Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Guðmundur Ág-
úst Leósson
fæddist í Reykjavík
28. desember 1969.
Hann lést 8. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Gyða Kristjana
Guðmundsdóttir og
Leó Svanur Agústs-
son. Guðmundur
Agúst var elstur
þriggja bræðra.
Yngri bræður hans
eru Arnar, fæddur
20. maí 1971, og
Ragnar, fæddur 1.
maí 1976. Eftirlifandi unnusta
Guðmundar er Ingibjörg Björg-
vinsdóttir. Útför hans fer fram
frá Bústaðakirkju á morgun,
21. apríl og hefst athöfnin kl.
13.30.
Kveðja frá afa og ömmu,
Hafnarfirði
ELSKULEGI afa- og ömmu-
drengurinn, Guðmundur Ágúst. Nú
ert þú horfínn okkar sjónum, svo
ungur að árum. Söknuður okkar
* er bæði mikill og sár, en minning-
amar um þig eru bæði margar og
fagrar. Við munum þig, litla dreng-
inn okkar, þegar þú varst heima
hjá okkur smá tíma rétt eftir að
þú fæddist. Þú horfðir á okkur með
björtu fögru augunum þínum, sem
endurspegluðu saklausu bamssá-
lina, og veittu okkur innsýn í dýpstu
fegurð lífsins.
Kæri nafni minn, hafðu þökk
fyrir allt og allt, þitt innilega við-
mót, þín yndislegu bros og alla þá
hlýju, sem frá þér lagði.
Við munum ávallt geyma í hjört-
um okkar minninguna um þig, hinn
góða og hjartahlýja dreng.
Við biðjum góðan guð að taka
þig í faðm sinn og búa þér hinn
eilífa samastað, þar sem þig mun
ekkert skorta og englar guðs vaka
yfír þér.
Þér kæra sendum kveðju, með kvðldstjöm-
unni blá
það hjarta, sem þú átt, en er svo langt þér frá,
þar mætast okkar aup þó ei oftar sjáumá hér
Guð minn ávalt gæti þín ég gleymi aldrei þér.
(Höfundur ókunnur)
Afl og amma.
Okkur langar að minnast elsku-
legs frænda okkar Guðmundar með
nokkrum orðum.
Minningarnar um hann eru allar
svo ánægjulegar. Við lékum okkur
saman í æsku og hann var alltaf
svo hlýr og skemmtilegur og grall-
arinn í honum ekki langt undan.
Brosið hans bjarta munum við
geyma í hjarta okkar um ókomin ár.
Megi Guð varðveita hann og
styrkja ástvini hans í sorginni.
Elsku frændi, við kveðjum þig
með hlýhug með þessum erindum:
Er dauðans engill dæmir menn úr leik
og dagsins hlátrar yfirgefa sviðið
mörgum þykir skammt á leikinn liðið
og lífsiiis tengsli brotagjöm og veik.
En minningamar endast ævinlega
og yfirgnæfa það, sem veldur trega.
Er, frændi kær, þú fjarlægist í bráð
við fylgjum þér með huga tregaklökkum.
Fyrir allt í fortíðinni þökkum,
framundan er eilíf Drottins náð.
Ofar moldu, - handan straums og striða
stöðugt vakir huggun allra lýða.
Þínar frænkur,
Dagný, Dalrós og
Sigríður Agnes.
Kveðja frá
móðursystkinum
Hann elskulegi frændi okkar er
genginn á Guðs vegu. Nú sefur
hann hjá Guði, eins og litla María
Dögg, bróðurdóttir hans segir. Það
er erfitt að trúa því að drengurinn
með bjarta brosið sitt og glettnis-
glampann í augum sé farinn frá
okkur.
Við vorum svo lán-
söm að fá að fylgjast
með honum allt frá
fæðingu hans, frum-
burður elskulegrar
systur okkar og mágs.
Margar minningar
vakna og eigum við öll
okkar sérstöku kæru
minningu um hann,
eins og þegar við feng-
um lítinn kút sendan
vestur meðan mamma
hans var í prófum, ein
frænkan minnist þess
þegar hann dustaði
snjóinn af stígvélun-
um, því ekki mátti snjóa á nýju
stígvélin, önnur minnist þess þegar
hann steig fyrstu sporin sín á gras-
inu. Við eigum svo ótal minningar
um þennan góða dreng sem við
sáum vaxa og verða að fallegum
ungum manni, sem var svo ötull
bæði í námi og starfí, að sólarhring-
urinn dugði varla. Við minnumst
ánægjunnar þegar fímm systur og
einn bróðir hittust með allan barna-
hópinn sinn, tilefnið þurfti ekki að
vera sérstakt, bara að skreppa í
heimsókn til afa og ömmu eða heim-
sækja hvert annað. Ekki gleymum
við heldur öllum afmælisboðunum,
sem allir að sjálfsögðu mættu í og
fengum við stundum að heyra að
þetta væri nú meiri afmælisættin.
Á þessum samfundum var gleðin
hjá börnunum ógleymanleg. Þá eins
og alltaf var Guðmundur Ágúst
hrókur alls fagnaðar og engin logn-
molla í kringum hann. Mikið ylja
þessar minningar okkur um hjarta-
rætumar í dag. Elsku vinur, það
er stórt skarð höggvið í frændsystk-
inahópinn, sem öll sakna þín svo
sárt. Elsku Gyða systir, Leó, Arn-
ar, Ragnar og Ingibjörg, afar og
ömmur, Guð styrki ykkur og blessi
i ykkar miklu sorg.
Minningin lifir um brosið þitt bjarta.
Við biðjum þótt harmurinn nísti hvert hjarta
að alla tíð megi alvaldur geyma,
aldrei við munum þér, Guðmundur, gleyma.
(J. Sigurðsson)
Við höfðum ekki þekkt hann
Guðmund nema í sex mánuði þegar
hann kvaddi þennan heim, en þetta
voru skemmtilegir tímar og munum
við minnast þeirra þegar við hugs-
um til hans.
Guðmundur var blíður, gjafmild-
ur og góður drengur og okkur þótti
öllum vænt um hann. Við vitum að
hann er kominn á góðan stað, þar
sem honum líður vel og er það mik-
il huggun í sorg okkar.
Við erum viss um að hann muni
sakna okkar jafnmikið og við mun-
um sakna hans.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Við viljum færa foreldrum, syst-
kinum, unnustu og öllum öðrum
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Jónsson,
Laufey Egilsdóttir,
Ragnheiður Þórólfsdóttir,
Hrafnhildur Magnúsdóttir,
Sóley Kristinsdóttir,
Linda Ragnarsdóttir,
Berglind Jónsdóttir
og Agústa Sigurðardóttir.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
• líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Að kvöldi laugardags var sem
allt lífið í kringum mig staðnaði
og ekkert í þessum heimi hafði
sömu ásýnd og áður þegar ég frétti
að Guðrnundur frændi minn væri
dáinn. Á einni svipstundu var hann
tekinn okkur frá af þeim vegi sem
mig hefði aldrei grunað að við
myndum ekki ganga saman tveir
til enda og það eina sem eftir situr
eru þær fögru minningar um allar
þær stundir er áttum við saman,
ég og hann. Hugurinn leitar til
baka í Seljahverfið til þess tíma er
við lékum okkur prakkararnir þrír,
Guðmundur Ágúst, Arnar og ég.
Hlátrasköll og uppátæki var það
sem einkenndi okkur þá og ávallt
var það Guðmundur Ágúst, uppfull-
ur af atorkusemi og krafti, sem
þar fór fremstur í flokki með sinni
miklu og óbeisluðu gleði. Það voru
góðu tímarnir sem nú skilja eftir
sig ekkert nema fallegar minningar
um Guðmund Ágúst sem sífellt
brosti þessu feimnislega og hlýja
brosi sínu til allra þeirra sem njóta
vildu.
Allt það sem ég vildi þér, Guð-
mundur, sagt hafa situr nú eitt
eftir í rótlausum hugsunum og
sorg. En í gegnum sorgina og
svartnættið er þó sólargeisli sem
þú munt fylgja inn í eilífðina til
að sinna enn frekar þínu hlutverki
og á sama tíma munnt þú ávallt
fylgja mér í hjarta í gegnum allt
það sem koma skal.
Kæri frændi; Far vel á guðs veg-
um.
Hinrik Pétursson
Það kom upp í huga minn eftir
að hafa heyrt látið hans Gumma,
hvað vegir Guðs eru órannsakan-
legir og hvað spumingamar eru
margar, sem við fáum ekki svör
við. Hve heitt hefðum við í okkar
fjölskyldu óskað honum fleiri líf-
daga, þó ekki hefði verið nema einn
dagur í viðbót, því sá dagur hefði
orðið honum þýðingarmikill, og er
það trú mín, að þá hefðum við
hann hér á meðal okkar núna, svo
ljúfan og lausan við allan hroka,
og með svo afskaplega góðan
þokka.
Gumma kynntist ég fyrir u.þ.b.
hálfu ári, svo kynnin em stutt, en
minningar margar, og umfram allt
allar góðar. Það leyndi sér ekki
þegar Gummi kom heim til okkar,
og oft mikið af börnum í kringum
mig, hve gaman hann hafði af þeim
og hve alltaf var stutt í brosið þeg-
ar spjallað var saman. Ég held að
hann hafí verið afskaplega tilfínn-
inganæmur, þó ég hugsaði ekki út
í það þá. Hann var stoltur af hund-
inum sínum, henni Tásu, þó hann
viðurkenndi að hún væri orðin göm-
ul og lúin, og víst er að hann hugs-
aði vel um hundinn sinn, og stærri
og feitari hundur er vandfundinn.
Sorglegt er að sjá hundinn ítrekað
þefa af peysunni hans, sem hér er,
í von um að eigandi hennar muni
birtast. Allir sem þekktu Gumma
eru vafalaust harmi slegnir yfir
skyndilegu fráfalli hans. Ef Guð
lofar eignumst við fyölskylda mín,
hlut í Gumma að nýju sem vissu-
lega er tilhlökkunarefni og trúi ég
að svo sé með okkur öll, sem næst
standa.
Foreldrum hans, bræðrum og
öðrum nákomnum ættingjum og
vinum sendi ég mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur, með ósk um styrk í
þeirra miklu sorg. Ég á aðeins
góðar minningar um Gumma, og
þær mun ég geyma. Megi hann
hvíla í Guðs friði.
Kristjana Jacobsen.
Elsku Gummi Leó.
Takk fyrir hláturinn, brosið og
minningamar. Við kvöddumst fyrir
mörgum árum en nú kveð ég þig
aftur að sinni. Eftir sitja góðar
minningar sem munu lifa með mér
alla tíð, eins og þær hafa gert hing-
að til. Takk fyrir góða tíma.
María.
GUÐMUNDUR
ÁGÚST LEÓSSON
PETREA Í
SIGTR YGGSDÓTTIR
+ Petrea Sig-
tryggsdóttir
var fædd í Nýjabæ
í Flatey á Skjálf-
anda 18. apríl 1901.
Hún lést 10. 'apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigtryggur Sig-
urðsson ættaður úr
Aðaldal og Ingi-
björg Sigurðar-
dóttir frá Básum í
Grímsey. Petrea
var næstyngst ell-
efu systkina sem nú
eru öll látin. Hinn
23. október 1935 giftist Petrea
Guðmundi Stefánssyni frá
Þjóðólfshaga í Holtum í Rang-
árvallasýslu, f. 15. júlí 1898.
Hann lést lést 12. maí 1990.
Petreu og Guðmundi varð ekki
barna auðið. Útför Petreu fór
fram frá Áskirkju 19. apríl sl.
Á MIÐVIKUDAG var okkar ást-
kæra frænka Petrea Sigtryggsdótt-
ir, eða Peta eins og hún var alltaf
kölluð, borin til grafar.
Er Peta var 21 árs fluttist hún
suður til Reykjavíkur, þar kynnist
hún Guðmundi Stefánssyni.
Peta vann við ýmis störf, fyrst
við að þurrka físk við Kirkjusand,
þá þvottahúsi Landspítalans, síðar
fór hún að vinna í ráðherrabústaðn-
um við undirbúning veislna m.a.
við matargerð og sem smurbrauðs-
dama. Sjálf sá hún um veislur úti
í bæ fyrir ýmsa aðila.
Hún söng í Fríkirkjukórnum í
yfír 24 ár. Peta starfaði líka í öðr-
um kórum og fór í ýmsar ferðir
með þeim bæði hér á landi og er-
lendis.
Guðmundur starfaði lengst af
sem bílasmiður hjá Agli Skalla-
grímssyni hf.
Petu og Guðmundi varð ekki
barna auðið, en það kom ekki í veg
fyrir ástúð og umhyggju gagnvart
bömum. Segja má að maður hafi
litið á Petu sem hálfgerða ömmu
sína.
Peta var mikil og góð húsmóðir,
heimili þeirra hjóna bar þess merki
alla tíð. Hún hafði mjög gaman af
því að taka á móti fólki og sá til
þess að því liði vel.
Ýmissa ferða á sumrin minn-
umst við, er Peta og Gummi fóru
ásamt fjölskyldu okkar t.d. á Þing-
völl, eða eitthvert lengra, og stopp-
að var á leiðinni og heimatilbúið
nestið var borðað í góðri laut, þá
var oft glatt á hjalla.
Oft komu þau Peta og Gummi í
heimsóknir upp á Austurbrún. Nær
undantekningarlaust voru tekin
upp spil. Vist var yfirleitt spiluð.
Peta og Guðmundur fluttust á
Hrafnistu í Reykjavík. Þar bjuggu
þau í hjónaíbúð þar til Guðmundur
dó. Þótt herbergið hennar, sem hún
fluttist þá í, væri lítið, var snyrti-
mennskan alltaf í fyrirrúmi. Heim-
sóknir til hennar á elliheimilið voru
mjög skemmilegar, alltaf dró hún
fram konfektmola eða eitthvert
annað góðgæti.
Peta fylgdist mjög vel með öllu.
Hún var hrókur alls fagnaðar í
veislum, og mjög ræðin við alla,
jafnt smáa sem stóra.
Þótt beinin væru orðin stökk og
sjónin orðin léleg, var hugsunin
eins og áður segir alltaf skýr til
dauðadags.
Kristján, Sigríður
og Guðleif.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund,
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.) I
Petrea frænka (
hreifst af því fallega
og góða og lét þá
hrifningu sína óspart í
ljós. Aldrei heyrðum
við hana kvarta undan
nokkrum hlut, heldur
var allt svo gott sem
fyrir hana var gert.
Petrea frænka var ^
ekki að gorta af sínum verkum, 4
því vissu fáir að hún, áttatíu og
níu ára gömul, gerðist bókaútgef- (
andi. Gaf hún út bók með kvæðum
eiginmanns síns, Guðmundar Stef-
ánssonar. Því er við hæfí að ljúka
þessum fátæklegu orðum með ljóði
úr þeirri bók.
Um árroðans skrúðfagra litauðga land
nú líður hin óspillta sál.
Á engilsins væng þar sem eilíft býr vor (j
og aldregi þekkst hefur tál. ^
Og englanna herskarar syngja þar söng
við sigursins fagnaðarljós, (
í ódáinsreit þvi bæst hefur enn
ein eilífðar blómföpr rós.
Hvíl í Guðs friði, minning þín lif-
ir í hjörtum okkar.
Ólöf, Sigurður,
Sigríður Krístin og
Ingibjörg Sigurðarbörn.
(
Þegar Petrea frænka var níu eða (
tíu ára fór hún fram í Fnjóskadal
og var þar barnfóstra hjá Páli G.
Jónssyni og Elísabetu Árnadóttur
í Garði, og minntist hún þeirrar
dvalar ætíð með þakklæti. En
stuttu eftir fermingu fór hún til
Húsavíkur. Þar var hún í vist hjá
frændfólki sínu sem og systrum
sem þar bjuggu. Þegar Petrea var <
um tvítugt fór hún til Reykjavíkur ;
í vist en var ekki lengi í því starfi .
heldur réð sig í þvottahús Landspít-
alans og starfaði hún þar í fjölda
ára. Petrea frænka var mjög söng-
elsk kona og söng hún í blönduðum
kór hjá Jóni ísleifssyni. Þar kynnt-
ist hún manni sínum Guðmundi
Stefánssyni. í upphafí voru þau til
heimilis á Njálsgötu 23, en hálfu
öðru ári eftir giftinguna fluttu þau
í eigin íbúð á Hringbraut 58 og 1
þar bjuggu þau allan sinn búskap,
þar til þau fluttu á Hrafnistu í ;
Reykjavík. Eins og áður segir var
frænka mjög gefin fyrir söng og
söng hún í fjölda ára í kór Fríkirkj-
unnar og hafði mikla ánægju af.
Upp úr miðjum aldri fór hún að
vinna við framreiðslustörf og hef
ég heyrt að hún hafí verið mjög
vinsæl í því starfi, enda átti hún
gott með að umgangast fólk, Ijúf
og blíð og ætíð glæsileg til fara og
í allri famkomu. Þau hjónin lofuðu
bæði aðhlynninguna á Hrafnistu
og ekki minnkaði það eftir að
frænka varð ein, allt var svo gott
sem fyrir hana var gert. Petrea
frænka hafði gott minni og spurði
ætíð eftir ættingjum og vinum þeg-
ar ég kom í heimsókn.
Nú veit ég að frænku líður vel
að vera komin til hans Gumma síns,
sem hún var farin að óska eftir.
Ég kveð þau hjónin með kærri
þökk fyrir mig og mína. Þar sem
gott fólk gengur, þar eru guðs veg-
ir.
Hvíl í friði kæra frænka mín.
Sigurður Kristjánsson.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200