Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 47 MINNINGAR JON PÉTURSSON + Jón Pétursson var fæddur 4. mars 1918 að Hauksstöðum í Jök- uldal. Hann lést í Borgarspítalanum 8. apríl sl. Jón var jarðsunginn frá Háteigskirkju 19. april sl. KVADDUR var á mið- vikudag góður vinur okkar fjölskyldunnar, Jón Pétursson. Kynni okkar hafa staðið yfir í hartnær 45 ár, eða allt frá því að móðir mín var með okkur systumar sumarlangt að Reykjum á Laugarbakka þar sem faðir okkar var alinn upp. Þá var Jón þar við smíðar á nýju íbúðar- húsi og þar kynntumst við honum, og aldrei veit ég til þess að skugga hafí borið á þau kynni okkar. Þegar ég lít til baka finnst mér ég alltaf hugsa um í einu Jón og svo Land Roverinn, alltaf ók hann um á þeirri tegund. Og ekki var nú verið að pússa og bóna á hverj- um degi, enda var Land Rover til margra hluta nýtilegur. Ég minnist margra ferðalaganna sem farið var og oft var Jón með okkur í þeim ferðum. Einnig fóru þeir félagamir, pabbi, afi Jón og fleiri mætir menn í margan góðan veiðitúrinn t.d. upp á Amarvatnsheiði og á fleiri staði. Það voru merkilegir veiðitúrar, hálf- gerðir hrakningar, það snjóaði kannski niður í miðjar hlíðar, gengið var á undan jeppanum í veg- slóðum vegna þoku eða ófærðar vegna bleytu en föðurlöndin voru með og nóg nesti og þá var allt í þessu fína þó svo veiðin væri kannski lítil. Þetta vom eftirminnilegar ferðir og höfðu þeir allir gam- an af. Þegar ég var 16 ára unnum við saman í heilt sumar hjá Vöm- leiðum hf. og í hádeg- inu dag hvern keyrðum við á Land Rovernum heim til foreldra minna í hádegismat. Þá var oft gaman hjá okkur. Vinur okkar Jón var áreiðanlega dulur maður sem ekki bar tilfinn- ingar sínar á torg. Hann missti konu sína þetta sumar frá þremur ungum bömum, elsta barnið Qög- urra ára og yngsta fímm mánaða. Þá vom erfíðir tímar hjá vini okk- ar. Ég hitti Jón ekki oft á hinum síðari ámm vegna búsetu minnar fyrir norðan, en þegar við hittumst var sami hlýleikinn og þétta handa- bandið til staðar. Jón tók stóran þátt í sorg okkar fjölskyldunnar fyrir tæpum tveimur ámm þegar faðir minn lést. Ég vona að pabbi minn hafí nú fengið að taka á móti Jóni vini okkar á leið sinni yfír til nýrra heimkynna og leiða hann til fundar við ástvini sína sem á undan vom famir. - Ég votta börnum hans mína dýpstu samúð. Þið áttuð góðan föð- ur. Vertu sæll að sinni, við fjölskyld- an biðjum þig fyrir góðar kveðjur. Vigdís Kjartansdóttir. Það var alltaf jafn spennandi og gaman þegar Land Roverinn hans Jóns renndi í hlaðið í Mörtungu. Þá átti maður alltaf von á ein- hveiju góðu, að minnsta kosti faðm- lagi og mola úr „meðalapokanum" hans Jóns. Ég var svo heppin að fá að taka þátt í æði mörgu með Jóni og krökk- unum hans. Það var t.d. skropþið í bíltúra fram í sjoppu til að fá sér vélarís, í berjamó, upp að Seljalandi til að fá svona „alvöm“ gúmmískó og jafnvel alla leið til Víkur, bara í skoðunarferð í kaupfélagið þar. Ég gleymdist nú reyndar einu sinni þar en það var nú í góðu lagi, Jón sneri bara við og sótti mig. Þau voru líka æði mörg skiptin sem ég fékk far með Jóni og Land Rovem- um í sveitina að vori og aftur heim að hausti. Hann var einstaklega hjartahlýr og blíður maður, hann Jón, og allt- af tilbúinn að rétta fram hjálpar- hönd ef með þurfti. Því fékk ég svo sannarlega að kynnast eins og svo margir fleiri. Bömunum mínum hampaði hann og gaf þeim mola eins og mér forðum daga og ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að. Elsku Eiríkur, Aðalbjörg, Jóna Björk og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur alla mína samúð, það er sárt að kveðja en minningin um góðan mann mun ávallt vera til staðar og verma hjörtu okkar. Þórunn. SIGRIÐUR ÞORGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR + Sigríður Þor- gerður Guð- jónsdóttir var fædd að Kirkjubóli, Innri-Akranes- hreppi, 10. október 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 14. april sl. Hún var næstelst af sex systkinum og eru fjögur þeirra á lífi. Foreldrar Sig- ríðar voru Guðjón Jónsson, bóndi, og kona hans, Ólöf Þorbergsdóttir. Þau bjuggu síðast i Melkoti, Leirársveit. Hinn 15. desember 1933 giftist Sigríður eftirlif- andi manni sínum, Haraldi Gísla Bjarnasyni, en hann var sonur Bjarna Brynjólfssonar og Hallfríðar Sigtryggsdóttur. Þau Sigríður og Gísli byggðu hús á Mánabraut 9 á Akranesi og bjuggu þar allt til ársins 1986 er þau fluttu á Dvalar- heimilið Höfða. Börn þeirra eru þrjú: 1) Guðjón, kvæntur Her- disi Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn; 2) Bjarnfríður, sem gift er Sigurði Hjálmars.syni og eiga þau þrjú börn; 3) Ólöf, sem er fráskilin og á einn son. Barnabarnabörnin eru þrjú. Sigriður verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 21. apríl. hittum gamlar góðleg- ar og hlýjar konur. Hún amma mín var ein af þeim hópi. Þó að langt sé síðan ljóst var að hveiju stefndi í veikindum hennar og ég hélt að ég væri búin að sætta mig við að hún yrði frá okkur tekin, er ekki hægt að segja að ég hafí verið viðbúin þegar stundin rann upp. Anægja yfir að hún sé nú búin að fá langþráða hvíld og söknuður vegna horfinna gleði- stunda skiptast á í huga mér. Gaml- ar minningar um brosmilt andlit hennar, heimabakað brauð og kleinur, óendanlega vinnusemi, óeigingirni og lifsgleði ylja mér á sorgarstundu. En gömlu revíu- söngvana, sem þú kenndir mér og ég er búin að gleyma hluta af, syngjum við ekki framar saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Að endingu vil ég þakka starfs- fólki á E-deild Sjúkrahúss Akra- ness kærlega fyrir umhyggju fyrir ömmu, en þar dvaldi hún síðustu ár ævi sinnar. Sigríður Sigurðardóttir. RAGNAR ÓLAFSSON Ragnar Ólafsson kaupmað- ur fæddist í Reykjavík 19.4. 1925. Ragnar verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl kl. 13.30. HÚN amma mín, Sigríður, er látin. Vinkona mín og ég töluðum oft um „hinar dæmigerðu ömmur“ ef við Sjábu hlutina ívíbara samhengi! HVER var Ragnar kaupmaður? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör en fyrir okkur var hann góður maður. Ef himnaríki er til þá er Ragnar örugglega þar að finna. Ragnar var góður vinur okkar félaganna frá því við munum eftir okkur. Hann rak litla sjoppu í Laug- ameshverfi og þar vorum við tíðir gestir. Hann var þar alla daga nema örfáa þegar systir hans var fyrir hann. Hann var fljótur að kynnast manni og örugglega fjcirugasti sjoppumaður bæjarins. Ósjaldan komum við til Ragga og fengum okkur sígó og kók meðan við spjöll- uðum við hann. Hann hafði alltaf nýjar fréttir að færa og sló á létta strengi. Hver man ekki eftir sögun- um um klerkinn, málningardósina og stórmennið sem var með ríku konunum á Hótel ísland? Hann þekkti okkur strákana alla með nafni og þrátt fyrir háan aldur var alltaf jafnmikill húmor í Ragga. Ragnar var góðhjartaður maður og vildi öllum vel. Ef við vorum fátæk- ir lánaði hann okkur bara fyrir þvi sem við þurftum og hann átti það til að gefa okkur sætindi úr búðinni. Já, við komum alltaf í góðu skapi út úr Raggasjoppu. Ef við vorum eitthvað dufír í dálkinn fórum við til Ragga og hann hresti okkur með sögum og nýjum fréttum úr hverf- inu og út fórum við með bros á vör. Að hætta að fara til Ragga er vissulega mikil breyting og hverfið allt verður með öðrum blæ. Hvað sem um okkur félagana verður munum við alltaf sakna stundanna í Raggasjoppu. Blessuð sé minning þín, Ragnar Ólafsson, við vitum að þú ert góðum stað. Jóhann Svavar Þorgeirsson og Bergsteinn Þór Jónsson. Morgunblaðið/Arnór G. Ragnarsson SVEIT Ólafs Lárussonar spilaði vel í íslandsbankamótinu ef und- an er skilinn fyrsti þriðjungur mótsins. Þeir uppskáru silfurverð- launin og var myndin tekin við verðlaunaafhendinguna. Talið frá vinstri: Ragnar Önundarson framkvæmdastjóri íslandsbanka, en hann afhenti verðlaunin, Hermann Lárusson, Fríðjón Þórhalls- son, Erlendur Jónsson, Þröstur Ingimarsson og Ólafur Lárusson. BBIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðumesja Miklar sviptingar eru í aðaltvímenn- ingnum sem nú stendur sem hæst. Lokið er 9 umferðum af 23 og er staða efstu para nú þessi: BirkirJónsson-BjamiKristjánsson 86 Guðjón S. Jensen - Gísli R. ísleifsson 74 Gunnar Siguijónss. - Högni Oddsson 69 Dagur Ingimundarson - Siguijón Jónsson 65 Eyþór Jónsson - Garðar Garðarsson 63 KarlG.Karlss.-ÓliÞórKjartanss. 63 Hæsta skor síðasta spilakvöld var þessi: Guðjón S. Jensen - Gísli R. ísleifsson 80 BirkirJónsson-BjamiKristjánsson 79 GunnarSiguijónss.-HögniOddsson 62 EyþórJónsson-GarðarGarðarsson 45 KarlG.Karlss.-ÓliÞórKjartanss. 32 Næstu 5 umferðir verða spilaðar mánudaginn 24. apríl. Keppnisstjóri er ísleifur Gíslason. Bridsfélag Kópavogs Síðastliðið fimmtudagskvöld lauk butlerkeppni Bridsfélags Kópavogs. Lokastaðan er: RagnarJónsson-ÞórðurBjömsson 144 Ármann J. Lárusson - Haukur Hannesson 87 JúlíusSnorrason-ÓmarJónsson 86 Halldór Þorvaldsson - Jón Egilsson 83 Jón Andrésson - Sæmundur Bjömsson 7 2 Hæstu skor kvöldsins hlutu: Helgi Víborg—Ólafur H. Ólafsson 48 Hafliði S. Magnússon - Þórður Jörundsson 46 JúlíusSnorrason-ÓmarJónsson 37 RagnarJónsson-ÞórðurBjömsson 36 SigurðurSiguijónss.-RagnarBjömss. 24 Næst verður spilað, fyrsta fimmtu- dagskvöld eftir páska, þann 20. apríl. Þá hefst tveggja kvölda Board a Match keppni. Skráning verður á staðnum og er aðstoðað við myndun sveita. Spilastaður er Þinghóll, Hamraborg 11, Kópavogi. Spilamennska hefst kl. 19.45 stundvíslega. Briddeild Barðstrendingafélagsins NÆSTA keppni deildarinnar er tveggja kvölda tvímenningur, Firma- keppni sem spilaður veður mánudags- kvöldin 24. apríl og 1. maí nk. kl. 19.30 í Þönglabakka 1. Deildin hefur fyrirtæki en vantar spilara, því eru allir spilarar velkomnir. Upplýsingar og skráning í síma 71374 (Ólafur), og í Þönglabakka 1 hjá BSÍ, síma 879360, þá gefur spila- stjórinn ísak Öm Sigurðsson upplýs- ingar í síma 632820 á vinnutíma. Vetrar Mitchell BSí Föstudaginn 14. apríl var spilaður einskvölds tölvureiknaður Mitchell tví- menningur með forgefnum spilum. 36 pör spiluðu 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420 og efstu pör i hvorri átt vom: NS-riðiU HalldórÞorvaldsson-KristinnKarlsson 540 LofturÞórPétursson-AntonValgarðsson 517 JóhannesÁgústsson-FriðrikFriðriksson 466 Sturla Snæbjömsson - Þórir Guðjónsson 449 AV-riðill GuðrúnJóhannesd.-BryndísÞorsteinsd. 508 Hrafnhildur Skúladóttir - Jömndur Þórðarson 505 Guðjón Sigurjónsson—Helgi Bogason 497 RúnarEinarsson-SveinnAðalgeirsson 493 Mánudaginn 17. apríl var einnig spilaður einskvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. Þátttaka var góð, alls spiluðu 34 pör 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420 og best- um árangri náðu: NS-riðill Karl Sigurhjartarson - Snorri Karlsson 540 SigurðurÁmundason-JónÞórKarlsson 520 Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelss. 463 FriðrikJónsson-SævarJónsson 459 AV-riðill Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 523 Guðmundur Sigurbjömss. - Nicolai Þorsteinss. 520 Óli B. Gunnarsson - Jón V. Jónmundsson 512 SigurjónHarðarson-HaukurÁmason 474 Vetrar Mitchell BSÍ er spilaður öll fóstudagskvöld. Spilað er í húsnæði BSÍ að Þönglabakka 1 og byijar spila- mennska stundvíslega kl. 19. Spilaðir em einskövlds tölvureiknaðir Mitchell tvimenningar með forgefnum spilum. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. íslandsbankamótið í tvímenningi 1995 íslandsmótið í tvímenningi verður haldið í Þönglabakka 1, dagana 28. apríl til 1. maí. Undankeppnin er fyrri tvo dagana, föstudagskvöldið 28. apríl ein lota sem hefst kl. 19 og laugardaginn 29. apríl tvær lotur og hefst spilamennska kl. 11 og lýkur kl. 21. Efstu 23 pörin komast í úrslitakeppnina sem spiluð verður sunnudaginn 30. apríl og mánudaginn 1. maí. Keppnisgjald er 6.600 kr. á parið og skráning er á skrifstofu Bridssam- bands íslands í síma 587-9360. íslandsmótið í paratvímenningi 13.-14. maí Skráning er hafin í íslandsmótið í paratvímenningi sem verður spilað i Þönglabakka 1 helgina 13.-14. maí nk. Spilaður er barómeter tvímenning- ur og hefst keppnin kl. 11 laugardag- inn 13. maí. Keppnisgjald er 6.600 kr. á parið. Tekið er við skráningum á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 587-9360. Bikarkeppni Bridssambands Islands 1995 Eins og síðasta ár verður dregið í fyrstu umferð í bikarkeppni Bridssam- bands íslands í lok paratvimenningsins 14. maí nk. Skráning er hafin á skrifstofu Bridssambands íslands og eru allir spilarar alls staðar á landinu hvattir til að láta skrá sig í þessa skemmti- legu keppni. Síðasta ár voru 59 sveit- ir sem hófu keppni, sem endaði með sigri Tryggingamiðstöðvarinnar sl. haust. Tímamörkin fýrir umferðimar í bik- arkeppninni verða þannig að 1. um- ferð skal lokið í síðasta lagi sunnudag- inn 25. júní, 2. umferð skal lokið í síðasta lagi sunnudaginn 23. júli, þriðju umferð skal lokið í síðasta lagi sunnudaginn 10. september. Undanúr- slit og úrslit verða spiluð helgina 16.-17. september. Eins og undanfar- in ár verður innheimt keppnisgjald fyrir hveija umferð. Skráning er á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 587-9360 og mikilvægt er að skrá fyrirliða sveitarinnar, heimilis- fang og síma. Bridsdeild Ilúnvetningafélagsins SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var seinna kvöldið í einmenningskeppni félagsins. Spiiað var í 13 manna og 8 manna riðli. Úrslit kvöldsins urðu: A-riðill: Þorsteinn Erlingsson 56 Aðalbjöm Benediktsson 55 Jóhann Lúthersson 55 Miðlungur 48. B-riðiIl: Þorleifur Þórarinsson 35 Jóhannes Guðmannsson 29 Rúnar Hauksson 29 Valdimar Jóhannsson 29 Miðlungur 28. Lokastaðan: Aðalbjöm Benediktsson 115 Hermann Jónsson 110 Skúli Hennannsson 110 Jóhann Lúthersson 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.