallur, Guðmundur og Ásrún. Elsku langafi. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við minnumst með gleði stundanna við spilamennsku á sófanum þínum, þegar þú varst körfuboltahringur- inn okkar og bíltúranna okkar sam- an í Staðarhverfið. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Hvíl þú í friði elsku langafí. Rósa Kristín og Óli Baldur. FIMMTUDAGUR 20. APRÍL Í995 39 JONAS ODDGEIR SIG URÐSSON 4- Jónas Oddgeir * Sigurðsson fæddist 26. febrúar 1917 í Hafnarfirði. Ilann lést á Borg- arspítalanum 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ól- afsson kennari og Steinunn Ólafs- dóttir. Systkini hans voru: _ Jafet, Þórunn, Ólafur, Helga, Sigrún og Ólafur Jafets, þau eru öll látin. Eftir- lifandi kona Jónasar er Guð- ríður Ósk Elíasdóttir. Börn þeirra eru: 1) Sjöfn, f. 7.12. 1942, maki, Stefán Ágústsson, f. 25.7. 1940, látinn 6.7. 1993. Börn þeirra eru Þóra, Silja og Jónas. 2) Elías, f. 14.3. 1950, maki Ingibjörg Margrét ísaks- dóttir, f. 30.8. 1955. Dætur þeirra eru: Klara Ósk, Ásta Júlía og Elín Lovísa. Útför Jónasar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, föstudaginn 21. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKU afí Jónas er dáinn. Það er svo sárt að vita að við fáum aldrei meir að sjá hann eða tala við hann. En það eru allar góðu minningarnar sem við eigum um hann, sem eng- inn getur tekið frá okkur. Aldrei finnst okkur vera rétti tíminn til að kveðja ástvin, en við þessu mátt- um við búast. Áfí var svo andlega hress, en líkaminn orðinn þreyttur. Afí stundaði sjómennsku frá unga aldri og var það því ekki svo ósjald- an að við fengum að gista hjá ömmu Gauju þegar hann var á Skóga- fossi. Þá vorum við að „passa“ hana því við vildum ekki að hún svæfí alein í húsinu. Afi sýndi alltaf áhuga á því sem við krakkarnir vorum að fram- kvæma og gera. Á heimili afa og ömmu er alltaf gott að koma og hlýjar móttökur. Það hittist fjölskyldan mjög oft, og er þá oft glatt á hjalla. Og á stundu sem þessari er gott að finna hvað fjölskyldan er samrýnd. Afa Jónas- ar verður sárt saknað. Viljum við því þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum með honum. Elsku amma Gauja: Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta eilífðin er ekki myrkur eilífðin er ljósið bjarta. Þóra, Silja og Jónas Stefánsbörn. Ég man eftir labbitúr á bryggj- unni, litla höndin mín í hendi hans. Ég man, sitjandi á læri hans í fermingunni hans Ella. Ég man eftir stólnum sem ég þurfti alltaf að sitja á og hvað hann þurfti svo oft að obba mér upp í hann. Ég man eftir mér hjólandi inni um allt á nýja tvíhjólinu mínu sem henn keypti. Ég man eftir uppþot- inu meðal vinkvenna minna þegar að ég fullyrti að ég ætti tvær mömmur og tvo pabba. Ég man eftir ferðum mínum á Akranes að heimsækja ömmu Klöru. Ég man eftir öllum símhringingunum og hvort að stelpan hans ætlaði ekki að kíkja. Ég man eftir stóra fína hjólinu frá honum með öllum skrautlegu böndunum. Ég man eftir eina skiptinu sem að ég varð reið yfir því að vera að stækka af því að þá hætti ég að passa í fínu buxnadragtina með slánni sem hann gaf mér. Ég man eftir upphringingu einu sinni á þrett- ándanum þegar hann spurði hvort að stelpan hans vildi ekki fara og kaupa saltkjöt fyrir þau í matinn af því að það þætti þeim svo gott. Ég man hve glöð ég var að geta gert eitthvað sérstakt fyrir hann. Ég man eftir jólunum þegar ég kynnti tilvonandi mann minn fyrir hon- um. Ég man hvað hann var aldrei með neitt óþarfa blaður og aðfinnslur. Ég man hvað það var stutt í strákinn hjá honum og stríðnina. Ég man eftir honum sitjandi við borðstofuborðið í stofunni á jólunum. Ég man eftir mörg- um fleiri minningar- brotum úr lífi mínu með honum Jónasi mínum, og þau ætla ég að geyma vel í hjarta mínu. Elsku Jónas, takk fyrir allt. Stelpan þín hún Hafrún Dóra. Vinur minn, Jónas O. Sigurðs- son, er látinn. Hann hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár. Hann bar veikindi sín með karl- mennsku; aldrei heyrði ég hann . kvarta. Nú síðustu vikurnar var ljóst, hvert stefndi. Við bjuggum í tvo áratugi sitt hvoru megin við sömu götuna. Ég hafði þekkt Jónas vel fyrir þann tíma. Hins vegar kynntumst við mjög náið þessi ár og var þetta mjög góður tími. Þau hjón, Jónas og Guðríður Ósk, voru góðir grann- ar og var mikill og góður vinskapur með fjölskyldum okkar. Að loknum vinnudegi fékk Jónas útrás í garðinum sínum. Þegar byijaði að vora, var hann mættur út í garð, hann hlúði af natni að gróðrinum og hafði skipulag á plöntunum. Vissulega hefði Jónas, eins og hver annar, getað fengið verðlaun fyrir garðinn sinn. - Þeg- ar voraði og sól hækkaði á lofti mætti Guðríður út í garð, ásamt börnum, tengdabörnum og barna- börnum, og þau nutu þess svo sann- arlega að vera til innan um blómin og trén hans Jónasar. Jónas var sérstaklega barngóður maður. Þegar dætur mínar uxu úr grasi og voru að leika sér úti, komu þær gjarnan við í garðinum hjá Jónasi og fræddust af honum. Ávallt lágu mjög góð orð hjá þeim systrum til grannans Jónasar. Blómann úr lífi sínu vann hann úti á sjó. Hann var togarasjómaður af lífi og sál til margra ára. Hann var lengi á skipum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og þá lengst af með Benedikt Ögmundssyni, hinum reynda og fengsæla skipstjóra. Þegar Július Sigurðsson tók við skipstjórn á Bjarna riddara, fór Jónas með honum yfir á það skip. Jónas var vinsæll sjómaður, dug- legur og útsjónarsamur. Hann hélt nánu sambandi við karlana, sem hann hafði verið með á sjónum, eftir að komið var í land. Jónas gerðist farmaður eftir togaraárin og sigldi á farskipum í nokkur ár. Síðustu vinnuárin vann hann í landi hjá Bæjarútgerðinni svo og Sjóla- stöðinni. Þau hjón, Jónas og Guðríður, þekktu vel til kjara verkafólks, bæð^ til sjós og lands. Það var því ekki óeðlilegt, að sjómannskonan veldist til forystu verkakvenna í stéttabaráttunni. Bæði skipuðu þau sér í raðir Alþýðuflokksins. Styrr stóð um tilvist Bæjarútgerðarinnar í áratugi. Jónas þekkti af eigin raun, hver stoð og stytta fyrirtæk- ið var fyrir sjómenn og verkafólk í Hafnarfirði. Það var því eðlilegt, að Jónas fylgdi jafnaðarmönnum að málum. Guðríður mín, við Oddný, Kristín Ýr og Lára Sif sendum þér, börnum þínum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning Jónasar lifa. Hrafnkell Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.