Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ L MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MÁLEFNIN MÖRG STÓR verkefni bíða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ef viðræður þessara tveggja flokka, sem nú standa yfir, leiða til samkomulags um stjórnar- myndun. Sum þessara verkefna eru mjög brýn. Eins og fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag er augljóslega verulegur þrýstingur á núverandi vaxtastig. Ríkissjóður hefur ekki getað selt ríkispappíra svo nokkru nemi frá áramótum á inn- anlandsmarkaði, væntanlega vegna þess, að fjárfestar telja sig geta fengið betri ávöxtun annars staðar. Af þeim sökum hefur ríkissjóður orðið að taka erlend lán í auknum mæli. Talsmenn beggja flokkanna hafa jafnframt Iýst þungum áhyggjum vegna vaxandi halla á rekstri ríkissjóðs. Ljóst er, að hallinn á ríkissjóði verður að óbreyttu mun meiri á þessu ári en fjárlög gera ráð fyrir og fyrirsjáanlegt að hann eykst verulega á næsta, ári. Skattheimta er í hámarki eftir erfið kreppuár og erfitt að sjá, hvernig ríkissjóður á að geta auk- ið skattheimtu að nokkru ráði. Þess vegna hlýtur athyglin að beinast að auknum niðurskurði á útgjöldum ríkissjóðs. Þar hefur hins vegar einnig verið tekið til hendi á undanförn- um kreppuárum og svigrúm því sjálfsagt ekki mikið. Það er tómt mál að tala um niðurskurð á útgjöldum ríkis- sjóðs nema beina athyglinni að stærstu útgjaldaliðunum, þ.e. heilbrigðiskerfinu, tryggingakerfinu, landbúnaðinum og menntamálum. Samningaviðræður flokkanna tveggja um myndun nýrrar ríkisstjórnar hljóta því að beinast að ein- hveiju leyti að þessum málaflokkum. Takist ekki að draga verulega úr ríkissjóðshallanum er hins vegar ljóst, að þrýst- ingur á vexti eykst enn frá því sem nú er. Hækkun vaxta ■mundi hins vegar gjörbreyta rekstrarskilyrðum atvinnufyrir- tækjanna til hins verra og skuldastaða heimilanna versna mjög. A síðustu fjórum árum hefur verið unnið myndarlega að því að draga úr margvíslegum millifærslum í efnahagslífinu til þess að halda atvinnufyrirtækjum gangandi, sérstaklega á landsbyggðinni, sem enginn rekstrargrundvöllur var fyrir. Það skiptir verulegu máli, að haldið verði áfram á þeirri braut og að Sjálfstæðisflokkurinn standi gegn hugsanlegri viðleitni Framsóknarflokksins til þess að taka upp þau gömlu og úr- eltu vinnubrögð. En kannski er nýrri forystu Framsóknar- flokksins gert rangt til með því að ætla henni að vilja taka upp fyrri hætti. Á síðustu fjórum árum hefur náðst verulegur árangur í því að draga úr útgjöldum skattgreiðenda vegna landbúnaðar- ins. Búnaðarþing, sem saman kom fyrr á þessu ári hafði uppi gamaldags kröfugerð á hendur ríkisvaldinu til þess að ráða bót á vanda sauðfjárbænda, sem er mikill. Til þess má ekki koma, að ný ríkisstjórn fallist á kröfur Búnaðarþings. Þvert á móti er ástæða til að leita nýrra leiða til að gera sauðfjárbændum kleift að hætta búskap. Gjörbreyttum neyzluvenjum almennings verður ekki breytt í fyrra horf með stjórnvaldsaðgerðum. Þetta verða menn að horfast í augu við, þegar kemur að málefnum landbúnaðarins í stjórnar- myndunarviðræðunum. Stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að sjálfsögðu gjör- breyting á fiskveiðistefnunni. Ekki fer á milli mála, að fylgi við þau sjónarmið, sem Morgunblaðið hefur haldið fram í þeim efnum, hefur stóraukizt meðal þjóðarinnar. Það fundu frambjóðendur og forystumenn' flokkanna mæta vel á fram- boðsfundum um allt land í kosningabaráttunni. Þess vegna verður að gera ráð fyrir, að ný ríkisstjórn svari því kalli þjóð- arinnar. Ella verður það enn háværara, þegar kemur að kosn- ingum eftir fjögur ár. Á sviði utanríkismála bíða brýn verkefni. Þar ber hæst lausn Smugudeilunnar svonefndu við Norðmenn og Rússa. Ymislegt bendir til þess, að samkomulag geti tekizt í þeirri deilu, sem tryggi okkur íslendingum viðunandi aflakvóta í Barentshafi. Niðurstaða á lokafundi úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna síðar á þessu ári skiptir okkur miklu máli. Um næstu áramót rennur út samkomulag, sem gert var við Bandaríkjamenn fyrir rúmu ári um umsvif varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búast má við einhverjum breytingum í kjölfar nýrra samningaviðræðna. Að öðru leyti er ljóst, að við Islendingar þurfum eins og bandalagsþjóðir okkar að huga að þeim breytingum, sein eru að verða á samskiptum ríkja beggja vegna Atlantshafsins og gæta hagsmuna okkar í þeim efnum. Fjölmörg önnur verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar. Væntan- lega ganga flokkarnir tveir, sem nú taka þátt í viðræðum um stjórnarmyndun, að því verki með það meginmarkmið í huga að ýta undir þau nýju viðhorf, sem hafa verið að ryðja sér til rúms í atvinnu- og efnahagslífi á undanförnum árum og áttu ríkan þátt í þeim miklu umbótum, sem urðu á síð- asta kjörtímabili. STJÓRNSÝSLUBYGGINGIN í Oklahomaborg. Á myndinni sést vel hve stór hluti af henni hrundi saman í sprengingunni. Fréttir um að allt að 80 hafi farist í hryðjuverkinu í Oklahoma Ólýsanleg martröð á örfáum sekúndum AÐ MINNSTA kosti 12 börn, sem voru á dagheimili í bygging- unni, týndu lífi I sprengingunni en tvö börn innan við árs gömul sluppu lífs. Hér er verið að bera burt barn, sem slasaðist. Oklahomaborg. Reuter. AÐ ER alltaf ys og þys í kringum stjórnsýslubygg- inguna í Oklahomaborg en í gær breyttist götu- myndin í ólýsanlega martröð. Gífur- leg sprenging kvað við, steypubrot- um og gleri rigndi yfir nágrennið og reykjar- og eldtungurnar stóðu upp af hálfhrundu húsinu. Skelfingu lostið fólk, sumt blóði drifið, hljóp í allar áttir, á örfáum sekúndum varð ástandið eins og í Beirut þegar borgarastyrjöldin var hvað grimmi- legust. Fréttir um tölu látinna voru mjög á reiki en talið var í gær- kvöld, að allt að 80 manns hefði týnt lífi og raunar hugsanlega fleiri vegna þess, að ekki var vitað hve margir voru í húsinu. Bílsprengingin, mesta hryðju- verk, sem framið hefur verið í Bandaríkjunum, gjöreyðilagði um helming stjórnsýslubyggingarinnar, sem er Í0 hæðir, og heyra mátti drunurnar frá henni í tuga km fjar- lægð. Strax á eftir tíndist starfsfólk- ið í húsinu út á götu, sumir slasað- ir og blóðugir og allir eins og í losti yfir þessum óskiljanlega og hörmu- lega atburði. Á götunni lá fólk, sem orðið hafði fyrir glerbrotum eða öðru braki úr húsinu, en á dagheimili { stjórn- sýslubyggingunni fundust lík 12 barna. Tvö önnur, drengur og stúlka innan við árs gömul, björguðust með einhveijum yfirnáttúrulegum hætti. Onnur sprengja Fjöldi bíla varð undir brotum úr byggingunni og varð af þeim sökum að flytja meira en 100 manns á sjúkrahús en læknar og hjúkrunar- fólk komu fljótlega upp neyðarskýl- um á nærliggjandi götum. Hálfri annarri klukkustund eftir spreng- inguna barst síðan út frétt um, að fundist hefði önnur sprengja ósprungin og olli það mikilli skelf- ingu. Fólk flýði burt eins og fætur tog- uðu og lögreglan lét loka öllu svæð- inu af. Fólk, sem verið var að hlynna að á götunum, var borið í burt í flýti og slökkviliðsmenn og sjúkra- liðar fínkembdu svæðið. Þá var ekki vitað hve margir lágu látnir eða ósjálfbjarga í rústunum. Kastaði sér á bak við borð „Ég er heppinn að vera á lífi,“ sagði dýralæknir, dr. Espy að nafni, sem vann á vegum bandaríska land- búnaðarráðuneytisins á fimmtu hæð hússins. „Ég var staddur í öðru herbergi en vanalega, í fundarher- berginu, og gat kastað mér á bak við borðið.“ Skrifstofan hans og helmingur fundarherbergisins hurfu í sprengingunni en Espy komst lífs af. Rétt tvö ár voru í gær liðin frá því að liðsmenn FBI réðust eftir nokkurra vikna umsátur á samastað sértrúarhópsins Branch Davidian við borgina Waco í Texas en leið- togi hópsins, David Koresh, og lið- lega 70 félagar hans fórust í eldi sem upp kom í húsunum. Var talið að liðsmenn hópsins gætu hafa vilj- að hefna fyrir árásina með tilræðinu í gær en FBI er ein þeirra stofnana sem hefur skrifstofur í stjórnsýslu- húsinu og mun atlagan gegn Koresh hafa verið skipulögð þar. Einn af þeim sem komust lífs af 1993, Clive Doyle, sagði að grunurinn væri með öllu tilhæfulaus og að félagar í Branch Davidian fordæmdu tilræðið. „Þjóð íslams“ kennt um Hringt var í sjónvarpsstöðina KFOR í borginni skömmu eftir at- burðinn og sagt að samtökin Þjóð íslams, sem er öflug hreyfing svartra múslima í Bandaríkjunum, hefði staðið fyrir sprengjutilræðinu. Samtökin, sem Louis Farrakhan stjórnar, vísuðu því á bug í gær- kvöldi að þau hefðu átt nokkurn þátt í sprengjutilræðinu sem væri „hræðilegur verknaður.“ Þjóð ísl- ams hefur ekki verið staðin að hryðjuverkum. Hópur öfgasinnaðra múslima stóð fyrir tilræðinu í World Trade Center í New York 1993 en þá létu sex manns lífið. Oklahomaborg er höfuðstaður Oklahomaríkis og þar búa um 450.000 manns. Mikil friður og ró þykja einkenna mannlífið þar og hún þykir ólíklegur vettvangur fyrir hryðjuverk af þessu tagi. Orri Vigfússon stöðvaði iaxveiðar við Færeyjar og Grænland ÁRANGURINN ER MIKILL OG AUGLJÓS Orri Vigfússon hefur náð að uppræta úthafsveiðar á laxi úti fyrir Grænlandi og Færeyjum. Orri stofnsetti Norður- Atlantshafs-laxveiðisjóðinn (North Atlantic Salmon Fund - NASF), en því fer fjarri að starfinu sé lokið. Guðmundur Guðjóns- son ræddi við Orra og kom meðal annars fram í því viðtali að enn eru furðu margir sem vita ekki í hve mikilli útrýmingarhættu laxinn er. ORRI Vigfússon ætlar að beijast áfram fyrir friðun laxins í Atlantshafi. AÐ ER alveg rétt, laxastofn- ar í Atlantshafinu hafa dregist saman um rúmlega 90 prósent síðustu 100 árin. í sumum löndum er laxinn horfínn og annars staðar hefur honum fækkað geigvænlega. Það er ekki von að ís- lendingar geri sér almennilega grein fyrir þessu, því við höfum ekki horft upp á svona miklar kollsteypur hér á landi. Þó held ég að við höfum séð merki úthafsveiða í Iaxagöngum hér á landi síðustu árin áður en þeim var hætt við Færeyjar, a.m.k. höfum við séð ár á Norðurausturlandi taka við sér eftir að þær voru aflagðar. Hins vegar er eðlilegt að þessa gæti eitt- hvað minna hér á landi, því þótt hér séu margar góðar laxveiðiár, þá er hlutur íslands í heildarlaxveiðinni í Norður-Atlantshafi mjög lítill,". segir Orri. En hvað veldur því að laxastofn- um hefur hnignað svo mjög síðasta árhundraðið? Samverkandi þættir „Það eru að sjálfsögðu ýmsir samverk- andi þættir," segir Orri og tekur það saman í huganum. „í fyrsta lagi má nefna til stíflumannvirki sem hindruðu laxinn í að komast á æskuslóðirnar til hrygningar. Eftir því sem tækni og kunnáttu fleygði fram, þeim mun hraðar fjölgaði stíflum, stórum og smáum. Beggja vegna Atlantsála. I öðru lagi má nefna netaveiðimenn í ármynnum, þeir veiddu mest af lax- inum áður en hann náði að ganga í ána. í þriðja lagi úthafsveiðimenn sem mokuðu laxinum upp á hafbeitarslóð- unum, einnig stórveiðar á ætisfiski laxins s.s. loðnu, sandsíli og síld. Þá má nefna slæmar afleiðingar iðnbylt- ingarinnar, úrgang og mengun sem saurgar laxveiðiárnar og síðast en ekki síst má nefna nýja ógn sem staf- ar af anga fiskræktarinnar, ræktun eldislaxa sem geta valdið stofnablönd- un.“ Hvað segja vísindamennirnir? „Fiskifræðingarnir vinna mjög gott starf og rannsóknir og fiskrækt eru að sjálfsögðu af hinu góða. Hvað varð- ar laxinn, þá er hins vegar enn verið að klifa á því að enn sé svo margt sem við vitum ekki um laxinn, upp- vöxt hans og atferli í úthafinu. En hvað þarf svo sem að vita í þeim efn- um? Fyrir 100 árum vissum við ekki neitt og þá var nóg af laxi. Skilaboð- in þar eru skýr. Nauðsynlegt er að lax komist upp og niður fyrir stíflur, nauð- synlegt er að rækta upp ár. Hreinsa þarf upp mengun og þar sem hrygn- ingarstöðvar hafa skemmst þarf að lagfæra þær. En ekkert af þessu skiptir máli ef megninu af laxinum er mokað upp í úthafinu og afganginum í ármynnum. Þessu þarf að bregðast við strax og þolir ekki einhverra ára bið á meðan vísindamenn eru að rannsaka óljósa þætti. Svo er önnur sáraeinföld líf- fræðileg ástæða fyrir því að ekki eigi að veiða lax í sjó. Hún er, að hinir ótalmörgu laxastofnar blandast í haf- inu. Laxar úr mörgum ám frá mörgum löndum deila hafbeitarslóð og þar með er engin leið að stjórna veiðum. Stjórn- un laxveiða hlýtur að byggjast á stjórnun á veiðum úr einstökum stofni og það verður ekki gert nema i heima- ánni. Oðru vísi munu menn aldrei vita hvað verið er að gera.“ Minnkandi gæði Tengjast úthafsveiðarnar þeirri staðreynd að meðalþungi laxa hefur minnkað mikið síðustu áratugi? Það er rétt, laxinn hefur farið smækkandi, hlutdeild smálaxa hefur aukist, meðalþungi sums staðar hrap- að úr 9 pundum í 5 pund. Það er slæmt, ekki síst vegna þess að ég tel að stærri laxar skili fleiri og betri ein- staklingum í hrygningu heldur en smærri fiskar. Athyglisvert er að sömu sögu má segja um þorskinn og grunar mig að samband sé einnig þarna á milli. Of mikil veiði, bæði á tegundunum og einnig á fæðufiskum þessara tegunda. Því meira sem tekið er, því meiri skaði er unninn. Þetta vitum við vel, það má ekki ofnýta stofna. Samt er erfitt að snúa taflinu við og það getur tekið fiskistofna mörg ár að rétta úr kútnum." Eigi að síður heppnaðist að kaupa upp úthafsveiðar Grænlendinga og Færeyinga? „Já, það var mikil vinna og við marga að tala. Fyrst þurfti að koma hugmyndinni þannig á framfæri með-: al hagsmunaaðila og stjórnvalda í lax- veiðilöndum að fjármagn væri tryggt. Síðan hefur mér reynst best að vinna mína heimavinnu vel, mæta með gröf og töflur og útskýra á minn einfalda hátt að ástandið sé því miður eins og fram hefur komið. Sjómenn og útgerðarmenn eru eng- ir bjánar, þeir gera sér grein fyrir því að það sé hvorki í eigin þágu eða annarra að eyða nytjastofnum og því sé allra hagur að hætta veiðunum. Hins vegar hefur spurningin hvað eigi að veiða eða gera í staðinn alltaf ver- ið fyrir hendi. Það er alveg sérstak- lega mikilvægt gagnvart Grænlend- ingum og Færeyingum sem hafa ver- ið I tilvistarkreppu seinni árin.“ Þú lalar um tryggt íjármagn. Hvað þarf mikið fjármagn til að standa undir samningum við grænlenskar og færeyskar útgerðir? . „Óll starfsemi NASF er upp á 1,4 milljónir dollara á ári og þegar lagt er til hliðsjónar að öll velta laxveiða á ári nemur 500 milljónum dollara, sýnist nauðsynleg velta NASF ekki ýkja mikil. Samt er það mikið hark að ná endum saman og erfitt að fá suma þá sem hagsmuna eiga að gæta til að standa með okkur á borði en ekki bara í orði.“ Eins og hverja? „Eins og Norðmenn. Þeir teljast eiga mjög háa prósentu af laxinum sem veiddur er í hafinu, því er útreikn- aður hlutur þeirra í samningunum stór eftir því. Það er erfiður eftirrekst- ur að eiga við þá. Rússar eru einnig erfiðir, en það er kannski skiljanlegra, því skipulagsmálin þar eru mun skemmra á veg komin“. En hvað með árangur, er hann sjá- anlegur eftir þessi ár án úthafsveiða? „Uthafsveiðarnar eru aðeins einn þáttur, að vísu veigamikill. En jú, árangur er sjáanlegur. Á sama tíma og heildarlaxveiði héfur hrunið úr 3,4 milljónum laxa niður í 1,5 milljónir laxa, öll veiði og hafbeit meðtalin, þá hefur samt hlutdeild laxveiða í ánum aukist úr 20 prósentum af heild í 45 prósent og er þó hafbeit aftur talin með. Hitt er svo annað mál að menn verða að gera sér grein fyrir því að það eru alltaf samverkandi þættir sem ráða því hvað laxinn er sterkur frá ári til árs. Ef menn verða til dæmis fyrir vonbrigðum í sumar þá er brýnt að raddir fari ekki á kreik að kvóta- kaupin skipti engu máli, því það er í rauninni alvarlegt ástand i uppvaxta- rumhverfi laxins í hafinu um þessar mundir,“ segir Orri. Hvaða ástand er það? „Það er sú staðreynd, að i vetur hefur verið lægsti sjávarhitinn fýrir norðanverðu landinu sem mælst hefur í 30 ár. Svæði sem að öllu jöfnu mælist þetta 2-3 gráður í mars reynd- ist vera 0 til 1 gráða. Þetta eru hroll- vekjandi tölur og taldar stafa af lang- vinnum norðlægum áttum og kulda í vetur. Hver áhrifin verða á uppvax- andi laxa verður að koma í ljós í sum- ar og það næsta.“ Er eitthvað hægt að ráða í það? „Ja, færeyskt rannsóknarskip hefur orðið vart við talsvert af laxi á hafbeit- arslóðinni við eyjarnar. Stærri fiskur- inn er á beit í 2-3 gráðu heitum sjó utan við 200 mílna landhelgismörkin austur af íslandi en smálaxinn í örlít- ið hlýrri sjó. Óvenjulega lítið er af flökkulaxi og stærðin er góð. Eitthvað hefur komið af merkjum, þau hafa verið frá Svíþjóð, Skotlandi, írlandi og Rússlandi. Ástandið við Færeyjar segir þó ekki alla söguna.“ En þú sjálfur, Orri, einu sinni sagð- ir þú að þitt starf yrði að koma samn- ingunum við Grænland og Færeyjar á koppinn, síðan tækju aðrir við. Þetta hefur ekki gengið eftir? „Nei. Málið er, að starfið hefur verið byggt upp í kring um nafn mitt. Orri Vigfússon er persónugervingur þessa átaks. Það er sagt við mig, - ef þú kemur, þá skal ég hjálpa þér. Ég er viss um að einhver annar getur vel unnið þetta starf, en það er erfitt að breyta þessum áherslum." „Þá fylgir starfinu gífurlegur per- sónulegur kostnaður. Lengi framan af lagði ég sjálfur allt út, en síðar fór sjóðurinn að greiða niður hluta af kostnaðinum. En þó kostnaðurinn sé hár þá höfum við ekki efni á að láta laxinn deyja út. Það hefur líka gefið mér mikið að vinna fyrir laxinn og árangurinn er mér afar dýrmætur. Mér er löngu orðið ljóst að laxvemdin er helsta áhugamál mitt í lífinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.