Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
2.200 tonn af óunnum
karfa flutt utan í marz
RÚMLEGA 3.700 tonn af óunnum
botnfíski voru flutt utan í janúar,
en það eru um 8% heildarbotnfiskaf-
lans það tímabil. Verðmæti þessa
útflutnings voru um 474 milljónir
króna og meðalverð því um 127
krónur á kíló. Langmest fór utan
af karfa, en hæsta meðalverðið
fékkst fyrir lúðu, 475,70 krónur.
Útflutningur flestra óunninna
fiskitegunda hefur farið minnkandi
að undanförnu, en minnstur er þó
samdrátturinn í karfa af okkar
helztu nytjategundum. Nú fóru ut-
an samtals 2.200 tonn af karfa á
samtals 254 milljónir króna, eða
112,49 til 120,50 krónur á kíló að
meðaltáli eftir því hvaða tegund
karfa var um að ræða. Næst mest
fór utan af ýsu, 3325 tonn á sam-
tals 35 milljónir króna eða um 108
krónur á kíló. Um 310 tonn af grá-
lúðu fóru óunnin utan í marz og
seldust þau alls á rúmlega 64 millj-
ónir króna. Meðalverð fyrir grálúð-
una var því 207 krónur.
118 krónur fyrir steinbítskílóið
Aðeins fóru þrjár aðrar fiskiteg-
undir utan í meira mæli en 100
tonn. Utan fóru 238 tonn af stein-
bít fyrir alls 28 milljónir eða 118
krónur hvert kíló. 225 tonn af skar-
kola seldust á 42 milljónir króna
eða 186 krónur að meðaltali og 125
tonn af sandkola seldust á 11 millj-
ónir eða 90 krónur að meðaltali.
Athygli vekur að aðeins fóru 87
tonn af þorski utan og var meðal-
verð fyrir hann aðeins 106 krónur,
sem að öllum líkindum skilar
nokkru lægra verði til seljenda en
fæst á innlendum fiskmörkuðum.
Mest í gáma frá fiskiskipum
í Útvegstölum, er þessum út-
flutningi einnig skipt upp eftir út-
flytjendum og leiðum á markaðinn.
Þar kemur í ljós, að mest fer utan
í gámum frá fiskiskipum, eða 2.270
tonn að verðmæti nærri 300 milljón-
ir króna. Fiskiskipin sigldu sjálf
utan með 1.150 tonn að verðmæti
124 milljónir króna og loks sendu
vinnslustöðvar út 415 tonn í gámum
að verðmæti 51 milljón króna.
o
CD
o
Mest selda netstýrikerfiö
i heiminum í dag.
NetWare frá Novell.
Vi5 bjóöum þér
til morgunfundar.
&
,S<^#
V #
Novell erfrumkvöðull
í netstýrikerfum og er nátengdari þeirri
þróun.að tengja saman ólíkartölvur í eitt
upplýsingakerfi en nokkurt annað fyrirtæki.
Meðyfir65% markaðshlutdeild í netstýrikerfum
heldur Novell áfram starfi sínu sem frumkvöðull
í þróun netstýrikerfa.
Fimmtudaginn 27. apríl n.k.
■ Framtíðarsýn Novell er:
"Að tengja saman fólk, veita því
aðgang að þeim upplýsingum
sem það þarf og gefa því möguleika
á að nýta sér sér þær upplýsingar
- hvar sem er, hvenær sem er."
; • NetWare 4.1
Mikilvægur þáttur í framtíðarsýn
NovellerNetWare4.1 netstýrikerfið,
þróað með nútíð og framtíð í huga.
# UníxWare 2.0
Þá hefur Novell hafið innreið sína
í UNIX-heiminn með UnixWare.
UnixWare 2.0 er öflugur þjónustu-
miðlari í nútíma netumhverfi fyrir
t.d. gagnagrunnsvinnslur.
býðst þértækifæri til að kynnast
framtiðarsýn Novell, þar sem
sérstök áhersla er lögð á
NetWare 4.1 og UnixWare 2.0.
Fundarstaður;
Scandic Hótel Loftleiðir,
Þingsalur 1.
Dagsetning:
Fimmtudagurinn 27. apríl n.k.
Tími: Frákl. 9.00 til 12.00.
Ath.: Skráning þátttakenda og
afhending gagna hefst kl. 8,30.
Fyrirlesari: Lalit Nathwani,
Brand Marketing Manager,
Novell UK.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 25. apríl n.k. í síma 568-1665
eða faxið þátttökutilkynningu í 568-0664.
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664
Skúmur ÍS 322 hefur nú verið keyptur til Húsavíkur
Skúmur ÍS 322
fer til Húsavíkur
Húsavík. Morgnnblaðið.
SIGURÐUR Olgeirsson, skipstjóri
og útgerðarmaður á Húsavík hefur
keypt skipið Skúm ÍS 322. sem
er 240 tonn að stærð og ætlar
hann að gera það út frá Húsavík.
Skipinu fylgir um 500 tonna
þorskígildiskvóti og hyggst Sigurð-
ur gera það út á rækju og aðrar
togveiðar. Hann tekur nú við skip-
inu og siglir því til Akureyrar, þar
sem smávægilegar breytingar
verða gerðar á skipinu. en stefnt
er að því að veiðar geti hafist inn-
an skamms.
Sigurður átti áður 180 tonna
skip, Geira Péturs, sem hann hefur
selt til Tromsö í Noregi. Þaðan
keypti hann skipið fyrir nokkrum
árum. Hinir norsku kaupendur
koma hingað til um helgina til að
sæka skipið.
Minna flutt út frá
frá Nýja-Sjálandi
ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða
frá Nýja Sjálandi minnkaði um 5%
á síðasta ári og nam alls 289.578
tonnum. Verðmætið minnkaði um
3%, aðallega vegna 20% samdrátt-
ar í útflutningi á frystum fiski.
Útflutningur á unnum sjávaraf-
urðum minnkaði um 13% en fersk-
fiskútflutningurinn jókst hins veg-
ar um 16%. Utflutningur á bolfíski
almennt var þó 17% minni en 1993
oso
hitakútar
úr ryðfríu stáli
Eini hitakúturinn á
V markaðnum úr ryðfriu stáli! J
30 ára frábær reynsla á
þúsundum íslenskra heimila
• 30/50/100/120/200 eða 300 lítra
• Blöndunar- og öryggisloki fylgja
• 20% orkusparnaður
• Hagstætt verð
Einar
Farestveit&Cohf
Borgartúni 28 TS 562 2901
og verðmætið 13% minna.
Humarútflutningur dróst saman
um 12% og var 2.925 tonn en
mikil aukning, 54%, var í öðrum
krabbadýrum, smokkfiski og skel-
fiski. Smokkfiskútflutningurinn
jókst um 78%, var 55.000 tonn;
unninn kræklingur um 34%, var
714 tonn, og ferskur eða frosinn
kræklingur um 19%, var 17.130
tonn.
Danirmeð
selveiðum
DANSKIR dýraverndunarmenn
hafa lagt blessun sína yfir tak-
markaðar veiðar Norðmanna á
selkópum að því tilskildu, að rétt
sé staðið að aflífun þeirra og til-
lit tekið til stofnsins.
Annette Weber, ráðgjafi
dönsku dýraverndunarsamtak-
anna, segir, að samtökin hafi
ekkert á móti selveiðum séu þær
stundaðar með skynsamlegum
hætti og hún bendir á, að í Græn-
landi séu selir yfirleitt skotnir og
drepist því strax.
„Selurinn liggur næstum alltaf
í fyrsta skoti og auk þess er sela-
fjöldinn í Grænlandi svo mikill,
að hann hefur veruleg áhrif á fisk-
gengdina,“ segir Weber.
Danskir dýraverndarmenn hafa
meiri áhyggjur af sel, sem
drukknar í netum, en af selveið-
inni sjálfri og þeir hafa mótmælt
því, að kóparnir séu rotaðir með
kylfu. Þeir hafa einnig mótmælt
þeirri aðferð rússneskra selveiði-
manna að sprauta kópana með
efni, sem á að drepa þá, en talið
er, að það sé fremur seinvirkt.
Þótt danskir dýraverndarmenn
hafi tekið þessa afstöðu er ekki
talið líklegt, að dýraverndarsam-
tök í öðrum löndum muni fara að
dæmi þeirra á næstunni.