Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
AÐSENDAR GREINAR
VORIÐ eftir SANDRO BOTTICELLI (1444 -1510) FLÓRENS
ÍTALÍA HEILLAR
ÓTRÚLEGA fjölbreytt ferðatilboð
um veröld víða eru um þessar mund-
ir kynnt í litríkum myndabæklingum
íslenskra ferðaskrifstofa. Þeir minna
á draumkennda vorboða og eru fullir
fyrirheita um margbreytilega og
óvænta lífsreynslu í öllum heimsálf-
um. Þeir seiða fram í huga manns
ásýnd jarðar og himinhvolfs, ólík
menningarsamfélög, ólíka landkosti,
hlýviðris- og kuldasvæði. Einungis
Suðurskautslandið og Norðurpóllinn
virðast enn utan almennra ferða-
mannasvæða og fer vel á því. Happa-
drýgst að mörgæsin og sambýlingar
hennar þar syðra haldi völdum sem
lengst og hvítabjörninn vermi áfram
ótruflaður hásæti sitt í klakamusteri
norðursins.
Ferðalag - þrá til þroska
Ferðalag, stutt eða langt, innan-
lands eða utan, í lofti, láði eða legi,
er í eðli sínu þrá mannsins til þroska,
— andlegrar og líkamlegrar upp-
byggingar. Við það eykst skilningur
á mannlegum samfélögum, alhliða
lífi manns og náttúru — öllu lífi.
Ferðalag er í samhljómi við frelsisþrá
mannsins og sífellda leit hans að
leyndardómum náttúrunnar og jafn-
vel rótum allrar tilveru. Þessu eirðar-
leysi og ævintýraþrá fylgir uppgötv-
unar- og fegurðarþráin sem virðist
innbyggður þáttur í eðli
mannsins og knýr hann
til átaka í fióknum
rannsóknum og marg-
þættri listvinnu. Vísindi
og listsköpun vaxa m.a.
af þessum grunni. Hlut-
ur ferðamálafrömuða
heimsins í mótun mark-
tæks skilnings og þekk-
ingar á sjálfum sér og
jörð sinni er því ómæld-
ur.
Sá sem leggur
áherslu á skoðun lista-
safna, þjóðminjasvæða
og þjóðminjasafna,
kirkjur og byggingalist,
og gengur inn í veröld
tónlistar og bókmennta, setur ferð
til Ítalíu án efa einna efst á heims-
skoðunarlista sinn. Ástæðan er aug-
ljós. Listfjársjóðir ítölsku þjóðarinn-
ar, m.a. frá tímum Etrúra, keisara-
tíma Rómaveldis, miðöldum og end-
urreisnartíma (renaisance — u.þ.b.
1400—1600) eru svo miklir að vöxt-
um og gæðum að undrun sætir.
Afreksverk Rómveija í húsa- og
mannvirkjagerð skapa þeim glæsta
og óumdeilanlega sérstöðu meðal
menningarþjóða heims. Hér má
minna á hin víðtæku forngrísku
menningaráhrif sem mótuðu mjög
rómverskt samfélag. Fjöldi högg-
mynda í ítölskum listasöfnum og
höllum sem eru grískar að uppruna
votta vel þessi tengsl. Frá tíma end-
urreisnarinnar, sem var raunar
tímamótandi og stefnumarkandi al-
hliða menningarform, eru til slík
snilldarverk á sviði myndlistar að
samanburðarhæfar hliðstæður eru
vart finnanlegar. Hér er um að ræða
einskonar hátinda í sköpun og túlk-
un sammannlegra kennda — verk
sem eru lýsandi dæmi um ómælan-
legan mátt mannsandans og hafa
haft óumdeilanleg áhrif á menningu
Vesturlanda og e.t.v. einnig í öðrum
heimshlutum. I þessu sambandi skal
að auki minnt á hinn stórbrotna og
einstæða byggingalistar-, tónlistar-
og bókmenntaarf.
Listskoðunarferðir
Listskoðunarferðir um Italíu eru
sígildar og reyndar fastur liður í
ferðaáætlunum virtra ferðaskrifstofa
víða um heim. Slíkar ferðir er hægt
að skipuleggja á ótal vegu og með
ólíkum áherslum sem ákvarðast af
skoðunarmarkmiðum einstakling-
anna. Undirritaður hef-
ur sjálfur skipulagt og
stjómað listskoðunar-
ferð íslenskra list- og
kennaranema til Frakk-
lands er fengu ferðina
metna sem hluta náms
við KHÍ. Alhliða menn-
ingarsögulegar ferðir,
með aðaláherslu á list-
skoðun í söfnum og
kirkjum erlendis, ættu
að vera sjálfsagður
þáttur í heildamámi
nemenda á framhalds-
skólastigi og í Mynd-
lista- og handíðaskóla
íslands, valgrein mynd-
menntar í KHÍ og e.t.v.
einnig í Guðfræðideild HÍ. Þessar
hugmyndir mætti að hluta til tengja
framtíðarmótun íslenskrar mennta-
stefnu og skipuleggja og forma í
samvinnu við íslenska og erlenda
ferðamálafrömuði og viðkomandi
menningarstofnanir erlendis, þ.e.
lista- og þjóðminjasöfn, kirkjur, vís-
indasöfn, leikhús o.s.frv.
í framhaldi þessara þanka er rök-
rétt að spyrja: Skipuleggja einhveijar
íslenskar ferðaskrifstofur reglu-
bundnar alhliða menningarsögulegar
ferðir til framandi landa með aðalá-
herslu á skoðun listasafna, þjóð-
minjasvæða, þjóðminjasafna og
kirkna, auk óperu- og náttúruskoð-
unarferða? Mér er kunnugt um tvær
íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa
nýlega boðið fram listskoðunarferðir
um Italíu, með svipuðu ívafi nefndra
skoðunarþátta en samt ólíkar í heild-
aráherslum. Fleiri ferðaskrifstofur
kynnu þó að hafa skipulagt slíkar
ferðir fyrr og síðar.
Listamaður og lífskúnstner
Á síðastliðnu ári ákvað sá er hér
stýrir penna að taka með konu sinni
þátt í slíkri listskoðunarferð til Ítalíu
og valdi eftir stutta umhugsun lista-
og menningarferð þá sem kunn er
undir nafninu Töfrar Ítalíu og Ingólf-
ur Guðbrandsson hefur skipulagt og
mótað af mikilli alúð og útsjónar-
semi.
Áhersluþættir ferðarinnar spegla
virðingu hans fyrir ítalskri menning-
ararfleifð, landi og þjóð. Þekking
hans á listum og sögu ítölsku þjóðar-
innar ber vitni um víðtæka menntun
og fjölbreytta reynslu af skipulagi
ferða um Ítalíu og önnur lönd og
álfur. Þessi var m.a. reynsla okkar
SUMARKVEÐJA
x s • i*. r s
Snyrtistofon N.N., Reykjavík, Snyrtislofon Þema, Hafnarfirði. Snyrtislofa Sigriðar, Patreksfirði.
Snyrtistofan Ársól, Reykjavík. Hórgreiðslustofan Pílus, Mosfellsbæ. Snyrtistofa Lindu, Keflavík.
Snyrtistofan Okkar, Reykjavík. Hórgreiðslustofa Elfu, Borgarnesi. Snyrtistofa Rósu Guðnad., Snndgerði.
Snyrtistofan Tara, Kópavogi. Snyrtistofan Tara, Akureyri. Snyrtistofan Dermis, Grindnvík.
Snyrtistofon Snól, Kópovogi. Snyrlistofon Hilmo, Húsavík. Snyrtislofo An'rtu, Vestmannoeyjum.
Benedikt Gunnarsson
MORGUNBLAÐIÐ
hjóna í nefndri ferð.
Minnt skal á að Ingólfur Guð-
brandsson er ekki aðeins þaulreynd-
ur ferðamálafrömuður heldur einnig
víðfrægur tónlistarmaður, kórstjóri.
íslenski Pólýfónkórinn flutti áður
fyrr undir hans stjórn nokkur helstu
afburðaverk vestrænnar tónlistar,
bæði hér á landi og víða erlendis
og hlaut ætíð hinar bestu viðtökur
áheyrenda, m.a. á Ítalíu, Spáni og
Skotlandi. Vitneskjan um söng kórs-
ins í nokkrum helstu kirkjum Ítalíu
var eftirminnileg huglæg tenging
við skoðun fjölþættra listaverka
þeirra. Listamaðurinn er oftast boð-
beri fegurðar, gleði, frumlegrar
sköpunar og túlkunar. Listamenn
eru því réttnefndir sendimenn menn-
ingar þar sem þeir fara um lönd
með list sína. Með henni lyfta þeir
vitund mannsins í hæðir, leggja
grunn að vináttu milli þjóða og
stuðla þar með að uppbyggingu al-
hliða menningarsamskipta þeirra.
Ferð sem opnar mörgum
nýjar dyr
I ferðinni ófust í eina skoðunar-
og kynningarheild fjölbreytt og löng
menningarsaga þjóðar með aðal-
áherslu á listmenningarþáttinn, sem
varla á sér hliðstæðu meðal þjóða
heims, og hrífandi fagurt landslag
sem var eins og endalaus töfraum-
gjörð um allt ferðalagið. Listasöfn,
listskreyttar hallir og fjölbreytt lista-
verk í kirkjum og á torgum verða
ekki skoðuð að marktæku gagni á
skömmum tíma. Til þess þarf mán-
uði og ár eins og þegar listnám og
listfræðilegar rannsóknir eru megin-
markmið safnferða. Áhugasamir list-
unnendur geta þó á vel nýttum skoð-
unartíma áttað sig sæmilega á helstu
dýrgripunum. Á grundvelli ferðar
sem þessarar geta menn síðar ákveð-
ið hvaða landsvæði, borgir, listasöfn
og kirkjur væri vert að skoða aftur,
Listamenn eru rétt-
nefndir sendimenn
menningar, segir Bene-
dikt Gunnarsson, sem
hér fjallar um listskoðun-
arferðir og töfra Ítalíu.
betur og lengur, því „líf“ listaverk-
anna, eða hið óútskýranlega hug-
læga afl þeirra og sívirkt orkuflæði
laðar manninn sífellt til nýrra endur-
funda. Þau virðast endumýja dul-
mögn sín við hveija nýja nálgun, eru
einskonar lífljósvakar og speglar al-
visku og eilífðar. í listaverkinu mæt-
ir maðurinn sjálfum sér, mennsk-
unni, í æðra veldi þroska, fegurðar
og trúverðugrar listrænnar túlkunar.
Listfjársjóðir fortíðar, m.a. í lista-
söfnum og kirkjum, mæta skoðend-
um ferskir, frjóir og sígildir. Töfrar
listarinnar verða síðan hluti af endur-
skoðuðu gildismati og nýrri lífssýn
mannsins. Fyrrnefnd Ítalíuferð
minnir á að listin á erindi við sér-
hvern mann. Gildir einu hvort hann
er almennur áhugamaður um listir
og sögu eða atvinnumaður í listgrein
sinni.
Upphaflegur efi minn um ágæti
hópferðar af þessu tagi reyndist
ástæðulaus, bæði hvað varðar list-
skoðunarþáttinn og alla aðra fram-
kvæmdaþætti ferðar. Fagmannleg
fararstjórn og frábærir ferðafélagar
urðu hluti af Töfrum Ítalíu í 15 daga
og stuðluðu þannig að sköpun mynd-
sýna og minninga sem aldrei gleym-
ast.
Lokaorð
Grein þessi er ekki hugsuð sem
ferðalýsing heldur byggist á laus-
tengdum hugleiðingum um gildi list-
skoðunarferða um lönd og álfur. Ég
vil með henni beina sjónum almenn-
ings að slíkum ferðum, m.a. til ítal-
íu, og hvetja íslenska ferðamálafröin-
uði til að auka fjölbreytni þessa þátt-
ar ferðaþjónustunnar og stuðla þar
með að aukinni þekkingu fólks á list-
menningu, trú og almennri sögu sem
flestra mannlegra samfélaga. Menn-
ingararfleifð þjóðar er ekki aðeins
einkaeign hennar, heldur sameign
mannkyns.
Höfundur er listmálari og lektor
við KHÍ.