Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bakkaðu að Geiri minn hér er nóg efni ístjórn. Danskeppni barna og unglinga í Blackpool Islenskt par komst í verð- launasæti á fyrsta degi Blackpool. Morgunblaðið. FYRSTI keppnisdagurinn í viku- langri danskeppni í Blackpool var á mánudag. Fyrsta daginn lenti ís- lenskt par í þriðja sæti í keppni í sömbu í flokki 12-15 ára og á þriðju- dag komust tvö íslensk pör í úrslit í flokki 12 ára og yngri. A mánudag var keppt í tveimur flokkum í samkvæmisdönsum; 12 ára og yngri kepptu í Vínarvalsi og 12-15 ára kepptu í sömbu. Höfnuðu í þriðja sæti í flokki 12 ára og yngri voru 66 pör skráð, þar af 10 íslensk. 9 þeirra komust áfram í 2. umferð (48 pör), 3 pör í 3. umferð (24 pör) og eitt þeirra fór í undanúrslit, þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir. í flokki 12-15 ára voru 178 pör skráð, þar af 17 íslensk. 14 þeirra fóru áfram í 2. umferð (120 pör), 5 pör fóru í 3. umferð (48 pör) og 2 pör fóru í 4. umferð og þaðan í undanúrslit. Þetta voru Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir og Sigursteinn Stefánsson og Elísa- bet Sif Haraldsdóttir. Þau síðast- nefndu fóru í úrslit og höfnuðu í þriðja sæti á eftir tveimur slóvensk- um pörum. Lentu í 4. og 6. sæti Á þriðjudag kepptu 12 ára og yngri í suður-amerískum dönskum; cha, cha, sömbu, rúmbu og jive. Alls voru 82 pör skráð til leiks, þar af 10 íslensk. Af þeim komust 7 áfram í 2. umferð (48 pör), 3 pör komust í 3. umferð (24 pör) og 2 þeirra komust í undanúrslit og svo alla leið í úrslit. Þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríks- dóttir höfnuðu í 4. sæti og Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magn- úsdóttir í 6. sæti. Það voru Bretar sem hrepptu fyrsta og annað sæti og Danir það þriðja. í 6. sæti í landakeppni Landakeppni 12-15 ára var á þriðjudag. Sjö lið tóku þátt og fóru Slóvenar með sigur af hólmi. Islend- ingar höfnuðu í 6. sæti, einungis 0,2 stigum á eftir Finnum og var keppn- in mjög spennandi. Eldri krakkarnir kepptu í Vínar- valsi og komst eitt ísienskt par í 24 para úrslit. 12-13 ára kepptu í tangó og quickstep og komust þar 2 pör í 24 para úrslit. Fertugum Höfðingjanum fagnað FJÖRUTÍU ára afmæli Höfðingj- ans var fagnað í gær, en það er annar tveggja bókabíla Borgar- bókasafnsins. Höfðinginn, sem er af Volvo-gerð, gegndi hlutverki strætisvagns fram á unglingsár, en varð fyrsti bókabíllinn árið 1968. Dóra Thoroddsen, deildar- stjóri á Borgarbókasafninu, segir að bíllinn hafi þá þótt vel farinn, enda hafði hann ávallt ekið um malbikaðar götur, en aldrei átt erindi í ófrágengin úthverfi. „Hann var ekinn yfir milljón kíló- metra þegar við fengum hann og hefur farið nokkra hringina síð- an,“ sagði Dóra. „Síðari ár hefur stundum reynst erfitt að fá vara- hluti, en ailtaf tekist. Það bendir ekkert til þess að Höfðinginn setj- ist í helgan stein á næstunni, en þegar þar að kemur vildi ég gjarnan að hann færi á Árbæjar- safnið. Ef ekki, þá verður hann jarðaður með viðhöfn, eftir mikla þjónustu við borgarbúa." Morgunblaðið/Emilía SVEINN Sveinsson, bílsljóri, Dóra Thoroddsen, deildarsljóri, og Bjarni Björnsson, bílstjóri, við fertugan Höfðingjann. Eins og sjá má er stýrið hægra megin í Höfðingjanum, enda fékk Borgarbóka- safnið hann til afnota þegar Strætisvagnar Reykjavíkur endurnýj- uðu vagna sína um leið og hægri umferð var komið á 1968. Stjörnufræði og svarthol Lítið svarthol í vetrarbraut okkar KENNINGIN um að- dráttaraflið segir okkur, að þegar um er að ræða efnismassa þarf ákveðinn hraða til þess að losna frá aðdrátt- arafli hans, sagði Steinn. „T.d. ef koma á geimfari á braut í kring um jörðina þarf 7 kílómetra á sek- úndu, um það bil, en til þess að geimfarið sleppi frá yfírborði jarðar þarf það að komast upp í ellefu kílómetra á sekúndu. Eftir kenningunni: „Því meiri sem efnismassinn er því meiri hraða þarf til þess að losna frá honum.“ Nú er það þannig að eftir af- stæðiskenningu Einsteins þá er hámarkshraði í heim- inum, það er ljóshraðinn. Á átjándu öld var bent á að ef nógu mikill efnismassi væri kominn á sama stað slyppi ljós ekki einu sinni frá honum. Af- stæðiskenningin staðfesti þessa kenningu og prófessor Wheeler við Princeton-háskóla skýrði þetta fyrirbæri „black hole“ eða svart- hol á íslensku. Það er náttúrlega samkvæmt orðanna hljóðan — ef ljósið sleppur ekki þá er allt svart." Hvers vegna er verið að rann- saka þessa hluti núna? „Fyrst búið var að koma fram með kenningu um þetta fyrirbæri þá fóru stjörnufræðingar að leita að því. Þetta er eitt af aðalvið- fangsefnum stjörnufræðinnar í dag, það sem alla stjörnufræðinga dreymir um að fínna. Fyrir 40 árum fundust fyrirbæri sem á ensku kallast „quasar", litlir punktar sem líta út eins og stjörn- ur og sést á þeim að þeir eru stað- settir langt fyrir utan okkar vetr- arbraut. Líklegasta kenningin er að „qu- asar“ séu gífurlega stór svarthol og ljósið frá þeim myndist þegar gas streymir í svartholið og glóir þar fyrir utan, í sínum ofboðslega hita. Menn trúa því að þegar vetr- arbrautir myndast þá myndist svarthol fyrst í miðju þeirra og svo myndist stjörnurnar þegar gasið streymir inn. Alls staðar í alheiminum e_r mjög þunnt gas í andrúminu. í nálægum vetrar- brautum hefur slokknað á þessum „quasar", en gasið er ---------- allt komið í stjörnur. Þá er spumingin hvort hægt sé að finna svart- holið enn í miðjunni á vetrarbrautum. Þau eru ““““ talin vera misstór, massi allt frá milljón sinnum sólarmassa upp í þúsund milljón sinnum sólar- massa. Eitt er víst að í vetrar- braut okkar er svartholið lítið — ef það er þá til staðar. Til að kanna hvort svarthol eru í nálægum vetrarbrautum verður að skoða stjörnumar. Aðdráttarafl í kringum svartholið er það mikið að stjörnur þjappast um það. Stjömumar leita inn á við og safn- ast saman á braut í kringum svart- holið. Vetrarbrautirnar eru langt í burtu og það er ekki auðvelt að sjá hvernig stjörnurnar liggja fyr- ir, en á síðustu árum hafa nýir sjónaukar, eins og Hubble-sjón- aukinn, sem geimvísindastofnun Bandaríkjanna rekur, gert mynd- ina skýrari." Hvert er þitt viðfangsefni í umræddum rannsóknum? „Ég þróa tölvulíkan af því hvernig brautir stjarnanna breyt- ast þegar svarthol myndast í miðj- unni og þannig hvemig stjörnu- þyrpingar með svartholum í ættu að líta út. Ég er með í hópi rann- sóknarmanna sem flestir em frá Steinn Sigurðsson ► Steinn Sigurðsson er ungur stjarneðlisfræðingur og doktor í eðlisfræði frá Caltech-háskól- anum í Kaliforníu. Hann starfar við Cambridgeháskólann í Bret- landi og tekur um þessar mund- ir þátt í, með hópi vísindamanna frá Bandaríkjunum, að rann- saka svarthol í himingeimnum, en slíkar rannsóknir eru meðal meginviðfangsefna ýmissa vís- indamanna í stjörnufræði nú um stundir. Stjörnufræðin er í stöðugri þróun Bandaríkjunum. Vísindastofnun Bandaríkjanna gaf okkur aðgang að mjög öflugum tölvum til að hanna nýjar leiðir til að gera slík líkön sem fyrr greindi frá. Hug- myndin er að við finnum nýjar aðferðir til að nota tölvurnar. Aðferðir sem við þróum eru svo notaðar, vonum við, til ýmissa nýtilegra hluta. Til dæmis notar Ford-bílaverksmiðjan aðferð sem einn samstarfsmaður minn fann upp til að hanna bílvélar sem menga minna og eyða minna bens- íni en þær sem fyrir eru. Þessi rannsóknarvinna sem ég tek þátt í hefur staðið í tvö ár og á eftir að standa í a.m.k. þijú ár í viðbót. Þá verður afraksturinn skoðaður og staðan endurmetin. Gagnið að því að finna svona svarthol er frekar fræðilegt. Kenningar í eðlisfræði, sem mörg --------- tækni byggist á, eru ekki alveg fullsannaðar, en við vitum að ef ein- hver veikleiki er í kenn- ingunum er líklegast að við finnum hann í marg- földum mæli við öfgafullar að- stæður. Þær gerast ekki öfgafyllri en í umræddum svartholum. Ef við finnum nýjar kenningar þá má gera sér vonir um aðra tækni." Hvað er efst á baugi í stjömu- fræðinni að öðru leyti núna? „Stjömufræði er í stöðugri þró- un. Efst á baugi eru nýjar niður- stöður sem komu frá gervihnött- um og nýjum stórum sjónaukum. Meðal þeirra er t.d. vitneskja um nýjar reikistjörnur í kringum aðrar sólir. Einnig má nefna að nýtt fyrirbæri fannst í okkar vetrar- braut sem talið er vera nifteinda- stjarna sem er að gleypa í sig stóra sólstjörnu. Tvær nýjar systur okk- ar vetrarbrautar fundust mjög nálægt henni en i hvarfi. Sú minni er að rekast á okkar vetrarbraut, en áreksturinn verður sem betur fer ekki fyrr en eftir u.þ.b. 300 milljónir ára. Mesta spennufregn- in síðasta ár var þegar uppgötvað- ist að halastjaman Shoemaker- Levy myndi senn rekast á Júpiter. Þeim atburði fylgdust margir með.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.